Dagur - 18.03.1987, Side 8

Dagur - 18.03.1987, Side 8
8 - DAGUR - 18. mars 1987 Skákþing Akureyrar Tvísýn barátta á toppnum - Tómas Hermannsson sigurvegari í unglingaflokki Skákþing Akureyrar hófst fyrir nokkru. Teflt er í tveimur flokkum. í opnum flokki og í unglinga- og drengjaflokki. í opna flokknum tefla 18 kepp- endur, eftir hinu svokallaða Norræna-Monrad kerfi. Tefld- ar verða alls 9 umferðir, en eft- ir 6 umferðir er staða efstu manna þessi: 11. 0-0-f6 12. exf6-Rxf6 13. Rf3-Rg4 14. Bf4-Bd7 (Skákin teflist eftir tiltölulega hefðbundnum leiðum. Svartur heldur þrýstingi á d4 peð hvíts, en er sjálfur með veiklundað peð á e6.) 15. h3-Rf6 16. a3-Be7 1. Arnar Þorsteinsson 5'ó v. 2. Bogi Pálsson 4W v. + biðsk. 3. Gylfi Þórhallsson 4 v. 4. Sigurjón Sigurbjörns. 3!ó v. + biðsk. 5. -6. Tómas Hermannsson 3Vi v. 5.-6. Rúnar Sigurpálsson 3!ó v. 17. b4-Kh8 18. Be3-Bd6 19. Re5-Be8 20. Rf4!? -(Átökin hefjast. Hér kom ekki síður til greina að leika fyrst b5) Staðan er nokkuð óljós sökum biðskáka. Arnar borsteinsson trónar á toppnum, en ungstirnið Bogi Pálsson fylgir fast á hæla hans. Bogi sem er aðeins 15 ára, hefur komið á óvart með ágætri frammistöðu það sem af er. Hann á möguleika á því að ná Arnari að vinningum með sigri í tvísýnni biðskák sinni við Sigur- jón Sigurbjörnsson. Opni flokk- urinn er mjög vel skipaður að þessu sinni og sem dæmi um styrkleikann og þá miklu baráttu sem fram fer á þessu Skákþingi, þá hefur hinum kunnu skákrefum Jóni Björgvinssyni og Þór Valtýs- syni ekki tekist að trítla í hóp þeirra efstu, enn sem komið er. Keppni í unglinga- og drengja- flokki er nú nýlokið. Tómas Her- mannsson sigraði glæsilega með því að leggja alla andstæðinga sína að velli og hlaut þannig 9 v. af 9 mögulegum! í öðru sæti varð Rúnar Sigurpálsson með 7!/5 v. og þriðji varð Bogi Pálsson einn- ig með IVi v. en lægri að stigum en Rúnar. í drengjaflokknum varð sigurvegari Þorleifur Karls- son með 5'/2 v. en mikla athygli vakti hinn kornungi Páll Þórsson sem er aðeins 9 ára gamall. Skák er jafn fjölbreytt og pers- ónuleikarnir sem stunda hana. Hvað gerist þegar mætast, ungur ofurhugi með eld í æðum, og hertur harðjaxl með baráttuna í blóðinu? - Eftirfarandi skák get- ur ef til vill svarað að einhverju leyti þessari spurningu. Skákin er tefld í 6. umferð og það er hinn kunni meistari Gylfi Þórhallsson sem stýrir svarta hernum gegn efnilegum skákmanni Friðgeiri Kristjánssyni. Hvítt: Friðgeir Kristjánsson Svart: Gylfi Þórhallsson Frönsk vörn 1. e4-e6 2. d4-d5 3. e5-c5 4. c3-Re7 5. Bd3-Rec6 6. Be3-Rd7 7. Re2-Db6 8. b3-cxd4 9. cxd4-Bb4+ 10. Rd2-0-0 20. — -Rxd4 21. Rxe6-Bxe5 22. Rxf8-Bh5 23. g4-Hxf8 24. f4! (Best, því svartur svarar klerkadrápi á h5 með Bb8! og hefur góða kóngssóknarmögu- leika.) 24. — -Bc7 25. (Hér var betra að leika 25. Bbl, þótt svartur hafi frábæra möguleika fyrir skiptamuninn eftir 25. Re2'A. 26. Dxe2 -d4. o.s.frv.) Gylfi n I i * w m abcdefgh Friðgeir .25. — -Rxf5!! (Dávæn dömufórn sem dregur hvítan til dauða.) 26. Bxb6-Bxb6+ 27. Kh2-Re3 28. Df3-Bg6 29. f5-Be8 30. Hel-Bc7 + ?! 31. Khl-Bc6? (Eftir glæsilega taflmennsku verða svörtum á mistök. Leikur- inn lítur reyndar svo ógnandi út að hvítur fer strax í kynngimagn- að kerfi!) 32. Dxe3?? (Hefði hvítur leikið hér b5! hefði sitthvað breyst! en Friðgeir var í sínu hefðbundna sjálfsmorðs-tímahraki.) 