Dagur - 05.02.1987, Síða 12
12 - ÐAGUR - 5.?febr,úar 1987
Eigandi Prentfilmu, Ríkarður B. Jónasson t.h. ásamt lærlingi sínum, Birni Kr. Björnssyni.
Mynd: KK
„Virkilega spennandi að
reka eigið fyrirtæki“
segir Ríkarður B. Jónasson, eigandi Prentfilmu á Akureyri
Prentfilma á Akureyri er fyrir-
tæki sem vinnur alla undirbún-
ingsvinnu fyrir prentun, bæði
almenna prentun og prentun
límmiða alls konar og þá vinn-
ur fyrirtækið mikið fyrir aug-
lýsingastofurnar í bænum. Má
segja að hjá Prentfilmu sé unn-
ið allt frá flóknum litaverkefn-
um og niður í einföldustu
prentgripi.
Fyrirtækið er í eigu Ríkarðs B.
Jónassonar en hann er meistari
bæði í offsettskeytingu og offsett-
ljósmyndun og hefur hann starf-
að í faginu í 24 ár. Fyrsta hálfa
árið starfaði Ríkarður einn í
Prentfilmu en eftir það gekk
Hörður Árnason til liðs við Rík-
arð og ráku þeir Prentfilmu sam-
an í eitt ár. Um haustið 1986
flutti Hörður suður og þá tók
Ríkarður alfarið við rekstrinum á
ný og gerir enn í dag.
Hjá fyrirtækinu starfar einnig
Björn Kr. Björnsson en hann
hefur verið á samningi í offsett-
ljósmyndun hjá Ríkarði síðan í
mars í fyrra. Auk þess vinnur eig-
inkona Ríkarðs, María Árna-
dóttir hálft starf i bókhaldi fyrir-
tækisins.
„Afkoma fyrirtækisins er góð
en vinnudagurinn hjá manni er
ansi langur. Hann er í rauninni
allt of langur en öðruvísi gengur
dæmið ekki upp,“ sagði Ríkarður
er blaðamaður Dags heimsótti
hann í fyrirtæki sitt. „Miðað við
verkefnastöðuna í dag þyrfti
fyrirtækið að vera stærra en það
er. Pað væri nóg fyrir tvo að gera
í fullu starfi við framleiðsluna og
einn í innheimtu- og skrifstofu-
störfum.
„Það er virkilega spennandi að
reka eigið fyrirtæki og á mun bet-
ur við mig en að vinna hjá
öðrum,“ sagði Ríkarður en hann
starfaði áður hjá Dagsprenti.
- Hvernig hefur uppbygging
fyrirtækisins gengið?
„Það hefur gengið ágætlega.
Ég hef ekki þurft að leita í neina
sjóði eða slíkt. Ég er í viðskipt-
um við Búnaðarbankann og það
fjármagn sem ég hef þurft í fyrir-
tækið hef ég fengið hjá þeim
banka.
Það er mun auðveldara að reka
fyrirtæki sem þetta og eins prent-
smiðjur á Reykjavíkursvæðinu
en hér fyrir norðan. Þar eru öll
stóru fyrirtækin og stóru stofnan-
irnar og því fá sambærileg fyrir-
tæki þar stærri verkefni. Með því
er líka auðveldara að endurnýja
tækjakostin.“
- Hvernig er útlitið fyrir fram-
tíðina?
„Það er mikil vinna framundan
hjá mér. Skilningur stjórnenda
fyrirtækja hér fyrir norðan, á
gildi auglýsinga og fallegum
umbúðum undir vöru sína er að
aukast og þá Sérstaklega hjá
fyrirtækjum í útflutningsgreinun-
um. Þó að hér sé breyting til
batnaðar eru fyrirtækin úti á
landi töluvert á eftir hvað varðar
að kynna eigin framleiðslu,"
sagði Ríkarður að lokum. -KK
Heimssöngvari
svngur á Akureyri
Söngvarinn Andreas Schmidt og
píanóleikarinn Thomas Palm halda
tónleika í Borgarbíói í kvöld kl. 19.
Undraverður frægðarferill Andreas
Schmidt hófst eftir að hann hlaut
fyrstu verðlaun í tveimur stærstu
söngkeppnum Þýskalands árið 1982,
þá aðeins 22 ára gamall. Hann er nú
fastráðinn við Berlínaróperuna, en
hefur auk þess sungið aðalhlutverk
m.a. í óperuhúsum í Hamborg,
Múnchen og Covent Garden í
London. Hann hefur haldið tón-
leika í 17 Evrópulöndum, fsrael,
Suður-Ameríku og Japan. Píanó-
leikarar hans hafa m.a. verið Jörg
Demus, Irvin Gage og Thomas
Palm. Hljómplötufyrirtækin EMI,
Philips og Deutsche Grammophon
hafa gefið út plötur með söng And-
reas Schmidt. Á tónleikunum á
Akureyri flytja þeir félagar sönglög
og ljóðaflokka eftir Mozart, Beet-
hoven og Schuman. Textar verða
þýddir á íslensku.
