Dagur - 05.03.1987, Page 3
KEA mun halda áfram
að stuðla að víð-
feðmri uppbyggingu
- segir í skýrslu til félagsráðsfundar kaupfélagsins
Leikfélag
5. mars 1987-DAGUR-3
Akureyrar
Aríðandi félagsfimdur
verður haldinn í borgarasal leikhússins nk. sunnudag
8. mars kl. 17.00.
Félagar mætið vel. Stjórnin.
í skýrslu félagsráðsfundar
KEA er rætt um afkomu
Mjólkursamlags KEA, slátur-
húss og kjötvinnslu, verslunar,
sjávarútvegs o.fl. greina. Þá er
rætt um verklegar fram-
kvæmdir, fjárfestingar og áætl-
aðar fjárfestingar, lánsfé og
lántökur. í lok skýrslunnar er
rætt um almennan rekstur og
rekstrarafkomu KEA á síðasta
ári auk annarra umsvifa. Kem-
ur greinilega í Ijós hversu
mikilvægur aðili kaupfélagið
er í atvinnu, viðskiptum og
þjónustu í byggðum Eyjafjarð-
ar, nú sem áður. Hér á eftir
verður stiklað á því helsta sem
kemur fram í skýrslunni.
Mjólkursamlag KEA tók á
móti nærri 22 milljónum lítra af
mjólk á síðasta ári frá 250 mjólk-
urframleiðendum. Minni mjólk
barst en árið áður og var minnkunin
tæp 3% eða 672.404 lítrar. Með-
alfita mjólkurinnar var 4% en
árið 1985 var hún 3,97% og hefur
því hækkað milli ára. Flokkun
mjólkurinnar var mjög góð og
framleiðendum til sóma en í
fyrsta flokk fóru 99,525% mjólk-
urinnar sem segja má að sé öll
sláturhúsum félagsins á síðasta
hausti og er þetta 20,4% aukning
frá fyrra ári. Dilkum fjölgaði um
7.572 og fullorðnum kindum um
2.485. Þessi aukning sláturfjár
haustið 1986 er vegna þess að
slátrað var á vegum félagsins í
sláturhúsinu á Svalbarðseyri í
fyrsta sinn. Ef miðað er við slát-
urfjárfjölda í þessum þrem hús-
um haustið 1985 (Akureyri, Dal-
vík og Svalbarðseyri) kemur f
ljós að um ca. 5,5% fækkun er að
ræða.
Alls voru lögð inn 754.730 kg
af dilkakjöti (632.873 kg 1985) og
147.793 kg kjöts af fullorðnu fé
(95.920 kg 1985) eða alls 902.523
kg sem er 23,8% aukning frá
fyrra ári. Meðalfallþungi dilka
var 15,158 kg eða 0,418 kg hærri
en haustið 1985 en þetta er
2,84% hækkun. Alls voru lagðar
inn 59.622 gærur og var þyngd
þeirra 197.010 kg.
Á haustmánuðum var slátrað
1.001 nautgrip samanborið við
1.019 gripi á sama tíma 1985.
Þegar litið er á verðlagsárið í
heild jókst slátrun hins vegar
verulega. Fjöldi slátraðra naut-
gripa var 2.452 samanborið við
Frá félagsráðsfundinum í gær.
mjólkin. Mjólkurframleiðendur
á svæði mjólkursamlagsins hafa
náð mjög góðum árangri og bætt
framleiðslu sína milli ára þrátt
fyrir hertar flokkunarreglur.
Öll mjólk innan fullvirðisréttar
var lögum samkvæmt greidd í
næsta mánuði eftir innleggsmán-
uð. Aðeins voru um 138.000 lítr-
ar af mjólk framleiddir utan full-
virðisréttar svæðanna en ekki er
greitt fullt verð fyrir þá fram-
leiðslu. Birgðabreytingar í full-
unnum vörum samlagsins voru
þær helstar að í árslok 1986
höfðu smjör- og smjörvabirgðir
lækkað um ca. 36 tonn en sala á
smjörva er nú svipuð og á smjöri,
50-55 tonn á mánuði. Til að hægt
væri að anna eftirspurn hefur ver-
ið fluttur rjómi til Akureyrar frá
Húsavík, Sauðárkróki og
Blönduósi.
Veruleg aukning hefur orðið á
ostabirgðum og er ekkert lát þar
á. Verðmæti ostabirgða samlags-
ins var 165 milijónir króna um
síðustu áramót og er það 60%
aukning frá árinu áður. Ógreidd-
ur útflutningur var að verðmæti
31 milljón króna um áramótin.
Reikningsleg afkoma Mjólkur-
samlags KEA var viðunandi fyrir
síðasta ár þó ýmsar blikur séu á
lofti í mjólkuriðnaðinum.