32. ...d4+- 33. Kgl-dxe3 34. Hxe3-Bb6 Hvítur gafst upp að góðum og gömlum hætti, enda fátt um fína drætti! Skákþingið fer frant í húsnæði Skákfélags Akureyrar við Þing- vallastræti. Síðasta untferð fer frarn á sunnudaginn kcmur, en núna á fimmtudag veröur haldið á sama stað 10 mín. skákmót kl. 20.00 og er ölluni heimil þátt- ta^d' Kári Elísson. Harmonikudansleikur verður haldinn í Lóni Hrísalundi 1, laugardaginn 21. mars kl. 22-03. Allir velkomnir Félag harmonikuunnenda. Ueiklist. Jörundur og kráarstemmning á Hofsósi Þessa vikuna ríkir ensk kráar- stemmning í Félagsheimilinu Höfðaborg á Hofsósi þar sem Leikfélag Hofsóss sýnir nú söng- og gamanleikinn Þið munið hann Jörund eftir Jónas Árnason við leikstjórn Hilmis Jóhannessonar. Að lokinni frumsýningu á sunnudag voru leikarar, söngfólk og leikstjóri hrifningu áhorfenda. Sagán um byltingu Jörundar hér á landi á hundadögum 1809 er sjálfsagt kunn meginhluta þjóðarinnar. Það eru þó vænt- anlega fæstir sem gera sér grein fyrir sérstöðu þessarar byltingar í byltingarkapitula veraldarsögunnar. Hvorki fyrr né síðar hefur land verið tekið herfangi án þess að einhver hafi haft verra af. í byltingu Jörundar var enginn líflátinn, enginn barinn, hengdur eða hálshöggvinn og ekki neinar pyntingar sem þó voru mjög vinsælar á þessum tíma, hafðar í frammi. En allir hlutir eiga sér skýring- ar og líklega eru ástæðurnar fyrir friðsemi byltingar Jörundar þær; að Jörundur var með eindæmum friðsamur maður og kappkostaði að sín yrði minnst sem góðs og milds konungs, eins þess besta sem ríkt hefur yfir Islandi, og eins hitt að íslendingum kúguð- um af Dönum hefur sjálfsagt fundist um þetta leyti á mesta niðurlægingartímabili þjóðarinn- ar, skömmu eftir móðuharðindin að valdhafarnir gætu ekki orðið verri og aðgerðarleysið í málum þjóðarinnar ekki orðið meira en það var fyrir. Enda átti Jörundur ekki í höggi við neina erfiða skæruliða- hópa eins og títt er um byltingar- foringja, heldur var það bók- menntaarfleifð þjóðarinnar sem varð honum þyngst í skauti. „Ef Flugkennslan komin í fullan gang Getum enn bætt við nemendum Flugskóli Akureyrar flugstöö, Akureyrarflugvelli, sími 22000 Jóhann Skírnisson, heimasími 26409. Sigurbjörn Arngrímsson, heimasími 23871. Ármann Sigurðsson, heimasími 26149. Hestamenn! u Látum ekki aka á okkur ^ í skammdeginu - notum ENDURSKINSMERKI HESTAMANNAFÉLAGIO LÉTTIR hún bara væri ekki svona skelfi- lega mikil bókmenntaþjóð!" eins og Jörundur segir í verki Jónasar. Þá gerir Jónas í leiknum skemmtilegt grín að þekkingar- leysi útlendinga á þjóðinni og lifnaðarháttum hennar. Félagar í Leikfélagi Hofsóss hafa lagt mikið á sig við undir- búning sýninga á Jörundi og stór hluti þorpsbúa komið þar nálægt auk nokkurra úr nágrannahrepp- um. Sem dæmi um viðleitni þeirra til að gera þessar sýningar svipmiklar og eftirminnilegar, er að góðhesturinn Jörri frá Hofi var valinn úr stórum hópi skag- firskra gæðinga til að koma fram í atriðinu þegar Jörundur kem- ur úr yfirreið sinni um landið. Er þetta líklega í fyrsta skipti sem hestur tekur þátt í innan- hússleiksýningu hér á landi og þótti Jörri standa sig vel, sérstak- lega þar sem um frumraun á leik- sviði var að ræða. Um frammistöðu einstakra leikara í leiknum vill undirritaður hafa sem fæst orð. Til þess tel ég mig ekki hafa nægjanlegt leiklist- arlegt innsæi. Ég er hins vegar þess fullviss að allir hafa gert sitt besta og það hlýtur að vera núm- er eitt í leiklistinni eins og annars staðar í lífinu. Um sýninguna sjálfa get ég þó sagt að hún er mjög skemmtileg og geri ég kveðjuorð hins íslenska stúdíós- us til Jörundar og hans fylgdar- manna að lokaorðum mínum. „Það er alltaf tilbreyting að fá skemmtilega gesti hér norður í fásinnið," og tek þá grálegan hversdagsleika sjónvarps- og videógláps inn í dæmið. -þá Passa- myndir Gott úrval mynda- ramma nonðun. mynd LJÓSMVN DASTOFA Slmi 96-22807 • Pósthólf 464 Glerárgötu 20 602 Akureyri

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.