Dagur - 28.11.1986, Síða 11

Dagur - 28.11.1986, Síða 11
28. nóvember 1986 - DAGUR - 11 íslenski dans- flokkurinn norður í kvöld og annað kvöld gefst leikhúsgestum á Akureyri í fyrsta skipti síðan 1973 tæki- færi til að sjá íslenska dans- flokkinn flytja list sína í Sam- komuhúsinu. Dansflokkurinn heldur frá Reykjavík til Akur- eyrar með úrvals dagskrá, tvo vinsæla balletta frá síðasta ári, Fjarlægðir og Tvístígandi sinnaskipti eftir Ed Wubbe og hinn heita og ástríðufulla dans Duende eftir Hlíf Svavarsdótt- ur, sem frumsýndur var í Þjóð- leikhúsinu um síðustu helgi ásamt tveimur öðrum. í Duende túlka tvö pör, Guð- munda Jóhannesdóttir, Katrín Hall, Örn Guðmundsson og Patr- ick Dadey ást og ofbeldi sem spænska skáldið Lorca fjallaði um í ljóðum sínum og leikritum við tónlist eftir George Crumb. Ballettarnir Fjarlægðir og Tvístígandi sinnaskipti eftir Ed Wubbe eru hlutar af danssýning- unni Stöðugir ferðalangar sem flutt var við miklar vinsældir í Þjóðleikhúsinu sl. vor og í Kaup- mannahöfn á alþjóðlegri leiklist- arhátíð í októberlok. Sú sýning hlaut einróma lof gagnrýnenda jafnt heima sem erlendis. „Glæsi- legur og frumlegur dans,“ sögðu danskir gagnrýnendur, „listvið- burður ársins“ og „stórsigur íslenska dansflokksins,“ sögðu íslenskir starfsbræður þeirra. Þetta eru gullfallegir dansar, sem höfða til allra, og eiga von- andi eftir að gleðja augu sem flestra Norðlendinga. í Fjarlægð- um dansa þær: Birgitte Heide, Guðrún Pálsdóttir, Helga Bern- hard og Ingibjörg Pálsdóttir en í Tvístígandi sinnaskiptum þau Helena Jóhannsdóttir, Katrín Hall, Sigrún Guðmundsdóttir, Patrick Dadey, Norio Mamiya og Örn Guðmundsson. Listdans hefur verið á stefnu- skrá Pjóðleikhússins frá upphafi og árið 1952 var Listdansskóli Þjóðleikhússins stofnaður, en sjálfstæður dansflokkur varð ekki að raunveruleika fyrr en við stofnun íslenska dansflokksins árið 1973. í dansflokknum er nú starfandi þrettán dansarar, en oft fá þau gestadansara til liðs við sig erlendis frá eins og þá Patrick Dadey og Norio Mamiya að þessu sinni. Framkvæmdastjóri Islenska dansflokksins er Örn Guðmundsson en listdansstjóri Þjóðleikhússins er Nanna Ólafs- dóttir. Dansflokkurinn setur að jafnaði upp tvær danssýningar í Þjóðleikhúsinu á ári, en undan- farin ár hefur flokknum í síaukn- um mæli verið boðið að sýna erlendis. Dansflokkurinn hefur ekki farið út á land með list sína síðan 1978 svo nú gefst einstakt tækifæri fyrir landsbyggðarfólk að sjá danslist á heimaslóðum. Leikfélag Sauðárkróks frumsýndi sl. laugardag við góðar undirtektir áhorf- enda, barnaleikritið Línu Langsokk eftir Astrid Lindgren, við lcikstjórn Harðar Torfasonar. Þegar hafa verið 3 sýningar á leiknum og hefur aðsókn verið góð. Næsta sýning verður á laugardag og síðan verður leikritið sýnt í desember eftir því sem aðsókn endist. Mynd. -þá Lögmanns- 125 ára Sunnudaginn 30. nóv. verður minnst 125 ára