Dagur - 20.02.1987, Blaðsíða 4

Dagur - 20.02.1987, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 20. febrúar 1987 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, SÍMI 24222 ÁSKRIFT KR. 480 Á MÁNUÐI ■ LAUSASÖLUVERÐ 50 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÓRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGILL BRAGASON, EGGERT TRYGGVASON, GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi vs. 95-4070 hs. 95-4368), HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585 hs. 41529), KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, RÚNAR ÞÓR BJÖRNSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauðárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. leiðari. Verklegan háskóla á Akureyri Háskólakennsla á Akureyri hef- ur verið til umræðu um langan tíma, allt að tvo áratugi. Það var þó ekki fyrr en í mennta- málaráðherratíð Ingvars Gísla- sonar sem hreyfing komst á málið og nú er svo komið, að kennsla á háskólastigi mun hefjast á Akureyri í haust. Nefnd á vegum menntamála- ráðuneytisins hefur unnið að málinu og einnig nefnd á veg- um Akureyrarbæjar. Háskóla- nefndin hefur nú skilað áliti og kemur þar fram að hún telji rétt að stefna að því að væntan- legur háskóli á Akureyri verði nokkuð sérhæfður. Stefnt skuli að sjálfstæðri stofnun sem dreifi ekki um of kröftum sínum, en sérhæfi sig í vissum greinum sem lagi sig að þörfum atvinnuvega þjóðarinnar. Háskóli á Akureyri mun skapa ný störf og efla með beinum hætti atvinnulíf við Eyjafjörð. Gildi slíkrar stofn- unar fyrir Eyjafjarðarsvæðið og landsfjórðunginn í heild er þó ekki síður fólgin í ýmiss konar óbeinum áhrifum á atvinnu- og menningarlíf, segir m.a. í skýrslunni og ennfremur, að háskóli á Akureyri sé ekki aðeins líklegur til að verða lyfti- stöng fyrir Akureyri og byggðir Eyjafjarðar, heldur muni hann efla byggð í landsfjórðungnum og stuðla að jafnvægi í byggða- þróun. Meginmarkmið háskóla á Akureyri skal vera að veita nemendum hagnýta menntun sem gerir þá hæfa til að takast á hendur sérhæfð störf og stjórnunarstörf í þágu atvinnu- veganna. Stefnt skal að því að skólinn bjóði upp á tiltölulega stutt nám sem hefur enn hag- nýtara gildi í atvinnulífinu en þær námsbrautir sem nú bjóðast. Lagt er til að við skólann verði sem fyrst boðið upp á nám á fjórum námsbrautum, þ.e. matvælafræði, iðnrekstrar- fræði, rekstrarhagfræði og sjávarútvegsfræði. Ennfremur er hafinn undirbúningur að kennslu í hjúkrunarfræði og annast sérstök nefnd það undirbúningsstarf. Þá er bent á að stutt, hagnýtt nám í tölvu- fræði sé mjög aðkallandi í íslensku skólakerfi og einnig er bent á tveggja ára ritaranám á háskólastigi, sem félli vel að ofannefndum tillögum. Háskólanefnd Akureyrar leggur áherslu á að fyrir- hugaður háskóli verði sjálfstæð stofnun en ekki útibú frá Háskóla íslands né hluti af þeim menntastofnunum sem fyrir eru á Akureyri. Meirihluti nefndarinnar tekur ekki afstöðu til hvers konar fyrir- komulag skuli haft á rekstrin- um en bendir á tvo möguleika sem kanna þyrfti til hlítar, þ.e. ríkisstofnun eða sjálfseignar- stofnun, t.d. í eigu ríkis, Akur- eyrarbæjar og einkafyrirtækja. Engin ástæða er til þess að ein- skorða fyrirtækin við einka- rekstur, heldur hlýtur hvers konar rekstrarfyrirkomulag að geta átt aðild að skólanum, verði þessi leið ofan á. í fljótu bragði virðast hug- myndir háskólanefndarinnar á Akureyri skynsamlegar, eink- um og sér í lagi það, að tengja rekstur slíkrar stofnunar atvinnurekstrinum og þörfum hans mun meira en þekkst hef- ur til þessa í íslensku skóla- kerfi. Nefndin er raunar ekki ein um þessar hugmyndir og því vonandi að af samkomulagi geti orðið. Hér er ekki verið að tala um embættismannaskóla fyrir presta, lögfræðinga og lækna, heldur skóla með styttra námi sem nýtist þeim atvinnu- rekstri landsmanna beint, sem þjóðin byggir afkomu sína á. HS