Dagur - 18.03.1987, Blaðsíða 9

Dagur - 18.03.1987, Blaðsíða 9
18. mars 1987 - DAGUR - 9 Jþróttir- Umsjón: Kristján Kristjánsson Hvor þeirra skyldi hampa þessum glæsilega bikar í kvöld, Gunnar Gunnarsson fyrirliði Þórs eða Friðjón Jónsson fyrirliði KA? KA-menn standa betur að vígi eftir sigur í fyrri leiknum. Mynd: kk Akureyrarmótið í handknattleik: Tekist á um nýjan bikar í mótinu Góður árangur Einars og Hauks - á skíðagöngumóti í Svíþjóð Báðir A-landsliðsmenn okkar í skíðagöngu dveljast um þessar mundir í Svíðþjóð. Það eru þeir Einar Ólafsson frá ísafirði og Haukur Eiríksson frá Akur- eyri. Einar er að ljúka námi í skíðamenntaskólanum í Jarp- en og Haukur stundar undir- búningsnám við háskólann í Borlange. Þeir félagar hafa æft mjög vel og kerfisbundið undanfarin ár en þetta er fyrsta keppnisvertíð Hauks erlendis. Um síðustu helgi tóku þeir þátt í þremur keppnum á þremur dögum. Á laugardaginn í Hög- byrennt og voru gengnir 30 krn með hefðbundinni aðferð. Þar varð Einar í 1. sæti a 1:24.07 og Haukur í 12. sæti á 1:30.00 en keppendur voru 30 alls. Á sunnudaginn kepptu þeir félagar í Atmarsloppet, þar sem gengnir voru 23 km með hefð- bundinni aðferð. Þar varð Einar einnig í 1. sæti á 57.00 og Haukur í 3. sæti á 57.18 en keppendur voru 12 alls. Á mánudaginn var kepptu þeir í Avestaloppet, þar sem gengnir voru 14 km með frjálsri aðferð. Enn varð Einar í 1. sæti á 33.11 en Haukur í 11. sæti á 36.12. Keppendur voru 24 alls. Einar hefur verið nokkuð brokkgengur í vetur en átt mjög góðar göngur inn á milli. Þar má t.d. nefna 50 km gönguna á heimsmeistaramótinu í febrúar. Hann virðist nú greinilega vera að ná sér á strik. Haukur átti við vanheilsu að stríða fyrst eftir að hann kom til Svíþjóðar í janúar en hefur nú náð sér eins og frábær árangur hans á sunnu- daginn sýnir. í kvöld fara fram tveir hörku- leikir í handbolta í íþróttahöll- inni á Akureyri. Þór og KA mætast í 1. flokki og meistara- flokki og eru leikirnir liður í Akureyrarmótinu. Kl. 19.30 leikur 1. flokkur félaganna en strax á eftir eða kl. 20.30 leika Þór og KA í meistaraflokki. Leikur meistaraflokks er seinni leikur liðanna en þeim fyrri lauk með sigri KA 25:22 og nægir þeim því jafntefli í kvöld. Akur- eyrarbær hefur gefið glæsilegan farandbikar sem keppt er um í fyrsta skipti í ár en gamli bikar- inn sem keppt var um, er týndur. Sigbjörn Gunnarsson formaður íþróttaráðs Akureyrar verður heiðursgestur kvöldsins og mun hann afhenda sigurvegurunum bikarinn að leikslokum. Á blaðamannafundi sem stjórn HKRA hélt í gær, kom fram mik- ill áhugi á því að gera þessa leiki KA og Þórs að „alvöruleikjum" á ný, þar sem áhorfendur fá að sjá vel leikinn og skemmtilegan handbolta. Á það vel við á þess- um miklu uppgangstímum sem eru' í handbolta á Akureyri í dag. KA leikur í 1. deild og Þórsarar eru komnir með annan fótinn þangað. Það má því búast við jöfnum og spennandi leik. „Erum staðráðir í því að vinna“ Fyrirliðar liðanna voru spurðir um leikinn í kvöld. „Þessi leikur leggst vel í mig og við erum stað- ráðnir í því að vinna. Við erum ekkert hræddir við Þórsara og förum í þennan leik eins og alla aðra. Ég vil hvetja fólk til þess að mæta í Höllina og sjá vonandi skemmtilegan leik," sagði Frið- jón Jónsson fyrirliði KA. „Ætlum að vinna upp tapið úr fyrri !eiknum“ „Við munum ekkert gefa