Dagur - 15.01.1987, Blaðsíða 12

Dagur - 15.01.1987, Blaðsíða 12
CHICOGO Nýtt merki í snyrtivörum gott og ódýrt SÍMI (96) 21400 Snyrtivörudeild Tvö norðlensk skip seldu í gær: Lágt verð í Bret- landi vegna kulda Tvö norðlensk skip seldu afla erlendis í gærmorgun. Núpur frá Grenivík landaði 59,3 tonn- um í Hull og var heildarverðið um 2,9 milljónir eða 48,05 kr. á kíló að meðaltali. Þetta mun vera mjög lágt verð þar sem um var að ræða góðan línufisk. Verð fyrir fisk í Bretlandi hef- ur lækkað mjög að undanförnu, og stendur lækkunin í réttu hlut- falli við aukinn kulda. Vegna færðar hefur gengið erfiðlega að koma fiskinum á ntarkað. Dalborgin frá Dalvík átti pant- aðan löndunardag í Hull en vegna kuldanna og hins lága verðs sneri skipið til Boulogne í Frakklandi þar sem það seldi afla sinn. Þar mun verð vera mun hærra en ekki fengust nákvæmar upplýsingar þar um. Afli Núps var að mestu þorsk- ur eða tæp 53 tonn. Meðalverð fyrir þorskinn var 44,94 kr. á kíló. Ysa var 2,9 tonn af aflanum og verðið var 89,77 kr. á kíló. Afgangurinn af aflanum var blandaður fiskur og meðalverð fyrir hann var 61,69 kr. á kíló. ET Skipasmíðaverkefni úr landi: Norðmenn vemda eigin iðnað - tveir samningar um norðlensk skip frá Noregi Þessir hressu krakkar voru að leik á Eyrarvelli þegar Ijósmyndara Dags bar að garði. Kaupa Hagkaup og Bautabúrið húsnæði íspan? „Erum spenntir fyrir þessum möguleika“ - segir Sævar Hallgrímsson í Bautabúrinu Eins og fram hefur komið hafa Dalvíkingar gert samning um smíði á togara við norska skipa- smíðastöð. Tvær megin ástæður munu vera fyrir því að gengið var til samninga við norsku stöðina. í fyrsta lagi er gert ráð fyrir því í samningnum að eldri togari gangi upp í verð þess nýja en auk þess vega nið- urgreiðslur norska ríkisins á lánum til skipasmíða þungt. Niðurgreiðslur sem þessar tíðkast víða erlendis og í þesu tilfelli má gera ráð fyrir að þær lækki kaupverðið úr rúmum 300 milljónum í 260 milljónir. í þessu sambandi má einnig geta þess að eigendur loðnuskips- ins Hákonar ÞH hafa gert samn- ing við norska skipasmíðastöð um smíði á nýju skipi í stað þess gamla. Nefnd um vanda innlends skipasmíðaiðnaðar hefur meðal „Ég sé ekki annað en að árið 1986 muni koma býsna vel út hjá okkur,“ sagði Sigurður Aöalsteinsson framkvæmda- stjóri Flugfélags Norðurlands er við inntum hann eftir afkomu félagsins á s.l. ári. „Við skiluðum rúmlega 3 millj- óna króna hagnaði árið 1985 og ég tel víst að útkoman sl. ár verði a.m.k. jafngóð og að öllum lík- indum betri. Það sem gerir það aðallega að verkum að þessi tvö ár hafa verið okkur svo góð er að olíuverð hefur verið hagstætt. Þá erum við með flest okkar erlendu annars fjallað um leiðir til þess að mæta erlendum niðurgreiðslutil- boðum. Meðal þess sem nefndin lagði til var að veitt yrðu sérstök samkeppnislán og jafnvel í ein- stökum tilfellum vildarlán. „Það kemur að því að menn verða að meta það út frá þjóð- hagslegu sjónarmiði hvprt skynsamlegt sé að veita fé í að bæta aðstöðu innlendra fyrir- tækja til að standa í þessari sam- keppni. Þar yrði þá um að ræða niðurgreitt vinnuafl, vexti eða hreinlega niðurgreitt hráefni. Þetta hlýtur líka að skoðast í ljósi viðskiptasamninga sem þess- ar þjóðir eru aðilar að. Mér er það mjög til efs að svona nokkuð samrýmist þeim siðareglum sem þar gilda. Eg legg þetta til jafns við það að við gerðum Norð- mönnum ókleift að selja tilteknar vörur hér á landi, með því að leggja á þær háa tolla,“ sagði Hákon Hákonarson en hann á sæti í nefndinni. ET lán í dollurum og það hefur ekki haft lítið að segja.