Dagur - 05.02.1987, Side 13
Umsión: Kristján Kristjánsson
5. febrúar 1;987 — DAGURi —13
Kristján Hrcinsson og félagar hans í Þór þurfa á góðum stuðningi áhorfenda
að halda er þeir mæta Aftureldingu annað kvöld.
Handbolti 2. deild:
Tekst Þór að
sigra Aftureldingu?
- Liðin mætast á Akureyri annað kvöld
Flugleiðamótið í handknattleik:
ísland sigraði
„Við förum I þennan leik með
sama markmið og í aðra leiki,
þ.e. að vinna. Ef við náum upp
góðum varnarleik og spilum
okkar leik í sókninni þá vinn-
um við Aftureldingu,“ sagði
Kristinn Hreinsson leikmaður
Þórs í handbolta í samtali við
Dag. Annað kvöld leika hér á
Akureyri Þór og Afturelding í
2. deildinni og má segja að sá
leikur skeri úr um það hvort
liðið fylgi ÍR í 1. deild að ári.
„Við spiluðum afleitlega þegar
við mættum þeim í fyrri umferð-
inni og sem dæmi um það þá
skoraði Sigurður Pálsson ekki
mark í þeim leik. Það er mjög
sjaldgæft að hann komist ekki á
blað. En það hefur mikið vatn
runnið til sjávar síðan þá eins og
sést á stigatöflunni hefur okkur
farið mikið fram.“
- Á Þórsliðið raunhæfa mögu-
leika á því að vinna sér sæti í 1.
deild að ári?
„Við nátturlegastefnum að því
að komast upp. Leikurinn við
Aftureldingu er fjögurra stiga
leikur, því ef við vinnum erum
við orðnir jafnir þeim að stigum.
Ný stjóm
Vasks
Á aðalfundi knattspyrnudeild-
ar Vasks, sem haldinn var fyrir
skömmu var kosin ný stjórn
deildarinnar. Ari Fossdal tók
við formennsku af Sveini
Björnssyni. Aðrir í stjórninni
eru Sverrir Haraldsson gjald-
keri, Valþór Brynjarsson ritari
og meðstjórnendur eru Börkur
Antonsson og Gísli Ármanns-
son.
Fyrsta verkefni hinnar nýju
stjórnar verður að ráða þjálfara
fyrir meistaraflokk. Nokkrir af
máttarstólpum liðsins frá því í
sumar eru komnir í eða á leið í
önnur félög, þannig að einhverj-
ar breytingar verða á liðinu í
sumar.
Ég vona bara að áhorfendur á
Akureyri mæti í Höllina og hvetji
okkur til sigurs.“
- Á liðið erindi í 1. deild?
„Ég býst við því að við yrðum
að styrkja liðið eitthvað ef við
kæmust upp. En við erum með
frábæran þjálfara og Erlendur er
ráðinn til þriggja ára. Þannig að
útlitið er nokkuð bjart hjá okkur
og málin horfa öðruvísi við en í
fyrra þegar enginn stjórn var hjá
handknattleiksdeildinni. í dag
erum við með góðan þjálfara og
öfluga stjórn," sagði Kristinn.
Stuðningur áhorfenda getur
skipt miklu og hér með er skorað
á handknattleiksáhugamenn í
bænum að fjölmenna í Höllina og
hvetja Þórsliðið til sigurs. Það
væri ekki ónýtt að sjá bæði KA
og Þór í 1. deildinni næsta vetur.
Svisslendingar stóðu í íslenska
landsliðinu í úrslitaleik Flug-
leiðamótsins en þeir urðu loks
að lúta í lægra haldi og Islend-
ingar fóru með sigur af hóimi,
17-15. Þá gerðu unglinga-
landslið íslands, U-21, og
snaggaralegt lið Alsír jafntefli
21-21 eftir æsispennandi leik.
Leikur íslendinga og Sviss-
lendinga var leikur hinna sterku
varna. Menn spiluðu nokkuð fast
og þurftu að kæla sig í 24 mínút-
ur, 6 leikmenn frá hvoru liði.
Svisslendingar stóðu furðanlega í
íslendingum sem eiga eftir mín-
um kokkabókum að vera mun
sterkari. Liðin skiptu marka-
skoruninni bróðurlega á milli sín
þar til staðan varð 11-11. Þá
komust Islendingar í 15-11 og
sigurinn ekki í hættu eftir það.
Vörnin var góð, markvarslan
sæmileg og sóknin upp og niður.
Mörk íslands: Kristján Arason
6(3), Þorgils Óttar 3, Bjarni 2,
Alfreð 2(1), Guðmundur 2, Páll
1 og Atli, sem hætti við að hætta,
Hilmarsson 1.
Múrbrjóturinn Keller var
atkvæðamestur Svisslendinga
með 5(4) mörk og skósmiðurinn
Schumacher skoraði 3. Staðan í
hálfleik var 8-8.
Ungmennin höfðu yfir gegn
Alsír 19-16 en þá voru Héðinn og
Jón reknir út af og Alsír komst í
20-19. Úrslitin 21-21 í spennandi
viðureign. Staðan í hálfleik var
9-8 fyrir Alsírbúum. Kamel varði
vel og Bouchekriou gerði 4
mörk. Stórskyttur U-21 fengu lít-
inn frið til athafna.
Körfuknattleikslið Breiðabliks
sækir lið Tindastóls og Þórs
heim um helgina í 1. deildinni.
