Dagur - 20.01.1987, Blaðsíða 12
Akureyri, þriðjudagur 20. janúar 1987
Gjaldhækkun
hjá SVA
- Notkun vagnanna verði könnuð
Stjórn Strætisvagna Akureyrar
samþykkti á fundi sínum 13.
janúar að fargjöld með strætis-
Hlíðarfjall:
Klaka-
hella
í brekk-
unum
„Að sjálfsögðu hvet ég fólk
til að koma á skíði en það er
sjálfsagt og reyndar fyllsta
ástæða til þess að leggja
áherslu á það að biðja fólk að
fara varlega í þessu færi,“
sagði ívar Sigmundsson í
Hlíðarfjalli við Akureyri er
við ræddum við hann í gær.
ívar sagði að eftir miklar
rigningar um helgina hefði fros-
ið í Fjallinu og væru brekkurnar
því meira og minna ein klaka-
halla. „Það er ekki verra að
kunna sitthvað fyrir sér í færi
sem þessu en þetta er þó ekki
hættulegt ef ntenn fara var-
lega,“ sagði ívar.
Hann sagði að sáralítið hefði
verið um óhöpp í Fjallinu í
vetur. Þó meiddist lítil stúlka
þar sl. föstudag er spotti í tog-
lyftu slitnaði og slóst í hana.
Stúlkan féll við og rakst þá á
strák. Hann sakaði ekki en
stúlkan skrámaðist lítillega í
andliti og mun einnig hafa rot-
ast, annað hvort er spottinn
slóst í hana eða þegar hún rakst
á strákinn. í gær valt snjósleði í
Fjallinu og starfsmaður þar sem
var á sleðanum lenti undir hon-
um og meiddist lítillega.
„Nú vantar okkur bara snjó
ofan á þessa klakahellu hérna,
og víst yrði ég ánægður ef við
fengjum núna svona eins og
hálfs metra snjólag alveg niður
að sjó,“ sagði ívar og hló við.
gk-.
vögnum hækki um næstu mán-
aðamót.
Samkvæmt þessari hækkun
verður fargjald fyrir fullorðna 28
krónur og barnafargjald 9
krónur. Kort fullorðinna kosti
400 krónur, kort barna 100 krón-
ur og kort aldraðra 200 krónur. í
öllum tilfellum er um að ræða
kort með 20 miðum.
Á fundinum samþykkti stjórn-
in einnig að láta kanna notkun
strætisvagna á Akureyri. Telja
stjórnarmenn mikilvægt að fá
upplýsingar um notkunina vegna
þess að framundan sé að móta
stefnuna í ýmsum mikilvægum
málum og megi þar nefna nýtt
leiðakerfi og ákvörðun um stað-
setningu og hlutverk aðalbið-
stöðvar í Miðbænum.
Slík könnun hefur ekki verið
gerð nýlega en samþykkt var á
fundinum að fela Gunnari
Jóhannessyni verkfræðingi hjá
tæknideild Akureyrarbæjar og
Stefáni Baldurssyni forstöðu-
manni Strætisvagna Akureyrar
framkvæmd og umsjón könn-
unarinnar og gert er ráð fyrir
aðstoð frá nemendum Verk-
menntaskólans við framkvæmd
hennar. gk-.
Heldur hcfur lifnað yfir byggingariðnaði á Akureyri. Starfsmönnum SS
Byggis miðar vel við byggingu fjölbýlishúss við Skógarlund en þar tók Rúnar
þessa mynd í gær.
Akureyri:
Ekki komin skýr stefna
varðandi íbúðir aldraðra
Búið er að teikna þjónustu-
kjarna og 60 íbúðir fyrir aldr-
aða sem eiga að rísa í Víði-
lundi. Áætlað var að hefjast
handa í vor, en málið er laust í
reipum, t.d. hafa ekki fengist
nægileg svör hjá Húsnæðis-
málastjórn að sögn Erlings
Davíðssonar, formanns Félags
aldraðra. Hann sagði einnig að
það ætti eftir að samþykkja
hver eignaraðild væntanlegra
íbúa yrði. Sums staðar borgar
fólk íbúðir að fullu, annars
staðar að hluta og greiðir síðan
leigu.
Hreinn Pálsson er formaður
nefndar sem skipuð var af bæn-
um og Félagi aldraðra. Aðrir í
nefnd eru Jón Björnsson og Stef-
án Reykjalín. Hreinn staðfesti að
ekki væri búið að ákveða stefn-
una varðandi þessar framkvæmd-
ir, en það yrði að gera á næstunni
því bæjarráð er að fara að skoða
fjárhagsáætlun bæjarins og það
þarf að ætla fé til þessara fram-
kvæmda.
Um er að ræða tvö fimm hæða
hús með 30 íbúðum hvort.
Hreinn sagði að nefndin ætti eftir
að leggja tillögur sínar fyrir
bæjarráð sem síðan myndi
ákvarða stefnu varðandi bygging-
arframkvæmdir, eignaraðild og
sölufyrirkomulag. Hann bjóst við
að málin myndu skýrast fljótlega.
