Dagur - 20.02.1987, Blaðsíða 3

Dagur - 20.02.1987, Blaðsíða 3
20. febrúar 1987 - DAGUR - 3 Þeir tylltu sér niður í nýja salnum í gærmorgun. F.v.: Indriði Ulfsson sýningarstjóri, Birgir Ágústsson hönnuður hússins, Sigurður Arnfinnsson bíóstjóri og Arnfínnur Arnfínnsson framkvæmdastjóri Borgarbíós, en það eru stúk- urnar Brynja og Isafold sem eiga Borgarbíó og hafa rekið það í nær hálfa öld. Mynd: rþb er þessi útbúnaður eins og best gerist í dag. „Betri og fleiri myndir,“ var svarið er forráðamenn Borgarbíós. voru spurðir hvað þetta þýddi fyrir gesti þeirra. Þegar gamli sal- urinn verður tekinn í notkun að nýju eftir breytingarnar eftir 1-2 mánuði verða myndirnar fyrst sýndar þar í sal sem mun taka 245 manns í sæti og getur einnig hýst hljómleika, og myndirnar síðan fluttar í minni salinn. Fleiri myndir verða því í gangi, þær verða sýndar lengur og ekki má gleyma því að með þessu fyrir- komulagi næst fram mikill sparn- aður. Þannig þarf einungis einn sýningarmann fyrir báða salina, einn dyravörð og ekki fleira fólk í miða- og sælgætissölu en nú er þrátt fyrir að 4-6 myndir verði í gangi í einu. Sem fyrr sagði er húsið hann- að af Birgi Ágústssyni, Haraldur og Guðlaugur sf. sáu um allt tréverk, Júlíus og Guðni um múrverk utanhúss, Magnús Gíslason um múrverk innanhúss, Aðalgeir Finnsson hf. un> hurðir og innréttingar, Raflagnaverk- stæði Tómasar Sæmundssonar um raflagnir, Bjarni Jónasson um pípulagnir og Blikkvirki um loft- ræstikerfið, en það er hljóðlátt mjög og getur verið í gangi á meðan sýningar fara fram. Fyrsta sýningin er kl. 21 annað kvöíd, og verður þá frumsýnd hér á landi mynd Roman Polanskis, „Pirates". Aðrar myndir sem sýndar verða um helgina eru „Léttlyndar löggur“, „ET“ og „Link“. gk-. Framtíðarskipan skóiahverfa á Akureyri: 7.-9. bekkur eingöngu í Glerárskóla og G.A. Skólanefnd Akureyrar hefur undanfarið fjallað um skipan nemenda í skóla með tilliti til áætlana um mannfjölda, byggð og húsnæði skólanna. Fyrri skólanefnd lagði fram ályktun um þessi mál sem var sam- þykkt í bæjarstjórn þ. 20. mars 1986. Á fundi Skólanefndar Akur- eyrar 4. febrúar var lögð fram til- laga um að stefnt verði að óbreyttum skólahverfum á Akur- eyri ef frá eru skilin eftirfarandi atriði: Frá og með næsta hausti Gullhringur hvarf úr geymslu Sigrún Kristinsdóttir hringdi. Hún sagði ungan son sinn hafa verið að keppa á júdómóti í íþróttahöllinni á Akureyri 7. febrúar síðastliðinn. Drengur- inn lét geyma fyrir sig gullhring í afgreiðslunni en gleymdi síðan að sækja hann að móti loknu. Nokkrum dögum síðar vitjaði hann hringsins en hann hafði þá verið tekinn. Sigrún vildi koma því á fram- færi við foreldra að þeir athug- uðu hvort í fórum barna þeirra væri gullhringur merktur J.K. Ef svo er þá eru viðkomandi beönir að skila honum í af- greiðslu íþróttahallarinnar. sæki allir nemendur í 7.-9. bekk, sem búa sunnan Glerár, nám í Gagnfræðaskóla Akureyrar. Strax og aðstæður leyfa, sæki allir nemendur í 7.