Andreas Schmidt fæddist í
Dússeldorf árið 1960. Hann lærði
fyrst píanóleik, orgelleik og kirkju-
tónlist, en árið 1978 hóf hann söng-
nám hjá Ingeborg Reichelt í Dússel-
dorf og síðar hjá Dietrich Fischer-
Dieskau í Berlín. Eftir að hafa
unnið til fyrstu verðlauna í tveimur
stærstu söngkeppnum Þýskalands
árið 1982, og lokið námi „með láði“,
hófst undraverður söngferill hans.
Árið 1984 kom hann fyrst fram við
óperuhúsið í Berlín í hlutverki
Malatesta í óperunni Don Pasquale
eftir Donizetti og fékk þá þegar
ráðningarsamning þar.
Þess má til gamans geta að hinn
ungi söngvari hefur áður heimsótt
ísland og er mikill aðdáandi lands
og þjóðar. Fyrsta sjónvarps-
prógramm, sem hann söng var hjá
íslenska sjónvarpinu árið 1982,
þegar hann var aðeins 22 ára
gamall, en þá söng hann nokkrar
kirkjulegar aríur og Ijóð með aðstoð
Harðar Áskelssonar orgelleikara og
Ingu Rósar Ingólfsdóttur selló-
leikara. Sama haust söng hann tvær
einsöngskantötur eftir Bach í Hall-
grímskirkju með hljómsveit og
tveimur árum síðar var hann gestur
Mótettukórs Hallgrímskirkju á vor-
tónleikum í Kristskirkju. Einhverjir
muna eflaust óvænta uppákomu á
píanótónleikum Jörg Demus hjá
Tónlistarfélaginu í maí 1984, þar
sem hann söng nokkur þekkt
Schubert-ljóð í lok tónleikanna.
Thomas Palm stundaði sitt tón-
listarnám í Köln hjá Astrid
Schmidt-Neuhaus, Eckard Sellheim
og Wilhelm Hecker. Síðan hann
lauk einleikaraprófi hefur hann
mest fengist við kammertónlist og
ljóðaundirleik. Hann hefur verið
undirleikari á fiðlunámskeiðum
Max Rostals í Bern og Köln og í
ljóðadeild Dietrich Fischer-Diesk-
aus í Berlín (1980-1984). Síðan
1983 hefur Thomas Palm kennt
píanóleik við Tónlistarháskólann
(Robert Schumann-Institut) í
Dússeldorf jafnframt tónleikahaldi.
Hann hefur verið styrkþegi hjá
„Deutscher Musikrat“ frá árinu
1978 og unnið til alþjólegra verð-
launa, sem hafa opnað honum leiðir
til tónleikahalds í mörgum Evrópu-
löndum og Austurlöndum fjær.
Hann hefur leikið inn á hljómplötur
og margsinnis fyrir útvarp.
-íþróttir.__________________________
Frjálsar íþróttir:
UMF. Reynir sliga-
hæst félaga
- Valdís Hallgrímsdóttir sigraði í öllum
kvennagreinunum og Cees van de Ven
í 5 af 6 greinum í karlaflokki
Nokkuð góð þátttaka var í
flestum flokkum á jólamóti
UMSE í frjálsum íþróttum sem
fram fór á milli jóla og nýárs.
Keppt var í flmm flokkum
karla og kvenna. Ungmenna-
félagið Reynir fékk flest stig og
sigraði í keppni félaganna. Sig-
urvegarar í hverri grein í hverj-
um flokki urðu þessir:
Langstökk án at.:
Karlar 17 ára og eldri: m
1. Cees van de Ven, Umf. Fr. 3,03
Hástökk m. at.: m
1. Gunnar Sigurðsson, Umf. Þ.Sv. 1,80
Þrístökk án at.: m
1. Cees van de Ven, Umf. Fr. 8,81
40 m hlaup: sek.
1. Cees van de Ven, Umf. Fr. 5,1
800 m hlaup: mín.
1. Páll Jónsson, Umf. Sv. 2.16,3
Kúluvarp: m
1. Cees van de Ven, Umf. Fr. 11,31
50 m grindahlaup: sek.
1. Cees van de Ven, Umf. Fr. 7,3
Strákar 15-16 ára:
Hástökk m. at.: m
1. Róbert Jósavinsson, Umf. Skr. 1,59
Langstökk m
1. Brynjólfur Brynjólfss., Umf. Fr. 2,68
Þrístökk: m
1. Brynjólfur Brynjólfss., Umf. Fr. 8,15
Kúluvarp: m
1. Frímann Rafnsson, Úmf. R. 9,69
40 m hlaup: sek.
1. Kristinn Magnússon, Umf. D. 5,5
800 m hlaup: mín.
1. Róbert Jósavinss., Umf. Skr. 2.51,4
50 m grindahlaup: sek.
