Dagur - 12.02.1987, Blaðsíða 10

Dagur - 12.02.1987, Blaðsíða 10
rj- ~ ‘/.ijfjíxv - \•íisúicím> ■; 10 - DAGUR - 12. febrúar 1987 Um sjónvörp, myndbönd og myndlykla Sú var tíðin að við íslendingar höfðum aðeins völ á einni sjón- varpsstóð. Þurfti þá ekki að velta vöngum yfir því hvaða möguleika sjónvarpstæknin bauð upp á. Með auknu frjáls- ræði og vegna framfara í rafeindaiðnaði er okkur nú boðið upp á fleiri sjónvarpsstöðvar og myndbandstæki svo fátt eitt sé nefnt. Með tilkomu þessa verður almenningur sér meir meðvitaður um hversu grandalaus hann er gagnvart þessu öllu og stendur uppi harla skilningslítill á notkunarmöguleik- um jafn sjálfsagðs heimilistækis og sjónvarpið er. Þessari stuttu grein er ætlað að varpa nokkru Ijósi á staðreyndir sem snúa að almennum notanda þegar um sjónvarpstæknina er að ræða. Rásir og tíðnibönd Tíðnisviði því sem ætlað er til sjónvarpsútsendinga er skipt nið- ur í þrep. Hvert þrep er kallað ráð eða kanall(Channel). Er rás- unum síðan raðað niður í þrjá flokka og er hver flokkur kallað- ur band. Böndin þrjú heita: Band I (stundum VL), band III (stund- um VH) og UHF. Á bandi I eru rásir 2 til 4, á bandi III eru rásir 5 til 12 og á UHF bandinu eru rásir 21 tii 68. Vegna mikillar sölu vantar nýlega bíia í salinn - Láttu skrá bílinn og fáðu góð tilboð. Kawasaki fjórhjól 1987 fyrirliggjandi ☆ Vélsleðar - Nýir/notaðir. ☆ Fjórhjól notuð á hagstæðum kjörum. Minni og prógrömm Mjög algengt er að fólk rugli saman rás (kanal) og minni (program eða preset) og telji að takkarnir framan á sjónvarpinu séu rásirnar sem sjónvarpsstöðv- arnar senda út. Eru því vel þekktar spurningar sem þessi: „Hvernig næ ég rás 12 þegar það eru bara 8 á tækinu mínu?“ Hvert sjónvarpstæki er útbúið með nokkrum minnum. Er það algengast tölusett takkaröð sem notandinn hefur aðgang að fram- an á tækinu. Eru þessi minni, sem einnig eru kölluð prógrömm mismörg eftir tegundum og gerð- um tækjanna. Nýjustu gerðir sjónvarpstækja hafa möguleika á Grattan pöntunarlisti Vor- og sumarlisti 1987 kominn Glæsilegri en nokkru sinni fyrr. Verð kr. 250.00, + póstkrafa ATH: Aðeins 500 listar verða seldir fyrir Norðurland Umboð Akureyri sími 96-23126 allt að 99 minnum og er þeim flett upp með + takka sem velur hærra töluminni og +- takka sem velur lægra töluminni. Einnig er þessi útbúnaður til með einum takka sem velur nýtt minni í hvert skipti sem stutt er á hann. Stillingin Á sjónvarpstækjum er gjarnan undir loki eða í skúffu röð af stilliskrúfum. Við hverja stilli- skrúfu er lítill rofi sem hefur þrjár stöður. Hver staða er til að velja viðeigandi band og stilli- skrúfan til að velja rásina þ.e. sjónvarpsstöðina. Hverju minni á sjónvarpinu tilheyrir ein stilli- skrúfa ásamt litla rofanum. Þegar stilla á inn stöð þarf fyrst að velja minni til að geyma hana á. Síðan er að opna lokið eða skúffuna og finna stilliskrúfuna og rofann fyr- ir viðkomandi minni. í sumum tilfellum er litli rofinn hólkur sem er utan á stilliskrúfunni og er honum snúið til að velja bandið. Rofinn er settur á bandið sem stöðin, sem við ætlum að horfa á sendir út á. Síðan er stilliskrúf- unni einfaldlega snúið þar til myndin kemur skýr á skjáinn. Ef við höfum valið minni eitt þá kemur stöðin sem við stilltum inn alltaf þegar stutt er á minni eitt. Eins er hægt að gera við öll minnin og velja eitt minni fyrir hverja sjónvarpsstöð. Myndsegulbönd og myndlyklar Pegar við höfum áttað okkur á muninum á rásum, tíðniböndum og minnum er mjög auðvelt að skilja hvernig hægt er að stilla inn og nota myndsegulbönd og myndlykla. Myndsegulbönd eru útbúin eins og sjónvarpstæki með minnum og stilliskrúfum. Ef á að taka upp efni frá einhverri sjón- varpsstöð þarf að stilla hana inn á myndbandstækið. Með því að hafa eitt minni fyrir hverja stöð er hægt að ráða með minnunum hvaða stöð myndbandstækið tek- ur upp. Mjög útbreiddur mis- skilningur er að myndbandstækið taki upp úr sjónvarpinu en svo er alls ekki. Það tekur upp úr ioft- netinu og við þurfum að stilla inn stöðvarnar alveg eins og við þurftum að stilla inn stöðvarnar á sjónvarpinu til að horfa á þær. Við getum hugsað okkur mynd- bandstækið sem sjónvarpsstöð þegar búið er að tengja það við sjónvarp. Myndbandstæki senda allflest út á tíðnibandi UHF og frá rás u.