Dagur - 20.01.1987, Blaðsíða 11

Dagur - 20.01.1987, Blaðsíða 11
20. janúar 1987 - DAGUR - 11 Þorrinn hefst nk. föstudag og verður þá víða boðið upp á gómsætan þorramat. Veitingahúsið Bautinn á Akureyri er einn þeirra staða þar sem þorramatur er ávallt á boðstólum og á dögunum var blaðamönnum boðið upp á „for- smökkun“ á hinum vinsæla þorramat þar. Þá var þessi mynd tekin af einum af matreiðslumönnum staðarins við þorrabakkana. Mynd: rpb Stjórn Sambands ungra framsóknarmanna: Vill endurskoða stjórnarsamstarfið - Lýsir vantrausti á Sverri Hermannsson menntamálaráðherra Stjórn Sambands ungra fram- sóknarmanna hélt fund um helgina, þar sem fjallað var um stjórnmálaástandið í dag og starfið framundan. Fundurinn sendi frá sér stjórnmálaályktun þar sem hin ýmsu mál, sem efst eru á baugi, eru reifuð frá sjónarhóli ungra framsókn- armanna. Stjórnmálaályktunin er svo- hljóðandi: * Stjórn SUF telur að endur- skoða eigi reglugerð um fullvirð- isrétt. * Stjórn SUF harmar að okur skuli vera lögverndað á íslandi, því slíkt vegur gróflega að rétt- lætistilfinningu almennings. * Stjórn SUF lýsir yfir stuðn- ingi við að tekið verði upp stað- greiðslukerfi skatta. Jafnframt lýsir stjórn SUF yfir óánægju sinni með hve hægt miðar í að bæta skattheimtu og koma í veg fyrir skattsvik. * Stjórn SUF ftrekar stuðning sinn við hugmyndir Finns Ingólfs- sonar í málefnum Lánasjóðs íslenskra námsmanna. * Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra hefur sýnt fádæma valdníðslu í málefnum Lánasjóðsins og fræðslustjóra- málinu á Norðurlandi eystra. Hann vílar ekki fyrir sér að víkja mönnum fyrirvaralaust úr starfi án skýringa og sniðgengur með öllu sjónarmið íslenskra náms- manna. í ljósi þessa lýsir stjórn SUF yfir vantrausti á Sverri Her- mannsson menntamálaráðherra. * Stjórn SUF telur að það hafi verið rétt ákvörðun hjá Stein- Utvegsmenn Norðurlandi Útvegsmannafélag Noröurlands boöar til fundar fimmtudaginn 22. janúar á Hótel KEA, Akureyri kl. 14.00. Stjórnin. grími Hermannssyni forsætisráð- herra að kalla saman þing til að ræða stöðuna í sjómannadeilunni og þrýsta á um aðgerðir í málinu. Jafnframt fagnar stjórn SUF þeim árangri sem náðst hefur við lausn deilunnar og að samningar skuli hafa náðst án lagasetningar. * Stjórn SUF lýsir yfir van- þóknun sinni á ummælum Þor- steins Pálssonar um Framsókn- arflokkinn sem birtist í DV laug- ardaginn 17. janúar. Þessi ummæli verða ekki skilin öðru- vísi en sem vantraust á Fram- sóknarflokkinn. * Stjórn SUF lýsir áhyggjum sínum yfir því að samskiptaörð- ugleikar og valdabarátta innan Sjálfstæðisflokksins er farin að draga verulega úr starfsgetu ríkisstjórnarinnar. * í ljósi þessara atburða telur stjórn SUF að Framsóknarflokk- urinn eigi að taka áframhaldandi stjórnarþátttöku til alvarlegrar endurskoðunar. BB. Útboð Byggingamefnd flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli býöur út gróöur innanhúss í nýrri flugstöö. Afhendingu skal vera lokiö 13. apríl (fyrri áfanga) og 1. júní 1987 (síðari áfanga). Útboðsgögn verða afhent á Almennu verkfræöistof- unni, Fellsmúla 26 Reykjavík frá og með mánudeg- inum 19. jan. gegn 20.000 kr. skilatryggingu. Fyrirspurnir og óskir um upplýsingar skulu berast Almennu verkfræöistofunni eiqi síðar en 6. febr. 1987. Tilboðum skal skilað til byggingarnefndar, Varnar- málaskrifstofu utanríkisráöuneytisins Skúlagötu 63, 105 Reykjavík, fyrir kl. 14.00 föstudaginn 13. febr. 1987. Byggingarnefnd flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli. Lágmarkskaup Óvæntar fregnir í blöðunum „Helgarpósturinn" og „Noröurland" herma aö ýmsir atvinnurekendur, einkum á Dalvík, séu áfjáöir í að greiða hærra kaup en þaö sem náöst hefur í samningum Verkalýðsfé- lagsins Einingar og atvinnurekenda aö undanförnu. Af þessu tilefni vill stjórn félagsins benda á þaö, aö allir kauptaxtar í samningum félagsins eru lágmarks- kaup, en hverjum og einum er heimilt að greiða hærra. Þetta vonum viö, aö öllum sé Ijóst, jafnt launþegum sem atvinnurekendum. Þaö hefur ekki verið samiö um neitt hámarkskaup, hvorki nú né áöur. Stjórn Verkalýðsfélagsins Einingar. FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI Ein staða meinatæknis við Rannsóknadeild í meinafræði við Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri er laus til umsóknar. Möguleiki er á aö ráöa 2 meinatækna í 50% starf hvorn um sig. Umsækjandi þarf aö geta hafið störf sem allra fyrst. Upplýsingar um starfið veitir Þorgeir Þorgeirsson, sérfræðingur deildarinnar. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist Þorgeiri Þorgeirssyni fyrir 27. janúar 1987. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Fiskvinnsla í Grímsey Óskum eftir aö ráöa starfsfólk í saltfiskverkun sem fyrst. Allar upplýsingar gefa verkstjórar í síma 96- 73105 og heimasími 96-73118. Fiskvinnslustöð KEA Grímsey. Starfskraftur óskast til afgreiöslustarfa frá kl. 13-18 virka daga. Áhugasamir vinsamlegast leggiö nafn, aldur og heimilisfang inn á afgreiöslu Dags merkt: „Verslun" fyrir 27. janúar. jjðk . pz ? • f •• •' fsfææi&%. R- ff', -' r-í.C' 1 . . m M'É §3 ■ ■ itasett Taemman Opið laugardaga 10-12 I Glerárgötu 34 • Sími 96-23504

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.