Dagur - 20.02.1987, Blaðsíða 11

Dagur - 20.02.1987, Blaðsíða 11
20. febrúar 1987 - DAGUR - 11 Rauðhærði riddarinn: Síðustu sýningar Nú um helgina verða síðustu sýningar á Rauðhærða riddar- anum hjá Leikfélagi Akureyr- ar. Sýningar hefjast kl. 20:30 föstudags- og laugardagskvöld. Hér er um bráðskemmtilegt og spennandi verk að ræða og hefur það fengið mjög góða dóma. Ég get með góðri samvisku hvatt fólk til að sjá Rauðhærða riddarann og vilji það ekki missa af frábærum Íeik, einstökum átökum, hrottaskap og fyndni í bland er best fyrir alla að drífa sig um helgina því Rauðhærði ridd- arinn kemur ekki aftur. Ekki nema ákafar óskir geti einhverju breytt þar um. SS „Ommi" sýnir í Vín Ármann Guðjónsson „Ommi“, opnar í dag málverkasýningu í blómaskálanum Vín við Hrafnagii og stendur hún fram yfír næstu helgi. A sýningu hans er fjöldi verka sem unnin eru með olíu, akrýl og vatnslitum og eru allar myndirnar til sölu. Ármann hefur haldið einkasýningar áður á Norður- landi. Sýningin er opin á venju- legum opnunartíma í Vín. Lottóvinn- ingurinn týndist Hann Aðalsteinn Hallgrímsson, 10 ára gamall strákur á Brekk-1 unni var heldur óheppinn á þriðjudaginn. Hann hafði fjórar tölur réttar í Lottóinu á laugar- daginn og brá sér í Sporthúsið eftir helgina og leysti út vinning- inn sinn. Fyrir peningana keypti hann sér íþróttabol og stuttbuxur og hélt hinn ánægðasti heim á leið. Á leiðinni varð hann hins vegar fyrir því óláni að týna pokanum með íþróttadótinu í og er nú hinn leiðasti, eins og nærri má geta. íþróttagallinn var í Adidas- poka merktum Sporthúsinu og Aðalsteinn týndi honum einhvers staðar á Suður-Brekkunni. Sá sem fann pokann ætti nú að gleðja strákinn og hafa samband í síma 21275. Auglýsing um áburðarverð 1987 Efnainnihald Verð í Verð í Verð í Verð í Verð í Verð í Verð í Verð í Tegund N-P205-K20-Ca-S febrúar mars apríl maí Júní Júlí ágúst sept. Kjarni 33- 0-.0- 2- 0 10220 10360 10500 10640 10780 10920 11060 11200 Magni 1 26- 0- 0- 9- 0 8440 8560 8680 8800 8920 9040 9160 9260 Magni 2 20- 0- 0-15- 0 6940 7020 7120 7220 7320 7420 7500 7600 Móði 1 26-14- 0- 2- 0 12140 12300 12480 12640 12800 12980 13140 13320 Móði 2 23-23- 0- 1- 0 13060 13240 13420 13600 13780 13960 14140 14320 Græðir 1 14-18-18- 0- 6 13140 13320 13500 13680 13860 14040 14220 14400 Græðir 1A 12-19-19- 0- 6 12840 13020 13200 13380 13560 13740 13920 14100 Græðir 2 23-11-11- 0- 0 11760 11920 12080 12240 12400 12560 12720 12900 Græðir 3 20-14-14- 0- 0 11800 11980 12140 12300 12460 12620 12800 12960 Græðir A 23-14- 9- 0- 0 12160 12320 12500 12660 12820 13000 13160 13340 Græðir 4A 23-14- 9- 0- 2 12760 12940 13120 13300 13480 13660 13840 14000 Græðir 5 17-17-17- o- 0 11860 12040 12200 12360 12520 12680 12860 13020 Græðir 6 20-10-10- 4- 1 11020 11180 11320 11480 11640 11780 11940 12100 Grasðir 7 20-12- 8- 4- 1 11220 11360 11520 11680 11840 12000 12140 12300 Græðir 8 18- 9-14- 4- 1 10680 10820 10980 11120 11260 11420 11560 11720 Græðir 9 24- 9- 8-1,5-2 11980 12140 12320 12480 12640 12820 12980 13140 Þrífosfat 0-45- 0- 0- 0 9640 9780 