Dagur - 15.01.1987, Blaðsíða 2

Dagur - 15.01.1987, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 15. janúar 1987 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 480 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 50 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON, GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi vs. 95-4070 hs. 95-4368), HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585 hs. 41529), KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, RÚNAR ÞÓR BJÖRNSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Jeiðari. „Valdið er mitt!“ Sverrir Hermannsson á að baki einstæðan feril sem menntamálaráðherra. Á því rúma ári sem hann hef- ur gegnt þessu embætti hefur hann sýnt hvernig hægt er að misbeita því valdi sem ráðherra er falið. Sverrir Hermannsson telur augljóslega að einungis ein hlið sé á hverju máli og þá jafnan sú hlið sem hann hefur fyrir augum. Önnur sjónarmið eiga ekki upp á pallborðið. „ Valdið er rnitt", er hans kjörorð. Sverrir er gefinn fyrir sviðsljósið. Hann hefur oft- sinnis gripið til gerræðislegra aðgerða — óvæntra og kostnaðarsamra - án þess að ráðfæra sig við félaga sína í Sjálfstæðisflokknum né samráðherra sína í ríkisstjórninni. Við skipan í embætti hefur hann oftsinnis gengið þvert á vilja ráðgefandi aðila í málinu og virt skoðanir þeirra að vettugi, með áðurnefnt kjörorð að leiðarljósi. Sverrir Hermannsson vílaði ekki fyrir sér að segja framkvæmdastjóra Lánasjóðs íslenskra náms- manna upp störfum fyrirvaralaust, þegar hann lét ekki nógu vel að stjórn. Sú uppsögn olli námsmönn- um ómældum óþægindum og fjárhagsvandræðum, þar sem afgreiðsla námslána dróst á langinn. Auk þess þurfti ríkissjóður að borga á aðra milljón króna í skaðabætur vegna ákvörðunar menntamálaráð- herra. Frá þessu máli komst hann án teljanlegra vandræða. Sverrir Hermannsson hefur sakað Finn Ingólfs- son um óheilindi í viðræðum fulltrúa stjórnarflokk- ana við námsmenn. Sverrir kallar það óheilindi er Finnur vill leita raunhæfra leiða til að semja við námsmenn og þar með fara aðra leið en Sverrir sjálfur, sem vill þröngva sínu fram, hvað sem það kostar. Nýjasta „afrek" Sverris Hermannssonar er að víkja fræðslustjóra Norðurlands eystra frá störfum fyrirvaralaust. Sverrir segir fræðslustjóra sekan um að hafa sniðgengið fyrirmæli sín og brotið trúnað. Þessa ákvörðun, eins og margar aðrar, tekur menntamálaráðherra án þess að ráðfæra sig við samráðherra sína í ríkisstjórninni. Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra hefur bent á að ráð- herrann hafi vald til að gera þetta, en æskilegt hljóti að teljast að hann ráðfæri sig við samstarfsmenn sína áður en hann grípi til svo alvarlegra aðgerða. Það gerði hann ekki. Það er ljóst að Sverrir Hermannsson tók þessa ákvörðun upp á eigin spýtur. Það mun væntanlega koma í ljós á næstu dögum hvort félagar hans í Sjálfstæðisflokknum styðja þessa ákvörðun. Hitt er jafnljóst að framsóknarmenn styðja það ekki að opinberum embættismanni sé vikið úr starfi án þess að afdráttarlaus rök liggi að baki og sekt hans sé augljós. Því er ekki til að dreifa í þessu máli. Hér er á ferðinni enn eitt dæmið um valdníðslu Sverris Hermannssonar á valdastóli. Líklegt er að þessum áfellisdómi hans yfir stefnu skólamanna á Norðurlandi eystra verði áfrýjað. BB. _viðtal dagsins. Agnar Sverrisson hefur starfað með skátahreyfingunni á Akureyri um tíu ára skeið og er nú deildarforingi. Hann