Dagur - 18.03.1987, Blaðsíða 12

Dagur - 18.03.1987, Blaðsíða 12
Akureyri, miðvikudagur 18. mars 1987 Slippstöðin: Atta rafvirkjar hætta störfum - samningar í gangi „Við stöndum ekki í neinni deilu við þessa rafvirkja og lít- um þannig á að þeir séu hættir störfum hér í Slippstöðinni,“ sagði Gunnar Skarphéðinsson starfsmannastjóri stöðvarinn- ar. Eins og komið hefur fram hafa rafvirkjar í Slippstöðinni átt í kjaradeilum við stjórn stöðvar- innar alllengi og fór svo að 8 af 14 rafvirkjum sögðu upp störfum sínum. Gunnar sagði að nú væri verið að vinna að samningum innan fyrirtækisins. „Við þurfum að semja við 6 félög til að ganga frá samningum við okkar starfsmenn og fer það allt fram í bróðerni og engin vinnudeila í sambandi við það. Þessi samningur er í beinu framhaldi af desembersamning- ununt, þar sem gert var ráð fyrir fyrirtækjasamningum um þetta leyti. Tíminn verður að leiða í Ijós hvort þessar uppsagnir komi niður á starfsemi stöðvarinnar," sagði Gunnar. gej- Gífurieg aflaaukning á Þórshöfn Á Norðurlandi hefur afli verið með ágætum tvo fyrstu mánuði ársins, sérstaklega á Siglufírði, Akureyri (Krossanes), Raufar- Húsavík: Fjórir bátar farnir vestur Fjórir Húsavíkurbátanna eru farnir vestur til veiða og landa afla sínum á Snæfellsnesi. Tveir bátanna landa í Olafsvík, einn á Rifí og einn í Grundar- fírði. Það fer eftir aflabrögðum hve lengi bátarnir verða fyrir vestan en að öllum líkindum verða þeir þar eigi skemur en fram að páskum. Tryggvi Finnsson fram- kvæmdastjóri Fiskiðjusamlags Húsavíkur var spurður hvort það kæmi sér ekki illa fyrir fyrirtækið að missa viðskiptin við bátana. „Auðvitað kemur það sér illa, þetta eru okkar öflugustu hráefn- isöflunartæki fyrir utan togarana. Þetta þýðir að við verðum með tiltölulega knappt hráefni en undanfarin ár hafa bátarnir farið vestur svo þetta var ekkert óvænt.“ IM höfn og Þórshöfn. ívið minna veiddist af þorski þessa mán- uði miðað við sama tímabil í fyrra en mun meira af loðnu. Ef við lítum á heildaraflann á einstökum stöðum norðanlands kemur þetta berlega í Ijós. Þeir staðir sem taka á móti loðnu sýna mikinn fjörkipp miðað við sömu mánuði í fyrra. Svigatölur tákna heildaraflann í janúar og febrúar '86: Hvammstangi 316 (404), Blönduós 224 (285), Skagaströnd 1.639 (2.198), Sauðárkrókur 838 (1.103), Siglufjörður 22.939 (13.013), Olafsfjöröur 3.046 (2.447), Grímsey 603 (565), Hrísey 765 (531), Dalvík 1.280 (2.556), Árskógsströnd 661 (926), Akureyri 20.465 (12.105), Grenivík 401 (428), Húsavík 1.247 (1.588), Raufarhöfn 17.046 (10.928) og Þórshöfn 11.112 (820). Einu staðirnir sein sýna aukinn þorskafla í þessum samanburðar- tölum eru Ólafsfjörður, Gríms- ey, Hrísey og Húsavík. Annars er það loðnan sem gerir heildar- tölur hærri. Þannig er aukning heildarafla á Siglufirði 76%, á Akureyri 69%, á Raufarhöfn 56% og á Þórshöfn hvorki meira né minna en 1.255%. SS Ljósritunarvélar, Búðarkassar Reiknivélar Ritvélar Hljómdeild Þessar stúlkur undu sér glaðar við að mála á starfsdögum Lundarskóla um daginn. Mynd: RÞB Akureyri: Opna 2 bíla- þvottastöðvar í sumar? „Við höldum áfram eins og mögulegt er. Hins vegar ræður veðráttan miklu um fram- kvæmdahraða. Eins er að við fáum ekki malbikun við stöðina fyrr en í vor, en við opnum eins fljótt og mögulegt er,“ sagði Guðmundur Jónsson deildarstjóri hjá Olíufélaginu Esso á Akureyri. Nú standa yfir framkvæmdir við Ferðanesti í Glerárhverfi, þar sem miklar breytingar fara fram. Einnig er þar í smíðum sjálfvirk bílaþvottastöð, sem væntanlega verður tekin í notkun í vor. Það út af fyrir sig er ekki í frá- sögur færandi ef ekki væri mögu- leiki á því að Olíufélagið Skelj- ungur byggði sams konar bíla- þvottastöð á nýju athafnasvæði sínu við Hörgárbraut. Sigurður J. Sigurðsson forstjóri Skeljungs á Akureyri sagði að félagið hefði möguleika á að byggja