Dagur - 12.02.1987, Blaðsíða 1
70. árgangur Akureyri, fímmtudagur 12. febrúar 1987 29. tölublað
Venjulegir og
demantsskornir
trúlofunarhringar
Afgreiddir samdægurs
GULLSMIÐIR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI
Kaup Landsvirkjunar á jarðvarmaveitum ríkisins í Bjarnarflagi:
„Greiðum 80% af verðinu
fyrir Landsvirkjun“
- segir Jón lllugason, stjórnarmaður í Kísiliðjunni hf.
„Sem stjórnarmaður í Kísiliðj-
unni hf. er ég afar ósáttur við
þetta mál og veitti ekki umboð
mitt til undirritunar á þessum
samningi. Þetta er afar slæmt
mál,“ sagði Jón Illugason þeg-
ar hann var spurður um samn-
ing milli Kísiliðjunnar og
Landsvirkjunar sem gekk í
gildi um áramótin. Samkvæmt
þessum samningi mun raforku-
verð til Kísiliðjunnar hækka
um 40-50% árið 1991.
„Landsvirkjun keypti borhol-
urnar og önnur mannvirki við
Bjarnarflag af Jarðvarmaveitum
ríkisins á 120 milljónir en samn-
ingurinn milli Landsvirkjunar og
Kísiliðjunnar hf. kveður á um að
Kísiliðjan greiði um 80% af þess-
um 120 milljónum í formi orku-
kaupa. Landsvirkjun greiðir að-
eins um 20%. í lok þessa
fimmtán ára tímabils, sem er
gildistími orkusölusamningsins,
stendur Landsvirkjun eftir sem
eigandi mannvirkjanna og kerfis-
ins, eftir að Kísiliðjan hefur þá í
rauninni borgað fyrir um 80% af
Hestahvarfið:
Slæmt skyggni
hindrar leit
Nú hafa hestarnir sem hurfu
frá Þverá í Öxarfírði verið
týndir í rúman mánuð. Mjög
slæmt skyggni hefur verið
þarna undanfarið og af þeim
sökum þýðingarlaust að leita.
Ekki hefur verið hægt að leita
úr lofti en strax og léttir til
munu snjósleðamenn hefja
eftirgrennslan. En meðan svo
hefur háttað til hafa sumir
reynt að finna hestana í
draumum sínum.
Ýmsir berdreymnir menn hafa
séð hestunum bregða fyrir á hin-
um og þessum stöðum. Þetta
hestahvarf er orðið það dularfullt
að það er kannski ekki nema von
að menn leiti til máttarvalda á
öðrum tilverustigum í von um að
málið muni skýrast. Oft hafa
einstaka hestar horfið um lengri
eða skemmri tíma en þegar sjö
stykki hverfa á einu bretti þykir
mönnum ekki allt með felldu.
Kristján Benediktsson á Þverá
sagði að í raun hefði ekkert nýtt
komið fram síðan póstflutninga-
maður sá sjö hesta á brúnni yfir
Hölkná í Þistilfirði í kringum síð-
ustu mánaðamót. „Það er beðið
eftir veðri til að leita. Það er svo
dimmt yfir heiðunum og fjöllun-
um. Skýjaslæðan liggur niður á
fjöll og þá er skyggni lítið hérna
austur í heiðunum. Það hefur
ekki verið hægt að fljúga lengi en
menn ætluðu á snjósleðum í dag
en leist ekki nógu vel á veðrið og
ætla að fresta því til morguns að
minnsta kosti,“ sagði Kristján
þegar haft var samband við hann
á þriðjudaginn. SS
verðinu,“ sagði Jón ennfremur.
Þegar Jón var spurður að því
hverjir hefðu ráðið ferðinni í
samningsgerðinni sagði hann:
„Iðnaðarráðuneytið réði þessu
ásamt Albert Guðmundssyni,
iðnaðarráðherra, en þeir fara
með meirihlutavald í stjórn Kísil-
iðjunnar þar sem ríkið á 60%.
Þessi ákvörðun var mjög óhag-
kvæm fyrir Kísiliðjuna og mönn-
um hefur blöskrað að sjá gufuna
streyma ónýtta upp úr jörðinni
langtímunum saman, því rafstöð-
in í Bjarnarflagi hefur verið lítið
notuð undanfarin ár. Þarna hefði
Kísiliðjan getað framleitt raforku
á mjög hagstæðu verði og ein
meginforsenda fyrir stofnun
fyrirtækisins var einmitt mögu-
leikinn á ódýrri orkuöflun á
staðnum. Þessir möguleikar hafa
ekki verið nýttir í raun og veru.
Kísiliðjunni hefur verið gert að
semja við RARIK um raforku-.
' kaup en við höfðum gert okkur
vonir um að semja beint við
Landsvirkjun um orkukaup.
Þetta var okkur ekki leyft. “
Það líður vonandi ekki langur tími þar til hægt verður að hleypa skektunum
af stokkunum en þessi mynd var tekin við Höepfner í gær. Mynd: rþb
Akureyri:
Fríðsamleg afgreiðsla
fjárhagsáætlunar
- fellt að lækka kostnað við afmælishaldið
Fjárhagsáætlun Akureyrar-
bæjar var samþykkt með 11
samhljóða atkvæðum við síð-
ari umræðu sem fram fór í
bæjarstjórn á þriðjudaginn.
Dalvík:
Fiskmiðlun í stað fiskmarkaðar
- Umboðsfyrirtæki í eigu útgerðarfyrirtækja
Nú virðist einhver hreyfing
komin á fisksölumál við
Eyjafjörð en mikið var um það
rætt í lok síðasta árs að koma
þyrfti upp fiskmarkaði við
fjörðinn. Hilmar Daníelsson á
Dalvík er nú að vinna að stofn-
un svokallaðrar fiskmiðlunar
sem hann telur vænlegri kost
en hinn hefðbundna fískmark-
að.