hef- ur því góða reynslu af skáta- starfi og féllst á að ræða við blaðamann um skátahreyfing- una og starfsemi hennar. Skátarnir mynda ártalið með logandi kyndlum um hver ára- mót, eins og allir ættu að vita. Þar liggur talsverð vinna að baki og við notuðum m.a. tækifærið til að fræðast um hvernig það fer fram. - Ert þú Akureyringur, Agnar? „Já, ég er fæddur hérna í bæn- um árið 1967. Foreldrar mínir eru Aðalbjörg Sigvaldadóttir og Sverrir Eðvaldsson." - Hvernig kynntist þú skáta- starfinu? „Ég kynntist því fyrir tæpum tíu árum, haustið 1977. Vinir mínir og nágrannar þrýstu á mig að fara í þetta. Ég fór svo með þeim á minn fyrsta fund í húsinu Gunnarshólma. Ég gekk inn í 4. flokk Skátafélags Akureyrar en sú sveit heitir Eskimóar. Ég var með þeim alveg til 15 ára aídurs, fyrst sem venjulegur áfangaskáti og síðar sem aðstoðarflokksfor- ingi. Ég gekk síðan upp úr henni í dróttskátasveitina Ævintýrið og starfaði með henni í tvö ár.“ - í hverju er þjálfunin fólgin, þið takið próf? „Jú, við tókum próf upp úr áfangabókinni, sem þá var í gangi. Aðalstarfið var samt að taka þátt í útilegum í Fálkafelli og ferðalögum. Skátar stunda gönguferðir mikið því þeir vilja vera í góðri þjálfun. Við lærum líka skyndihjálp, matreiðslu og að hnýta mismunandi hnúta. I Fálkafellsútilegum er mönnum skipt niður í hópa sem hafa sér- stök verkefni. Einn hópurinn sér um eldhúsið, annar um borðsal- inn, sá þriðji um allt utandyra og sá fjórði hafði umsjón með svefn- loftinu.“ - Er skátunum ekki innrætt að forðast hættur og tefla ekki í tví- sýnu í útilegum og ferðalögum? „Jú, það er mjög mikilvægt fyr- ir hópana að temja sér varúð. Við fylgjumst með veðri og hlust- um mikið á veðurfréttir. Pað er reynt að gæta fyllsta öryggis.“ - Þegar þú laukst áfanga- skátastigunum varðst þú drótt- skáti. Hvað þýðir það? „Við fimmtán ára aldurinn ganga menn upp í dróttskáta- stigið. Þá skiptir alveg yfir og nýtt starf tekur við. í yngra starfinu er það að sjálfsögðu sveitarforingi sem stjórnar sveitinni og þegar kemur yfir í dróttskátastarf þá er sveitarforinginn bara til að fylgj- ast með. Við unnum í nefndum innan sveitarinnar þar sem við tókum ákvarðanir um ferðir og önnur atriði og skipulögðum starfið. Við reyndum síðan að fara eftir þeirri dagskrá sem hafði verið ákveðin. Á þessu stigi er farið út í tjaldútilegur og snjó- húsaútilegur á vetrum.“ -- Hversu lengi starfaðir þú sem dróttskáti? „Ég starfaði eitt ár í Ævintýr- inu og gerðist síðan sveitarforingi í fjórðu sveit. Þannig starfaði ég í eitt ár í viðbót. Núna er ég deild- arforingi, ég varð það síðasta haust, en í millitíðinni var ég skálavörður í Fálkafelli.“ - í hverju felst að vera deild- arforingi? „í raun og veru skiptist Skáta- bandalag Akureyrar í fjórar deildir og einn eða tveir deildar- foringjar eru í hverri deild. Við erum sex núna sem störfum sem deildarforingjar. Svo skiptast deildirnar niður í tvær drótt- skátasveitir, tvær áfangaskáta- sveitir og tvær sveitir yngri skáta. Starf deildarforingja er að sjá um daglegan rekstur deildarinnar og Agnar Sverrisson, deildarforingi. fylgjast með því að allt fari rétt og vel fram. Auk þess erum við eins konar hægri hönd sveitarfor- ingjanna.“ - Hverjir eru æðstu foringjar skáta á Akureyri? „Það eru félagsforingjarnir, þau Tryggvi Marinósson og Þor- björg Ingvadóttir. Ingimar I. Eydal er síðan framkvæmdastjóri Skátabandalags Akureyrar. Állt skátastarf á Akureyri fellur undir Skátabandalag Akureyrar. En núna eru fyrirhugaðar ákveðnar breytingar á þessu, því við leggj- um niður Skátafélag Akureyrar, Valkyrjuna og Skátabandalag Akureyrar og stofnum nýtt félag en nafn þess er ekki komið á hreint ennþá.