Dagur - 12.02.1987, Blaðsíða 12

Dagur - 12.02.1987, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - 12. febrúar 1987 Fjórðungssamband Norðlendinga: Hugmyndir um stjóm- sýslumiðstöðvar Únnur grein Opinber starfsemi og aðild að stjórnsýslumiðstöðvum Margar greinar opinberrar umsýslu og almennrar þjónustu eru þess eðlis, að þær krefjast sérstakrar starfsaðstöðu og ákveðins umhverfis. Allir eru sammála um að sjúkrahúsastarf- semi og vistun sjúklinga krefjist umhverfis, sem ekki er til staðar í því umhverfi, sem hæfir viðskipt- um og annarri umsýsluþjónustu. Eigi að síður hefur það augljósa kosti að byggja upp miðstöðvar fyrir þessa starfsemi út frá skipu- lagslegu og hagkvæmnislegu sjónarmiði. Pað eru almenn hag- kvæmnissjónarmið í rekstri og ekkí síst hagræði fyrir almenning að geta sótt sem mest af hlið- stæðri þjónustu á sama stað. Slík samþjöppun gerir mögulegt að tengja saman aðra þætti, svo sem velferðarþjónustu og daglega heilbrigðisþjónustu við almenn- ing. Slík miðstöð er augljóslega hagræði fyrir alla aðila. Allt hefur þetta sína ann- marka. Þá er fyrst að nefna að sum vistunarþjónusta er svo sérstæð, að hún á ekki heima í slíkri allsherjar heilbrigðisþjón- ustumiðstöð. í stærri þéttbýlis- stöðum er það mikil óhagkvæmni fyrir almenning, vegna kostriaðar og tímaeyðslu að sækja almenna heilbrigðisþjónustu til sérstakra heilbrigðismiðstöðva hverfa. Þessi skipan hefur alla kosti, þar sem byggð er dreifð og saman getur farið staðsetning í þjón- ustukjarna, og að þannig styðji vistunarþjónustan og dagþjóri- ustan hvor aðra, markaðslega og rekstrarlega séð, og án þess konar samstarfs væri ef til vill ekki nauðsynlegur starfsgrundvöllur fyrir hendi fyrir nægilega fjöl- breytta starfsemi. Það er ljóst að í fáum tilvikúm getur heilbrigðisþjónustan verið gildur þáttur í uppbyggingu stjórnsýslumiðstöðva. En til greina geta komið húsnæðisleg tengsl, þó með takmörkuðum hætti, nema um sé að ræða við- bótaraðstöðu ellegar þjónustuað- stöðu, sem ekki krefst ineiri sér- hæfingar um húsnæði, en almenn skrifstof uþj ónusta. Annar veigamikill þáttur í opinberri þjónustu sem krefst sérhæfðs umhverfis eru skólarnir og aðrar menningarstofnanir. Á sviði skólareksturs hefur átt sér stað tilhneiging í þá átt að koma á fót eins konar skólamiðstöðv- um. Gleggsta dæmið um þetta eru sérstakir skólastaðir, eins og Laugarvatn, og víða eru skólar staðsettir saman í nágrenni m.a. af skipulagslegum ástæðum, án þess að um samrekstur sé að ræða og þannig mynda þeir sam- an sérstakt umhverfi. Þetta stuðl- ar einnig að samnýtingu kennslu- krafta. Sú nýja skipan fer vaxandi, að í formi fjölbrautaskólanna er þjappað saman í eina skólastofn- un, sem flestum greinum fram- haldsmenntunar. Með þessum hætti er verið að efla almenna framhaldsskólastigið, með til- færslum frá sérgreindum fram- haldsskólum. Fjölbrautaskóli er í eðli sínu skólamiðstöð, þar sem almenna framhaldsnámið er þungamiðjan, en sérhæfðar val- greinar koma til viðbótar. Kostir þessa kerfis eru þeir að útskrifa má nemendur með mismunandi prófstig. Þessir skólar eru þannig eins konar miðstöðvar, fyrir nemendur með ólík markmið. Það liggur f hlutarins eðli, að þess konar miðstöðvum verður að dreifa eftir íbúahverfum, þétt- býlisstöðum og að staðsetning þeirra miðist við skólasvæði, en þau markist af nauðsyn fyrir slík- ar stofnanir. Á vegum opinberra stofnana, senV annast verklegar fram- kvæmdir og hliðstæðan rekstur, gildir allt annar mælikvarði. Slík starfsemi er oftast það sérhæfð, að hún krefst sérstaks húsnæðis og tækja vegna starfseminnar. Þetta kallar á ákveðið umhverfi. Margt af þessari starfsemi á frek- ar heima í athafnaumhverfi fyrir iðnað og framleiðslu, en verslun- ar- og þjónustuhverfi. Miðað við dreifingu á þess konar starfsemi eða til að ná fram aukinni hag- kvæmni kemur til greina sam- rekstur verkefnastofnana í einni starfsstöð, að því leyti sem þær samnýta aðstöðu, búnað og mannafla til að auka hagkvæmni og til að dreifa þjónustunni um landið. Þessi hugmynd er athygl- isverð, er varðar slíka starfsemi utan