Dagur - 15.01.1987, Blaðsíða 9

Dagur - 15.01.1987, Blaðsíða 9
lþrótt: 15ÍjÍánúar,> '1$87 - DÁGttá - 9° Umsjón: Kristján Kristjánsson Gunnar Gunnarsson verður í eldlínunni með félögum sínum í Þór annað kvöld, en KA-menn keppa við KR í Reykjavík í kvöld. Mynd: rþb. Þór leikur gegn Fylki - og Völsungar fá Njarðvíkinga í heimsókn Þórsarar fá Fylkismenn í heim- sókn annað kvöld í 2. deildinni í handknattleik og Njarðvík- ingar sækja Völsunga heim í Lauga á sama tíma, þ.e. kl. 20. Þórsarar eru nú í þriðja sæti deildarinnar og möguleikar liðs- ins á því að blanda sér af alvöru í toppbaráttu eru þó nokkrir. Þórsarar töpuðu óvænt fyrir ÍBK í síðasta heimaleik og það tap gæti reynst þeim dýrkeypt þegar upp verður staðið í vor. Liðið vann sannfærandi sigur á ÍBV í Eyjum um síðustu helgi og liðið er til alls líklegt á góðum degi. Völsungar fá Njarðvíkinga í heimsókn. Lið UMFN er í öðru sæti deildarinnar og virðist vera eitt besta liðið í deildinni. Völs- ungar eru í neðri hlutanum og á mánudaginn tapaði liðið heima fyrir Selfossi eftir að hafa haft forystu lengst af. Með góðum leik annað kvöld ættu Völsungar að geta velgt Njarðvíkingum undir uggum. Knattspyrna: Jonas til KS Jónas Björnsson knattspyrnu- maður úr Fram, hefur ákveðið að ganga til liðs við KS á Siglu- firði og leika með þeim í 2. deildinni næsta sumar. Jónas sem er bróðir Gústafs Björns- sonar þjálfara KS þykir geysi- lega efnilegur leikmaður. Jónas er 19 ára að aldri og hóf að leika með meistaraflokki Fram seinni partinn í fyrrasumar og hann lék m.a. með liðinu í Evrópukeppninni í fyrrahaust og stóð sig vel. Hann ætti því að reynast Siglfirðingum góður liðs- auki í hinni hörðu baráttu 2. deildar. Arnar Guðlaugsson Völsungs. leikmaður íþróttir fatlaðra: Leiðbeinendanámskeið I febrúar mun Iþróttasamband fatlaðra efna til tveggja leið- beinendanámskeiða í íþróttum fyrir fatlaða. A-stigs leiðbeinendanámskeið: Námskeiðið verður haldið dag- ana 5.-8. febrúar í húsakynnum íþróttasambands íslands í íþróttamiðstöðinni Laugardal. Mun námskeiðið standa yfir frá kl. 9:00 til ca. 18:00 5.-7. febrúar og kl. 9:00-16:00 sunnudaginn 8. febr. Verður þetta námskeið alls um 35 kennslustundir og kennslan verður bæði bókleg og verkleg. Áhersla verður lögð á að kynna hinar ýmsu tegundir fötlunar og hvaða möguleikar eru í boði fyrir fatlaða til íþróttaiðkunar. Námskeiðið er öllum opið en íþróttakennarar, sj úkraþj álfarar og starfsfólk á stofnunum og vist- heimilum ásamt öðrum er áhuga hafa eru sérstaklega hvattir til að mæta. Námskeiðsgjald er kr. 1.800 og greiðist það í upphafi námskeiðsins. Körfubolti: Tindastóll leikur gegn UMFG og ÍR Tindastóll leikur tvo leiki fyrir sunnan um helgina í 1. deild íslandsmótsins í körfuknatt- leik. Á laugardag gegn UMFG í Grindavík og á sunnudag gegn toppliði ÍR í Seljaskóla. Tindastólsliðinu hefur ekki gengið neitt allt of vel í deildinni það sem af er. Liðið