Dagur - 28.11.1986, Blaðsíða 9
28. nóvember 1986 - DAGUR - 9
voru settar upp var aðeins kamar
með fötu. Pað var mikið grín gert
að þessari fötu en hún var undan
smurolíu frá Esso. En það er
ekki satt að ég hafi sett heitt vatn
í fötuna fyrir flugfreyjurnar, það
var aldrei til volgur vatnsdropi í
húsinu á fyrstu árunum.“
Hvað finnst þér um flug-
ið á íslandi í dag?
Ferðast þú mikið með
flugvélum sjálfur?
„Nei, ég fer helst ekki upp í
flugvél og mér finnst flugfarþegar
vera algjörar hetjur."
- Ert þú svona stemmdur eða
veist þú eittvað um öryggi flugs-
ins sem farþegar almennt vita
ekki?
„Það er ekkert öruggara en
flug og það er mjög gott að
fljúga, en það hefur gengið svona
að ég hef ekki mikið átt við það.
Við eigum mjög góða flugmenn á
íslandi og í raun er allt starfsfólk
á vélunum mjög gott. Ég þarf
ekki heldur að kvarta yfir neinum
þeim sem unnið hefur með mér .á
öllum þessum árum.“
Við Sigurður höfum setið að
spjalli í kaffistofu starfsfólksins í
nýju flugstöðinni, en nú heyrist
kall úr flugturningum og ég fæ að
elta Sigurð þangað. Tveir einka-
flugmenn eru komnir á völlinn,
þeir eru Kári Garðarsson vél-
fræðingur við Laxárvirkjun, en
hann hefur átt einkaflugvél á
Húsavíkurvelli í nokkur ár, og
Eiður Jónsson rafvirki Árteigi í
Kinn sem á vél í félagi við nokkra
Húsvíkinga en byggði í haust
sinn eigin flugvöll skammt frá
heimili sínu. Eiður hefur boðið
eiginkonunni í flugferð og er að
spyrja um veðurskilyrði. Sigurð-
ur er eins og kóngur í ríki sínu
uppi í flugturninum, með allar
upplýsingar á takteinum og stór-
kostlegt útsýni.
- Hvernig kanntu við þig
svona hátt uppi?
„Mjög vel, héðan er gott útsýni
og munurinn á vinnuaðstöðunni
er geysilegur frá því sem var í
gömlu flugstöðinni en þar var
maður hálfgert á kafi í jörðinni."
- Hverju spáir þú um framtíð
flugvallarins, að hann haldi
áfram að stækka og umferðin
aukist?
r á takteinum og stórkostlegt útsýni.
Kári Garðarsson og Sigurður fyrir framan einkaflugvél þess fyrrnefnda.
„Já, það er vonandi að hann
stækki og verði fullkomnari.
Vonandi styttist í það að fjár-
magn fáist til að malbika völlinn.
Að vísu kemur malarbraut stund-
um betur út þegar hálka er á vet-
urna en það er óþægilegra að
hreinsa hana t.d. þegar snjór er
blautur og malarbraut þarfnast
meiri vinnu og viðhalds heldur en
malbikuð braut.
Pegar búið verður að malbika
þarf að kaupa tæki til að sand-
bera brautina og byggja sand-
geymslu, helst upphitaða. í
gamla daga dreifði maður sandi á
brautina með skóflu svipað og
þegar verið var að bera skít á tún
en á síðustu árum höfum við not-
að veghefil með riffiltönnum til
að raspa klakann af.“
- Manstu ekki fleiri dæmi um
breyttar vinnuaðferðir á þessum
þrjátíu árum?
„Aðstæður eru auðvitað mikið
breyttar því í fyrstu vorum við
bara með jarðýtur bæði til að
ryðja brautina og til að ýta út
ruðningunum. Þetta gekk bæði
seint og illa, þegar búið var að
ryðja eina ferð fram og til baka
var slóðin kannski orðin full af
snjó aftur því þetta tók svo lang-
an tíina.“
- Öll þessi ár í sama starfinu
Sigurður, hvernig hefur þér
líkað?
„Mér hefur sjálfsagt líkað
þetta vel því annars væri ég ekki
í þessu, en breytingarnar hafa
orðið miklar. í fyrstu voru engin
ljós á vellinum og ég var ekki
einu sinni með síma í nokkur ár,
þá átti ég heldur ekki bíl og þurfti
að hlaupa heim í Núpa til að
komast í síma, þangað eru þrír
kílómetrar og ég fór yfir Laxá á
ísi á veturna en á bát á sumrin."
/
Eg reikna með að þetta
hafi oft verið hálfgerðar
svaðilfarir. Nú eru til
skráðar sagnir af föður þínum um
að hann hafi unnið mikil þrek-
virki við að bjarga bæði sjálfum
sér og öðrum úr Laxá, hefur þú
unnið einhver slík afrek?
„Ég hef aldrei lent í neinum
svaðilförum og ég hef ekki nein-
um bjargað, hvorki úr Laxá eða á
öðrum stöðum, ég hef alveg
sloppið við allt svoleiðis.“
Sigurður er ekkert of hrifinn af
öllum þessum spurningum blaða-
mannsins en nú brosir hann allt í
einu prakkaralega. Kári er kom-
mn með flugvélina sína að nýja
bensíntanknum, sem settur var
upp við flugstöðina í haust, og er
að fá afgreitt bensín hjá Guð-
mundi. Sigurður kallar í Kára um
talstöðina og spyr hvort hann ætli
að skreppa í smá flugferð, og
þegar Kári játar því segist
Sigurður hafa farþega handa
honum.
Það duga engar mótbárur,
þarna er Sigurður búinn að finna
leið til að losna úr spurningahríð-
inni, hann sér það í hendi sinni
að fátt verði um spurningar hjá
konunni, í og eftir útsýnisflug
með lítilli einkaflugvél.
Kári tekur erindi Sigurðar ljúf-
mannlega og þó að Sigurður sé
nýbúinn að segja að hann sé lítið
gefinn fyrir flugferðir kemur
hann með, og hann nær tilgangi
sínurn, ekki nóg með að ég hætti
spurningunum, ég hætti líka að
anda - stundum.
Þrátt fyrir það er þetta sérlega
skemmtilegur endir á viðtalinu.
Kári stýrir vélinni af öryggi og
það er gaman að sjá Aðaldalinn,
Kinnina og Húsavík frá nýju
sjónarhorni. Við svífum yfir
Knútsstaði, Núpa og flugvöllinn
á skömmum tíma, þetta land þar
sem Sigurður hefur slitið bæði
sínurn barns- og fullorðinsskóm,
þar sem þessi sérstæði maður hef-
ur tekist á við veðurguðina, lifað
og starfað og tekið hverjum hlut
með einstöku æðruleysi. IM