Dagur - 20.01.1987, Side 6

Dagur - 20.01.1987, Side 6
6 - DAGUR - 20. janúar 1987 Fyrirtækið „Marska“ hf. á Skagaströnd komst í heims- metabókina síðastliðið sumar þegar það bjó til stærstu böku sem gerð hefur verið svo vitað sé, á sýningu sem haldin var í Laugardalshöllinni. Höfundurinn að réttunum frá „Marska“ er Steindór Haraldsson sem einnig skóp hið fræga Lado- lamb. Blaðamaður hitti Steindór að máli á Skagaströnd fyrir skömmu og innti hann tíðinda af rekstri „Marska“ hf. Steindór Haraldsson hjá „Marska“ á Skagaströnd. „Helstu tíðindin eru þau að við erum komnir fram úr helstu keppinautunum á Norðurlöndum og í Norður-Evrópu í vöruþróun og vöruvöndun, það er stað- reynd. Ég tel, og það sama má segja um ýmsa matvælafræðinga og aðra sem best þekkja til þess- ara hluta hér á iandi, að við séum komnir fram úr því sem best ger- ist í Evrópu. Við stöndum frammi fyrir því að verði okkur á að senda út vöru sem teldist ann- ars flokks vara, þá yrði það geysi- legur álitshnekkir. Pað hefur verið litið á ísland sem vanþróað ríki í fullvinnslu matvæla, það er fyrst og fremst litið á okkur sem hráefnisframleiðendur. Það má segja að þetta sé svipað og það að höfuðborgarsvæðið lítur á lands- byggðina sem vanþróaðan hrá- efnisframleiðanda. “ - Hvenær hófst undirbúningur að framleiðslunni hjá „Marska"? „Ég kom hingað fyrir tveim árum og fór þá fyrst að at- huga hvað væri hægt að gera hér í sambandi við matvælafram- leiðslu, þá var þetta allt algjör- lega ómótað. Það væri efni í heila grein að segja frá því hvernig ég fór að því að finna út hvað ég ætti að gera. Hér var ekki um að ræða fyrirtæki sem hafði verið í undir- búningi að stofnsetja í einhver ár, heldur varð að byrja algjör- lega frá grunni.“ - Komst þú sem sagt gagngert hingað til Skagastrandar til að stofnsetja fyrirtæki í matvælaiðn- aði? „Já. Það má segja að tilurð þessa fyrirtækis hafi orðið í Kaffi- vagninum á Granda fyrir nokkr- um árum. Ég fór í kaffi á Kaffi- vagninum og þar rakst ég á Svein Ingólfsson framkvæmdastjóra Skagstrendings og í spjalli okkar kom hann inn á það að hann hefði áhuga á að koma upp ein- hvers konar fyrirtæki til að vinna meira úr því hráefni sem bærist þar á landi. Ég varð náttúrlega allur upptendraður af hugmynd- inni í hvelli. Á þessum tíma var ég á Akureyri, í Lado-lambinu og þá var ég líka að vinna fyrir fiskvinnslufyrirtæki og gera til- raunir í sambandi við söltun á flökum. Ég kom hingað nokkrar ferðir til viðræðna við Svein og þáverandi framkvæmdastjóra Hólaness, og síðan var það í upp- hafi árs 1985 að ég flutti hingað." Unniö viö að pakka sjávarréttabökum. Hallbjörn Hjartarson og Kristín Sigurðardóttir verkstjóri. Unnið við fyllingarnar í réttina. Guðbjörg ir

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.