AIls var slátrað 52.005 dilkum
og 7.343 fullorðnum kindum í
Mynd: EHB
1.881 á verðlagsárinu 1984/85 og
aukning í fjölda var 38,45%.
Til ullariðnaðar Sambandsins
bárust 55.159,5 kg af ull á árinu
1986 og KEA hafði milligöngu
urn að færa innlagða ull í reikn-
inga bænda. Þetta er nokkuð
minna en var árið 1985, en þá
voru lögð inn 57.273 kg.
Hvað sjávarafla snertir þá tóku
fiskvinnslustöðvar félagsins
13.227 tonn af bolfiski til vinnslu
samanborið við 13.055 tonn
1985. Heildaraflaverðmæti var
279,7 milljónir króna á árinu en
fyrir árið 1985 var þessi tala rúm-
ar 205 milljónir. Framleidd voru
2.378 tonn af freðfiski, 2.064
tonn af saltflökum og 237 tonn af
skreið og hausum. Rækjuafli var
1.174 tonn samanborið við 672
tonn árið 1985.
Á árinu 1986 fékk félagið ný
langtímalán hjá ýmsun lánastofn-
unum að upphæð kr. 102,2 millj-
ónir. Af eldri lánum greiddi
félagið 47,1 milljón, þannig að
iangtímalán jukust um 55,1 millj-
ón króna. Almennur stofnsjóður
hækkaði á árinu um 4,4 milljónir
og innlán í innlánsdeild jukust
um 52 milljónir króna. Aukning
á aðfengnu fjármagni varð kaup-
félaginu til aðstoðar í miklum
fjárfestingum og uppbyggingu,
svo og vegna aukningar vöru-
birgða.
Félagsmenn eignuðust sjálfir
rúmlega 7 milljónir króna í félag-
inu gegnum endurgreiddan
tekjuafgang og vexti af innistæð-
um í stofnsjóði og er fróðlegt fyr-
ir félagsmenn að bera þá stað-
reynd saman við árangur sinn af
viðskiptum sínum við önnur félags-
form. Auk þess fengu félags-
mennirnir í afslátt frá vöruverði í
sérstakri afsláttarviku fyrir jólin
rúmlega eina og hálfa milljón
króna.
Vöruverð hjá Kaupfélagi Ey-
firðinga var yfirleitt mjög
hagstætt, eitthvert hið hagstæð-
asta utan höfuðborgarsvæðisins
ef þá ekki í landinu öllu. Félagið
var áfram stærsti vinnuveitandi á
Eyjafjarðarsvæðinu og reyndar
með þeim stærstu á landinu.
Kaupfélagið stuðlaði að margvís-
legri uppbyggingu utan eigin
veggja með hlutafjárframlögum,
t.d. á sviði fiskeldis, í uppbygg-
ingu ístess hf. og vegna áfram-
haldandi starfsemi Iðnþróunar-
félags Eyjafjarðar hf., en KEA
beitti sér fyrir stofnun þess félags
fyrir nokkrum árum.
í lok félagsráðsskýrslunnar
segir að kaupfélagið muni áfram
leitast við að gegna sínu víð-
feðma hlutverki til uppbyggingar
iðnaðar, þjónustu, atvinnu, sjáv-
arútvegs og verslunar eins og ver-
ið hefur en þar byggi að sjálf-
sögðu mest á samstöðu félags-
manna um málefni félagsins.
EHB
Gömludansa-
kennsla
Sporið heldur námskeið fyrir byrjendur og
framhald, helgina 13.-15. mars.
Kennari er Helga Þórarinsdóttir frá Rjóðdansafélagi
Reykjavíkur. Upplýsingar og skráning í síma 22710
milli kl. 16 og 19 virka daga. Sporið.
Nýkomið
Sportskór
St. 29-40. Verð kr. 485.-
Dömu flauelsbuxur
St. 38-44. Tveir litir.
Verð kr. 877.-
Barnagallabuxur
St. 116-152. Verð kr. 772.-
Herravinnuskyrtur
St. 38-46. Verð frá kr. 472.-
Herragallabuxur
St. 30-40. Verð kr. 795.-
Telpna bikiní
St. 104-164. Verð kr. 365.-
Gjöríð svo vel að líta inn
það marg-borgar sig.
[Jj
m
Eyfjörð
Hjaltayiargötu 4 - simi 22275
Frá Kjörmarkaði KEA Hrísalundi
Vörukynning
verður í versluninni
fimmtudag og föstudag frá kl. 3-6.
Kynnt verðun
Barnángen
hreinlætis- og snyrtivörur
Ofnæmisprófaðar gæðavörur.
Kynningarverð.
☆
Verið velkomin í Hrísalund.