Dagur - 12.02.1987, Blaðsíða 13

Dagur - 12.02.1987, Blaðsíða 13
12. febrúar 1987 - DAGUR - 13 Umsión: Kristján Kristjánsson Körfubolti 1. deild: „Maður eygir alltaf möguleika á sigri" - segir Eyjólfur Sverrisson ieikmaður Tindastóls en lið hans mætir Þór annað kvöld Tindastóli og Þór leika á Sauð- árkróki annað kvöld kl. 20 í 1. deild íslandsmótsins í körfu- knattleik. Leikurinn er þriðja viðureign liðanna í deildinni og Þórsurum hefur bæst góður liðsauki í knattspyrnu fyrir Óskar Óskarsson úr leik í bili. Alls tóku 84 keppendur þátt í Akureyrarmótinu í júdó sem fram fór í íþróttahöllinni síð- astliðinn laugardag. Keppt var í 18 flokkum og þar af í tveim- ur flokkum kvenna. Einn af yngstu keppendunum, Magga Lena Kristinsdóttir sem er 7 ára, keppti þó í flokki með strákunum og hún gerði sér lít- ið fyrir og sigraði í flokknum með glæsibrag. Mótið þótti takast vel þrátt fyrir að það stæði yfir í fjóra og hálfa klukkustund. Sigurvegarar á mótinu urðu þessir: Magga Lena Kristinsdóttir Birgir Örn Sveinsson Guðbjörn Dan Gunnarsson Elmar Freyr Elíasson Arnar Már Sigurðsson Eiríkur Huijbens Ragnar Guðmundsson Magnús Ásbjörnsson Birkir Freyr Steinarsson Birgir Björnsson Sigurður Sigurðsson Sævar Sigursteinsson Hans Rúnar Snorrason Auðjón Guðmundsson Gunnar Georg Gunnarsson Jón Heiðar Sveinsson hafa Þórsarar farið með sigur af hólmi í tvö fyrri skiptin. Tindastólsmenn hafa yflrleitt leikið mjög vel gegn Þórsurum og veitt þeim harða keppni. komandi keppnistímabil. Magnús Magnússon miðvörð- ur úr Breiðabliki hefur ákveð- ið að leika með liðinu. Magnús lék mjög vel með Breiðabliks- liðinu síðasta sumar, hann er stór og þykir geysilega sterkur skallamaður. Hann á örugg- lega eftir að reynast liðinu mikill styrkur. Eins og áður hefur komið fram mun Guðmundur Valur Sigurðs- son miðjuleikmaður úr Breiða- bliki spila með Þór í sumar og einnig markakóngur 4. deildar, Óskar Óskarsson úr Aftureld- ingu. Óskar er fluttur í bæinn og var þegar byrjaður að æfa með Þórsliðinu. Hann varð þó fyrir því á mánudaginn, að botnlang- inn í honum sprakk og varð hann að leggjast á sjúkrahús í uppskurð. Hann mun því ekkert geta æft næstu 4-5 vikurnar. Svala Björnsdóttir Andrea Waage. Það má því búast við hörkuleik annað kvöld, þar sem litið verður gefið eftir. Dagur hafði samband við Eyjólf Sverrisson leikmann Tindastóls og jafn- framt stigahæsta manninn í 1. deild og spurði hann um leik- inn gegn Þór. „ Þetta hafa verið fjörugir leikir milli þessara liða í vetur og mað- ur eygir alltaf möguleika á að vinna, þó að það sé erfiðara í þetta skiptið án Björns Sigtryggs- sonar sem verið hefur einn besti maður liðsins í vetur,“ sagði körfuboltamaðurinn Eyjólfur Sverrisson í Tindastóli, stigahæsti maður 1. deildar um deildarleik liðsins við Þór á Akureyri annað kvöld. Ástæðuna fyrir jöfnum og skemmtilegum leikjum þessara liða í vetur, sagði hann líklega vera að bæði liðin leika svipaðan bolta, eru gefin fyrir hraðan leik. Um árangur Tindastólsliðsins í vetur hafði hann þetta að segja. Þeir Bogdan Kowalzick lands- liðsþjálfari íslands í hand- knattleik og Jón Hjaltalín Magnússon formaður HSI voru staddir hér á Akureyri í gær og fyrradag. í samtali sem blaðamaður Dags átti við þá félaga í gær, kom fram að Landsliðsnefnd HSÍ er að kanna möguleika á því að halda hér á Akureyri alþjóð- legt handknattleiksmót með þátttöku íslands og þriggja annarra landsliða. „Auðveldara að skora í 1. deild en 2. deild,“ segir Eyjólfur. „Okkur hefur gengið svona álíka og kannski heldur betur en við var að búast. Maður var ekk- ert ofboðslega bjartsýnn eftir að ljóst var að Haraldur Leifsson stærsti maður okkar gæti ekki leikið með. En þetta hefur geng- ið framar vonum, nema í leikjun- um sem við töpuðum gegn Breiða- Jbliki og Stúdentum. Við eig- um ekki að tapa fyrir þessum liðum. Þau náðu að svæfa okkur og við duttum niður á 2. deildar planið. En ég trúi ekki öðru úr þessu en að við höldum okkur í deildinni og stefnan er sett á 4. sætið. Hvað sjálfum mér viðvík- ur, þá hefur mér gengið mun bet- ur en ég bjóst við og mér finnst í rauninni mun auðveldara að skora í 1. deildinni, heldur en var í þeirri 2. síðasta vetur.