er í næst neðsta sæti, með 4 stig eftir 10 leiki. ÍS er í neðsta sæti deildar- innar með 4 stig eftir 10 leiki en iakara stigahlutfall en Tindastóll. Það verða að öllum líkindum þessi tvö lið sem munu berjast á “botninum. Tindastólsliðið getur á góðum degi veitt hvaða liði sem er keppni. Annar af þeim leikjum sem liðið hefur unnið, var einmitt gegn UMFG. Með því að sigra í að minnsta kosti öðrum leiknum um helgina, færðist liðið fjær botninum og liðið myndi um leið hjálpa Þórsliðinu í toppbaráttu deildarinnar. Námskeiö í vetraríþróttum: Námskeiðið verður tvískipt. Bóklegi hlutinn fer fram í húsa- kynnum íþróttasambands íslands, íþróttamiðstöðinni Laugardal 5. og 6. febrúar kl. 19:00-22:30. Verklegi hlutinn fer síðan fram í Skálafelli helgina 14.-15. febrúar. Á þessu námskeiði verður megináherslan lögð á kennslu í alpagreinum. M.a. verður kennd notkun sérstaks sleða sem fatlað- ir nota til skíðaiðkunar. Námskeiðið er öllum opið en skíðakennarar, íþróttakennarar, og foreldrar og/eða systkini fatl- aðra barna og unglinga eru sér- staklega hvattir til að mæta. Námskeiðsgjald er kr. 1.000 og greiðist það í upphafi námskeiðs. Öll kennsla er innifalin í nám- skeiðsgjaldinu en auk námskeiðs- gjaldsins þurfa þátttakendur að greiða fyrir ferðir í Skálafell og lyftugjöld. Rétt er að benda á að þessi námskeið eru óháð hvort öðru, þ.e.a.s. þátttakendur geta tekið þátt í öðru hvoru þeirra eða báðum. Tilkynna þarf þátttöku til íþróttasambands fatlaðra íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík fyrir miðvikudag- inn 28. janúar nk. Síminn á skrif- stofu íþróttasambands fatlaðra er 91-83377 og þar er unnt að fá all- ar nánari upplýsingar. KR-KA í kvöld: Tekst KA að hefna ófaranna úr fyrri leiknum? í kvöld fara fram tveir leikir í 1. deild íslandsmótsins í hand- knattleik og eru það síðustu leikirnir í deildinni næsta rúma mánuðinn. En keppni í 1. deild liggur niðri á meðan landsliðið tekur þátt í Eystrasaltskeppn- inni í A.-Þýskalandi sem hefst í næstu viku. KA-menn halda suður á bóg- inn og leika gegn KR í Laugar- dalshöllinni kl. 20.15. Strax á eft- ir þeim leik mætast Ármann og Víkingur á sama stað. KA-menn eiga harma að hefna úr fyrri viðureigninni við KR sem fram fór á Akureyri í haust. KR-ingar unnu þá stóran sigur 22:16. KA- liðið hefur leikið mjög vel að undanförnu og á að vinna lið KR á góðum degi. Hvort það tekst skýrist í kvöld. „Við áhangendur KA-liðsins, krefjumst þess að þeir vinni KR- inga í kvöld,“ sagði Gunnar bað- vörður Níelsson í samtali við Dag. „Strákarnir hafa staðið sig þokkalega það sem af er og eru næstum því góðir. Það vantar einn snjallan leikmann í KA-liðið til þess að það sé gott,“ sagði Gunnar ennfremur. Toppliðið í 1. deild Víkingur, mætir botnliði Ármanns í kvöld og ætti Víkingum ekki að verða skotaskuld úr því að næla sér í tvö stig. Ármenningar hafa ekki sýnt það í vetur að þeir hafi neitt í önnur