Dagur - 24.02.1987, Blaðsíða 7

Dagur - 24.02.1987, Blaðsíða 7
í Mðfírði heimsóttur: 24. febrúar 1987 - DAGUR - 7 skðl þnð hciÍH ára tóku að sér að vera fulltrúar fyrir sína bekki þegar blaða- maður bað um einhverja krakka til að tala við, um það sem þau voru að gera í skólanum þessa viku. - Hvernig líkar ykkur svona vika? „Bara vel,“ segir Unnsteinn. „Ágætlega," segir Ingunn. - Hvað finnst ykkur skemmti- legast við þetta? Unnsteinn: „Bara að vera laus við að vera að læra.“ - Ertu ekki búinn að vera að læra heilmikið t.d. um tannvernd o.þ.h.? „Jú og um skaðsemi reykinga.“ - Og heldur þú að þú munir eitthvað af þessu? „Já, eitthvað af því.“ - En þú Ingunn? „Já, ég reyni að muna eitt- hvað.“ - Hvað finnst ykkur um það sem þið hafið verið að heyra hjá Þórarni? Ingunn: „Mér finnst mjög skrítið að svona ungir krakkar skuli fara að fikta við þetta.“ - Hafðir þú ekki búist við því að þetta væri til? „Það er nú varla, ég hélt að þetta væri eitthvert bull og vit- leysa. Og Unnsteinn bætir við: „Maður hélt að þetta væri í ein- hverjum litlum mæli, en þegar maður heyrði tölurnar sem hann nefndi, þá varð maður hissa.“ - Haldið þið að krakkar sem heyra svona eins og þið hafið fengið að heyra hjá Þórarni vari sig betur á áfenginu eða öðrum efnum? Berglind Hjálmarsdóttir úr 7. bekk og Gunnlaugur Ragnarsson úr 9. bekk Yngstu krakkarnir voru að vinna verkefni um hollustu og heilbrigði. Þau unnu 3-4 saman að hverjum þætti og áhuginn virtist mikill. „Já.“ - Hvenær haldið þið að krakk- ar byrji að drekka, og út af hverju? Unnsteinn: „Þau byrja svona 14 til 15 ára, og bara til að reyna að vera töff.“ Ingunn bætir við: „Svo getur það líka verið af því að það er eitthvað erfitt heima hjá þeim, o.fl.“ - En þið lærið fleira þessa vik- una sem ekki er kennt svona dags-daglega. Þið lærið t.d. dans hvernig líkar ykkur það? „Skemtilegt,“ segja bæði. Ingunn: „Mér finnst miklu skemmtilegra að læra gömlu dansana heldur en diskó og svo- leiðis." Unnsteinn segir aftur á móti að sér finnist diskódansinn skemmti- legri en þó ekki hvaða diskódans sem er. - Finnst ykkur að það ætti að vera oftar á ári svona vika eins og þessi? Ingunn: „Ég held að það sé alveg nóg að hafa þetta svona einu sinni til tvisvar á ári.“ Unnsteinn: „Ég held ekki, það tekur of mikinn tíma frá öðru námi.“ - Eruð þið í heimavist eða eruð þið keyrð á milli? „Við erum keyrð, það var heimavist í fyrra.“ - Hvort líkar ykkur betur? „Ég fór aldrei á vistina,“ segir Unnsteinn. „Mér líkar heimkeyrslan betur, heima er best,“ segir Ingunn. Og það eru ágæt lokaorð í spjallinu við Unnstein og Ing- unni. Dansinn brúar kynslóðabilið Úr sjöunda bekk fékk ég Berg- lindi Hjálmarsdóttur til að rabba um verkefnin og Gunnlaug Ragnarsson úr níunda bekk. - Hvernig líkar ykkur svona vika? „Ágætlega, það er gott að fá að fræðast um þessi mál,“ segir Berglind. Gunnlaugur: „Ágætt að fá að fræðast um t.d. vímuefni og reyk- ingar.“ - Hafiði heyrt eitthvað af þessu áður, eins og t.d. það sem Þórarinn var með? „Já, eitthvað t.d. í sjónvarpi. En ekki svona beint í gegnum skólann.“ Og Gunnlaugur bætir við að það sé lítið um svona fræðslu á vegum skóla. - Haldið þið að krakkar myndu síður misnota brennivín, tóbak eða vímuefni ef það væri t.d. byrjað að kenna eitthvað um þetta í öðrum eða þriðja bekk? Berglind: „Þau myndu náttúr- lega gera sér miklu betur grein fyrir því hvað þetta er hættulegt og myndu þá síður vera að fara út í það.“ Gunnlaugur: „Þau gætu séð fram á hvaða afleiðingar þetta getur haft.“ - Verðið þið vör við mis- notkun vímuefna, einhvers konar, í ykkar hópi? „Nei, ekki á meðal jafnaldra." - En hvað um annað sem þið eruð að gera þessa vikuna í skólanum, t.d. dansinn? Berglind: „Það er mjög gaman og maður verður að kunna að dansa til þess að geta farið og skemmt sér almennilega." Gunnlaugur: „Maður verður sér til skammar ef maður kann ekki að dansa." - Er það styrkur fyrir fólk félagslega að hafa lært að dansa, verður það öruggara með sig í fjölmenni eftir að hafa verið í dansskóla? Berglind: „Já, sumir leiðast út í að nota áfengi ef þeir kunna ekki að dansa og eru feimnir." Gunnlaugur: „Ég held líka að dansinn geti brúað kynslóðabilið. Til dæmis eins og á þorrablóti þá geta ungir og aldnir stigið saman dans eins og sagt er." Þessi orð Gunnlaugs verða lokaorð pistils um heimsókn í Laugabakkaskóla, og vonandi tekst þeim að brúa kynslóðabilið dansandi og vímulaus. G.Kr.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.