“ -þá Málið er á frumstigi og enn ekki ljóst hvaða lið hér um ræðir en þó er öruggt að um sterkar handknattleiksþjóðir yrði að ræða. Forráðamenn HSÍ eru mjög ánægðir með þær móttökur sem þeir fengu hér um daginn, er lið Islands og Alsír mættust í Flug- leiðamótinu. Einnig er talað um það, að samfara mótinu næsta haust yrði A-landslið íslands hér fyrir norð- an í æfingabúðum einhverja daga fyrir mótið. Jón Hjaltalín taldi mikilvægt að pallarnir sem eiga að koma í Höllina hér á Akureyri yrðu sett- ir upp sem fyrst, þannig að fleiri áhorfendur kæmust að og að íbúar í nágrannabyggðarlögun- um við Akureyri ættu einnig möguleika á því að sjá landsleiki hér. í blaðinu á morgun verður viðtal sem blaðamaður Dags átti við Bogdan Kowalzick í gær, m.a. um stöðu handknattleiksins á Akureyri og dvöl hans hér. Árshátíð Þórs Árshátíð íþróttafélagsins Þórs fer fram á Hótel KEA 28. febrú- ar næstkomandi. Þar verður ýmislegt gert til skemmtunar og munu einstakar deildir innan félagsins sjá um skemmtiatriði. Þá verður að sjálfsögðu borðaður góður matur og stiginn dans. Dagskráin verður auglýst nán- ar síðar. Skíði: Bikarmót á Siglufirði Um 80 keppendur er skráðir til leiks á hikarmóti SKÍ í alpagreinum i flokki 13-14 ára unglinga sem fram fer á Siglufirði um heigina. Fyrri ferðirnar í svigi og stórsvigi verða farnar á laugar- dag og mótinu lýkur síðan um miðjan dag á sunnudag. í ^essum flokki eru margir snjallir skíðamenn sem eiga eftir að láta mikið að sér kveða í framtíðinni. Það verð- ur því örugglega hart barist á Siglufirði um helgina. Skíði: Akureyrar- mótið - í flokki 15-16 ára - Krakkar úr SRA í dagsferð til Dalvíkur Akureyrarmótið í svigi og stórsvigi í flokki 15-16 ára fer fram í Hlíðarfjalli um helgina. Keppt verður í svigi á laug- ardag en í stórsvigi á sunnudag og hefst keppni kl. 11 báða dagana. Á laugardaginn heldur fríð- ur flokkur krakka f SRA, 12 ára og yngri í dagsferð til Dal- víkur þar sem þau munu etja kappi við jafnaldra sína. Þar verður m.a. farið í leiki og þrautir. Það verðuv því örugg- lega mikið fjör á, Dalvík á laugardaginn. Skíðaganga: Þórs- mót Þórsmótið í skíðagöngu fer fram á laugardaginn kemur í Hlíðarfjalli og hefst kl. 13. Gengið verður með hefð- bundinni aðferð. Keppt verður í öllum aldursflokkum og er æskilegt að þátttakendur mæti til skráningar einni klukkustund fyrir keppni. UMF. Reynir: Arnar íþrótta- maður ársins Ungmennafélagið Reynir á Árskógsströnd útnefndi á dögunum íþróttamann félagsins fyrir árið 1986. Fyrir valinu að þessu sinni varð Arnar Gústafsson knattspyrnumaður. Arnar hefur leikið með meistara- flokki félagsins undanfarin ár og jafnan staðið sig vel. UMF. Reynir hefur ráðið Rúnar Steingrímsson sem framkvæmdastjóra félagsins í fullt starf í fjóra mánuði í sumar. Auk þess sem Rúnar sér um fjármál félagsins og knattspyrnuvöllinn að ein- hverju leyti, mun liann þjálfa tvo yngri flokka Reynis. i i f ; v % Jón Heiðar Sveinsson sigraði í sínum flokki á Akureyrarmótinu í júdó á laugardaginn. Knattspyrna: Magnús til Þórs - Úskar úr leik í bili Akureyrarmótið í júdó: Magga Lena lagði strákana Handbolti: Alþjóðlegt mót á Akureyri?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.