Dagur - 15.01.1987, Blaðsíða 5

Dagur - 15.01.1987, Blaðsíða 5
15. janúar 1987 - DAGUR - 5 heilsar SEL2 Sel 2 heilsar nýju ári með björt- um vonum um að þær áætlanir sem gerðar voru, þegar ákveðið var að hefjast handa við fram- kvæmdir í Seli 2, á sl. ári, fái staðist. En það var, að þessi 10 rúma hjúkrunardeild verði tilbú- in, og geti tekið til starfa, 1. júní n.k. Unnið er nú af fullum krafti við bygginguna, og verður að vona að ekkert það komi fyrir, sem tefji framkvæmdir. Eins og skýrt hefur verið frá, og lesendur þekkja, er þessi framkvæmd við Sel 2 - eins og við Sel 1 á sínum tíma - fjár- mögnuð með frjálsum framlög- um alls almennings á þjónustu- svæði fjórðungssjúkrahússins, og raunar berast framlög víðar að m.a. úr Framkvæmdasjóði aldr- aðra, sem reiknað er með að fjár- magni um helming framkvæmd- arinnar. Og því ber að fagna að líkt og í fyrri söfnuninni, er áhug- inn vakandi og mjög jákvæður, eins og söfnunarlistarnir, sem birtir hafa verið, og sá sem hér fylgir, bera vott um. I byrjun desember sl. kom út auglýsingablað, verkefninu til styrktar og eru greiðslur á auglýs- ingum nú sem óðast að berast. Er sérstök ástæða til að færa öllum þeim, er þar lögðu fram sitt lið- sinni, og fjármagn, miklar og góð- ar þakkir fyrir öflugan stuðning. Svo sem nú horfir við áramót má reikna með, að hjúkrunar- deildin, fullbúin með öllum bún- aði, kosti um 12 millj. kr. Um sl. áramót höfðu safnast um 4,4 millj. þar af komu 2 millj. frá Framkvæmdasjóði aldraðra. Á fjárhagsáætlun þessa árs er gert ráð fyrir 4 millj. kr. framlagi frá Framkvæmdasjóði aldraðra, þannig að Framkvæmdasjóður- inn leggi fram um helming kostn- aðar svo sem áður er getið. Hins helmingsins, um 6 millj., verður ~að afla með frjálsum framlögum. Um 2,4 millj. hafa þegar safnast svo enn vantar um 3,6 millj. Leit- að hefur verið til sveitarfélag- anna á svæðinu og þess óskað, að. þau legðu fram, hvert um sig, sem svaraði 100 krónum á hvern íbúa. Hafa nokkur þeirra þegar brugðist við og sent sinn skerf. Eru þeim þakkaðar góðar undirtektir og þess vænst að önnur séu á leið- inni. Vitað er um félagasamtök, sem hafa fjársöfnun í gangi vegna Sels 2, og er þess fastlega vænst að sem flestir láti frá sér heyra, og sendi framlög sín sem fyrst, því byggingartíminn er stuttur, en efni og vinnulaun þarf að greiða jafnharðan, eftir því sem verkinu miðar. Verum því öll samtaka um að lyfta þessu Grett- istaki. Réttum hjálparhönd. Margt smátt gerír eitt stórt. Söfnunarlisti: Áður birt kr. 3.649.380,31. N.N....................... 5.000,- Gísli .................. 4.350,- Jóhanna .................. 3.600,- Sigríður og Haraldur Sigurgeirs.... 3.000,- Amameshreppur ........... 23.000,- Soffía'Pálmadóttir ...... 10.000,- Óskar Guðjónsson ........ 25.000,- Bræður ....;............. 50.000.- Sparisjóður Höfðahverfis ............. 3.000.- Útgerðarfél. Sjöfn, Grenivík ................. 5.500,- Alfreð og Ragnhildur, Grímsey .................... 200.- N.N....................... 1.000,- Guðný Magnúsdóttir ... 500,- N.N......................... 200,- Vilborg Sigurðard...... 200.- Guðný Magnúsdóttir ... 500.- Dana og Brói ............... 250,- Laufey og María ............ 250.- Ragna Magnúsdóttir ... 500.- Sigríður Pálsdóttir ........ 500.- Guðrún Pálsdóttir ........ 4.000.- Jórunn og Sigurgeir .... 5.000,- Helga Stefánsdóttir ... ’ 500,- Hulda og Páll ............ 5.000,- Framkvæmdasjóður aldraðra ............... 500.000.- Til minningar um Helga Tryggvason: María Kristjánsdóttir .. 500.- V.N......................... 100,- N.N......................... 150,- Helga Tryggvadóttir .... 200.- Systur frá Garðshorni .. 500.- Jóhanna Valsteinsdóttir ............ 200,- Tryggvi Valsteinsson ... 200.- Jenný Valsteinsdóttir ... 200.- Ragna Jónsdóttir ........... 300.- Sigurgeir og Hulda ......... 500.- Þórunn ..................... 200,- Magnús Jónsson ............. 500.- Fjölskyldan Bjarmastíg 10 .............. 500,- N.N....................... 1.700,- Ragnheiður og Gunnar ..................... 300.- Til minningar um Ásrúnu Sigurjónsd. hjúkrunarkonu frá H.S................. 100.000,- Ak....................... 10.000,- N.N....................... 3.000,- Árskógshreppur .......... 35.000,- Öngulsstaðahreppur .... 40.000.- Minningargjöf um Flosa Pétursson frá fjölsk. Svertingsst. . 2.000.- frá Sigurveigu Jónsdóttur ................. 200,- Samtals kr. 4.495.680,31 Með þökkum móttekið. Móttökunefndin. Þá er að undirbúa sig fyrir nýtt ár og beina athyglinni að sjálfum sér og heilsunni. Heilsunudd sem verkar á alla líkamsstarfsemina. Nuddari: Steina. Próf frá R.M.I. Boulder School og massage therapy U.S.A. ATH: Eini nuddarinn á Akureyri með próf frá viðurkenndum erlendum skóla, sem starfar án tilvísunar frá lækni. Pantið tíma í síma 22766 og 23717. ^lökunarnudd - Svæðanudd ÍatSU, kínverskt þrýstinudd * Utsala hefst fimmtudaginn 15. janúar Karlmannaföt frá kr. 6.000,00 Jakkar frá kr. 3.500,00 Buxur frá kr. 1.000,00 Skyrtur frá kr. 500,00 Peysur frá kr. 500,00 Vattstakkar frá kr. 2.850,00 Klæðskeraþjónusta. WS4 Hafnarstræti 92 (Bautahús suðurendi), sími 26708. Ath! Útsalan stendur aðeins fáa daga w z' Vandadarvörur - Valið er þUt. Kaupmannafélag Akureyrar 4 mismunandi gerðir NI5SAIVI NISSAN Bílasýnincr Laugardaginn 17. janúar og sunnudaginn 18. janúar frá kl. 2-5 e.h. báða dagana að Bifreiðaverkstæði Sigurðar Valdimarssonar. Komið og kynnið ykkur frábær greiðslukjör. Bifreiðaverkstæði Sigurðar Valdimarssonar Óseyri 5a, sími (96) 22520. Ingvar Helgason hf. Rauðagerði. >■" .... ..........— «■ 1 1 Það hemst til skila í Degi Áskrift og auglýsingar S (96) 24222^^ -

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.