Dagur - 05.03.1987, Page 10
10 T-, DA<?iUR'n*:5. mars 1987
sem liggur frá húsinu út í staur í
stefnunni suðvestur-norðaustur."
- Nærðu útvarpsstöðvum betur
með þessu?
„Ég hef nú ekki kannað það til
fulls, það fer auðvitað eftir því
hversu gott útvarp maður er mcð."
- Að lokum, hvað ætlarðu að
starfa í framtíðinni?
„Ég veit það ekki, það er alveg
óákveðið."
Til Danmerkur í sumar
- Jón Daníelsson, býrð þú hérna í
bænum?
„Já, ég er héðan frá Akureyri.”
- Hvernig finnst þér að vera í
Löngumýrinni?
„Það er nokkuð gott.“
- Hvernig er mórallinn hérna í
skólanum?
„Það er svona upp og ofan, stund-
um ágætur, stundum slæmur."
- Hvernig líkar þér við starfsfólk-
ið?
„Magna og Elísabetu? Mér líkar
bara vel við þau."
- Þú ert í vinnu, er það ekki?
„Jú, en fyrst er ég hérna í skól-
anum fyrir hádegi, kem um áttaleytið
og fer svo í vinnuna eftir hádegi."
- Hvaö gerið þið hérna fyrir
hádegi?
„Við erum í kennslustundum, svo
erum við líka að smíða."
- Hvað smíðið þið aðallega?
„Við erum að smíða hluti sem við
seljum svo, eins og t.d. þorrabakka."
- Er það satt að þið munuð fara til
Danmerkur fyrir ágóðann?
„Já, við förum trúlega öll í
sumar."
- Hvað finnst þér skemmtilegast
að gera?
„Það er að spila á hljóðfærin mín
og hlusta á músík."
- Á hvernig hljóðfæri spilar þú?
„Rafmagnsbassa og gítar."
- Hver er uppáhaldsmústkin þín,
áttu þér t.d. einhverja uppáhalds-
hljómsveit?
„Nei, enga sérstaka."
- Að lokum, Jón. hvað langar þig
að gera þegar þú verður eldri?
„Ég ætla að verða söngvari."
Fer kannskí á sjó
- Hvað heitir þú?
„Ég heiti OIli."
- Hvaðan ert þú?
„Ég er frá Húsavík."
- Hvernig finnst þér að búa á
Húsavík?
„Það er ágætt." '
- Hvernig líður þér hérna í Starfs-
skólanum?
„Það er líka ágætt."
- Nú ert þú ekki í launavinnu,
hvernig líður dagurinn hjá þér?
„Ég sef í Hólsgerði 8, en hjóla
hingað á morgnana og er í skóla fyrir
hádegi nema á föstudögum."
- Hvað gerið þið á föstudögum?
„Fyrst þrífum við og síðan höldum
við fund öll saman, stundum förum
við í kynnisferðir í bæinn."
- Eru það þá eins konar vett-
vangsferðir?
„Já."
Elísabet Halldórsdóttir.
Elísabetu Halldórsdóttur, kennara
- Elísabet, er ekki við hæfi
að byrja á örlítilli ættfræði að
gömlum og góðum íslenskum
sið. Hvaðan ert þú? .
„Ég er fæddur og uppalinn
Vestfirðingur, fluttist til
Reykjavíkur. Ég bjó erlendis í
nokkuð mörg ár og síðan kom
ég hingað til Akureyrar."
- Hvernig líkar þér að vinna
hérna?
„Mér finnst þetta mjög
spennandi verkefni og gaman
að prófa þetta. Starfið er gef-
andi en erfitt."
- Hefur þú unnið með sér-
kennslunemendum áður?
„Ég hef aldrei unnið svo lengi
við akkúrat þetta en ég vann
t.d. í Svíþjóð eitt sumar í
sumarbúðum fyrir þroskaheft
börn. Það var reyndar öðruvísi
því þau börn voru rneira fötluð,
en ég hef aldrei kennt áður og
ég er ekki með kennararétt-
indi.“
- Hvort telur þú heppilegra
fyrir svona starfsemi - litlar,
heimilislegar stofnanir eða þær
sem eru stærri?
„Þær litlu, alveg tvímæla-
laust. Eftir því sem nemendur
eru færri því meiri tengslum ná
þeir hver við annan. Þannig ná
kennarar líka betur til einstakl-
ingsins og geta sinnt honum bet-
ur og komið meira til móts við
þarfir hans. En þar kemur á
móti að stærri stofnanir hafa
fleira starfsfólk og það er nátt-
úrlega mjög jákvætt líka.“
- Eru krakkarnir yfirleitt
einn vetur hérna?