-9. bekk, sem búa norðan Glerár, nám í Glerár- skóla. Allir nemendur úr Holta- hverfi og syðsta hluta Skarðshlíð- ar sæki nám í Glerárskóla um leið og það er framkvæmanlegt. Þegar byggt verður í væntanlegu Giljahverfi, þá sæki nemendur þaðan nám í forskóla til 6. bekkj- ar í Síðuskóla. Þegar rætt er um skóla sam- kvæmt þessum tillögum þá er ýmist rætt um safnskóla eða hverfisskóla. Safnskóli er skóli þar sem börn úr öðrum skóla- hverfum koma til náms ásamt börnum úr skólahverfi viðkom- andi skóla. Hverfisskóli er skóli sem eingöngu er bundinn við að þjóna börnum úr sínu eigin skólahverfi. Á Akureyri er að- eins einn skóli sem er alfarið safnskóli en það er Gagnfræða- skólinn. Glerárskólinn verður bæði safnskóli og hverfisskóli. EHB „Of seint að tala við Steingrím“ - segir kosningastjóri sérframboðsins „Ég vil að það komi fram í eitt skipti fyrir öll að þegar við ósk- uðum eftir því að fá áheyrn hjá fulltrúum Framsóknarflokks- ins á tröppunum á Hótel KEA, þá var því hafnað,“ sagði Har- aldur M. Sigurðsson kosninga- stjóri sérframboðs í Norður- landskjördæmi eystra við Dag vegna fréttar í blaðinu í gær. „Viö báðum aðeins um áheyrn í eina til tvær mínútur til að afhenda þeim bréf frá okkur og ekki væri um að ræða nein mót- mæli frá okkur eða truflun á fundi þeirra. Við vorum ekki með neina úrsagnarmiða, heldur vildum láta vita af okkur og að okkur væri alvara með okkar framboði. Kosningastjóri Fram- sóknarflokksins þarf ekkert að vera að senda okkur föðurlegar umvandanir um að hugsa ráð okkar áður en við grípum til úrsagna, við gerum það áður en við framkvæmum. Svo kemur boð frá Steingrími Hermannssyni um að hann vilji hitta okkur 28. febrúar. Við neit- um þessu vegna þess að það er orðið of seint að fara að tala um okkar innri mál núna. Það getur hins vegar farið svo að við bjóð- um honum að koma á öðrum grundvelli.“ gk-. H j ú kru narf ræðingar Sameiginlegur fundur allra hjúkrunarfræðinga verð- ur haldinn 23. febrúar kl. 20,30 í Zontahúsinu, Aðal- stræti 54. Fundarefni: Fyrirhuguð kennsla í hjúkrunarfræði í háskóla á Akureyri. Nefndin. AKUREYRARÐÆR Félagsstarf aldraðra Skemmtun verður í Sjallanum sunnud. 22. febrúar nk. kl. 15.00. Skemmtiatriði - Veitingar- Dans. Aðgangseyrir kl. 100.- Félagsmálastofnun Akureyrar. Verkstjórnarfræðslan á Akureyri Námskeið í vinnuumhverfismálum verður haldið á Akureyri 23.-26. febrúar í húsi Flugbjörgunarsveitar Akureyrar, Galtalæk, frá kl. 8.45-17.00 alla dagana. Á námskeiðinu verður farið yfir helstu atriði í „Vinnulöggjöf og skaðabótarétt" skyldur verkstjóra og ábyrgð, „öryggismál, slysavarnir og brunavamir". „Hvernig á að tryggja gott öryggi á vinnustað og koma í veg fyrir slys“. Námskeiðið kostar 9.540.- Innifalin eru öll námsgögn og kaffi. Skráið þátttöku strax til Iðntæknistofnunar íslands í síma 91-687000 og til Árna Björns Árnasonar, vinnusími 96- 21300 og heimasími 21249 eða skrifstofu Verkstjórafélags Akureyrar og nágrennis milli kl. 14 og 17 í síma 25446. Alltaf eitthvað Frá Jakkakjólar, blússur og dökkblá pils. MICHA Peysur, prjónakjólar og glæsilegar jakkapeysur. Frá Lindbergjs Buxur léttar og þægilegar, allar stærðir. Litir: Svart, blátt og sandgult. eilL Ulf un einunnat — Hafnarstræti 98 • Akureyri • Sími (96) 22214 -

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.