vígsluafmælis Lög- mannshlíðarkirkju. Kirkjan stendur á svokallaðri Lögmannshlíðartorfu í hlíðinni ofan Akureyrar. Upphaf- lega hét bærinn þar Hlíð en nafnið mun hafa breyst er Guðmundur Sig- urðsson lögmaður bjó þar í 40 ár á 14. öld. Talið er að kirkja hafi stað- ið í Lögmannshlíð frá því skömmu eftir kristnitöku. Þar var í katólsk- um sið kirkja helguð Ólafi helga Noregskonungi. Þessara tímamóta verður minnst við hátíðarguðsþjónustu nk. sunnu- dag. Kirkjukór Lögmannshlíðar- sóknar syngur og sóknrpresturinn sr. Pálmi Matthíasson syngur messu. Eftir messu bjóða kvenfé- lagskonur í Baldursbrá til kaffisam- sætis í Glerárskóla. Er þess vænst að sem flestir sjái sér fært að koma til messu á þessum tímamótum og þiggja góðgerðir á eftir. Málverkasýning á Blönduósi Þorlákur Kristinsson (Tolli) opnaði málverkasýningu í útibúi Alþýðu- bankans, Húnabraut 13, Blöndu- ósi,í gær, en það var jafnframt fyrsti starfsdagur útibúsins. Sýning- in verður opin á sama tíma og bankinn og mun standa í nokkrar vikur. Bent skal á, að um sölusýn- ingu er að ræða svo þarna gefst gott tækifæri, bæði til að komast í kynni við góða málaralist og eignast mál- verk sérstaks listamanns. Póst- og símamálastofnunin NotdEx norræn viðskiptasímaskrá NORDEX er ný viðskiptasímaskrá, sem símamálastjórnir Norðurlanda gefa út sameiginlega. I NORDEX verða allar nauðsynlegar upplýsingar varðandi samskipti í síma og farsíma, með telex og telefax við útflytjendur á Norðurlöndum, ásamt póstföngum þeirra. NORDEX er því kjörinn vettvangur fyrir útflutningsfyrirtæki til þess að kynna og auglýsa starfsemi sína. Gögn varðandi NORDEX 1987 hafa þegar verið send flestum fyrirtækjum landsins. Þau fást einnig á póst- og símstöðvunum. Ef þér óskið nánari upplýsinga hafið vinsamlega samband með pósti eða í síma. Pantanir þurfa að berast í sfðasta lagi um mánaðamótin nóvember-desember 1986. NORDEX SÍMASKRÁIN - AUGLÝSINGAR PÓSTHÓLF 311 - 121 REYKJAVlK SÍMI 91-29140 Aðstandendur og annað áhugafólk um málefni þroskaheftra Styrktarfélag vangefinna og Foreldrafélag barna með sérþarfir halda myndasýningu laugardaginn 30. nóv. nk. frá kl. 14-17 í Þjálfunarskólanum, Hvammshlíð 6. Myndefnið fjallar um: A. Þjálfun og þjónustu við fjölfötluð börn. B. Kennslu yngri barna í Öskjuhlíðarskóla. C. Kennslu eldri barna í Öskjuhiíðarskóla og starfsþjálfun þeirra. D. Sambýli. Höfum heitt á könnunni. Fræðslunefndin. ....1 " ■■■■■■■■■ Basar Köku- og munabasar verður haldinn í Freyvangi sunnudaginn 30. nóvember kl. 15.00. Kaffisala. Kvenfélagið. Sauðkrækingar, Blönduós- búar, Hvammstangabúar Verðum með skemmtun í samvinnu við heima- menn á Sauðárkróki föstudagskvöld, Blönduósi laugardagskvöld, Hvammstanga sunnudag. Jass, önnur tónlist, dans, uppákomur, talaö mál og fleira. Sjá nánar í götuauglýsingum. MENOR - Menningarsamtök Norðlendinga. -

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.