Dagur - 15.01.1987, Page 1

Dagur - 15.01.1987, Page 1
Filman þín á skihð það besta! FILMUHÚSIÐ Hafnarstræti 106 Sími 22771 - Pósthólf 198 gæðaframköllun Filman inn fyrir kl. 10.45. Myndirnar tilbúnar kl. 16.30. Opiö á laugardögum frá kl. 9-12. Fræðsluráð Norðurlands eystra: „Tökum fulla ábyrgð á störfum fræðslustjóra66 - Mjög hörð viðbrögð við brottvikningunni Ljóst er að sú ákvörðun Sverr- is Hermannssonar mennta- málaráðherra, að víkja Sturlu Kristjánssyni fræðslustjóra Norðurlands eystra frá störf- um, á eftir að draga verulegan dilk á eftir sér. I allan gærdag voru skólamenn og fræðsluyf- irvöld í umdæminu á fundum og hafa allir sem einn fordæmt þessa ákvörðun Sverris og lýst fullum stuðningi við fráfarandi fræðslustjóra. Fræðsluráð umdæmisins hefur lýst yfir fullri ábyrgð á störfum fræðslustjóra. í tilkynningu frá ráðinu segir að því sé ekki kunn- ugt um neinar þær ástæður sem réttlætt geti þessar harkalegu aðgerðir og með geðþótta- ákvörðun sinni stefni ráðherra skólastefnu grunnskólalaganna í tvísýnu. Þá hefur fræðsluráð mótmælt því að ráðuneytið reyni að hafa áhrif á hvernig verka- skiptingu yrði háttað á Fræðslu- Harður árekstur í Skagafirði skrifstofunni þar til nýr fræðslu- stjóri tæki til starfa. Þá neitaði Úlfar Björnsson skrifstofustjóri á Fræðsluskrifstofunni þeirri beiðni ráðuneytisstjóra að Úlfar . tæíci að ser verkstiorn þar um óákveðinn tíma. Það væri á valdi fræðsluráðs að ráðstafa starfi hans. Starfsfólk Fræðsluskrifstofunn- ar mun ekki verða við ósk menntamálaráðherra um „að halda sjó“ þar til nýr fræðslu- stjóri verður ráðinn. Allt starf á skrifstofunni verður því í lama- sessi næstu daga. Starfsfólkið tel- ur að brottvikning fræðslustjóra sé áfellisdómur á þá skólastefnu sem allir aðilar í umdæminu hafi verið sammála um, og hér sé því á ferðinni mál, sem varði skóla- hald á landinu öllu. Eftir fundinn í gær var ráðherra sent bréf þar sem nákvæmra skýringa á upp- sögninni er krafist. Skólastjórar og yfirkennarar í umdæminu voru á fundi langt fram á kvöld ásamt fræðsluráði og í mörgum skólum voru haldnir sérstakir fundir vegna málsins. í ályktunum allra þessara funda er lýst yfir fullum stuðningi við frá- farandi fræðslustjóra og aðgerðir menntamálaráðherra ýmist vé- fengdar eða fordæmdar. Þá barst starfsfólki skeyti frá ýmsum aðil- um m.a. frá Kennarasambandi íslands, þar sem ákvörðun ráð- herra var nefnd „gerræðisleg" og fullum stuðningi lýst við baráttu starfsfólks ar. Fræðsluskrifstofunn- BB. Hefðbundin starfsemi á Fræðsluskrifstofu Norðurlands eystra lá að mestu niðri í gær. Á hurðinni stóð „Lokað vegna fundahalda“ og í hverri skrif- stofu sátu menn og ræddu málin. Hér sést fráfarandi fræðslustjóri, Sturla Kristjáns- son, í hópi fyrrverandi sam- starfsmanna á Fræðsluskrifstof- unni. Ætli þeir hafi verið að ræða um Sverri?? Mynd. RÞB „Reddar66 Kjörland Samvinnubankanum vegna „Svalbarðseyrarævintýrisins66? „Rekum ekki góðgerðarstarfsemi“ -verksmiðjanerverðlaus, segir Jóhannes Geir stjórnarformaður Kjörlands hf. Mjög harður árekstur varð í Norðurárdal í Skagafirði í fyrrakvöld. Á blindhæð við Sellæk í Silfrastaðafjalli skullu saman