Siglfirðingar: Hræddir um sig í Mánárskriðum - Óánægðir með að Lágheiði skuli ekki hafa verið opin í vetur Vegfarendur um Siglufjarðar- veg hafa látið af því að vegur- inn um Mánárskriður þar sem unnið var að vegaumbótum í haust og fram á vetur sé leiðin- legur yfirferðar og við austur- enda hans þar sem mikill halli er á veginum, sé jafnvel stór- hætta yfirvofandi vegna sigs ef leysingar geri. Þá eru Siglfirð- ingar og Olafsfirðingar óhress- ir með að veginum um Lág- heiði skuli ekki hafa verið haldið opnum í vetur og telja að það hefði verið auðvelt í þeirri einmuna tíð sem verið hefur. Finnst þeim súrt í broti að þurfa að aka um 300 kíló- métra í stað 50 ef heiðin væri opin, skreppi þeir til Ólafs- fjarðar. Jónas Snæbjörnsson umdæmis- verkfræðingur Vegagerðarinnar á Sauðárkróki sagði að unnið hafi verið að framkvæmdum við veg- inn í Mánárskriðum fram í des- ember. Vegurinn er kominn í endanlega hæð og legu en ekki reyndist unnt að fínpússa yfir- borðið. Sagði Jónas að talsvert hefði verið kvartað yfir hrjóstrugu yfirborðinu, en ekki vegna sigs í veginum og það þyrfti að kanna nánar. Reynt yrði að halda vegin- um við í vetur og laga yfirborð hans í vor, strax og það yrði mögulegt. Um Lágheiðina sagði hann að ómögulegt væri að segja fyrir þegar fyrstu snjóa gerði á haustin að ekki mundi snjóa meira. Um þetta leyti í fyrra hefði Lágheiðin verið mokuð og reynst erfitt að ryðja hana. Snjó- blásarinn vann illa á harðfenninu og klakanum og brotnaði í átökunum. Til þyrfti að koma jarðýta með ripper og þannig mokstur væri seinlegur og miklu dýrari. Mönnum hefði ekki dott- ið í hug í neinni alvöru að opna heiðina nú. Stefán Þorláksson á Gautlönd- um í Fljótum starfsmaður Vega- gerðarinnar hefur eftirlit með Siglufjarðarvegi. Hann kvað austurenda vegarins í Mánár- skriðum halla kannski óeðlilega mikið og væri þetta slæmt í hálku. Um hættu á að vegurinn lækkaði enn frekar vegna sigs taldi hann ekki vera, þar sem skipt hefði verið um undirlag í haust og sett undir grjót úr skriðunum. -þá Þráinn Lárusson og Ingibjorg Baldursdottir i nýju versluninni. „Sjávargull" ný fiskverslun á Akureyri: Mynd: RÞB „Urvalið meira en í öðrum fiskverslunum „Þegar þessari hugmynd var fyrst skotið að mér, að opna svona verslun á Akureyri, fannst mér hún frekar bjart- sýnisleg. En eftir að ég velti henni fyrir mér komst ég að þeirri niðurstöðu að það hlyti að vera grundvöllur fyrir svona verslun í bænum,“ segir Þráinn Lárusson, en hann hefur ásamt Ingibjörgu Baldursdóttur opnað fiskbúð- ina „Sjávargull“ að Brekku- götu 7b á Akureyri. Það er óhætt að segja að þar séu ekki farnar troðnar slóðir hvað varðar slíkan rekstur og við báðum Þráin að segja okkur hvað hann legði fyrst - segir Þráinn Lárusson og fremst höfuðáherslu á varðandi reksturinn. „Númer eitt er að bjóða við- skiptavinum okkar upp á glæ- nýjan fisk og hafa úrvalið meira en áður hefur þekkst í fiskbúð- um hér á landi. Til þess að svo megi vera þarf að sækja fiskinn víða um landið og ég flyt fiskinn m.a. frá Reykjavíkursvæðinu og Vestfjörðum." Þráinn er lærður matreiðslu- maður og sagði hann að einnig yrði lögð áhersla á að hafa á boðstólum tilbúna sjávarrétti, og þá rétti sem ekki hafa verið fáanlegir í verslunum til þessa. Þessir réttir yrðu í fjölbreyttu úrvali og sem dæmi um hráefnið nefndi hann blálöngu, smokkfisk, humar, túnfisk, skötu og margt fleira auk hinna „hefðbundnu" tegunda sem menn þekkja best. í sumar er svo ætlunin að vera með lifandi krabba og krækling í keri fyrir utan verslunina. Þá sagði Þráinn að um helgar yrði hann með á boðstólum til- búna kjötrétti og yrði þar um sérstæða rétti að ræða og yrði mikil áhersla lögð á vöru- vöndun. „Ég get ekki annað sagt en að okkur hafi verið mjög vel tekið og ég er því bjartsýnn á framhaldið,“ sagði Þráinn að lokum. gk-.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.