eftir og ætlum okkur að vinna upp tapið úr fyrri leiknum. Við reynum að spila góðan handbolta og von- andi fá áhorfendur góðan leik," Knattspyrna: Magni í æfinga- ferð til Hollands sagði Gunnar Gunnarsson fyrir- liði Þórs. Gömlu kempurnar leika á undan Á undan meistaraflokksleiknum leikur 1. flokkur félaganna og þar munu leiða saman hesta sína gömlu kempurnar úr Þór og KA. Má þar nefna Ragnar Þorvalds- son, Ragnar Sverrisson, Sigtrygg Guðlaugsson, Árna Gunnarsson og Jón Sigurðsson í liði Þórs. Af helstu léikmönnum KA má nefna Þorleif Ananíasson, Sigbjörn Gunnarsson, Sigurð Sigurðsson, Hermann Haraldsson, Magnús Gauta Gautason og Jóhann Ein- arsson. Það verður því örugglega hart barist í þeini líka. Knattspyrnuráð Völsungs: Ræður starfsmann Ingólfur Freysson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri knattspyrnuráðs Völsungs. Til að byrja með verður um hluta- starf að ræða en í júní fer Ing- ólfur í fullt starf. er nálægt Arnheim. Liðið heldur utan þann 14. apríl og kemur heim 22. Æft verður af miklum krafti og einnig er meiningin að spila í það minnsta tvo æfingaleiki. Það eru Samvinnuferðir-Landsýn sem skipuleggja þetta ferðalag Magnamanna. Magni spilaði æfingaleik við b- lið KA á laugardaginn og tapað- ist hann 1:3. Miðað við undanfar- in ár er mjög góð breidd í liði Magna, þó nokkra menn hafi vantað gegn KA á laugardaginn. Liðið hefur fengið nokkra leik- menn til sín frá félögum hér í Eyjafirði. Má þar nefna Eymund Eymundsson frá Þór, Jónas Bald- ursson frá Vaski, Tómas Karls- son frá Reyni og Gísla Helgason frá KA. Þá munu gömlu jaxlarnir í Magna verða með áfram. Þjálf- ari liðsins er Þorsteinn Ólafsson. F.v. Haukur Eiriksson, Einar Ólafsson og Sigurður Aðalsteinsson landsliðs- þjálfari. Myndin var tekin á æfingu liðsins í Svíþjóð fyrir áramót. Skrifstofa knattspvrnuráðs er í Völsungsherberginu í Félags- heimilinu og fyrst um sinn verður hún opin frá kl. 13-15 á mánu- dögum og þriðjudögum. frá kl. 16-18 miðvikudaga og fimmtu- daga og frá kl. 17-19 á föstudög- um. Þá verður Ingólfur einnig eitthvað viö á laugardögum þó ekki sé tímasetning á því. Síminn á skrifstofunni er 42052. Helstu verkefni hins nýja fram- kvæmdastjóra verða við skipu- lagningu á starfi deildarinnar og fjáröflun. Um næstu helgi fer fram firmakeppni Völsungs og fer hún fram í nýju íþróttahölinni á Húsavík. Það verða yngri flokkar félagsins sem keppa í nafni fyrirtækjanna. Helgina 27. og 28. mars heldur meistaraflokkur félagsins til Reykjavíkur og leikur tvo æf- ingaleiki á gervigrasinu, við Val og Þrótt. Knattspyrnulið Magna frá Grenivík heldur í æfingabúðir til Hollands í næsta mánuði. Félagið mun dvelja á íþrótta- miðstöð í eigu íþróttasam- bands Hollands, sem staðsett Þorsteinn Ólafsson þjálfari Magna. Tekst Vilhelm Þorsteinssyni að fylgja eftir góðum sigri í karlaflokki um dag- inn á bikarmóti unglinga um helgina? Skíði: Bikarmót unglinga - í Hlíðarfjalli um helgina íót SKÍ, Dynastar ;ur mótið í alpagreinum i 15-16 ára unglinga fer lTlíðarfjalli um helgina. ugardag hefst keppni kl. ð stórsvigi pilta en svig hefst keppni einnig kl. 10, með stórsvigi stúlkna en svig pilta hefst kl. 11. í þessum flokki eru margir af efnilegustu skíða- mönnum landsins og má því búast við jafnri og skemmtilegri keppni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.