9900 10040 10180 10300 10440 10580 Kalíum kls 0- 0-60- 0- 0 6960 7060 7160 7260 7360 7460 7560 7640 " brst 0- 0-50- 0- 0 11220 11360 11520 11680 11840 12000 12140 12300 Ofangrelnt verð er heildsöluverð miðað við staðgreiðslu í hverjum mánuði. Aburðar- verksmiðjan selur einungis til búnaðarfélaga, samvinnufélaga, verslunarfélaga, hrepps- og bæjarfélaga og annarra opinberra aðila. Áburðarverksmiðjan afhendir áburð þann sem hún selur til framangreindra aðila á sama verði, miðað við afhendingu úr vörugeymslu í Gufunesi eða vörugeymslu áburðarflytjanda á eftirgreindum höfnum: ölafsvík Grundarfjörður Stykkishólmur Patreksfjörður Bíldudalur Þingeyri Flateyri Suðureyri Bolungarvík Isafjörður Norðurfjörður Hólmavík Hvammstangi Blönduós Sauðárkrókur Hofsós ólafsfjörður Siglufjörður Dalvík "• Akureyri Grenivík Svalbarðseyri Húsavík Þórshöfn Kópasker Vopnafjörður Borgarfjörður eystri Seyðisfjörður Mjóifjörður Neskaupsstaður Eskifjörður Reyðarfjörður Fáskrúðsfjörður Breiðdalsvík Djúpivogur Hornafjörður Vestmannaeyjar óski kaupandi áburðar, sem búsettur er utan svæðis sem takmarkast af Mýra- og Borgar- fjarðarsýslu, Kjósarsýslu, Gullbringusýslu, Árnessýslu, Rangárvallasýslu, að fá áburð afhentan í Gufunesi og annast flutning áburðarins sjálfur skal hann fá endurgreitt sem nemur flutningskostnaði Áburðarverksmiðjunnar á næstu höfn ásamt uppskipunar- vöru- og sjótryggingargjaldi. Áburðarverksmiðjan mun ekki annast flutninga til Dalasýslu og Austur-Barðastrandasýslu eins og verið hefur. Ennfremur mun Áburðarverksmiðjan ekki annast flutninga til Vestur-Skaftafellssýslu. Hinsvegar mun Áburðarverksmiðjan greiða flutningsstyrk til áburðarkaupenda í framangreindum sýslum og ákvarðast flutningsstyrkurinn hverju sinni með hliðsjón af flutningskostnaði til næstu hafnar. Grelðslukjör. Árið 1987 eru greiðslukjör vegna áburðarviðskipta sem hér segir: a) Staðgreiðsla á staðgreiðsluverði viðkomandi mánaðar. b) Kaupandi greiðir áburðinn með tíu (10) jöfnum greiðslum, sem hefjast í febrúar en lýkur í nóvember. c) Kaupandi greiðir áburðinn með átta (8) jöfnum greiðslum, sem hefjast í mars en lýkur í október. d) Kaupandi greiðir 25% við afhendingu áburðar og þrjár (3) jafnar greiðslur í júní, júlí og ágúst. Gjalddagi er 25. hvers mánaðar. Sá hluti áburðar sem afhentur er á lánskjörum skuldfærist á staðgreiðsluverði sem í gildi er í afhendingarmánuðinum en frá og með fyrsta degi næsta mánaðar eftir afhendingarmánuð reiknast vextir á höfuðstól skuldarinnar. Gerður skal viðskiptasamningur um lánsviðskipti. Vextir skulu á hverjum tíma vera þeir sömu og afurðalánavextir sem auglýstir eru hjá Landsbanka Islands, sem eru í dag 16,5%. Vextir greiðast eftir á, á sömu gjalddögum og afborganir. Kaupandi skal leggja fram tryggingu fyrir þeim hluta viðskiptanna sem eru láns- viðskipti. Tryggingar skulu vera í formi ávísunar á væntanleg rekstrar og/eða afurðalán eða með öðrum þeim hætti sem Áburðarverksmiðjan metur fullnægjandi. Gufunesi 13. febrúar 1987 ABURÐARVERKSMIÐJA RIKISINS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.