Dagur - 20.02.1987, Blaðsíða 5

Dagur - 20.02.1987, Blaðsíða 5
20. febrúar 1987 - DAGUR - 5 , H vet sem flesta ti I að stunda skíðin" - segir Daníel Hilmarsson „íþróttamaður Norðurlands 1986" Daníel Hilmarsson er nýkjörinn „íþróttamaður Norðurlands 1986“. Blm. spurði hann um nokkur atriði varðandi skíða- iðkun og HM í Sviss. - Sæll, Daníel. Hvað ertu búinn að stunda skíðin lengi? - Ég veit það nú ekki nákvæmlega, ég er búinn að vera á skíðum frá því að ég var krakki en það eru fjögur ár sfð- an ég fór að æfa að ráði. - Pú befur keppt talsvert áður erlendis? - Já, ég er búinn að keppa meira og minna í fjögur ár, aðal- lega í Austurríki og á Ítalíu. - Hvernig fannst þér þú vera undirbúinn áður en þú fórst á HM í Crans-Montana í Sviss? - Ég var í mjög góðu formi strax eftir jólin en ég fann að ég var ekkert sérstaklega sprækur rétt fyrir heimsmeistaramótið sjálft. Þetta var nokkuð langur túr og ég keyrði út af í nokkuð mörgum svigmótum rétt fyrir aðalkeppnina. Ég var því ekki sérlega ánægður með sjálfan mig þegar ég kom í aðalkeppn- ina. - Hvernig fannst þér skipu- lagning og framkvæmd mótsins ? - Hún var í alla staði hin besta og getur eiginlega ekki verið betri. Þarna klikkar ekki mikið í framkvæmdinni. - Parf að uppfylla einhver skilyrði til að fá að keppa á svona móti? - Nei, í sjálfu sér ekki. Fjöldi þátttakenda frá hverri þjóð fer eftir hversu góða menn þeir eiga. Það er gefinn út svokallað- ur punktalisti þrisvar á ári, á honum kemur fram hversu mörg stig menn hafa. íslendingar mega hafa fjóra keppendur, tvær konur og tvo karla. Ég var eini íslendingurinn sem náði því punktalágmarki í janúar að komast á mótið. - Hafðir þú komið áður til Crans-Montana? - Nei, ég hafði aldrei komið þangað áður. Þetta er nálægt Zúrich, við landamæri Ítalíu og Frakklands. Brekkan, sem við kepptum f, var erfið. í fyrri ferðinni gekk mér illa, það var hengja í brautinni og þar fóru margir út af og það henti mig næstum því. Fyrir utan þetta var brautin grjóthörð, nánast ís á köflum. Það er alltaf reynt að hafa brautirnar svona harðar, þeir sprauta jafnvel vatni á hana til að mynda ís og hjarn. Það er reynt að hafa færið eins hart og hægt er, en þeir sem æfa reglu- lega vita þetta og haga æfingum eftir því. Þetta er líka haft svona með tilliti til þess að brautirnar grafist ekki niður í keppnunum. - Hvernig fannst þér þetta ganga hjá þér? - Ég var hundóánægður með fyrri ferðina en sú seinni gekk miklu betur. Þá hafði ég líka farið eina ferð áður og þetta small allt betur saman. - Voruð þið búin að fá tæki- færi til að prófa brautina fyrir keppnina? - Nei, það var alveg bannað. Það má svo sem segja að þetta sé sanngjörn regla nema hvað það er staðreynd að meirihluti keppendanna er búinn að fara þarna oft áður. Svisslendingarn- ir voru t.d. búnir að æfa oft áður á þessurn stað og þekkja þetta allt eins og fingurna á sér. Þetta sá maður t.d. þarna og í Sjón- varpinu á laugardaginn, það er ein beygja sem er erfiðust í brautinni og Svisslendingarnir voru áberandi bestir í þeirri beygju. - Hvernig fannst þér hljóðið í keppendunum? - Ég þekki nokkra keppend- ur sem ég talaði við á mótinu. Það fannst öllum þetta mjög erfitt, bæði færið og brautin. Það voru, held ég, allir sammála um það. - Fékkstu ekki einhverja styrki til að fara á mótið? - Jú, Skíðasamband íslands styrkti mig að einum þriðja af heildarkostnaði og svo er ég myndarlega styrktur af bæjar- félaginu hérna á Dalvík, annars væri þetta ekki hægt. - Hvað finnst þér um framtíð íslendinga á svona mótum, eig- um við einhverja von? - Við erum á réttri leið í þessu, það er greinilegt. Mér finnst bara að við verðum að halda áfram. Næsta skref hlýtur að vera að halda alþjóðlegt mót hér á landi. Það myndi gefa okk- ur möguleika á að fá punkta hér heima í stað þess að þurfa að sækja þá á mót hingað og þang- að í Evrópu. Hinir keppendurn- ir búa auðvitað allir þar og eiga því miklu hægara um vik en við. Það þarf að vinna að því að fá erlenda keppendur hingað heim. - Hvað finnst þér um al- mennan skíðaáhuga hér norðan- lands? - Hann er bara mikill, að mínu mati. Fyrir svona tveimur árum var áhuginn mun minni en hann hefur vaxið aftur. Þá hefur snjóleysi undanfarin ár haft áhrif á skíðaiðkunina. Það er greinilegt að fólk fer talsvert á skíði núna. - Hvað viltu segja að lokum? - Ég hvet alla til að fara á skíði, jafnt yngri sem eldri. Þetta er holl íþrótt og útivera. EHB T AÐALFUNDUR Hf. Eimskipafélags íslands verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu, miðvikudaginn 25. mars 1987, og hefst kl. 14:00. ---------DAGSKRÁ---------— 1. Aðalfundarstörf samkvœmt 14. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu vera komnar skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjavík frá 17. mars n.k. Reykjavík, 14. febrúar 1987. STJÓRNIN EIMSKIP Konudagurinn 22. febrúar Eiginmenn unnustar! Til að losa ykkur við umstangið í eldhúsinu á sunnudaginn, efnum við til fjölskyldutilboðs í Höfðabergi veitingasal II. hæð frá kl. 12-14. Matseðill Sherrybætt kjörsveppasúpa. Ofnsteiktur grísahryggur meö gljáðu epli. Kr. 590.- Frítt fyrir börn frá 0-6 ára 1/2 gjald fyrir 6-12 ára. Tommi, Jenni og félagar veröa í videóinu fyrir börnin. Laugardagurinn 21. febrúar Eigum örfá borð laus fyrir matargesti. Dansleikur HljómsveitinCasablanca leikur fyrir dansi Verið velkomin. /í ^ til kl. 03.00. HOTEL KEA AKUREYRI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.