Dagur - 05.02.1987, Side 3
5. febrúár 1987 - DAGUR - 3
Eyþór Tómasson,
forstjóri Lindu:
Okkur geng-
ur vel í sam-
keppninni
„Okkur gengur vel í sam-
keppninni við innflutninginn.
Við fáum bráðum nýja pökk-
unarvél og vélar fyrir konfekt-
framleiðslu. Ég hef engar
áhyggjur af erlendu konfekti
og súkkulaði því fólk vill vör-
urnar frá okkur,“ sagði Eyþór
H. Tómasson, forstjóri Súkku-
laðiverksmiðjunnar Lindu hf.
á Akureyri.
Að sögn Eyþórs hafa verið
pantaðar vélar til að auka fram-
leiðsluna því eftirspurnin eftir
sumum tegundum sælgætis er
meiri en verksmiðjan getur af-
kastað. Salan á konfektinu er
nokkuð jöfn yfir árið en þó eðli-
lega langmest fyrir jólin.
„Pað er mikið að detta niður af
þessum innflutningi, einkum í
konfektinu. Petta innflutta
konfekt er bannsettur óþverri.
Það er sama hvaðan það kemur,
þetta er allt önnur vara en okkar
konfekt. Heildsalarnir fyrir sunn-
an flytja miklu meira inn af þessu
en þeir geta selt og stærri verslan-
irnar neita að taka við innfluttu
konfekti nema með því skilyrði
að mega skila því aftur sem ekki
selst. Það er greinilegt að inn-
flytjendur mega fara að vara sig á
konfektinu. Vandamálið er að
það vantar fólk í vinnu í verk-
smiðjunni, helst stúlkur á aldrin-
um 25 til 40 ára,“ sagði Eyþór að
lokum. EHB
Gömul rakstrarvél úti á víðavangi er ekki sjaldgæf sjón en þessi hvílir
legurnar fyrir ofan Krossanes.
Bridds^
Tvær sveitir á fslandsmót
Um helgina spiluðu 10 sveitir
um rétt til þátttöku í íslands-
mótinu í bridds sem fram fer í
Reykjavík í næsta mánuði.
Hver sveit spilaði níu leiki og
voru 16 spil í hverjum leik.
Keppnin á toppnum var mjög
tvísýn, en einungis tvær efstu
sveitirnar unnu sér þátttökurétt í
íslandsmótinu.
Þær tvær sveitir sem hnossið
hlutu voru sveit SS Byggis sf., sem
sigraði, og sveit Gunnars Berg
sem varð í 2. sæti.
í sveit SS Byggis sf. eru auk
sveitarforingjans Sigurðar Sigurðs-
sonar þeir Grettir Frímannsson,
Hörður Blöndal, Pétur Guðjóns-
son, Frímann Frímannsson og
Stefán Ragnarsson.
í sveit Gunnars Berg eru auk
sveitarforingjans, Örn Einars-
son, Ævar Armannsson og Ant-
on Haraldsson. BB.
Skagafjörður:
Ohöppin eltu
björgunarsveitamienn
Björgunarsveitir við Skaga-
fjörð komu saman til sameigin-
legrar æfingar sl. laugardag.
Til stóð að björgunarsveitar-
menn á Siglufirði yrðu með í
æfingunni, en þegar þeir voru
á leiðinni fauk kerra þeirra
út af veginum á Almenningum
og gjöreyðilagðist vélsleði sem
í henni var. Við þetta óhapp
sneri Siglufjarðarsveitin við.
Veður var slæmt á meðan á
æfingunni stóð sérstaklega á
Kelduhverfi:
Enginn
vöruskortur
Lítil sem engin svell eru á tún-
um í Kelduhverfi en þó mætti,
að sögn heimamanna, ganga
meira á þau vestan til í sveit-
inni. Tún virðast ekki í hættu
eins og er. Minni snjór var á
þessum slóðum heldur en vest-
ar á Norðurlandi og er af þeim
sökum minna um svell þar.
Ekki segja menn vöruskort í
sveitinni, bílar hafa komið reglu-
lega með vörur, þannig að far-
mannaverkfallið hefur engin
áhrif haft þar.