bíla- þvottastöð, en það væri ekki inni á áætlun sem nú væri unnið eftir við bygginguna. „Við höfum ekki útilokað þann möguleika að byggja svona stöð,“ sagði Sigurð- ur. Áætlað er að Skeljungur opni sína verslun og bensínsölu á fyrri hluta komandi sumars. gej- Athyglisverðar niðurstööur - þegar skoðanakönnun Dags er borin saman við könnun Helgarpóstsins Margir velta því fyrir sér þessa dagana hver veröi úrslit alþing- iskosninganna I vor og keppast fjölmiðlar um að birta niður- stöður skoðanakannana um fylgi flokka og framboða. Athygli vekur niðurstaða skoðanakönnunar Helgar- póstsins en þar kemur m.a. fram að aðeins 11,1% þeirra sem taka afstöðu í Norður- landskjördæmi eystra segjast kjósa Alþýðubandalagið en t skoðanakönnun Dags og Félags- vísindastofnunar HÍ er fylgi Alþýðubandalags 18,2%, í skoðanakönnun Dags er fylgi Alþýðuflokksins 16,9% en í könnun HP fær flokkurinn held- ur rneira eða 18%. í báðum könnununum kemur A-listinn manni að. í könnun Dags fær Sjö ára baráttu lokið: „Anægður að þessu er lokið“ - segir Rúnar Þór Björnsson, en ábyrgðarsjóður LÍ mun greiða honum framreiknaða upphæð skaðabóta frá 1983 A mánudaginn voru tekin fyrir í stjórn Lögmannafélags Islands fjögur mál þar sem far- ið var fram á greiðslur úr ábyrgðarsjóði félagsins vegna misferla Magnúsar Þórðarson- ar lögfræðings við skjólstæð- inga sína. Stærsta krafan var frá Rúnari Þór Björnssyni á Akureyri. Rúnar hafði í bréfi til LÍ lýst því yfir að hann sætti sig við dóm- inn sv.o fremi að ábyrgðarsjöður- inn greiddi honum upphæðina að fullu. Á fundinum í gær var sam- þykkt að verða við kröfu Rúnars. Var þá miðað við framreiknaðan höfuðstól dæmdra skaðabóta frá árinu 1983 samtals að upphæð 1.853 þúsund krónur. í maí á síð- asta ári voru Rúnari lánaðar 400 þúsund krónur en nú skoðast sú upphæð sem innborgun á greiðsl-. una. „Stjórnin ræður því að hve miklu leyti tjón er bætt ef það á annað borð felur undir reglur um slíkar kröfur. Það var algjör sam- staða um þessa ákvörðun,“ sagði Hafþór Ingi Leifsson framkvæmda- stjóri Lögmannafélagsins í sam- tali við Dag. Með þessu má segja að sjö ára baráttu Rúnars fyrir því að fá bætt það tjón sem hann varð fyrir á árinu 1980 sé lokið. „Ég er auð- vitað mjög ánægður að þessu er lokið,“ sagði Rúnar Þór í samtali við Dag eftir að honum hafði ver- ið kynntur úrskurðurinn. Tvær aðrar kröfur, samtals að upphæð um 1,4 milljón, voru samþykktar en afgreiðslu hinnar fjórðu var frestað til morguns. Þetfa er í fyrsta skipti í 11 ára sögu sjóðsins sem greitt er úr honum. Eftir að Lögmannafélagið hef- ur gert upp við Rúnar mun hann framselja félaginu kröfu sína á hendur Magnúsi og félagið getur þá síðar meir reynt að sækja það mál. ET Framsóknarflokkurinn 20,6% og í könnun HP 23,8% og tvo menn kjörna. Sjálfstæðisflokkurinn fær 25,3% í könnun Dags en mun meira í könnun HP eða 30,2% og tvo menn kjörna. Kvennaframboðið fær 4,7% í könnun Dags og 7,9% í könnun HP, Samtök jafnréttis og félags- hyggju (Stefán Valgeirsson) fá 8,1% í könnun Dags en heldur minna í könnun HP eða 6,3%. Þjóðarflokkurinn fær samkv. könnun Dags 3,4% en 2,6% í könnun HP. Bandalag jafnað- armanna hetur ekki ákveðið framboð í kjördæminu en myndi fá 0,3% samkvæmt könnun Dags en 0% í könnun HP. Flokkur mannsins fær 2,4% í könnun Dags en ekkert í könnun HP. Urtakið, sem spurt var í könn- un HP, var 300 manns. 20,3% voru óákveðnir, 9,7% neituðu að svara og 7% sögðust ekki kjósa. Alls eru þetta 37% úrtaksins. Skekkjulíkur eru því nokkuð stærri í könnun HP. Til saman- burðar eru tölur í skoðanakönn- un Dags þessar: Stærð úrtaks 346. Kjósa ekki 3,5%, skila auðu 1,2%, neita að svara 4,9% og óákveðnir 4,9%, alls 14,5%. Niðurstaða þessara kannana er sú að engir listar komi manni að nema stóru flokkarnir fjórir. EHB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.