þ.b. 30 til 40 en það er misjafnt eftir tækjum og er reyndar hægt að ráða útsending- arrásinni á því bili. Pegar við tengjum myndbandstæki við sjónvarp er loftnetssnúran tekin inn í myndbandið og úr því í sjónvarpið. Þá er að velja minni á sjónvarpinu til að stilla það inn. í flestum tilfellum er eitt minn- ið ætlað fyrir myndbönd. Er það oftast hæsta talan eða minni sem stendur á tug t.d; 10, 20. Gft er það auðkennt með stöfunum AV. Við veljum svo með litla takk- anum band UHF og stillum þar til myndin sést frá myndbands- tækinu. Erum við þá komin með möguleika á að geta valið með minnunum á sjónvarpinu ríkis- sjónvarpið, Sjónvarp Akureyri og myndbandstækið. Ef við veljum minnið fyrir myndbandið getum við séð stöðvarnar sem það tekur á móti. Þannig er hægt að taka upp á myndbandið t.d. Sjónvarp Akur- eyri með því að velja minnið fyrir þá stöð á myndbandstækinu og horfa svo á ríkissjónvarpið um leið með því að velja viðeigandi minni á sjónvarpinu. Myndlykl- ana má hugsa sér alveg eins og myndbandstæki. Þá þarf að stilla fyrir þær stöðvar sem þeir eiga að taka á móti og það þarf að stilla sjónvarpið til að sjá myndina frá þeim. Myndlyklar senda venju- lega út á rás 33 á tíðnibandi UHF. Nú er komið að því að tengja saman myndlykil, myndbands- tæki og sjónvarp. Loftnetssnúran er tengd inn á myndlykilinn síðan er tengt frá honum í myndbands- tækið og frá því í sjónvarpið. Þá er að velja minni á myndbandinu og stilla það fyrir myndlykilinn til að hægt sé að taka upp leiðréttu myndina. Eins þarf að gera á sjónvarpinu svo hægt sé að horfa á Sjónvarp Akureyri ótruflað. Loftnet og loftnetskerfí Ef við hugsum okkur að nota einn myndlykil fyrir mörg sjón- varpstæki t.d. í fjölbýlishúsi þarf að tengja öll sjónvörpin saman. Er það kallað loftnetskerfi. Loft- netskerfin bjóða upp á þessa og marga fleiri möguleika. Til að tryggja að góð mynd náist í öllum sjónvörpunum þarf að setja loft- netsmagnara fremst í loftnets- kerfið. Sjónvarpsloftnetum sem notuð eru má skipta í tvo aðal flokka. Breiðbandsloftnet og svokölluð kanalloftnet. Kanal- Ioftnetin hafa möguleika á að taka á móti einungis einni stöð eða eins og nafnið gefur til kynna einum kanal (rás). Breiðbands- loftnet geta hins vegar tekið á móti fleiri rásum og eru þau gjarnan gerð fyrir heilt tíðni- band. Skýringin á því að ríkissjón- varpið sést vel en Sjónvarp Akur- eyri illa getur einfaldlega verið sú að loftnetið er kanalloftnet sem gerir bara ráð fyrir einni rás þ.e. ríkissjónvarpinu. Ríkissjónvarp- ið sendir út á Akureyri og ná- grenni á rás 6 en Sjónvarp Akur- eyri á rás 12. Við vitum að band III inniheldur rásir frá 5 til 12 því er upplagt að nota breiðbands- loftnet fyrir band III til að taka á móti báðum þessum stöðvum. Niðurlag Sjálfsagt er að geta þess að mörg fleiri tæki eru gerð til að tengja við sjónvörp. Má þar nefna leik- tæki ýmiss konar svo og tölvur. Eins ber að hafa í huga að sá stillibúnaður sem lýst er hér að framan er ekki á öllum gerðum sjónvarpstækja. Til eru svokall- aðir sjálfleitarar sem gera tækinu kleift að leita að stöðinni sjálft. Er hún síðan geymd í rafeinda- minni. Einnig er á nýjustu gerð- um sjónvarpstækja hreinlega hægt að setja beint inn númerið á rásinni sem við ætlum að stilla inn. Er slíkur búnaður t.d. á myndlyklunum sem við höfum minnst á. Ómögulegt er að ímynda sér hvað framtíðin ber í skauti sér en ljóst er að vegir tækninnar á þessu sviði eru marg- ir og verður tíminn einn að leiða í ljós hverju fram vindur. Ari Baldursson, rafeindavirki. SKÁTAR ATHUGIÐ Aöalfundir Skátabandalags Akureyrar, Skátafélags Akureyrar og Skátafélagsins Valkyrjunnar veröa í skátaheimilinu Hvammi fimmtudaginn 12. febrúar kl. 20.00. Rétt til fundarsetu hafa allir skátar 15 ára og eldri. Stjórn SBA. ?RAMTf£ FRAMSfÓKNARFLOKKURINN B-LISTINN Guðmundur Bjarnason, alþingismaður, verður til viðtals á skrifstofunni, Hafnarstræti 90, laugardaginn 14. febrúar milli kl. 14 og 17. Skrifstofa amsóknarflokksins, omii 21180.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.