Dagur - 24.02.1987, Blaðsíða 12

Dagur - 24.02.1987, Blaðsíða 12
Varahlutaverslun Varahlutir í ílestar gerðir bifreiða Kaupfélag Langnesinga: „Skuldastaða bænda slæm“ - segir Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri „Rekstrarafkoma Kaupfélags Langnesinga var með skárra móti í fyrra og raunsöluaukn- ing varð dálítii hjá okkur. Hins vegar sjáum við að fjár- hagsstaða bænda hefur versn- að og bændur eiga í verulegum erfíðleikum á okkar svæði,“ sagði Þórólfur Gíslason, kaup- félagsstjóri, þegar hann var inntur eftir afkomu Kaupfélags Langnesinga í fyrra. Að sögn Þórólfs má rekja slæma skuldastöðu bænda og við- skiptamanna til margra samverk- andi þátta. Árin 1979 og 1983 voru bændum á þessu svæði mjög erfið. „Þeir voru rétt að ná sér upp en þá lentu þeir í fram- leiðslutakmörkunum og ná sér þar af leiðandi ekki upp aftur. Þetta sést á því að staða við- skiptamanna gagnvart félaginu hefur versnað verulega milli ára.“ Kaupfélag Langnesinga stund- ar talsvert umfangsmikla bygg- ingastarfsemi og hefur gert það um árabil. Aðspurður um þessa hlið starfseminnar sagði Þórólf- ur: „Það hefur verið mikil gróska í byggingastarfsemi kaupfélags- ins og var svo einnig í fyrra. Þetta hefur skapað atvinnu og ýtt undir líflegri verslun. Við erum ekki búnir að skipuleggja neinar stærri framkvæmdir á þessu ári og um þessar mundir eru smiðirnir aðal- lega í lagfæringum og viðhaldi bygginga.“ EHB Lifrarvinnslan á Húsavík: Hráefni nýtt sem áður var hent Eigandi tækjanna var tilbúinn að greiða 10 þúsund krónur fyrir upplýsingar um hvar þau væru niður komin en áður en til þess kom var brotist inn í verk- stæðið og tækjunum skilað. Bjarni Sigurjónsson sést hér með tækin sem var skilað aftur með svo óvenjulegum hætti. Mynd: rþb Hljómtækjum stolið úr bíl: Málið leystist á óvæntan hátt I síðustu viku var brotist inn í Mazda-bifreið sem stóð fyrir utan Bifreiðaverkstæði Bjarna Sigurjónssonar við Kaldbaks- götu á Akureyri. Bifreiðin var brotin upp og dýrum hljóm- flutningstækjum stolið. Eigandi bifreiðarinnar var ekki á Akureyri en hafði látið færa hana á Bifreiðaverkstæði Bjarna Sigurjónssonar til viðgerðar. Þar stóð bíllinn fyrir utan verkstæðið þegar vart varð við að hurð hafði verið sprengd upp og hljómflutn- ingstækjunum, sem eru af Pion- eer-gerð, hafði verið stolið. Var þetta áþreifanlegt tjón fyrir eig- andann því tækin voru ný og kostuðu um 60 þúsund krónur. í gærmorgun kom Bjarni Sig- urjónsson í vinnu sína og tók eft- ir að rúða hafði verið fjarlægð úr glugga á verkstæðinu. Þegar hann kom inn sá hann að hljóm- flutningstækjunum hafði verið skilað um nóttina og lét hann eig- andann strax vita. Má það teljast sjaldgæft að mál af þessu tagi leysist á þennan hátt. Fjórðungssjúkrahúslð: Faríð fram á 55,6 nýjar stöður en engin fékkst - vaktabyrði lækna meiri en víða annars staðar „Það gengur rosalega vel hjá okkur, í síðustu viku kom Kol- beinsey með 5V2 tonn af lifur, þá unnu hér 16 manns frá átta á morgnana til hálf ellefu á kvöldin,“ sagði Gunnar Bóas- son. Hann er einn af þrem eig- endum lifrarvinnslunnar HIK sem hóf framleiðslu á niður- soðinni lifur í haust. Svo til allri lifur var hent þar til HIK fór að nýta hráefnið. HIK fær nú alla lifur frá Fisk- iðjusamlagi Húsavíkur, það starfrækti lifrarbræðslu áður en mjög lítið af lifrinni var brætt síð- ustu árin. Einnig fær HIK lifur frá Kaldbaki á Grenivík og af Kolbeinsey, þar er lifrin ísuð 4-5 síðustu veiðidagana. Það eru þeir áhafnarmeðlimir sem vinna við að hirða lifrina sem selja hana til fyrirtækisins. Búið er að ræða við áhöfnina á Rauðanúpi um að hirða lifur og var erindinu vel tekið. Hægt er að vinna lifur sem hef- ur verið fryst en þá þarf að hreinsa hana fyrir frystinguna. Gunnar sagði að nægur mark- aður virtist fyrir framleiðsluna, spurningin væri um að koma lifr- inni í dósir þá væri hægt að selja hana. 11-12 manns hafa unnið Ákveða „Fólk, bæöi utan og innan Samtakanna, hittist á Selfossi á laugardaginn til að ræöa stofn- un nýs stjórnmálaflokks, sem myndi byggja á hugmyndum Samtakanna um innanríkis- mál, utanríkismál og fleira. Ákveðið var að menn kæmu með drög að stefnuskrá flokks- ins á framhaldsstofnfund í Borgarnesi um næstu helgi,“ hjá fyrirtækinu að undanförnu, nú er verið að vinna fyrir Rúss- landsmarkað en