1. Brynjólfur Brynjólfss., Umf. Fr. 9,4
Strákar 13-14 ára:
Langstökk án at.: m
1. Pétur Friðriksson, Umf. Æ. 2,63
Þrístökk án at.: m
1. Pétur Friðriksson, Umf. Æ. 8,05
Hástökk: m
1. Pétur Friðriksson, Umf. Æ. 1,55
Kúluvarp: m
1. Hreinn Karlsson, Umf. Æ. 11,28
400 m hlaup: sek.
1.-2. Pétur Friðriksson, Umf. Æ. 5,5
1.-2. Gunnlaugur Jónsson, Umf. Sv. 5,5
800 m hlaup: mín.
1. Gunnlaugur Jónss., Umf. Sv. 2.43,1
Strákar 11-12 ára:
Langstökk án at.: m
1. Valgarð Guðmundss., Umf. Sv. 2,17
Hástökk m. at.: m
1. Hreinn Hringsson, Umf. Æ. 1,35
Þrístökk án at.: m
1. Benedikt Benediktss., Umf. Æ. 6,39
40 m hlaup: sek.
1. Benedikt Benediktss., Umf. Æ. 6,2
800 m hlaup: mín.
1. Ottó B. Ottósson, Umf. Sv. 2.59,2
Kúluvarp: m
1. Benedikt Benediktss., Umf. Æ. 9,35
10 ára og yngri:
Langstökk án at.: m
1. Stefán Gunnlaugsson, Umf. R. 2,15
40 m hlaup: sek.
1. Stefán Gunnlaugsson, Umf. R. 6,4
800 m hlaup: mín.
1. Stefán Gunnlaugss., Umf. R. 3.06,6
Konur 17 ára og eldri:
Langstökk án at.: m
1. Valdís Hallgrímsd., Umf. R. 2,29
Kúluvarp: m
1. Valdís Hallgrímsd., Umf. R. 8,52
40 m hlaup: sek.
1. Valdís Hallgrímsd., Umf. R. 6,1
40 m grindahlaup: sek
1. Valdís Hallgrímsd., Umf. R. 7,0
Stelpur 15-16 ára:
Langstökk án at.: m
1. Þóra Einarsdóttir, Umf. Sv. 2,46
Þrístökk án at.: m
1. Þóra Einarsdóttir, Umf. Sv. 7,34
Hástökk: m
1. Þóra Einarsdóttir, Umf. Sv. 1,40
Kúluvarp: m
1. Ragna Höskuldsdóttir, Umf. R. 7,51
40 m hlaup: sek.
1. Ragna Höskuldsdóttir, Umf. R. 6,2
40 m grindahlaup: sek.
1. Sólveig Haraldsdóttir, Umf. Fr. 8,2
800 m hlaup: mín.
1. Guðrún Svanbj.d., Umf. D. 2.43,0
Stelpur 13-14 ára:
Langstökk: m
1. Rannveig Hansen, Umf. Æ. 2,46
Hástökk: m
1. Pálína Sigurðardóttir, Umf. Á. 1,39
Þrístökk án at.: m
1. Snjólaug Vilhelmsd., Umf. Sv. 7,08
Kúluvarp: m
1. Ása Þorsteinsdóttir, Umf. R. 7,77
40 m hlaup: sek.
1. Rannveig Hansen, Umf. Æ. 6,0
800 m hlaup: mín.
1. Erla Árnadóttir, Umf. Skr. 3.08,6
Stelpur 11-12 ára:
Hástökk m. at.: m
1. Sigríður Sverrisd., Umf. Skr. 1;25
Langstökk: m
1. Laufey Svavarsdóttir, Umf. R. 2,07
Þrístökk án at.: m
1. Sigrún Árnadóttir, Umf. Skr. 5,78
Kúluvarp: m
1. Stella Árnadóttir, Umf. Skr. 6,39
40 m hlaup: sek.
1. Sigrún Árnadóttir, Umf. Skr. 6,5
800 m hlaup: mín.
1. Laufey Svavarsdóttir, Umf. R. 3.23,4
Stelpur 10 ára og yngri:
Langstökk án at.: m
1. Erla Jóhannesdóttir, Umf. Fr. 2,02
40 m hlaup: sek.
1. Erla Jóhannesdóttir, Umf. Fr. 6,6
800 m hlaup: mín.
1. Karen Gunnarsd., Umf. Sv. 3.18,0
Flest stig:
1. Umf. Reynir 113,5
2. Umf. Framtíð 106,5
3. Umf. Æskan 101,0
4. Umf. Svarfdæla 100,0
5. Umf. Skriðuhrepps 58,0
6. Umf. Árroðinn 38,0
7. Umf. Þorst. Sv. 31,5
8. Umf. Dagsbrún 15,5
9. Umf. Möðruvallasóknar 3,0
Cees van de Ven var mjög sigursæll
í jólamóti UMSE í frjálsum íþrótt-
um.