SS
Akureyri:
Fjörkippur í byggingariðnaði
Heldur virðist vera að rofa til í
húsbyggingum á Akureyri eftir
mikla deyfð í þeim efnum
undanfarin ár. Einn viðmæl-
enda blaðsins orðaði þetta
þannig að við værum að hoppa
í botninum. Flest bygginga-
fyrirtæki virðast nú hafa næg
verkefni að minnsta kosti út
þetta ár. Ástæður fyrir þessum
tímabæra fjörkipp telja menn
vera aukinn kjark vegna
góðæris og auknar lánafyrir-
greiðslur Húsnæðisstofnunar
ríkisins. Afgreiðslur þessara
lána hafa þó dregist mjög á
langinn.
Á síðasta fundi byggingar-
nefndar voru meðal annars tekin
fyrir erindi um leyfi fyrir hús-
byggingum. Fjölnir sf. sótti um
leyfi til byggingar fjölbýlishúss
með 11 íbúðum við Múlasíðu 5.
fbúðirnar eru af þremur stærðum
og þær hafa allar verið seldar
stjórn Verkamannabústaða.
Húsið verður á þremur hæðum
og er áætlað að það verði fullfrá-
gengið á árinu 1988. Fjölnir sf. á
lóðir undir tvö önnur fjölbýlishús
á þessu svæði.
Haraldi og Guðlaugi sf. var
veitt leyfi bygginganefndar til að
byggja raðhús méð fimm íbúðum
við Múlasíðu. Ætlunin er að
hefja framkvæmdir við þessar
íbúðir í apríl og gera þær fok-
heldar á þessu ári.
Af öðrum húsbyggingum má
nefna framkvæmdir SS Byggis
við Skógarlund og einnig eru þeir
með raðhús í byggingu í Glerár-
þorpi. Fjölnir er með raðhús í
byggingu og sama má segja um
Norðurverk hf. ET
Fjallvegir
opnir til
Vopna-
fjarðar
- Mjög óvenjulegt
á þessum árstíma
Leiðin til Vopnafjarðar um
Mývatnsöræfi, Möðrudalsöræfi
og Vopnafjarðarheiði er nú
opin og mun það vera mjög
óvenjulegt á þessum árstíma.
Yfirleitt er þessi leið lokuð frá
því í desember og fram í apríl,
í fjóra til fimm mánuði. Þegar
svo er þarf að fara mun lengri
leið meðfram ströndinni.
Vopnafjarðarheiðin var rudd
síðastliðinn þriðjudag en
Mývatnsöræfi og Möðrudalsöræfi
um síðustu helgi. Þá höfðu þessir
vegir verið lokaðir frá því í des-
ember en snjóar eru nú litlir.
Samkvæmt upplýsingum frá
vegaeftirlitinu er vegurinn í góðu
standi því þíða hefur ekki verið
mjög mikil. Vegurinn telst þó
aðeins fær jeppum og stærri bíl-
um þar sem skafrenningur var
nokkur í fyrradag. ET
Jökull hf. á Raufarhöfn:
Góð afkoma
á síðasta ári
- launauppbætur til
starfsmanna í fullu starfi
22.500 krónur
„Síðasta ár kom mjög vel út og
þó að ekki sé búið að gera það
endanlega upp þá er Ijóst að
það verður nokkur hagnaður,“
sagði Hólmsteinn Björnsson
framkvæmdastjóri frystihúss-
ins Jökuls hf. á Raufarhöfn.
Árið 1985 var hagnaður af
rekstri fyrirtækisins um 9 milljón-
ir eða um 5% af veltu. Hólm-
steinn sagðist reikna með að hlut-
fallið í ár yrði að minnsta kosti
ekki lægra.
Heildarvinnsla Jökuls á síðasta
ári var um 3600 tonn. Þar af lagði
Stakfellið til tæplega 400 tonn.
Heildarafli Rauðanúps á árinu
var um 2800 tonn og þar af var
2500 tonnum landað hjá Jökli.
Rækja var um 140 tonn af aflan-
um og fór hún til vinnslu á Kópa-
skeri. Afgangurinn, um 160 tonn,
var seldur erlendis.
Nú í janúar voru öllu starfsfólki
fyrirtækisins greiddar út launa-
uppbætur. Alls voru greiddar um
2 milljónir og komu 22.500 krón-
ur í hlut þeirra sem voru í fullu
starfi. Að sögn Hólmsteins er
þetta gert í beinu framhaldi af
góðri afkomu og afköstum.
Jökull hf. er nú að byggja nýtt
frystihús sem á að leysa þann
húsnæðisvanda sem fyrirtækið
hefur átt við að stríða. Öll ísfisk-
vinnsla verður flutt í nýja húsið
en saltfiskverkunin mun verða í
því gamla. ET