síðan verður framleitt fyrir markað í Kanada og Tekkóslóvakíu. Betra verð fæst fyrir lifrina í Kanada heldur en í Rússlandi en á móti kemur að meiri vinna er við frágang dósa sem fara á Kanadamarkað- inn. Mengun frá lifrarvinnslunni er í Húsavíkurhöfn og sagði Gunn- ar að eitthvað yrði að gera til að leysa það mál, að vonum væru smábátaeigendur ekki hrifnir af að fá grút á báta sína. Einnig sagði hann að þeir félagar væru í stólpavandræðum með úrgang frá lifrarbræðslu sem þeir hafa starfrækt til að nýta úrgangslifur frá vinnslunni. Þeir hafa safnað úrganginum saman en nú er kom- ið í ljós að þeir mega hvergi losa sig við hann, það má ekki brenna honum í sorpeyðingarstöðinni, ekki grafa hann og ekki losa hann í sjóinn. „Við erum alveg lens og getum ekki safnað þessu lengur. Við verðum sennilega að sprauta úrganginum upp í loftið og vona að hann komi aldrei niður aftur,“ sagði Gunnar og var greinilega svekktur á að þetta mál væri farið að hefta framtaks- semi þeirra félaganna. IM sagði Pétur Valdimarsson, for- maður Samtaka um jafnrétti milli landshluta. Pétur sagði, að á fundinum í Borgárnesi yrði formlega gengið frá stofnun stjórnmálaflokks þeg- ar öll gögn hefðu verið skoðuð, einnig yrði nafn flokksins ákveð- ið. Þá verður endanlega ákveðið hvort hinn nýstofnaði flokkur Við gerð fjárhagsáætlunar Fjórðungssjúkrahússsins á Akureyri fyrir árið 1987 var Ieitað eftir upplýsingum frá hverri deild fyrir sig um það hvaða óskir þær hefðu varð- andi ráðningar, fjárveitingar og annað. Samtals komu fram óskir um 55,6 ný stöðugildi í öllum starfsgreinum innan spítalans en á fjárlögum fékkst ekki heimild fyrir einni einustu stöðu. Að sögn Halldórs Jónssonar fæst á árinu ein ný staða yfirlækn- is á rannsóknadeild og 11,4 stöð- ur hjúkrunarfólks frá 1. júní vegna Sels 2. Þessar stöður eru hins vegar utan við fyrrnefnda áætlun. „í mjög mörgum tilfellum er þetta slæmt. Yfirvinna við sjúkrahúsið er meiri en hún þyrfti muni bjóða fram í komandi alþingiskosningum eða ekki. „Lýðræðisflokkurinn er eitt af þeim nöfnum sem hafa verið nefnd i þessu sambandi. Helst vilja menn fara í framboð í öllum kjördæmum, líka í Reykjavík. Þetta er flokkur sem höfðar ekki síður til Reykvíkinga en fólks úti á landi. Það er viss misskilningur ríkjandi með landsbyggðar- að vera og það er auðvitað dýrt vinnuafl. Við þurfum nauðsyn- lega að fá ákveðnar leiðréttingar og munum áfram sækjast eftir því. Á ýmsum sviðum teljum við húsið ver mannað en mörg önnur. Þetta hefur leitt til þess að vaktabyrði er meiri hér en víða annars staðar, a.m.k hvað varðar læknana," sagði Halldór. Halldór nefndi einnig að meðan sjúkra- húsin á Reykjavíkursvæðinu gætu skipt með sér bráðaþjón- ustu þá þyrfti FSA að reka slíka þjónustu á öllum deildum sínum, alla daga. Við FSA eru nú heimildir fyrir 33,65 heilum stöðum lækna. Hins vegar eru við sjúkrahúsið um 40 læknar en sumir þeirra starfa sem sérfræðingar. í fyrrgreindri áætl- un var farið fram á 4,5 lækna- stöður. flokka, menn verða að gera sér grein fyrir hvað landsbyggð er. Landsbyggð er allt það land sem er í byggð og ég álít svo sannar- lega að Reykjavík sé í byggð ekki síður en aðrir hlutar landsins þar sem fólk býr,“ sagði Pétur. Alls komu 50 manns á fundinn á Selfossi en að sögn Péturs kom- ust ekki fleiri vegna ófærðar og veðurs. EHB Halldór sagði að á listanum hefði beiðnunum verið raðað í forgangsröð og því hefðu menn gert sér vonir um að heimildir fengjust fyrir einhverjum hluta. ET Skólanefnd Akureyrar: Mótmælir ummælum ráðherra Á fundi Skólanefndar Akur- eyrar sem haldinn var fyrir skömmu, var samhljóða sam- þykkt tillaga Sverris Pálssonar skólastjóra, þar sem mótmælt er niðrandi ummælum sem viðhöfð hafa verið um skóla- stjórncndur á Akureyri að undanförnu, í framhaldi af brottvikningu fræðslustjóra umdæmisins. I tillögunni segir örðrétt: „Skólanefnd mótmælir þeim ummælum, sem nýlega hafa verið höfð um skólastjórnendur á Akureyri, svo sem á Alþingi og í blöðum, og telur þau hafa fallið að ósekju." Þarna er eflaust verið að vísa til ummæla Sverris Hermanns- sonar menntamálaráðherra um „Alþýðubandalagshyskið'* fyrir norðan, en þau ummæli eru flest- um kunn. BB. Samtök um jafnrétti milli landshluta: framboð um næstu helqi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.