Dagur - 12.02.1987, Blaðsíða 7

Dagur - 12.02.1987, Blaðsíða 7
12. febrúar 1987 - DAGUR - 7 ásamt umferðarreglum og lögum, er hægt að taka áður en nemandi verður 17 ára. í fræðilegu prófi verður að fá 78 stig af 90 möguleg- um. Akstursprófið fer þannig fram að nemandi ekur einhverja ákveðna leið í bænum sem bifreiða- eftirlitið tilgreinir og prófdómarinn ekur á eftir honum. Nemandi fær í hendurnar sér- stakar reglur fyrir bifhjól ásamt upplýsingum um búnað og þess háttar. Það skiptir ekki máli hvort nemandi er með bílpróf eða ekki en það er léttara fyrir hann því þá kann hann það mikið í umferðar- iögum. Hingað til veit ég bara um einn mann hjá mér sem hefur tekið bifhjólapróf án þess að hafa bílpróf. Þetta próf gildir fyrir stærra en 50 cc.“ - Skiptir engu máli með líkams- burði nemanda? „Jú hiklaust, það hefur komið fyrir að fólk hefur ætlað að læra sem er 40-50 kg og það þýðir ekki, veldur ekki hjóli sem er hátt í 200 kg. Eins er það að hjól sem eru með svokölluðu kikkstarti, þ.e. þeim er startað með fætinum eru of erfið viðureignar fyrir mjög létt fólk, það verður að vera á hjólum með rafmagnsstarti." - Hvað með stelpur? „Hjá mér eru kannski 3-4 á ári og þær mættu alveg læra meira því að það hefur sýnt sig að þær eru ekki lélegri." - Hvernig er með þá sem vilja taka próf á svona hjól en eiga ekki neitt, geta þeir einhvers staðar fengið lánað hjól eins og bíla? „Lögreglan lánar engin hjól en ef kæmi til mín maður sem ekki gæti útvegað sér hjól þá myndi ég reyna að gera það.“ - Verðurðu var við fordóma frá fólki t.d. af því að mótorhjólafólk er leðurklætt? „Það er skylda samkvæmt lögum að bifhjólafólk sé leðurklætt því ef það dettur af hjólunum þá rispast það svo mikið að öll venjuleg föt tætast í sundur, það verður að vera þykkt efni.“ - En hvað með hrotta- og glæpa- mannastimpil sem mikið af þessu fólki fær á sig? „Ég held að besta dæmið sem lýs- ir þessu sé að ég er búinn að kenna nokkrum svokölluðum pönkurum og þetta hafa verið alveg indælis drengir. Ég held að þetta sé alrangt álit sem fólk hefur því þetta er mjög hugsandi ungt fólk sem hefur sínar eigin skoðanir. Þetta er ákveðin lífsstefna og þetta er í tísku. Ég hugsa að margir af þess- um mótorhjólastrákum séu í þessu ekki síst því það er álitið að þetta höfði eitthvað til kvenkynsins. En þeir hafa líka mikinn áhuga á hjól- unum því er ekki að neita.“ - Hvað kostar að læra á bifhjól? „Fast verð hefur ekki verið endanlega ákveðið fyrir þetta ár. En allur kostnaðurinn hefur verið um 4000 krónur, mér skilst að það sé eitthvað dýrara að taka þetta próf fyrir sunnan." Bílasalan Stórholt Hjalteyrargötu 2, Akureyri sími 23300 - 25484. Toyota - söluumboð Sniglarnir því miður eins og aðrir. Þeir sem keyra mótorhjól eiga það á hættu að keyra hratt og það eru margir sem missa prófið á hverju ári út af því.“ - En hvað með að ökumenn svíni fyrir bifhjólafólk? 1 „Það er alveg rétt, ökumenn geta verið mjög tilitslausir gagnvart mótorhjólum. Maður verður alltaf að gera ráð fyrir að mótorhjól taki sama pláss á veginum og bíll.“ - Heldur þú að slys á mótor- hjólum séu meira sök bílstjóranna? „Það er alveg útilokað að segja nokkuð um það. Þeir sem eru á mótorhjólunum ráða vel við þau en slysin hafa alltaf fylgt og munu gera það. Það er ekki hægt að segja að það séu hlutfallslega meiri slys á mótorhjólum heldur en bílum.