vöruflutningabfll með tengivagn á leið norður og fólksbfll með kerru á leið suður. Ökumaður fólksbílsins var flutt- ur á sjúkrahús mikið skorinn á handleggjum og gekkst hann undir aðgerð seinna um kvöldið. Ekki urði fleiri slys á fólki, en tvennt var í hvorum bíl. Fólks- bíllinn er gjörónýtur, en vöru- flutningabifreiðin gat haldið áfram ferð sinni þrátt fyrir miklar skemmdir. -þá „Það fóru 170 tonn af vatni út á síðasta ári sem skiptist nokk- uð jafnt milli Danmerkur og Bandaríkjanna. Við sendum einnig prufusendingar í allar mögulegar og ómögulegar áttir,“ sagði Þórarinn Sveins- son samlagsstjóri Mjólkursam- lags KEA á Akureyri um starf- í úttekt Helgarpóstsins á mál- um Kaupfélags Svalbarðseyrar er meðal annars fullyrt að kart- öfludreifingarfyrirtækið Kjör- land hf., sem KEA á að 60% ætli sér að bjarga stærsta kröfuhafanum, Samvinnu- banka íslands, með því að kaupa tæki kartöfluverksmiðj- semi Akva sf., en það fyrirtæki hefur sem kunnugt er stefnt að útflutningi á neysluvatni í neyt- endaumbúðum. „Við sendum prufusendingar til margra landa, t.d. til Japan, Þýskalands, Thailands, Araba- landa og Miðausturlanda. Umræður eru mislangt á veg unnar á mun hærra verði en eðlilegt sé. Talað er um að markaðsverð sé í mesta lagi 20 milljónir en kaupverðið verði allt að 60 milljónir. „Þessi túlkun er algjörlega fráleit," sagði Jóhannes Geir Sig- urgeirsson stjórnarformaður Kjörlands þegar þessar fullyrð- komnar, sums staðar eru menn að tala um verð en annars staðar vantar heilbrigðisvottorð. Það sem stendur upp úr á síðasta ári er að við erum komnir með heil- brigðisvottorð gagnvart Banda- ríkjunum og löndum Efnahags- bandalags Evrópu. Við sendum eina sendingu vestúr til Banda- ríkjanna í desember en hún verð- ingar voru bornar undir hann. Kjörland hefur frá 1. nóvemb- er verið með öll tæki verksmiðj- unnar á leigu hjá þrotabúinu. Sá samningur gildir til 1. febrúar og sagði Jóhannes að fljóílega yrði ákveðið hvort sá samningur yrði framlengdur. „Það er alveg ljóst að Kjörland ur ekki komin á áfangastað fyrr en um miðjan mánuðinn. Þessi sending á síðan eftir að fara gegnum toll og heilbrigðiseftirlit og verður ekki komin í sölu fyrr en í byrjun febrúar. En ég er bjartsýnn á framtíð þessa útflutn- ings,“ sagði Þórarinn að lokum. EHB kaupir engin tæki á öðru verði en því sem hægt er að standa undir. Það hefur aldrei staðið til að reka neina góðgerðastarfsemi fyrir Samvinnubankann,11 sagði Jóhannes. Jóhannes sagði að Samvinnu- bankinn hefði haft samband við stjórn Kjörlands hf. enda vildu þeir sjálfsagt ekki kaupa umræddar eignir á uppboði fyrr en tryggt væri að þeir gætu selt þær aftur. „Við gáfum þeim ekk- ert upp en bentum þeim á að eins og að þessum málum er búið í dag þá er verksmiðjan verðlaus," sagði Jóhannes. Magnús Gauti Gautason sem situr í stjórn Kjörlands fyrir hönd KEA tók í sama streng og Jóhannes. „Það má benda á það að „verkefni" sem þetta krefðist hlutafjáraukningar og ég á ekki von á því að menn leggi fé í það að bjarga bankanum," sagði Magnús Gauti. ET Akva sf.: 170 tonn af vatni flutt út í fyrra

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.