Dagur - 18.03.1987, Blaðsíða 3

Dagur - 18.03.1987, Blaðsíða 3
18. mars 1987 - DAGUR - 3 Hvað segja efstu menn á listunum? „Verðum að gera betur - segir Páll Pétursson „Ég er engan veginn ánægður með þessa útkomu því miðað við undanfarin ár eigum við aö vera með mun meira en þriðj- ung atkvæða,“ sagði Páll Pét- ursson alþingismaður og efsti maður á lista Framsóknar- flokksins. „Samkvæmt þessu erum við að vísu með tvo menn kjörna en við verðum að gera betur og þetta hvetur okkur til að vinna vel í baráttunni," sagði Páli. Aðspurður um það hvert flokkurinn hefði misst fylgi sitt sagðist Páll ckki geta gert sér full- komlega grein fyrir því. „Alþýðuflokkurinn vinnur óeðli- lega á en ég geri ekki ráð fyrir að þar sé okkar fólk á ferð. Ég á frekar von á því að Þjóðarflokk- urinn og Kvennalistinn hafi reytt af okkur," sagði Páll. Páll sagði að þá daga sem könnunin var gerð hafi staðið nokkuð illa á vegna óvissu um lögboðna kauphækkun bænda. og einnig hefðu úrbætur í land- búnaðarmálum ekki verið komn- ar fram. Þetta taldi 'hann hafa haft áhrif á niðurstöður könn- unarinnar. ET „Fram úr björtustu vonum“ - segir Jón Sæmundur Sigurjónsson (A) „Ég hef nú orðið var við veru- lega fylgisaukningu frá því fyr- ir fjórum árum, en ég var í framboði þá líka, og það fer ekki fram hjá manni þegar fylgisaukningin er veruleg. Ég verð þó að segja að þessar töl- ur koma mér á óvart,“ sagði Jón Sæmundur Sigurjónsson, efsti maður á lista Alþýðu- flokksins. „Við höfðum reiknað með fylgi í kringum ll% og hæstu vonir voru 12% sem ætti að gefa vonir um að koma inn manni miðað við fylgi Alþýðuflokksins annars staðar, en 14,3% er tala sem fer fram úr björtustu vonum. Þetta eru gleðifregnir,“ sagði Jón Sæmundur. SS „Höfum stööu til að fá meira fylgi“ —segir Pálmi Jónsson (D) „Mér þykir þetta vera lág prós- enta og það hlvtur því að vera keppikefli okkar sjálfstæðis- manna þær vikur sem eftir eru til kosninga að leitast við að vinna þetta upp. Við ættum að hafa stöðu til að fá nteira fylgi en fram kemur í þessari könnun og á það ntunum við láta reyna. Eins og niðurstaða þessarar könnunar er þá gæti fimmta sætið komið niður hjá okkur eða Alþýðuflokkn- um.“ ' EHB „Fimmta sætið gæti komið í okkar hlut“ - segir Ragnar Arnalds (G) „Það er alltaf mikil ónákvæntni í þessurn skoðanakönnunum en þó er það svo að Alþýðubandalagið hefur alltaf fengið minna í skoð- anakönnunum en í kosningunt svo oft hefur munað 3-4 prósent- um. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aftur á móti alltaf fengið töluvert nteira í könnunum en á kjördag. Þetta sáum við t.d. á síðasta ári fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík eða fyrir síðustu alþingiskosfiingar þegar okkur var spáð 13% atkvæða en við fengunt 18%. Þessi könnun sýnir að Framsóknarflokkurinn er öruggur með sína tvo þingmenn en fimmti maðurinn gæti komið hvort heldur sem væri hjá Alþýðuflokki, Sjálfstæðisflokki eða Alþýðubandalagi. Við höf- um skorað á fólk að láta Alþýðu- bandalagið fá tvo menn í kjör- í byggingaskýrslu fyrir árið 1986 kemur fram að á Húsavík voru fullgerðar 11 íbúðir, 4 íbúðir voru gerðar fokheldar, ibúðir sem ekki náðu fokheld- isstigi á árinu voru 12, aðrar byggingar fullgerðar voru 9 og aðrar byggingar í smíðum voru 9. íbúðir þær sem fullgerðar voru á árinu eru 6 íbúðir í fjölbýlishúsi sem byggðar eru samkvæmt lög- um um verkamannabústaði, þrjú einbýlishús og tvö af húsunum sem byggð voru við Hvamm, dvalarheimili aldraðra. Nú eru í smíðum 10 íbúðir í einbýlis- og raðhúsum og 6 verkamannabú- staðir í fjölbýlishúsi. Aðrar byggingar sent skráðar voru fullgerðar í fyrra eru þrjár viðbyggingar við íbúðarhús, fimm