Hugmynd Hilmars er að fyrir-
tæki þetta yrði hlutafélag með
þátttöku útgerðarfyrirtækja á
Norðurlandi. Útgerðarfyrirtækj-
um hefur nú verið sent dreifibréf
með hugmyndum Hilmars en
einnig hefur hann haft samband
við nokkra aðila sem sýnt hafa
málinu áhuga. Að sögn Hilmars
þarfnast þetta fyrirtæki ekki
mikilla fjárfestinga. Skrifstofa,
telefaxtæki og sími er nánast allt
sem þarf.
Starfsemi fiskmiðlunarinnar
yrði með þeim hætti að hún sæi
um að afla útgerðum tilboða í
þann afla sem þær hafa upp á að
bjóða hverju sinni og væru til-
búnar að selja. Tilboða yrði leit-
að bæði hjá innlendum fiskkaup-
endum og erlendum sem þá
fengju fiskinn með gámum eins
og víða þekkist í dag. Verð á
fiskinum yrði eingöngu miðað við
framboð og eftirspurn en ekki er
ljóst með hvaða hætti verð á mis-
munandi stærðarflokkum yrði
myndað.
Munurinn á þessari fiskmiðlun
og fiskmarkaði er sá að með
þessu móti er ekki gert ráð fyrir
að skipin landi afla sínum öll á
einn og sama markað þar sem
boðið er í hann, heldur í hverri
þeirri höfn sem kaupandinn ósk-
aði. í umræðum um fiskmarkaði
hefur verið gert ráð fyrir mann-
virkjagerð auk ýmiss tilkostnaðar
við ísframleiðslu, fiskmat og ann-
að en með fiskmiðlun yrði slíkt
ekki nauðsynlegt að sögn
Hilmars.
Að sögn Hilmars hefur þessi
hugmynd ekki verið kynnt fyrir
fiskkaupendum enda sagðist
hann hafa frétt af viðræðum
þeirra á milli um samræmdar yfir-
borganir á fiski. „Slíkt er auðvit-
að ekki í anda þessarar hug-
myndar en ég hef enga trú á að
þeir geti ráðið verðinu einir. Þeir
verða auðvitað að haga sínum til-
boðum í samræmi við það sem
mönnum býðst annars staðar.
Aðspurður um það hvaða áhrif
fiskmiðlun af þessu tagi hefði á
vinnsluhætti í frystihúsi sagði
Hilmar að ef framboð yrði nægi-
legt þá myndi þetta fyrst og
fremst leiða til aukinnar sérhæf-
ingar. „Ég fæ ekki séð af hverju
þetta ætti að koma ver við eitt
frystihús en annað,“ sagði
Hilmar. ET
Nokkrar breytingar uröu á
áætluninni milli umræðna og
var frá þeim greint í blaöinu á
þriðjudaginn.
Talsverðar umræður urðu um
fjárhagsáætlunina áður en til
atkvæðagreiðslu kom, sérstak-
lega um tillögu Sigurðar Jóhann-
essonar (B), um að lækka laun til
bæjarfulltrúa og fulltrúa í nefnd-
um á vegum bæjarins um eina
milljón alls á árinu og veita þeim
peningum til framkvæmda við Sel
II, hjúkrunarheimili aldraðra.
Sigurður benti á að áætluð hækk-
un á launaliðnum vegna yfir-
stjórnar bæjarins væri 141% á
milli ára og sú hækkun væri meiri
en nokkurn hefði órað fyrir. Full-
trúar meirihlutans í bæjarstjórn
svo og alþýðubandalagsmenn
voru tillögunni mótfallnir og var
hún felld með tveimur atkvæðum
gegn níu.
Úlfhildur Rögnvaldsdóttir (B),
lagði þá fram tillögu um að
tveggja milljón króna framlag,
vegna hátíðahalda í tilefni af 125
ára afmæli Akureyrar á árinu,
yrði lækkað um eina milljón og
hún nötuð í Sel II. Sú tillaga var
einnig felld, nú með sjö atkvæð-
um meirihlutans gegn tveimur
atkvæðum framsóknarmanna.
Alþýðubandalagið sat hjá.
Minnihlutinn sat hjá við
atkvæðagreiðslu um fasteigna-
skatt og útsvar og Sigurður
Jóhannesson (B) og Gísli Bragi
Hjartarson (A) greiddu atkvæði
gegn flutningi Eyrarlandsstofu í
Lystigarðinn. Að öðru leyti fór
allt friðsamlega fram. BB.
Akureyri:
Ekið á 6
ára stúlku
I fyrrakvöld var ekið á 6 ára
gamla stúlku fyrir utan hús í
Skarðshlíð. Hún var flutt á
slysadeild og mun hafa fót-
brotnað. Tildrög slyssins voru
þau að stúlkan hljóp út á göt-
una í veg fyrir bíl sem var ekið
eftir Skarðshlíðinni.
í gær var vitað um einn minni-
háttar árekstur er haft var sam-
band við lögregluna. Að sögn
varðstjóra hefur orðið gífurlega
mikið af árekstrum það sem af er
þessu ári. Alls eru þeir orðnir 100
og 201 ökutæki sem komið hafa
við sögu. Þar af eru 48 árekstrar
þar sem keyrt hefur verið á kyrr-
stæða bíla og eru aftanákeyrslur
mest áberandi. Þetta eru rosaleg-
ar tölur, annað er ekki hægt að
segja og ljóst að eitthvað verður
að gera til að koma í veg fyrir að
þessi uggvænlega þróun haldi
áfram. SS