Dagur - 12.02.1987, Blaðsíða 15

Dagur - 12.02.1987, Blaðsíða 15
12. febrúar 1987 - DAGUR - 15 Minning: Ej|a Sigurður Lúðvík Þorgeirsson Fæddur 15. ágúst 1941 - Dáinn 24. Er við minnumst föður okkar og afa, Sigurðar Lúðvíks Þorgeirs- sonar er fórst með m/s Suður- landi þann 24. desember 1986 minnumst við hans með þakk- læti, hlýhug og virðingu. Okkar vissa er sú að hann lifir áfram á björtum og góðum stað og hefur gætur á okkur sem hann unni og unnum honum svo mjög. Við viljum kveðja hann þar til við hittumst á ný með þessu litla ljóði er Hannes Hafstein orti svo fallega. Er sólin hnígur hægt í djúpan sæ og höfuð sitt til næturhvíidar byrgir, á svalri grund, í golu þýðum blæ, ergott að hvíia þeim, er vini syrgir. íhinstu geislum hljótt þeir nálgast þá, að huga þínum veifa mjúkum svaia. Hversælustund, sem þú þeim hafðirhjá, í hjarta þínu byrjar Ijúft að taia. Og tárin, sem þá væta vanga þinn, er vökvan, send frá iífsins æðsta brunni. Þau líða eins og elskuð hönd um kinn og eins og koss þau brenna ljúft á munni. Þá líður nóttin Ijúfum draumum /, svo ljúft, að kuldagust þú Ennur eigi, og, fyrr en veistu, röðull rís á ný, og roðinn lýsir yfir nýjum degi. (Hannes Hafstein.) Elsku pabbi og afi, Far þú í friði friður guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt. Sigurður, Jón Andri, Unnur Huld og Leo. Það var á Þorláksmessu, að áhöfn flutningaskipsins Suðurlands hélt frá Reyðarfirði áleiðis til Mur- mansk með saltsíldarfarm. Af ellefu manna áhöfn snéru aðeins fimm aftur. Einn hinna, sem fór hér sína hinstu för, var mágur minn Sigurður Lúðvík Þorgeirs- son, stýrimaður. Hvers kyns réttlæti, - spyr maður sjálfan sig, - ef réttlæti er þá á annað borð til. Þurfti enn einu sinni að fórna góðum drengjum, - mönnum, sem af skyldurækni stóðu sína vakt á sjálfa jólanóttina í illviðri og kólgusjó, lengst norður í hafi, meðan við hin sátum makinda- lega að kræsingum heima í stofu. Ef svo var, - hver var þá til- gangurinn. . . hvern var verið að reyna? En eins og jafnan þegar stórt er spurt, verður fátt um svör. Það væri þá helst tíminn, sem seinna meir gæfi von um réttlætingu þessara ódrengilegu mannfórna. Já, - biturleikinn er vissulega til staðar. Þannig bregst mann- skepnan við, þegar orkar tvímæl- is hvort misvirtar hafi verið sann- Laus staða Lektorsstaða í lífeðlisfræði við námsbraut í hiúkrunarfræði í lækna- deild Háskóla islands er laus til umsóknar. Gert er ráð fyrir að ráðið verið í stöðuna frá 1. júlí 1987. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækjenda, rannsóknir og ritsmfðar, svo og námsferil og störf skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavfk, fyrir 9. mars n.k. Menntamálaráðuneytið, 9. febrúar 1987. Framlialds- þorrablót Vegna mjög mikillar aðsóknar á þorrablót Félags aldraðra 14. þessa mánaðar verður efnt til framhaldsþorrablóts sem verður auglýst síðar. Stjórnin. Fræöslufuiidur á vegum landssamtaka áhugafólks um flogaveiki (LAUF). Fræðslufundur um flogaveiki verður haldinn á Hótel Varðborg, 2. hæð, laugardaginn 14. febrúar kl. 15.00. 1. Formaður NE-deildar, Dómhildur Sigurðardóttir flytur ávarp. 2. Fræðsluerindi: Kristinn Eyjólfsson læknir. Ýmsir fróðleiksmolar um flogaveiki. 