Dagur - 24.02.1987, Blaðsíða 6

Dagur - 24.02.1987, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 24. febrúar 1987 Laugabakkaskóli ,,Þeimmka“ : „Það er erfitt að fínna gott nafn á þetta, ef við köllum þetta starfsviku þá er eins og þetta sé eina vikan sem eitthvað er starfað í skólanum, og vinnuvika er jafn slæmt orð. Þetta er svona „þema-vika“ þar sem tekið er fyrir eitthvert ákveðið „þema“.“ Þórarinn Tyrfingsson, læknir. Það er Guðmundur Þór Ás- mundsson skólastjóri Lauga- bakkaskóla í Miðfirði sem þannig gefur því nafn sem fram fór í skólanum í síðustu viku. ,,Þemað“ sem tekið er fyrir er heilbrigði og hollusta og allir nemendur skólans eru að vinna að slíkum verkefnum. - Hvernig verkefni eru það sem verið er að vinna núna? „í eldri bekkjunum 7. til 9. byggjum við þetta að miklu leyti upp á fyrirlestrum, eða sem sagt aðfengnu efni. Þórarinn Tyrf- ingsson læknir er búinn að vera hér hjá okkur í gær og í dag, svo tökum við fyrir íþróttir og félaga- samtök sem eru tengd þeim og fáum hingað fólk frá U.M.F.Í. og eins frá ungmennasambandinu hér. Svo kom Haraldur Ó. Tóm- asson læknir á Hvammstanga hingað til að kynna hjálp í viðlög- urn, en Þórarinn fjallaði einkum um ávana- og fíkniefni. Þá mun verða tekin fyrir í 8. og 9. bekk fræðsla unt eyðni og hana mun Matthías Halldórsson sjá um, svo fáum við hingað snyrtisérfræðing sem leiðbeinir bæði strákum og stelpum varðandi húðsnyrtingu og um notkun á snyrtivörum. Það verður komið inn á tannvernd, mataræði o.fl., o.fl.“ - Eru það læknar sem sjá um fræðslu varðandi t.d. mataræði o.þ.h.? „Það er hjúkrunarfræðingur sem mun sjá um fræðslu í sam- bandi við fæðuhringinn og heil- brigði í fæðuvali. En mikið af því sem gert er í yngri bekkjunum er gert af kennurunum, þannig að þetta er ekki allt byggt á að- fengnu, það er meira um það hjá eldri árgöngunum. Svo stendur til að tannlæknir- inn komi og fjalli um tannvernd, og við höfum fengið mikið af efni sent frá Krabbameinsfélaginu sem gat því miður ekki sent full- trúa með svo stuttum fyrirvara.“ - Hvernig finnst þér krakkarn- ir taka þessu, er þetta bara kær- komið frí frá bókunum eða taka þau þessu alvarlega og sýna áhuga? Gaman að sjá þau blómstra „Það fer náttúrlega nokkuð eftir einstaklingum, sumir vinna slælega en aðrir þeim mun betur. Og það er gaman að sjá, eins og við sáum í fyrra, þegar nemendur sem kannski eru ekki mjög harðir í námi dagsdaglega hreinlega blómstra, þegar kemur í efni sem þeir hafa áhuga á eða kunna nokkur skil á.“ - Það efni sem Þórarinn Tyrf- ingsson fjallaði um hér þ.e. áfengi og önnur vímuefni er nokkuð mikið til umræðu í þjóð- félaginu í dag og sá vandi sem af neyslu þeirra stafar. Fræðsla um skaðsemi þessara efna er nánast engin í skólunum, á að auka hana? „Það er krafa á skólana að þeir gefi þessu meiri gaum og ég held að það sé ekki spurning að það verður og það er að aukast. Menn eru alltaf að átta sig betur og betur á þeim hugsanlega vanda sem vímuefnin skapa, þ.e.a.s. framtTðarvandanum sem þetta gæti skapað. Og þá er nátt- úrlega best að vera með fyrir- byggjandi aðgerðir sem þá ættu heima í skóla. Mér fyndist eðli- legast að þetta kæmi inn í líf- fræðina t.d. sem hluti af náminu en svo kæmi fræðslan líka með erindreka sem ferðaðist um með ákveðin erindi og fræðsluefni, ég held að það gæti verið mjög gott.“ Engin kennslugögn til um þessi efni Þórarinn Tyrfingsson læknir er löngu landskunnur fyrir störf sín að málefnum alkóhólista, hann var fyrst spurður um upphafið að því að hann væri með erindis- flutning um þessi efni í Lauga- bakkaskóla. „Upphafið að þessu er það að ég var einu sinni að vinna hér í Vestur-Húnavatnssýslu og ég á marga vini hérna og einhvern tíma var þetta nefnt við mig hvort ég væri tilleiðanlegur að koma hingað í Laugabakkaskóla og ég tók vel í það. Það er langur aðdragandi að því að ég kom hingað.11 - Hvað er það sem þú ert að gera með nemendunum svona í aðalatriðum? „Ég hef aðallega verið að reyna að fá krakkana til þess að hugsa um þetta mál. Ekki endi- lega að herja á skaðsemi þessara