Dagur - 15.01.1987, Blaðsíða 3

Dagur - 15.01.1987, Blaðsíða 3
Skagfirðingabúð Sauðárkróki: Gjörbreyting á aðstöðu til brauð- og kökusölu - í samvinnu við Krútt á Blönduósi „Það er stefnt að því að opna í byrjun mars. Þeir eru fyrst og fremst að koma upp betri aðstöðu til brauðsölu hjá sér. Þeir eru nú að stíga það skref sem störmarkaðirnir hafa tek- ið flestir. Við erum bara svo heppnir að hafa verið valdir til að útvega brauð í hillurnar,“ sagði Oskar Húnfjörð fram- kvæmdastjóri Krútts á Blönduósi, þegar leitað var svara við orðrómi þess efnis að Krútt væri að setja upp verslun í Skagfirðingabúð. Magnús Sigurjónsson vöruhús- stjóri í Skagfirðingabúð staðfesti að fyrir dyrum stæði gjörbreyting á aðstöðu til brauð- og kökusölu í Skagfirðingabúð, ásamt fleiri breytingum og einnig að keyptar yrðu kökur og brauð frá Krútti í þetta nýja hillurými. „Skagfirðingabúð er búin að versla lengi við Krútt. Þeir koma með brauðin glóðvolg hvern morgun og viðskipti við þá hafa verið ákaflega góð. Við höfum líka keypt brauð af Sauðárkróks- bakaríi og frá Akureyri, en mér sýnist hlutdeild Krútts í brauð- sölunni hafa aukist nú upp á síðkastið." Þeirri spurningu, hvort þarna væri ekki hugsanlega verið að flytja atvinnutækifæri úr bænum, svaraði Magnús á þá leið að fyrir sér væri landið eitt og sama at- vinnusvæðið. Óskar Húnfjörð sagði Sauðár- króksbúa og Skagfirðinga mega eiga von á sömu þjónustu og verðlagningu og Blöndósinga. Vörur frá Krútti væru seldar alls staðar á sama verði meira að segja í Vestmannaeyjum. -þá „Akaflega spennandi verkefni“ - Samstarf karlakóranna á Akureyri orðið að veruleika Eins og kunnug er starfa tveir karlakórar á Akureyri: Karla- kórinn Geysir og Karlakór Akureyrar. Þessir kórar hafa um áratuga skeið verið mikil- vægur hluti tónlistarlífs Akur- eyrar. Undanfarin ár hefur starfandi félögum þeírra fækk- að talsvert þannig að nú eru ekki nema um 20 menn í hvor- um kórnum. Því hefur verið Á laugardaginn var opnaður skyndiréttastaður á Hótel Akureyri, en Ólafur Laufdal veitingamaður hefur látið breyta innréttingum Nætur- sölunnar í þessu augnamiði. Þar verður boðið upp á ýmsa rétti. Áhersla er lögð á hraða þjónustu. Eins og flestir vita hefur veit- ingastaðurinn Lautin verið rek-1 inn af eigendum Hótel Akureyrar. Þegar Ólafur Laufdal tók Hótel ákveðið að kórarnir starfi sam- an um óákveðinn tíma. Að sögn Knúts Otterstedt, formanns Geysis, og Þorsteins Þ. Jósepssonar, formanns Karlakórs Akureyrar, hefur verið ákveðið að samstarf verði með kórunum og munu þeir æfa saman fyrir tónleika. Söngstjóri verður Atli Guðlaugsson, en hann hefur ver- Akureyri á leigu lét hann mála Lautina og skipta um ljós. Þá hefur Nætursölunni verið breytt þanmg að afgreiðsluborð snýr fram að ganginum þar sem geng- ið er niður í Lautina. Þar verður boðið upp á fjóra rétti til að byrja með, einnig kaffi og kökur, og getur fólk ráðið því hvort það borðar á staðnum eða fer með matinn heim. Opið er til kl. 15.00 virka daga en til kl. 17.00 um helgar. ið söngstjóri beggja kóranna. Stefnt er að samsöng kóranna 10. maí í vor og söngferðalagi til höfuðborgarsvæðisins um þrém- ur vikum seinna. Stjórnir kóranna hafa rætt saman um skeið og haldið fundi með félögunum. Þar voru rædd þau vandamál sem fylgja fækkun starfandi félaga og kostir sam- starfs milli kóranna. Á sínum tíma voru 40 starfandi félagar í hvorum kór en nú hefur þeim fækkað um helming. Með sam- starfi kóranna ætti að vera hægt að fást við stærri verkefni og einnig hefur verið rætt um að breyta lagavali að hluta þannig að áhersla verði lögð á létt og vinsæl lög sem höfða til yngra fólks. Þá vonast formenn kór- anna til að menn sem hafa verið að íhuga þátttöku í kórunum komi til starfa og skora á alla sem áhuga hafa á söng að gefa sig fram við þá eða Atla Guðlaugs- son. „Mér finnst þetta ákaflega spennandi og ég er trúaður á að þetta verði skemmtilegt," sagði Atii Guðlaugsson, söngstjóri, að lokum. EHB Grattan pöntunarlisti Vor- og sumarlisti 1987 kominn Glæsilegri en nokkru sinni fyrr. Verð kr. 250.00, + póstkrafa ATH: Aðeins 500 listar verða seldir fyrir Norðurland Umboð Akureyri sími 96-23126 Frá opnun skyndibitastaðarins í Hótel Akureyri. Frá vinstri: Ólafur Reynis- son, Sóley Víglundsdóttir, Hörður Sigurjónsson og Ólafur Sigmiindson. Mynd: EHB Akureyri: Nyr skyndi- bitastaður 15. janúar 1987 - DAGUR - 3 ■AUGLÝSING Mynd frá einum af hinum fjölmennu fundum sem sérframboö í N.E. hefur haldið SÉRFRAMBOÐ I NORÐURLANDSKJÖRDÆMI EYSTRA Kynnum framboðslistann í biómaskáianum Vín laugardaginn 17. jan. 1987 kl. 14.00 Stuðningsmenn fjölmennið FRAM TIL SIGURS Framkvæmdanefndin -------------------------7<v, A -------------------- / N’ CtT\ Akureyringar - Norðlendingar Við opnum aftur á nýju ári með nýjum matseðli og úrvali vína. Opið föstudags- og laugardagskvöld (matur framreiddur frá kl. 19.00). Tilboð fyrir leikhúsgesti á kr. 850.00 (frá kl. 18.00). Laxdalsfordrykkur rjómalöguð spergilsúpa riddarasteik (snarað naut) kaffi og konfekt Upplýsingar og pantanir í símum 27122 og í Laxdalshúsi 26680. Með kveðju Bjarni Ingvason, matreiðslumeistari, Örn Ingi. Bubbi og Megas Skemmta föstudags- og laugardagskvöld Skemmtunin hefst kl. 22.00. Matsedill helgarinnar: Rjomalöguð blomkálssupa. Gljáður grísahryggur með ana- nasbltum og Orientalsósu. Sérry rjomarónd. Föstudagskvöld leikur Stuðkompaníið. Laugardagskvöld leikur PASS. Miða- og borða pantanir í sirpum Rfi'flHí?' 227170,22970 J I IbBí. og 22525. á SfailiMt

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.