“ Sigurður sagði að ekki hefðu orðið neinar umtalsverðar breyt- ingar á rekstrinum á s.l. ári og ekkert slíkt væri framundan þótt vissulega væri reksturinn í stöð- ugri athugun. Þó hefði orðið fjölgun á ferðum til vissra staða eftir því sem tilefni hefði gefist til. Aðspurður um hvort ein- hverjar breytingar yrðu á flug- vélakosti félagsins sagði hann að ekkert slíkt væri ákveðið. Mitsu- bishi vél félagsins hefur að vísu verið á söluskrá í rúmlega eitt ár Eins og áður hefur komið fram hafa forráðamenn Hagkaups ' hyggju að stækka húsnæði verslunarinnar við Norður- götu. Tillögur um þetta eru nú hjá Skipulagsnefnd Akureyrar- bæjar. Ekki hefur enn verið tekin afstaða til tilboðs Ispan hf. um sölu á húsnæði fyrir- tækisins en vitað er að viðræð- en ekki gengið neitt að selja hana. „Við höfum verkefni fyrir þessa vél þótt þau mættu vera fleiri á þeim leiðum þar sem hún er hagkvæmust, þ.e. í flugi á milli landa.“ Farþegar með Flugfélagi Norðurlands á s.l. ári voru 20.237 og var það 6% aukning frá árinu áður. Vöruflutningar námu 485 tonnum og var þar um 55% aukningu að ræða sem stafar að mestu leyti af auknum flutningum til Grímseyjar. Póstflutningar námu 174 tonnum og var aukning þar 11%. gk-. ur hafa farið fram milli for- ráðamanna Hagkaups og Bautabúrsins um sameiginleg kaup á húsnæðinu. Jón Ásbergsson framkvæmda- stjóri Hagkaups og Sævar Hall- grímsson framkvæmdastjóri Bautabúrsins staðfestu þetta í samtali við blaðið. Jón sagði að þetta mál væri hins vegar á algjöru frumstigi en viðræður myndu væntanlega fara í gang fyrir alvöru. Sævar sagði að ef af þessu yrði þá myndi Bautabúrið kaupa helming hússins eða 450 fermetra. „Við erum spenntir fyrir þessu en munum þó fara hægt í sakirnar. Þetta yrði mjög hagkvæmt fyrir okkur þar sem við seljum megnið af okkar fram- leiðslu til Hagkaups,“ sagði Sævar. Jón Ásbergsson sagði að þeim þætti kaupverð húss Ispan nokk- uð hátt. Ekki fékkst uppgefið hvert verðið væri en samkvæmt óstaðfestum heimildum mun það vera á bilinu 25-27 milljónir. Jón sagði að lagðar hefðu verið tvær tillögur fyrir skipulagsnefnd en hugmyndin um kaup á hús- næði íspans væri síðari tíma viðbót. Ánnars vegar var mögu- leiki um stækkun á lóð Hagkaups að lóð íspan og í því tilfelli myndi Norðurgatan lokast. Hinn mögu- leikinn var að stækka húsið að Norðurgötu eða um 300 fer- metra. Að sögn Jóns myndi sú stækkjun varla duga þar sem stefnt er að 600 fermetra stækk- un. ET Sesseljubúð: Öllu stolið úr skýlinu Mikil brögð eru að því að stol- ið hafi verið búnaði úr neyðar- skýlinu Sesseljubúð á Oxna- dalsheiði. Svala Halldórsdóttir formaður Slysavarnadeildar kvenna á Akureyri sem sér um rekstur skýlisins, sagði í samtali við Dag að nánast væri hægt að segja að öllu lauslegu væri stolið úr skýl- inu. „Það er sama hvort um er að ræða kaffi, potta, pönnur eða borðbúnað, það virðist sem fólk finni hjá sér hvatir til þess að hafa þessa hluti á brott með sér úr skýlinu. Þá er umgengni mjög slæm þarna og þetta er afar slæmt eins og allir hljóta að sjá. Þetta skýli á að nota í neyðartilfellum og það liggur ljóst fyrir að þessi framkoma getur boðið hættunni heim,“ sagði Svala. gk-. Hagnaður af rekstri FN á síðasta ári

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.