“ - Hvernig fer kennsla og próf fram á mótorhjóli? „Það fyrsta sem maður athugar er hvort viðkomandi hefur keyrt skellinöðru áður og langflestir hafa gert það enda þýðir ekki fyrir mann að læra á stórt hjól nema að hafa keyrt skellinöðru. Nemandinn keyrir síðan ákveðnar leiðir og maður sjálfur á eftir. Það er byrjað á frekar fáförnum stað og ef allt er í lagi þá heldur nemandjnn strax áfrain. Maður getur fylgst með gír- skiptingunum, hvort nemandi hall- ar sér rétt í beygju og hvort hann bregst rétt við hættum í umferð- inni. Nemandi er látinn stoppa í brattri brekku og taka af stað aftur og þá reynir mjög mikið á hæfni nemandans. Þetta geta ekki aðrir gert en þeir sem hafa góða stjórn á hjólunum. Nemandi má byrja að læra þrem mánuðum áður en hann verður 17 ára á stórt bifhjól en get- ur ekki tekið akstursprófið fyrr en á 17 ára afmælisdaginn. Fræðilega prófið, sem er fólgið í að þá er fjall- að um gerð og búnað bifhjólsins Sólveig Sveinbjörnsdóttir 18 ára Sólveig var eina stelpan sem mætt var á þennan fund svo að ég ákvað að spyrja hana hvað henni fyndist um þetta allt og stelpur á mótor- hjólum. - Af hverju ert þú í samtökun- um? „Ég fór í fyrsta skipti aftan á hjól í sumar hjá stráknum sem ég er með. Ég ætlaði að vísu aldrei að þora en þetta er alveg æðislegt þeg- ar maður byrjar.“ - Hefurðu próf á skellinöðru eða mótorhjól? „Nei hvorugt en ég ætla að taka mótorhjólapróf í sumar þetta verð- ur óstöðvandi della hjá manni.“ - Hvað finnst þér um sjónarmið fólks gagnvart því að stelpur séu á svona hjólum? „Það er mjög misjafnt, sumir eru fordómafullir gagnvart þessu en annars verð ég ekki svo mikið vör við það.“ - Hveturðu stelpur til að ganga í samtökin? „Já, ef þær fá delluna einu sinni þá verða þær alveg eins og strák- arnir.“ Um leið og ég var að búast til brottferðar kom Baldvin B. Ring- sted að orði við mig og.vildi leggja áherslu á það að stelpum væri vel- komið að fá að sitja aftan á hjá þeim ef þær vildu prófa. Það væri bara að tala við þá þar sem þeir væru oft í bænum á sumrin, það Sólveig Sveinbjörnsdóttir. myndu eiga mjög erfitt með að ferðast með okkur þeir eru á svo kraftlitlum hjólum, þannig að það gengi ekki að þeir yrðu í samtökun- um.“ - Hvernig er með þessi nöfn sem þið fáið á ykkur (þá var ég að skír- skota til nafns sem einn fundar- mannanna bar á sér)? B: „Við fáum svona nöfn á okkur ef það er hægt vegna einhverra atvika. Þetta nafn sem þú ert að tala um Skelfir eða réttara sagt reiðhjólaskelfir fékk hann (þ.e.a.s. fundarmaðurinn) vegna óhapps sem tengdist tveim eldri konum." - Hvað er það sem fær ykkur til að halda áfram t.d. ef þið hafið orð- ið fyrir slysum? HS: „Meðfædd della.“ B: „Það er allt hættulegt. Verstu mótorhjólaslysin sem verða eru þegar fætur klemmast á milli bíla en ef viðkomandi dettur á hjóli í fullkomnum hlífðargalla getur hann staðið upp aftur. Þetta er orð- ið meira en áhugamál hjá okkur, tilfinningin að fara út á sumrin á góðu hjóli er ólýsanleg, menn verða að upplifa þetta." HS: „Maður verður svo ótrúlega bjartsýnn.“ hefði nefnilega sýnt sig að þær væru alveg jafngóðir bifhjólastjórar og strákarnir. Allt spyr Egil H. Bragason ökukennara - Kennir þú á fleiri farartæki en bíl? „Ég hef réttindi til að kenna á bifhjól líka.“ - Er mikið að gera við bifhjóla- kennslu? „Það hafa verið svona 30-40 manns á ári.“ Egill H. Bragason. Toyota Celica árg. '86. Skipti möguleg. Ekinn lítið. MMC Lancer 1500 GLX, árg. ’86. Litur hvítur, ek. 20 þús. km. Mazda 929, 2ja dyra. - Hefurðu heyrt um samtökin Snigla? „Já.“ - Hvaða álit hefur þú á því félagi? „Eg hef frekar gott álit á því.“ - Heldurðu að svona félag bæti umferðarmenninguna hjá bifhjóla- eigendum? „Það sem ég hef kynnst þessu fólki þá er þetta alveg ágætis fólk. í mínum augum er mjög eðlilegt að það sé svona félag starfandi á ís- landi.“ - Hvað með hávaðann frá hjól- unum? „Hann er ekki meiri en Bifreiða- eftirlit ríkisins leyfir. Þessi hjól eru öll með skoðun og þau uppfylla bara þær kröfur sem ríkið setur.“ - En veistu hvernig samstarfið milli lögreglu og bifhjólafólks gengur? „Ég held að þegar lögregla sér tvo menn aka samhliða á götu þá geri hún eitthvað í því. Það gera MMC Pajero stuttur, árg. ’83, díesel m/mæli. Litur blár. Skipti mögu- leg. Ek. 60 þús. km. MMC Pajero langur, árg. ’85. Hvítur. Volvo 245 GL, árg. ’82. Litur rauður. Skipti möguieg. Ek. 79 þús. km. REYKJAVÍK Heícjarfcrðir - Viðskiptaferðir Ferðaskrifstofa Akureyrar Ráðhústorgi 3 Sími 25000

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.