Dagur - 05.02.1987, Síða 16
Akureyri, flmmtudagur 5. febrúar 1987
Mótorverkstœði
Stillum alla bfla með
fullkominni mótorstillitölvu
þÓRSHAMAR HF.
" Við Tryggvabraut • Akureyri • Sími 22700
Sérframboð:
Afrýjað til
miðstjórnar?
Stefán Valgeirsson alþingis-
maður hefur sagt að til greina
komi að áfrýja til miðstjórnar
Framsóknarflokksins því að
sérframboði í Norðurlands-
kjördæmi eystra var meinað að
nota listabókstafina BB.
Þær raddir hafa heyrst að þar
sem Stefán sé ekki lengur í Fram-
sóknarflokknum - reglur flokks-
ins segja að sá sem fer í framboð
fyrir annan aðila en flokkinn
skuli ekki lengur tilheyra flokkn-
um - beri að víkja honum úr
þingflokki Framsóknarflokksins.
Páll Pétursson formaður þing-
flokksins hefur sagt að hann mæli
ekki með að Stefáni verði vísað
úr þingflokknum til að byrja með
a.m.k.
Stefán Valgeirsson sagðist ekki
ráðinn í því hvað hann sækti
þingflokksfundi héðan í frá. gk-.
ístess hf.:
„Það er að komast
sköpulag á skepnuna"
- segir Guðmundur Stefánsson
framkvæmdastjóri
„Það er að koma sköpulag á
skepnuna og við reiknum með
að fara í gang 17. febrúar,“
sagði Guðmundur Stefánsson
framkvæmdastjóri ístess hf.
aðspurður um það hvað liði
framkvæmdum við fóðurverk-
smiðjuna.
Nú er unnið við tengingar á
rafbúnaði ýmiss konar en nokkr-
ar tafir urðu á að stjórntæki
bærust. Það sem þá er eftir er að
leggja gufulögn úr loðnuverk-
smiðjunni og er nú beðið eftir
þeim búnaði sem til þess þarf.
Tafir á þeirri sendingu urðu
vegna mistaka í pöntun en send-
Skagafjörður:
Hjólin
snúast
á ný
Hjól atvinnulífsins við Skaga-
fjörð eru farin að snúast á fullu
aftur eftir að togararnir Drang-
ey og Skafti lönduðu rétt fyrir
helgina tæplega 160 tonnum af
fiski. Vegna verkfalls sjó-
manna sem leiddi til siglinga
togaranna var engin vinna í
fiski við Skagafjörð allan jan-
úarmánuð.
Drangey og Skafti fóru beint á
veiðar eftir söluna í Þýskalandi
og það tók skipin aðeins 3 daga á
heimstíminu að ná þessum afla.
Skafti kom með tæp 90 tonn og
Drangey 70 tonn. Hegranesið fór
beint í slipp á Akureyri og er
reiknað með skipinu á veiðar upp
úr helginni. Söluferðir skipanna
3ja veittu útgerðinni 30 milljónir
tæpar í brúttótekjur og munar
um minna eftir áföllin sem hún
varð fyrir á síðasta ári.
ingin mun nú vera komin til
landsins. Á næstunni er síðan
von á erlendum sérfræðingum til
að leggja blessun sína yfir upp-
setninguna.
Eins og áður segir er síðan
meiningin að prufukeyra verk-
smiðjuna 17. febrúar og ef vel
gengur fer verksmiðjan í fullan
gang strax sama dag.
ístess áætlar að framleiða um
7000 tonn af fiskafóðri fyrsta
árið. Til þeirrar framleiðslu þarf
rúm 4000 tonn af loðnumjöli og
um 1000 tonn af lýsi. Samið hefur
verið um kaup á 3000 tonnum á
mjöli úr Krossanesi og sagðist
Guðmundur ekki eiga von á öðru
en við það yrði staðið. Nú eru til
um 1500 tonn af mjöli í Krossa-
nesi en aðeins hluti þess er það
gæðamjöl sem ístess kaupir.
Guðmundur sagðist reikna
með að mest eftirspurn eftir
fiskafóðri yrði á haustmánuðum
og til þess að geta annað þeirri
eftirspurn verður keyrt á fullu í
sumar og birgðum safnað. ET
Hvernig skyldi þetta nú passa gætu þeir Birgir og Arnfinnur verið að
hugsa en Guðlaugur fylgist með úr vinnupallinum. Mynd; rpb
Borgarbíó:
Fram-
kvæmdir
em á
lokastigi
Þessa dagana vinna iðnaðar-
menn hörðum höndum við
framkvæmdir í hinum nýja
sal sem Borgarbíó á Akureyri
mun taka í notkun innan
skamms.
Nýji salurinn verður allur
hinn glæsilegasti og ekkert til
sparað svo að sem best muni
fara um þá er þangað sækja.
Húsnæðið er allt mjög nýtísku-
lega frágengið og smekklegt.
Þegar framkvæmdum við
nýja salinn lýkur verður hafist
handa um breytingar í þeim sal
þar sem sýningar fara fram
núna. Höfð verða „endaskipti“
á öllum hlutum þar og þegar
þessum framkvæmdum lýkur
verður Borgarbíó orðið mjög
glæsilegt kvikmyndahús, mjög
vel búið tækjum og allri
aðstöðu. . gk-.