„Þetta byrjaði allt sem tilraun
og þetta er ei.nungis annar vet-
urinn sem skólinn starfar. Upp-
haflega var reiknað með að
nemendur væru tvö ár í skól-
anum. En þörf einstaklinganna
er mjög mismunandi, sumir
þurfa langan tíma, aðrir styttri,
til að nálgast takmark skólans,
en það er að einstaklingarnir
verði sjálfbjarga úti í þjóðfélag-
inu.“
- Færð þú séð að starf ykkar
beri árangur geta krakkarnir
betur bjargað sér þegar þau fara
héðan að vori heldur en þegar
þau koma inn að hausti?
„Við vinnum stöðugt að því
að reyna að benda nemendun-
um á hluti sem þau geta gert
betur. Þau eru alltaf í einhvers
konar þjálfun og maður sér yfir-
leitt alltaf einhverjar framfarir,
en þegar er um að ræða ein-
staklinga sem eru orðnir þetta
fullorðnir er það afskaplega erf-
itt að ala þá upp aftur ef svo má
að orði komast. Ég vona að
krakkarnir læri eitthvað af því
sem þau eru að gera hér og geti
tekið það með sér út í lífið.“
Langamýri 15, þar er hvorki hátt til lofts né vítt til veggja.
REYKJAVÍK
Heígarferðir - Viðskiptaferðir
i®) ^eröaskrifstofa Akureyrar
WÍ Ráðhústorgi 3 Sími 25000
- En hvað gerir þú annars eftir
hádegi á virkum dögum?
„Ég fer með Magna upp í Bröttu-
hlíð að smíða.“
- Hvað eruð þið að smíða?
„Við erum að innrétta eitt her-
bergið, smíða veggþil.“
- Hefur þú eitthvert tómstunda-
gaman?
„Ég hlusta mikið á útvarp. Um
helgar leik ég mér á vespunni
minni."
- Þú ferð þá alltaf heim til Húsa-
víkur um helgar?
„Já.“
- Hvað ætlar þú að leggja fyrir þig
í framtíðinni?
„Ég veit ekki, kannski fara á sjó.“
Með bikar í borðtennis
- Hvað heitir þú?
„Stefán Thorarensen.“
- Og hvaðan ertu?
„Ég er frá Akureyri."
- Hvar vinnur þú?
„Ég vinn niðri á Kjötiðnaðarstöð
KEA."
- Hvernig líkar þér að vinna þar?
„Bara vel.“
- Hvenær byrjaðir þú þar?
„Einhvern tímann í október síðast
liðnum.“
- Víkjum að öðru - hvernig finnst
þér að vera í þessum skóla, Starfs-
skólanum?
„Jú, þetta er ágætt, þó svo að
stundum sé hasar ef sambúðin geng-
ur stirðlega."
- Hver eru áhugamál þín?
„Það eru aðallega íþróttir, ég æfi
íþróttir."
- Hvaðagreinareruþaðþáhelst?
„Aðallega borðtennis, boccie og
sund.“
- Ertu kannski að æfa fyrir ein-
hverja keppni?
„Já, ég fer kannski í apríl til
Reykjavíkur að keppa í sundi. Svo
erum við, ég og bróðir minn, með
bikar núna fyrir tvíliðaleik í borð-
tennis.“
- í hvaða aldursflokki kepptuð
þið?
„Þetta eru opin mót, nema þegar
við erum að keppa fyrir sunnan, þá
er skipt í riðla.“
- Þú ert sem sagt alveg á kafi í
íþróttunum?
„Já.“
- Segðu mér, ertu farinn að plana
framtíðina eitthvað, ertu t.d. ákveð-
inn í hvað þú ætlar að gera?
„Nei, það er ekkert ákveðið. Ég
held áfram að æfa íþróttir og ætli ég
vinni ekki bara áfram í Kjötiðnaðar-
stöðinni."
Ég vona að þú, lesandi góður, sért
einhverju nær uni fjölskylduna í
Löngumýrinni eftir þennan lestur.
Við megum aldrei gleyma þeim sem
minna mega sín og þetta efni var val-
ið á unglingasíðu Dags til að minna á
að við eigum öll sama rétt til lífsins.
Til þcss að lifa því og deila með
öörum, þó svo við eigum misjafnlega
gott með það.