Dagur - 18.03.1987, Blaðsíða 1

Dagur - 18.03.1987, Blaðsíða 1
70. árgangur Akureyri, miðvikudagur 18. mars 1987 53. tölublað NotarþúC^O? Pjónusta í miðbænum KARL GLERAUGNAÞJONUSTAN DAVÍÐSSON SKIPAGÖTU 7 - BOX 11 - 602 AKUREYRI - SÍMI 24646 Síminn í göngugötunni: Myndir teknar af skemmdarvörgum - viðgerðir fyrir 60 þúsund á sl. ári „Við ætlum ekki að láta í minni pokann fyrir fáeinum skemmdarvörgum sem ráðast á símasjálfsalann í göngugöt- unni,“ sagði Gísli Eyland stöðvarstjóri Pósts og síma á Akureyri. Enn einu sinni hafa Sjónvarp Akureyri: Myndlyklar á rúmlega 500 heimili „Við erum búnir að gera 20 fjölbýlishúsasamninga, auk samninga við einbýlishús svo þetta þýðir að rúmlega 500 heimili á Akureyri hafa aðgang að allri dagskránni hjá Sjón- varpi Akureyrar,“ sagði Bjarni Hafþór Helgason sjónvarps- stjóri á Akureyri um áskrifta- sölu sjónvarpsins. „Nú hefur dagskrá sjónvarps- ins verið læst í um það bil 50 daga svo þetta er verulega góður árangur og erum við mjög ánægðir," sagði Bjarni Hafþór. ■ Hjá Akurvík,- þar sem mynd- lyklarnir eru seldir,- fengust þær upplýsingar að sala hefði aukist jafnt og þétt. „Það koma kippir í söluna á fimmtudögum og föstu- dögum. Annars hefur þetta verið mjög gott og rúmlega 400 mynd- lyklar selst,“ sagði Einar Guð- mundsson verslunarmaður í Akurvík. Nú er svo komið að myndlyklar eru til á lager, svo enginn þarf að fara á biðlista. Verðið á lyklunum er 14,240 krónur í staðgreiðslu. Eins er hægt að fá lyklana með góðum afborgunum. Á Akureyri eru um 4 þúsund heimili og var Bjarni Hafþór ánægður með árangurinn. Hann sagði einnig að innheimta væri með afbrigðum góð og hefðu inn- heimst um 98% af áskriftargjöld- um síðasta mánuð. gej- skemmdarvargar gengið ber- serksgang í símaklefanum og unnið stórskemmdir. Gísli sagði að á síðasta ári hafi verið unnar skemmdir á síman- um fyrir um 60 þúsund krónur. „Þegar komið var að símanum á laugardagsmorguninn var búið að slíta snúruna og tólið af símanum. Auk þess hafði skífan verið sprengd frá tækinu og er það ný aðferð við eyðileggingarn- ar.“ Að þessu sinni eru skemmdirn- ar metnar á 10-15 þúsund krónur, auk þess sem þetta er óþægilegt fyrir það fólk sem ætlar að nota símann. Gísli sagði að nú væri ætlunin að setja upp vídeó- myndavél við símaklefann og ná myndum af þeim sem stunda þessa ljótu iðju. Vélin yrði sett upp í húsi í nágrenni klefans og væri því best fyrir þá fáu sem þetta hafa stundað að vara sig. gej- Trillan Reynir EA 400 er nú til viðgerðar í Slippstöðinni hf. á Akureyri eftir ásiglingu við Mánafoss, skip Eimskipa- félags Islands, í mynni Eyjafjarðar á laugardagskvöld. Mynd: Asrún. ncmi í GA. í startskynningu. Skoðanakönnun Dags og Félagsvísindastofnunar í Norðurlandskjördæmi vestra: Stjómarflokkarnir tapa miklu fylgi - Framsóknarflokkur heldur þó 2 þingmönnum og Sjálfstæðisflokkur gæti fengið 2 með uppbótarsætinu Samkvæmt niðurstööum skoð- anakönnunar sem Félagsvís- indastofnun Háskóla íslands vann fyrir Dag um fylgi stjórnmálaflokkanna í Norður- landskjördæmi vestra fær Framsóknarflokkurinn flest atkvæði í komandi kosningum, eða 33,6% atkvæða. I kosning- unum 1983 hafði flokkurinn 28,8%, en þá var BB-sér- framboðið þar með 11,6%. Ef þær tölur eru lagðar saman er Íjóst að Framsókn tapar miklu fylgi, eða tæplega 7 af hundr- aði. Þetta fylgi nægir þó til að Framsókn ætti að hafa 2 þing- menn örugga í kjördæminu. Sjálfstæðisflokkurinn fær sarp- kvæmt könnuninni 26,6% en hafði 31,3% í kosningunum 1983. Hann fær því einn kjör- dæmakjörinn þingmann og sýn- ast miklar líkur á að uppbótar- þingmaðurinn yrði frá D-listan- um, en A-listinn gæti þó komið þar sterklega til álita. Þetta fer eftir niðurstöðum í öðrum kjör- dæmum landsins. Alþýðubanda- lagið fær samkvæmt könnuninni 16,6% atkvæða og fengi Rólegt um helgina segir iögreglan: Allt kolbrjálað" - segir íbúi í miðbænum „Ég varð mjög hissa er ég sá fyrirsögn í Degi á mánudaginn, þar sem sagði „Lögreglan: Róleg helgi.