“ - Hvernig kemur Hjálparsveit skáta inn í Skátabandalag Akur- eyrar? „Hjálparsveitin kemur í raun og veru frekar lítið þar við sögu. Flestir í hjálparsveitinni eru skát- ar sem hafa starfað í Skátabanda- lagi Akureyrar eða Valkyrjunni og hafa valið að starfa með hjálp- arsveitinni eftir að dróttskáta- starfinu lauk. Þá verður fólk að velja milli hjálparsveitarinnar eða foringjastarfa innan skátafé- laganna. Það eru auðvitað þó nokkur tengsl þarna á milli. Ef hjálparsveitina skorti t.d. mann- afla til einhvers verkefnis gæti hún leitað til skátafélaganna, þ.e. eldri skáta.“ - Hvernig stóð á því að þú valdir á sínum tíma að fara for- ingjaleiðina? „Það kom að því að maður þurfti að velja á milli en mig lang- aði meira til að starfa með yngri krökkunum og miðla þeim af minni reynslu. Þetta hefur verið mjög gaman auk þess sem maður gerir hjálparsveitinni gagn því eitthvað af þessum krökkum sem eru áfangaskátar núna eiga sjálf- sagt eftir að starfa með henni síðar.“ - Hvers vegna reyndist nauð- synlegt að stofna nýtt félag fyrir skáta hér á Akureyri? „Við erum að taka upp nýtt skátastarf og munum starfa eftir alveg nýju kerfi. í stjórninni munu sitja félagsforingjar og jafnvel deildarforingjar. Síðan Mynd: EHB. verður starfinu skipt í fjórar deild- ir sem síðan skiptast niður í sveitir o.s.frv. Við störfum eftir svo- kölluðum starfsverkefnum. Hvert slíkt verkefni er þrír liðir: Undirbúningur, framkvæmd og endurskoðun. í þessu taka allir skátarnir í flokknum þátt. Að hafa eitt félag verður til þæginda fyrir okkur og við komumst af með færri stjórnarfundi.“ - Er alltaf mikil aðsókn að skátastarfinu? „Mér finnst hún aldrei vera nægileg og okkur bráðvantar t.d. núna tíu ára gamla krakka og allt upp í tólf ára. Ég vil hvetja alla krakka á þessum aldri sem hafa áhuga til að hafa samband við skrifstofuna í Hvammi.“ - Hafa fyrrverandi skátar ekki sterkar tilfinningar til skátahreyf- ingarinnar? „Jú, ég held að það sé satt sem sagt er: Einu sinni skáti, alltaf skáti. Við höldum skátaheitið í heiðri og reynum að starfa eftir því.“ - Nú sjáið þið um „áramótaár- talið“. „Já, það er rétt.„Áramótaártal“' hefur verið kveikt síðan um 1960 en þá var það Guðvarður Jóns- son málarameistari sem kom með þennan sið frá Siglufirði. Hann gerði þetta með sinni fjölskyldu og á sinn eigin kostnað fyrstu árin. Fyrir tuttugu árum tóku skátarnir við þessu á 50 ára afmæli skáta á Akureyri. Við höfum verið með ártalið síðan. Dróttskátasveitin Ævintýrið hef- ur haft þetta með höndum. Við notum 75 kg af tjöruhampi í þetta á hverju ári. Við rúllum ræmum af hampi saman þar til stærðin er á við matardisk. Þá setjum við þetta í bréfpoka. Á gamlársdag förum við með pok- ana upp í Vaðlaheiði og röðum þeim upp. Við þurfum að hella olíu í pokana svo betur kvikni í þeim, en þeir eru um 270 talsins. Rétt fyrir tólf kveikjum við í ártalinu. Þetta er talsverð vinna, við erum 10 til 12 í þessu. Það er stórkostleg sjón að horfa yfir bæinn af heiðinni og fyrir mig er þetta toppurinn á áramótunum. Síðustu áramót voru þau fimmtu í röðinni sem ég tek þátt í þessu.“ EHB Einu sinni skáti - alltaf skáti - Agnar Sverrisson deildarforingi í viðtaii dagsins

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.