þéttbýlisins við Faxaflóa. Samstarf er á milli Póst og símamálastofnunar og Ríkisút- varpsins um dreifingu útvarpsins um landið og samvinna er á milli Flugmálastofnunar og Póst og símamálastofnunar. Spurningin er, hvort ekki er hgkvæmt að koma upp slíkum miðstöðvum eða að þær verkefnastofnanir, sem þegar hafa komið sér upp starfsaðsöðu utan höfuðborgar- svæðisins, taki að sér verkefni fyrir þær, sem enga aðstöðu hafa á landsbyggðinni. Sambýli um skrifstofuhald og þjónustu við almenning geta verið veigamikill þáttur, til hagsbóta fyrir almenn- ing og til að auka hagkvæmni í rekstri. Varðandi rekstur sveitarfélaga gegnir mjög hliðstæðu máli og um annan opinberan rekstur. Sumir þættir eru þess eðlis, að þeir þurfa að vera í sérstöku umhverfi, en aðrir eru þannig að þeir geta samlagast annarri hlið- stæðri starfsemi. Þannig er það um skrifstofustarfsemi og almenna þjónustu við almenning. Það er hægara að þjappa saman starfsemi sveitarfélaga, en ríkis- stofnana almennt séð, þar sem starfsemi sveitarfélaga er mjög svæðisbundin og nær nánast til nærtækasta umhverfis. Hverfa- skipting í samfélagslegri þjónustu sveitarfélaga er fátíð, nema í stærri sveitarfélögum og þá ein- göngu að því er varðar algeng- ustu þjónustu við íbúana. Hannyrðir og gam Nýlega var verslunin, Hann- yrðir og garn opnuð á annarri hæð að Garðarsbraut 15 á Húsavík. Eigendur nýju versl- unarinnar eru Dagný Guð- laugsdóttir og Steinþóra Guðmundsdóttir. Þær tóku við lager af hann- yrðavörum frá versluninni Garð- arshólma þegar Helena Líndal hætti rekstri hennar og ætluðu ekki að opna nýju verslunina fyrr en þær væru búnar að bæta fjöl- breyttara vöruúrvali við, en vegna fjölda fyrirspurna frá við- skiptavinum var verslunin opnuð áður en gert var ráð fyrir í upp- haflegri áætlun. Fyrst um sinn verður verslunin opin eftir hádegi, þar eru á boð- stólum hannyrðavörur og handprjónagarn og á næstunni munu bætast við vörur til búta- saums og ýmsar tómstundavörur. Dagný og Steinþóra sögðu að þær væru bjartsýnar á rekstur verslunarinnar, konurnar hérna væru mjög duglegar við prjóna- skap, og þær mundu reyna að þjóna viðskiptavinum sínum eins vel og þær gætu. IM Ný verslun á Húsavík Eigendur Steinþóra Guðmundsdóttir t.v. og Dagný Guðlaugsd. Það verður nóg að gera hjá ívari Vebster og strákunum hans í Þór á næst- unni. Bikarkeppni KKÍ: Þór mætir Fram - í fyrri leiknum fimmtudaginn 19. febrúar Þór mætir Fram í fyrri leik lið- anna í bikarkeppni Körfu- knattlcikssambands íslands fimmtudaginn 19. febrúar. Leikurinn fer fram í íþrótta- höllinni á Akureyri og hefst kl. 19.30. Seinni leikurinn fer síð- an fram í Reykjavík viku seinna, eða fimmtudaginn 26. febrúar. Þórsarar eiga mikla törn fyrir höndum. Hún hefst með fyrri leiknum við Fram þann 19. í bikarnum. Á laugardaginn 21. febrúar leika Þórsarar hér heima gegn UMFG í deildinni og þriðjudaginn 24. febrúar leika þeir gegn Tindastóli einnig á Akureyri. Fimmtudaginn 26. febrúar leika þeir seinni leikinn gegn Fram í bikarnum í Reykja- vík og daginn eftir, éða á laugar- dag mæta þeir UMFG í Grindavík í leik sem var frestað fyrir jól. Það verður því nóg að gera hjá leikmönnum liðsins á næstunni. Bikarkeppni BÍÍ: Tveir hörkuleikir a Akureyri Annað kvöld fara fram í íþróttahúsi Glerárskóla, tveir hörkuleikir í bikarkeppni Blaksambands íslands. Fyrst leika KA og Óðinn í karla- flokki kl. 20 og strax á eftir Ieika KA og Eik í kvenna- flokki. Karlalið KA sló B-lið Skauta út í fyrstu umferð fyrir skömmu og Óðinn sló A-lið Skauta. KA- menn eru í miklu stuði um þessar mundir og hafa ekki tapað leik í Glerárskóla í langan tíma. Það má því búast við að róðurinn verði erfiður hjá Óðinsmönnum. Þó getur allt gerst í bikarkeppn- inni. Leikur KA og Eikar í kvenna- flokki er í 1. umferð bikarkeppn- innar. Búast má við jöfnum og skemmtilegum leik og ómögulegt að spá um úrslit. Blakáhugamenn fá þarna kjörið tækifæri til þess að sjá tvo skemmtilega leiki, þó aðstaða fyrir áhorfendur sé nán- ast engin í íþróttahúsi Glerár- skóla.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.