“ Þar held ég að eitthvað hafí farið úrskeiðis varðandi fréttaflutning, því ég bý í miðbænum og get með sanni sagt að þar var allt kol- brjálað aðfaranótt laugardags- ins,“ sagði íbúi í miðbænum á Akureyri. Ólafur Ásgeirsson aðstoðar- yfirlögregluþjónn sagði að það væri að vissu leyti rétt hjá þessum íbúa, að mikið hafi gengið á, - og þá væntanlega mikill hávaði fyrir íbúa Miðbæjarins. „Hér var hvert hótel og gistiheimili troð- fullt og þar af leiðandi tleiri hundruð manns í bænum í þeim eim\ tilgangi að skemmta sér. Það var því mikið að gera hjá lögregl- unni við alls konar þjónustu við borgarana og þessa gesti. Hitt cr annað mál að afbrot og annað sem því tengist, - auk óhappa, voru með minna móti um þessa helgi. En það eru þeir atburðir sem skráðir eru í dagbók lögregl- unnar. Við höfum því miður ekki mánnafla til að biðja fólk að hafa hljótt í Miðbænum," sagði Ólaf- ur. Dagbækur lögreglunnar eru þær heimildir sem blaðið hefur fyrir sínum fréttum. gej- þingmann, en hafði 18% í síð- ustu kosningum. Alþýðuflokkur fær 14,3% en hafði 7,2% í síð- ustu kosningum. Þessi nær tvö- földun á fylgi dugir ekki til að flokkurinn fái kjördæmakjörinn þingmann. Kvennalistinn fær 3,1%, Flokkur mannsins 2,7% og Þjóðarflokkurinn 3,1%, en Bandalag jafnaðarmanna komst ekki á blað. Alls svöruðu 314 manns í þcss- ari könnun og 259 gáfu ákveðin svör um hvað þeir hygðust kjósa. Aðeins 19 manns eða 6,1% voru óvissir, 11 neituðu að svara, 7 ætluðu að skila auðu og 18 ætl- uðu ekki að kjósa, sem er 5,7%. Eins og áður sagði tapar Fram- sókn tæplega 7% fylgi frá síðustu kosningum, miðað við þessa könnun, og Sjálfstæðisflokkur tapar tæplega 5%. Samkvæmt öðrum skoðanakönnunum nýleg- um virðist Framsóknarflokkurinn yfirleitt tapa töluverðu fylgi á landsbyggðinni og Sjálfstæðis- flokkur tapar einnig fylgi, en þó ekki eins miklu. Ljóst er að Þjóð- arflokkurinn tekur fylgi frá B- listanum, þó svo að' nær engar líkur sýnist til þess að hann fái neins staðar mann kjörinn. Svip- að má segja um Flokk mannsins og Kvennalistann, sem ekki sýn- ast eiga neina möguleika á þing- sæti í Norðurlandskjördæmunum a.m.k. Sjá nánar um könnunina og ummæli efstu manna á bls. 3. HS Norðurland: Norðan- garri og frost Þá er blíðan fyrir bí, að minnsta kosti í bili. Norðan- garri og frosthörkur niunu leika um Norðurland næstu daga og höfum við þegar fengið smjörþefínn af því. í gærmorgun var komið 9 stiga frost í Grímsey og að sögn veðurfræðings á Veðurstofu íslands verður frostið í kring- um 10 stig næstu daga, jafn- vel meira. Það verður éljagangur og hvasst á annesjum norðanlands og einhver úrkoma inn til lands- ins en hægari vindur. Eins og títt er um snjóél geta þau hang- ið ansi lengi yfir sama staðnum og gefið þó nokkurn snjó en ekki bjóst veðurfræðingurinn við því að um samfellda úr- komu yrði að ræða. En Itann gat þó lofað Norðlendingum norðanátt og talsverðu frosti. SS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.