efna, heldur að reyna að fá þau til að velta því fyrir sér hvað þeim finnst eðlilegt. Hvað þau vilja í þessum málum. Hvort þau vilja verða bindindismenn eða ef þau ætla að nota áfengi, hvað þau ætla að nota það mikið, og reyna að fá þau til að velta því fyrir sér hvað myndu vera viðvörunar- einkenni þeirra. Hvenær kemur upp að þau þurfa að fara varlega, hvenær kemur upp það sem þú vilt ekki gera, vegna þess að það kemur í ljós að þau hafa aldrei gert sér grein fyrir því hvað sé eðlileg drykkja t.d. í þeirra aldurshópi. Og hvernig í ósköpunum eiga þau þá að vita hvað er óeðlilegt. Þetta er eins og að vera með ávísanahefti og vita aldrei innistæðuna, þ.e. maður veit aldrei hvenær maður er kom- inn fram yfir.“ - Er þá ekki verið að fjalla um skaðsemi þessara efna eða afleiðingar ofneyslu? „Auðvitað komum við inn á það og ég reyndi að tala um þetta á eðlilegan hátt. Það eru um 90 prósent af okkur sem byrja að drekka og ég reyndi að undir- strika hvað það eru margir sem lenda í vandræðunt." - Þessi koma þín hingað er sem sagt tilkomin vegna tengsla þinna við sýsluna, en hvað um fræðslu, svona almennt um þessi efni? „Það eru eflaust skiptar skoðanir um það hvað mönnum finnst um þessa fræðslu. Sumir hafa talið að það væri fræðsla fal- in í því að utanaðkomandi menn kæmu og héldu erindi í einn eða kannski tvo klukkutíma, slíkt hefur ekkert upp á sig, það er ekkert gagn af því að mínum dómi. Þetta er náttúrlega málefni sem krakkarnir verða að taka afstöðu til og það þýðir ekkert að þegja þetta í hel. Það þarf enga sérstaka sérfræðinga til að huga að þessum málum og hjálpa krökkunum til þess að finna eitthvað eðlilegt fyrir þeirra hóp. Það getur hver og einn kennari og hver og einn góður maður sem kann sína siðfræði og sinn kristin- dóm, hann getur hjálpað börn- unum til að gera sér grein fyrir hvað er eðlilegt í þessum málum og hvað er heppilegt.“ - Nú er vitað að það eru mjög margir unglingar sem misnota áfengi og þeim virðist fara fjölg- andi sem nota önnur fíkniefni. Finnst þér að fræðsla um þessi efni ætti að vera fastur liður í kannski þrem til fjórum efstu bekkjum grunnskóla? „Það þarf að ræða þessi mál við börn sem eru mun yngri, það þarf náttúrlega að gera það með öðrum hætti. En það er full ástæða strax þegar börn eru 7-8 ára að ræða þessi mál. Því miður er þessi hópur sem við erum að stíla kennsluna á, krakkar sem eru í 7.-9. bekk, börnin sem eru í mestu uppnámi. Það er mest los á þeim, þau eru á mesta breytinga- skeiðinu, þau eru ekki búin að taka afstöðu til þess hvort þau ætli að halda áfram námi né í hvaða skóla, það er allt mjög óljóst í raun og veru í kringum þau. Áhugamálin þeirra eru oft mjög dreifð og það er oft vont að fá þau til að spekulera í þessum málum. Það er sorglegt að vita að þarna er þessi hópur og hann hef- ur aldrei hugsað um það hvað er eðlileg drykkja, og hann hefur aldrei hugleitt sem svo; hvað mundi vera óeðlilegt hjá mér? Kannski er stór hluti hans farinn að drekka og hefur aldrei rætt þetta. Hvorki við samnemendur sína, kennara, foreldra eða neinn.“ - Er þér kunnugt um að það sé að verða einhver breyting á þessu ' í skólunum, er t.d. farið að leita meira til SÁÁ um fræðslu? „Við höfum farið út úr þessari kennslu á seinni árum, og við höfum ekki fengið neina fjár- muni til forvarnarstarfs og höfum ekki getað haldið því úti. Mér er kunnugt um að það eru miklar breytingar og aukinn áhugi, og ég geri mér vonir um að það muni koma frumkvæði frá mennta- málaráðuneytinu um slíka fræðslu og að kennarar fái ein- hver kennslugögn. Það er sorg- legt til þess að vita að ég held að kennarar hafi engin kennslugögn um þessi efni.“ - Verðið þið hjá SÁÁ varir við að aldurinn á þeint sem eru að lenda í vandræðum vegna neyslu vímuefna, sé að færasi niður? „Já, en við sjáum nú bara einn endann á þessu máli, þ.e. þá sem leita sér meðferðar. Og aldur þeirra hefur stöðugt farið niður á við. Heima er best Unnsteinn 11 ára og Ingunn tólf Guðmundur Þór Ásmundsson, skólastjóri á Laugabakka.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.