Menn fylgjast spenntir með
landrisinu við Kröflu en ekki hef-
ur borið á jarðhræringum ennþá
og í raun kippa heimamenn sér
lítt upp við það þótt land rísi af
og til, enda ýmsu vanir. SS
tjöllum uppi. Einar Jóhannes-
son hjá björgunarsveitinni
Gretti á Hofsósi kvað æf-
inguna hafa tekist mjög vel og
þar sem veður eru yfirleitt
slæm þegar leita þarf að fólki,
hefði í sjálfu sér verið gott að
fá vont veður, ef ekki hefðu
fylgt því óhöpp.
Auk Grettis tóku þátt í æfing-
unni, Skagfirðingasveit á Sauðár-
króki og Flugbjörgunarsveitin í
Varmahlíð. Leit var gerð að
manni sem talinn var hafa týnst
einhvers staðar á fjöllunum milli
Fljóta og Hofsóss. Sveitunum var
blandað saman óg skipt í fjóra
flokka. Einn þeirra fór upp úr
Fljótunum, göngusveit fór upp úr
Unadal og tveir flokkar upp
Deildardal. Reyndar var mein-
ingin að annar þeirra flokka færi
upp Kolbeinsdal og Heljardal, en
vegna snjóleysis í Kolbeinsdal
var frá því horfið. Mjög hvasst
var í Stíflu þar sem Fljótamenn
fóru upp og fauk jeppabifreið
þeirra á hliðina áður en þeir
héldu á fjallið og skemmdist
nokkuð. Ekki var allt búið því
uppi á fjöllúnum fauk snjósleði
með sjúkraþotu aftan í, í tvígang
á hliðina. Sögðu gárungar í hópn-
um að ökumaður sleðans hefði
ekið meira á hlið sleðans en
meiðunum sökum hvassviðrisins.
Eins og fyrr segir lentu leitar-
menn í slæmu veðri, þeir blot'n-
uðu í byggð og síðan frusu föt
þeirra er á fjöllin kom. Göngu-
flokkurinn í Unadal fann mann-
inn við svokallaðan Selhól frammi
á afréttinni. Leitarflokkamir komu
til byggða á 5. tímanum og þótti
gott eftir volkið að fá heita súpu
og smurt brauð í Höfðaborg á
Hofsósi þar sem stjórnstöðin var,
og þeirra sem komu niður í Stífl-
unni biðu rjúkandi pönnukökur
og kaffi á Deplum. Einar Jóa
sagði samvinnu sveitanna hafa
verið til fyrirmyndar og fjarskipt-
in tekist mjög vel. Ekki tókst að
kanna allt það svæði sem ráð var
fyrir gert. -þá
OPI0HUS
Stuðningsmenn lista
Stefáns Valgeirssonar.
Laugardaginn 7. febrúar kl. 14.00
opnum við
kosningaskrifstofuna
að Glerárgötu 20, efri hæð.
Kaffiveitingar milli kl. 14 og 18.
Allir velkomnir.
Tökum þátt í lifandi starfi.
Fram til sigurs.
Kosningastjórn.
Bflasýning
Sýnum Ford Bronco II, árg. ’87
laugardaginn 7. febrúar kl. 10-17 og
sunnudaginn 8. febrúar kl. 13-17
Bílasalan hf.
Strandgötu 53, sími 26301.
Komið, skoðið og reynsluakið
þessum frábæra bíl
ff?
Nytt-Nl
goLdress
Ný sending af skyrtum frá
Föt og stakir jakkar frá
Vorum að taka upp vandaðar þýskar stretchbuxur. 3
Hin sívinsælu Combi föt og stakir jakkar
væntanleg um helgina.
Einnig ljósir samkvæmisjakkar,
einhnepptir og tvíhnepptir.
litir.
Klæðskeraþjónusta.
©rrabudin
Hafnarstræti 92 (Bautaliús suöurendi), sími 26708.
w
Kjólföt -
Smokingföt.
Saumum
eftir máli
(afgreiðslufrestur ca. 4 vikur).