lið í deildinni að gera. Innanhússknattspyrna: íslandsmótiö um helgina Keppni á íslandsmótinu í innanhússknattspymu hefst um helgina en þá hefst keppni í 2. og 3. deild og í tveimur riölum úr 4. deild. Keppni í 1. deild og hluta 4. deildar ásamt kvenna- deild fer fram um aðra helgi. Leikið er í fjórum riðlum í hverri deild og efstu liðin í hverjum riðli flytjast upp um deild en neðstu liðin falla um deild. í 1. deild karla og í kvennaflokki fer efsta liðið í hverjum riðli í úrslitakeppni um Islandsmeistaratitilinn. Riðlaskiptingin lítur þannig út: 1. deild: í A-riðli leika Grótta, Fram, Selfoss og ÍK. í B-riðli Haukar, Valur, ÍR og HSÞ-b. í C-riðli KR, Víkingur, FH og KS. í D- riðli ÍA, Fylkir, Þór Ak. og Þróttur R. 2. deild: í A-riðli leika Leiftur, ÍBK, Stjarnan og Þróttur N. í B-riðli Ármann, KA, Austri og Ein- herji. í C-riðli Reynir S, Valur Rf, UBK og ÍBV. í D-riðli Neisti, Skallagrímur, UMFN og Víðir. 3. deild: í A-riðli leika Árvakur, Völs- ungur, Léttir og Víkverji. í B- riðli Bolungarvík, Hrafnkell Freysgoði, Skotf. Rvk. og Höttur. í C-riðli Reynir Á, Vík- ingur Ól., Leiknir F og UMFG. í D-riðli Vorboðinn, ÍBÍ, Sindri og Leiknir Rvk. 4. deild: í A-riðli leika Afturelding, Grundarfjörður, Trausti, Stefnir, Badmintonfélag ísafjarðar og Æskan. í B-riðli Stokkseyri, Hveragerði, Geislinn, Hafnir, Efling og Magni. í C-riðli UMF Svarfdæla, Þórsmörk, Ösp, Höfrungur og HSS. í D-riðli UMF Fram, Augnablik, Reynir He, Árroðinn og Hvöt. Kvennadeild: í A-riðli leika UBK, KR, Hveragerði og UMFG. í B-riðli Valur Rvk., Þór Ak., Stjarnan og Grundarfjörður. í C-riðli ÍA, ÍBK, Afturelding og ÍBÍ. í D- riðli KA, Fram, FH, KS og Skallagrímur. Landsmót UMFÍ: Mikil utgafa Landsmót UMFÍ, hið 19. í röðinni fer fram á Húsavík dagana 10.-12. júlí næstkom- andi eins og margoft hefur komið fram í fjölmiðlum. Undirbúningur er hafínn fyrir löngu enda að mörgu að hyggja við framkvæmd svo viðamikils móts. Áætlaður fjöldi mótsgesta er um 12-15 þúsund. Þeim fyrirtækjum og öðrum sem hug hafa á að kaupa auglýs- ingar í sambandi við mótið, standa fjórir möguleikar til boða. í fyrsta lagi í Ársriti HSÞ sem kemur út þann 1. mars næstkom- andi og gefið er út í 1200 eintök- um, í öðru lagi í Mótaskrá lands- mótsins sem kemur út 3. júlí. í þeirri skrá er mótssvæðið kynnt, nöfn keppenda og fjöldi keppnis- greina auk margs annars og er hún gefin út í 5000 eintökum. í þriðja lagi í Leiðabók um S.- Þingeyjarsýslu í 3 litum. Þetta verður mjög vandað rit, með kortum af hverju sveitarfélagi og leiðarlýsingu kunnugra manna. Leiðabókin verður gefin út í 7000 eintökum. Loks verða seld aug- lýsingaspjöld á 3 staði, við leik- vanginn, íþróttahúsið og sund- laugina. Þeir sem áhuga hafa á því að nýta einhvern þessara auglýs- ingamöguleika geta snúið sér til Ágústs Hilmarssonar Skúta- hrauni 16 Reykjahlíð Mývatns- sveit.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.