Sjálfvirk eldvarnakerfi:
Elliheimilin og Sólborg
með ótengd kerfi
- Kostnaður við beina línu óverulegur
Á Akureyri eru nú um 30 fyrir-
tæki og stofnanir búin sjálf-
virkum reykskynjarakerfum
sem tengd eru beint við
slökkvistöðina. Auk þess er
fjöldi kerfa í bænum sem ekki
eru tengd við stöðina heldur
gera aðeins viðvart á viðkom-
andi stað. Að sögn Víkings
Björnssonar hjá Eldvarnaeft-
irlitinu er ástand þessara mála í
bænum yfirleitt gott en þó eru
til staðir þar sem ýmsu er
ábótavant.
Víkingur sagði að erfitt væri að
eiga við þær stofnanir sem byggð-
ar voru áður en reglugerð um
þessi mál tók gildi í júní 1978. í
slíkum tilfellum geta eftirlits-
menn ekki beitt öðrum ráðum en
vinsamlegum tilmælum ef þeir
vilja að bætt sé úr. Stofnanir sem
breytt hefur verið á einhvern hátt
Bæjarstjórn Sauðárkróks:
Frystihúsin auki hlut
sinn í útgerðarfélaginu
Bæjarstjórn Sauðárkróks sam-
þykkti á fundi sínum á þriðju-
dag að fara þess á ieit við
frystihúsin tvö á staðnum,
Fiskiðjuna og Hraðfrystihúsið
Skjöld að þau taki á sig þá 6
millj. kr. greiðslu sem Sauðár-
króksbæ var gert að greiða í
20 millj. kr hlutafjáraukningu í
Útgerðarfélagi Skagfirðinga
sem ákveðin var á síðasta ári.
Undanfarið hafa staðið yfir
viðræður milli bæjarins og
fyrirtækjanna um málið og
kom fram á fundinum að góðar
horfur virtust á því að fyrirtæk-
in taki þessa aukningu hluta-
Ijár á sig.
í umræðum í bæjarstjórn
Sauðárkróks seint á síðasta ári
voru flestir bæjarfulltrúar á því
að eðlilegt væri að frystihúsin
sem mestu hagsmunaaðilar í út-
gerðinni tækju á sig hlutafjár-
aukningu bæjarins í útgerðarfé-
laginu. Fyrir lá þá að Hraðfrysti-
húsið á Hofsósi mundi sjá um
hlutafjáraukningu Hofsóshrepps
í ÚS. Þegar hefur verið ákveðið
að Fiskiðjan sjái um hlutafé
kaupfélagsins í aukningunni, en
það er stærsti hluthafinn í Fisk-
iðjunni. í máli Snorra Björns
Sigurðssonar á þriðjudag kom
fram að hann sæi ekki hvernig
hægt væri að koma þessari hluta-
fjáraukningu í ÚS fyrir í fjár-
hagsáætlun bæjarins sem unnið
væri að þessa dagana og engin
spurning um hvað það kæmi
bæjarsjóði vel að losna við þessa
greiðslu. Komu þessi orð bæjar-
stjóra sjálfsagt engum á óvart þar
sem fyrir dyrum stendur hluta-
fjáraukning bæjarins í Steinullar-
verksmiðjunni. -þá
eftir að ný reglugerð tók gildi
falla hins vegar undir hana og þar
ber að hafa sjálfvirk kerfi.
Sem dæmi um þetta nefndi
Víkingur Sólborg en.þar er. sjálf-
virkt kerfi í nýjustu álmunni ein-
göngu. í eldri byggingum er að
vísu reykskynjárakerfi en það er
ekki tengt við stöðina. Víkingur
sagðist hafa átt von á að úr
þessu yrði bætt eftir brunann á
Kópavogshælinu á síðasta ári en
slíkt virðist þó ekki hafa hreyft
nægilega við þeim sem fara með
fjármálin.
Sama vandamál er við lýði á
elliheimilunum Hlíð og Skjaldar-
vík en þessar stofnanir eru báðar
búnar kerfum sem ekki eru tengd
slökkvistöð. Eftir breytingar sem
gerðar hafa verið á Heimavist
Menntaskólans fellur hún undir
reglugerðina og að sögn Jóhanns
Sigurjónssonar skólameistara er
slíkt kerfi komið inn á áætlun, þó
ekki fyrr en settar hafa verið upp
eldvarnahurðir. Nú í vetur verð-
ur endurnýjað viðvörunarkerfi í
skólanum sjálfum.
Aðspurður sagðist Víkingur
ekki telja mikinn kostnað því
fylgjandi að tengja þessi kerfi
með símalínu við stöðina. Hjá
Pósti og síma fengust þær upplýs-
ingar að stofngjald fyrir bruna-
línu væri 2700 krónur á kílómetra
og leigan 1350 krónur á ári fyrir
kílómetrann.
Nú er unnið að gerð nýrrar
reglugerðar um eldvarnakerfi og
er sú vinna á lokastigi. ET