3. Sýndar litskyggnur. Fundarstjóri Valborg Aðalgeirsdóttir. Nýir félagar og annað áhugafólk velkomið á fundinn. desember 1986 gjarnar leikreglur í þessum ann- ars stutta lífsleik. En ekki verður áfram haldið, dvelji maður um of við sárindin ein. Það sem yfirvinnur sorgina er auðvitað einlægt þakklæti fyrir að hafa notið samvista við góðan dreng. Þakklæti fyrir nærveru hans meðan varði. Mannkostir hans, dugur og heilindi, gera mann stoltan af að hafa átt hann að vini. Þar fór vissulega maður, sem gaf meira en hann tók. Hér verða ekki rifjuð upp frek- ari kynni við hann eða fjölskyldu hans, ættir né uppruna, - því hafi mér einhvern tímann verið orða fátt, þá er það einmitt nú. í kvæði er Jónas Hallgrímsson orti við ekki ósvipaðar aðstæður finn ég allt það sem ég kem ekki orðum að sjálfur og leyfi mér því að gera hans orð að mínum. „Leiður er mér sjávar sorti og sólgáruð bára“, síðan barma brutu blíðan mér frá síðu. Algildum hafa öldur ótrúar gröf búið, grimmar djúpt í dimmum dauðasal hann falið. Varð ekki í grænum garði grafar auðið þeims dauða greip á dökku djúpi drómi, lífs úr blóma. Blæju bláa ægir breiddi yfir þig leiddan, frændi, fyrr sem undir fold og seimi heima. Einatt úti sýnist undir land á stundum seglum skautuð sigla sæhind þægum vindi. Það er ei hann, sem fanna hallar leið að fjalli. Þoka er það, sem rýkur, þýð, á mari víðum. Elsku Stína mín, Unnur Huld, Siggi og Nonni, - við Gunna og strákarnir deilum með ykkur djúpri sorg. Öðrum aðstandend- um biðjum við blessunar. EgiU Eðvarðsson. Auglýsing um styrki og lán til þýðinga á erlendum bókmenntum Samkvæmt lögum nr. 35/1981 og reglugerð nr. 638/1982 um þýðing- arsjóð, er hlutverk sjóðsins að lána útgefendum eða styrkja þá til útgáfu vandaðra erlendra bókmennta á ísiensku máli. Greiðslur skulu útgefendur nota til þýðingarlauna. Skilyrði fyrir styrkveitingu skulu einkum vera þessi: 1. Verkið sé þýtt úr frummáli, ef þess er kostur. 2. Upplag sé að jafnaði eigi minna en 1000 eintök. 3. Gerð og frágangur verka fullnægi almennum gæðakröfum. 4. Eðlileg dreifing sé tryggð. 5. Útgáfudagur sé ákveðinn. Fjárveiting til þýðingarsjóðs í fjárlögum 1987 nemur 2.918.000 krónum. Eyöublöð undir umsóknir um framlag úr sjóðnum fástr í mennta- málaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, og skulu umsóknir hafa borist ráðuneytinu fyrir 15. mars n.k. Reykjavík, 10. febrúar 1987. Stjórn þýðingarsjóðs. fea FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ ÁAKUREYRI Óskar að ráða strax eða eftir samkomulagi: Matreiðslumann og sjúkrafæðissérfræðing Matartæknir kæmi einnig til greina Nánari upplýsingar veitir Valdimar í síma 96-22100. Fjórðungssjúkrahúið á Akureyri. Atvinna - Atvinna Okkur vantar hresst og ábyggilegt starfsfólk, sem er að leita sér að framtíðarvinnu, á allar vaktir í ulllariðnaði. (Spuni, kembing og fleira.) Um er að ræða bónusvinnu sem gefur góða tekjumöguleika. Nánari upplýsingar veitir starfsmannastjón. IÐNAÐARDEILD SAMBANDSINS 'GLERÁRGÖTU 8 AKUREYRI SÍMI (96)21900 (220) Vömkynning á Kotasælu verður í Kjörbúð KEA Sunnuhlíð fimmtudaginn 12. febrúar frá kl. 15-18. Kjörmarkaðnum Hrísalundi föstudaginn 13. febrúar frá kl. 15-18. Kynnist möguleikum gómsætrar megrunarfæðu. ' Mjólkursamlag KEA Akureyri Simi 96-21400 Á

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.