Mörk U-21: Konráð Olavsson
4(3), Hálfdán Þórðarson 4, Árni
Friðleifsson 3, Gunnar Beinteins-
son 3, Pétur Petersen 2, Héðinn
Gilsson 2, Jón Kristjánsson, Sig-
urjón Sigurösson og Bjarki Sig-
urðsson 1 hver.
Eins og sjá má voru Hafnfirð-
ingar í eldlínunni í gær. Kristján,
Óttar, Hálfdán, Gunnar, Pétur,
Héðinn og Sigurjón eru allir af
hafnfirsku bergi brotnir. SS
Daníel
í 48.
- í stórsvigi
Daníel Hilmarsson skíðamað-
ur frá Dalvík hafnaði í 48. sæti
í stórsvigi á heimsmeistaramót-
inu í Crans-Montana í Sviss í
gær. Það var enginn annar en
Pirmin Zurbriggen frá Sviss
sem sigraði en Marc Giradelli
frá Luxemburg varð í öðru
sæti.
Daníel varð 17 sekúndum á
eftir Zurbriggen. Það voru 94
skíðamenn sem hófu keppnina í
gær. Pirmin Zurbriggen er
óstöðvandi um þessar mundir og
hann er nú með örugga forystu í
heimsbikarkeppninni. Hann
vann tvenn gullverðlaun á heims-
meistaramótinu í Bormio á Ítalíu
1985, í bruni og svigi.
Keppni í svigi á heimsmeist-
aramótinu fer fram á sunnudag-
Á föstudagskvöld mætir UBK
Tindastóli á Sauðárkróki kl. 20
og á laugardag halda Kópa-
vogsbúarnir til Akureyrar og
leika gegn Þór í íþróttahöllinni
kl. 14.
Tindastóll er í næstneðsta sæti
deildarinnar og þarf nauðsynlega
á sigri að halda. Liðinu gengur
mun betur á heimavelli og þau
sex stig sem liðið hefur fengið í
vetur náðust heima, með sigri á
ÍS tvívegis og UMFG. Með sigri
á UBK kemst Tindastólsliðið
upp að hlið Breiðbliks sem er
með 8 stig fyrir leikinn.
Þórsarar fóru mikla sigurför
suður um síðustu helgi, unnu ÍS
og UBK í deildinni og B-lið
UMFN í bikarnum. Liðið er í
öðru sæti deildarinnar með 22
stig eftir 14 leiki. ÍR er í efsta
sætinu rneð 30 stig eftir 17 leiki.
Þórsarar ættu ekki að verða í
vandræðum með lið UBK á góð-
um degi.
Eyjólfur Sverrisson leikmaður
Tindastóls er nú langstigahæstur í
1. deildinni, hann hefur skorað
333 stig í 13 leikjum. Karl Guð-
laugsson ÍR hefur skorað 305 í 17
leikjum, félagi hans í ÍR Jón Örn
Guðinundsson hefur skorað 280
stig í jafnmörgum leikjum og
ívar Webster þjálfari Þórs er
fjórði stigahæsti maður deildar-
innar með 279 stig í 14 leikjum.
er langstigahæstur í 1. deildinni
Körfubolti 1. deild:
UBK leikur gegn
Tindastóli og Þór
Lokastaðan
í Flugleiða-
mótinu
Lukastaðan í Flugleiðamótinu
varð sem hér segir:
ísland 3 3-0-0 75-48 6
Sviss 3 2-0-1 62-54 4
Alsír 3 0-1-2 50-63 1
ísl. U-21 3 0-1-2 62-84 1
Alsír hafnaði í þriðja sæti með
hagstæðara markahlutfall en
íslenski æskulýðurinn.
hafnaði
sæti
á HM í gær
inn kemur og mun Daníel einnig
keppa í þeirri grein.
Bikarkeppni SKÍ:
Fyrsta mótið
um helgina
Um helgina hefjast bikarmót
Skíðasambands Islands í alpa-
og norrænum greinum.
Keppni í alpagreinum í flokki
unglinga 15-16 ára átti að fara
fram á Dalvík en mótið hefur
verið flutt í Bláfjöll þar sem
ekki er nægur snjór á Dalvík.
Keppni í karla- og kvenna-
flokki fer fram á ísafirði. Á ísa-
firði fer keppnin í norrænum
greinum einnig fram, bæði í full-
orðins- og unglingaflokki. í full-
orðinsflokki verður keppt bæði í
15 km göngu með frjálsri aðferð
og í 10 km göngu með hefðbund-
inni aðferð.
Blak:
KA mætir
Þrótti N.
Einn leikur fer fram hér á
Akureyri á laugardag í 1. deild
karla í blaki. KA og Þróttur
frá Neskaupstað leika í íþrótta-
húsi Glerárskóla kl. 14.30.
KA-liðið gerði sér lítið fyrir og
lagði ÍS að velli um síðustu helgi
og hefur liðið unnið tvo síðustu
leiki sína í deildinni. Liðið hefur
sýnt stöðugar framfarir að
undanförnu og ætti á góðum degi
að geta unnið Þróttara.
ÍMA
50 ára
Iþróttafélag Menntaskólans á
Ákureyri, IMA, á 50 ára
afmæli þann 18. febrúar næst-
komandi og hefur verið ákveð-
ið að minnast þess með ýmsum
hætti.
Enn hefur ekki verið fullmótuð
dagskrá fyrir afmælisdaginn. Þó
hyggjast félagar í ÍMA hlaupa
áheitahlaup frá Húsavík til Akur-
eyrar á afmælisdaginn. Hlaupið
verður frá Húsavík að morgni 18.
og síðan er stefnt að því að vera
með einhverja dagskrá í miðbæn-
um í framhaldi af hlaupinu.