bílgeymslur og eitt iðnaðar- húsnæði. Aðrar byggingar í smíðum eru íþróttahúsið, sýslu- skrifstofur og lögreglustöð, við- bygging við mjólkurstöð, fisk- dæminu á kostnað Sjálfstæðis- flokksins og þetta höfum við fyrst og fremst sett frant núna síðustu tíu dagana og fengið mjög góðar undirtektir, sérstaklega í sveitun- um. Ég er alls ekki viss um að A- listinn konti inn ntanni í kjör- dæminu því hann er frekar á niðurleið yfir landið. Baráttan verður fyrst og fremst milli okkar og D-listans og við höfunt mikla möguleika til að nálgast hann í fylgi. Þessi könnun staðfestir það, sem mann hefur grunað. að þessir smáflokkar eru algjörlega út úr myndinni." EHB vinnsluhús, fiskverkunarhús, ket- ilhús fyrir lifrarvinnslu, hús fyrir bifreiðaeftirlit og tvær við- byggingar við einbýlishús. Að sögn Pálma Þorsteinssonar byggingafulltrúa hafa að meðal- tali verið fullgerðar um 20 íbúðir á ári frá 1972 en þeim hefur fækk- að seinni árin. Auk þess hefur sú breyting orðið á að mun færri einstaklingar byggja hús en bygg- ing íbúða hefur færst yfir á verk- taka. Pálmi sagði að ekki væri óeðli- legt að samdráttur hefði orðið í byggingu íbúða, t.d. vegna þess að fólki í bænunt hefði heldur fækkað. Hins vegar virðist hreyf- ing á atvinnurekendum hvað byggingar varðar enda vantar iðnaðarhúsnæði. Hvað opinberar framkvæmdir varðar er búið að bjóða út bygg- ingu bílgeymslu og spennistöðvar við sjúkrahúsið, einnig er tilbúin teikning af heilsugæslustöð en ekki er ákveðið hvenær fram- kvæmdir hefjast. IM Húsavík: 11 íbúðirfull- gerðar í fyrra Fjöldi % allra þeir sem nefna flokk % kosn. '83 % þingmenn skoðanak. Þm. kosn.'83 Alþýðuflokkur 37 11.8 14.3 7.2 0 0 Framsóknarflokkur 87 27.7 33.6 28.8 2 2 Sjálfstæðisflokkur 69 22.0 26.6 31.3 i 2 Alþýðubandalag 43 13,7 16.6 18,0 i i Kvennalisti 8 2.5 3.1 - 0 _ Flokkur mannsins 7 2,2 2.7 - 0 _ Þjóðarflokkur 8 2,5 3.1 - 0 _ Bandalag jafnaðarm. - - - 3.1 0 0 Sérframboð BB - - - 11.6 - 0 Kýsekki 18 5.7 Skila auðu 7 2,2 Neita að svara ll 3.5 Veit ekki 19 6.1 Alls 314 100 100 100 4 5 Inni í töflunni hcr aö ofan er aðeins getiö iini 4 þingmenn nú, þá sem eru kjördæmakjörnir, en þcir voru 5 við síð- ustu kosningar. Fimniti þingmaðurinn nií verður uppbótarþingmaður og ræðst það af kosningaiirslitum á landinu öllu hver fær limmta þingmanninn. D-listinn er með stærstu atkvæðaleifína þcgar þingsætum hefur verið úthlutað og líklegast að hann fái 5. þingnianninn, en A-Iistinn getur slcgist í þá baráttu. Bandalag jafnaðarmanna nefndi eng- inn í skoðanakönnun Dags og Fclagsvísindastofnunar Háskóla íslands í Norðurlandskjördæmi vestra. Framsókn heldur forystunni Við útreikning á niðiirstöðiim kjördag 25. apríl og þeir sent sem afstöðu tóku i skoðanakönn- skoðanakönnunarinnar var stuðst við tilkynningu frá Hag- stofu Islands um kjóscndur á kjörskrárstofni fyrir alþingis- kosningarnar 1987. Á kjörskrárstofni í Noröur- landskjördænti vestra eru alls 7.482. Þegar frá eru dregnir þeir sem ekki verða orðnir 18 ára á áætlað er að látist fyrir þann tíma reiknar Hagstofan með að á raunverulegunt kjörskrárstofni séu 7.300 manns. Sé reiknað með 85% kosningaþátttöku nú og svipuðu hlutfalli auðra ogógiidra seðla og í síðustu kosningum verða gild atkvæði 6.020 talsins. Ef eingöngu eru teknir þeir un Dags nú er útkoman þessi: A-listi 14,3% = 861 atkvæði. B-listi 33,6% = 2023 atkvæði. D-listi 26,6% = 1601 atkvæöi. G-listi 16,6% = 999 atkvæði. M-listi 2,7% = 162 atkvæði. V-listi 3,1% = 187 atkvæði. Þjóðatfl. 3,1% = 187 stkvæði. HS □FTLEIÐIR " Flugleiða fm Hótel • * v 2 Reykjavíkurflugvelli ,-f’ Sími: (91>22322. . . > v •• °

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.