Dagur - 03.04.1987, Blaðsíða 2

Dagur - 03.04.1987, Blaðsíða 2
2- DAGUR-3. apríl 1987 / A\7a\ / A \ HEILSUGÆSLUSTÖglN Á Ljósmæður AKUREYRI Ljósmóöur vantar til starfa viö Heilsugæslustöðina á Akureyri. Staöan veitist frá 1. maí nk., eöa eftir sam- komulagi. Nýtt og fallegt húsnæði veröur tekiö í notkun meö haustinu. Starfshlutfall og vinnutími fer eftir samkomulagi. Umsóknarfrestur er til 15. apríl 1987. Nánari upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri Heilsu- gæslustöðvarinnar á Akureyri, Konny Kristjánsdótt- ir daglega milli kl. 11.00 og 12.00 í síma 96-22311 eöa 96-24052. Framboðsfundir Fóðurverksmiðja ístess hf. vígð Á föstudafiinn var hin nýja fóður- verksmiðja ístess hf. í Krossa- nesi gangsett við hátíðlega athöfn að viðstöddum fjölmörgum gest- um auk starfsmanna og stjórnar fyrirtækisins. Ávörp voru flutt, fyrirtækinu færðar gjafir og því óskað heilla. Öllum þeim aðilum, sem komu við sögu þegar verk- smiðjan var byggð, var þakkað; iðnaðarmönnum, verkamönnum, hönnuðum og sérfræðingum. Sameiginlegir framboðsfundir verða haldnir á eftirtöldum stöðum: Félagsheimilinu Þórshöfn, þriðjudaginn 7. apríi kl. 20.00. Félagsheimilinu á Raufarhöfn, miövikudaginn 8. apríl kl. 20.00. Félagsheimili Húsavíkur, fimmtudaginn 9. apríl kl. 20.00. Tjarnarborg Ólafsfirði, mánudaginn 13. apríl kl. 20.00. Víkurröst Dalvík, þriðjudaginn 14. apríl kl. 20.00. Sjallanum Akureyri, þriðjudaginn 21. apríl kl. 20.00. Framboðslistarnir. Brynjar Axelsson fyllir á pokann. Stjórn ístess: f.v.: Torgeir Skretting, Geir Þ. Zoéga og Valur Arnþórsson Allt á stórlækkuðu verði Kaupangi Sími 21234 Akureyri: Deiliskipulag Oddeyrar - ásamt iðnaðarhverfi og íbúðarhverfi, stærsta verkefnið - samkvæmt tillögum skipulagsnefndar að fjögurra Nýlega voru kynntar á fundi bæjarstjórnar, tillögur skipu- iagsnefndar að framkvæmda- áætlun skipulagsmála á Akur- eyri fyrir árin 1987-1990. Stærstu verkefnin sem nefndin leggur til að unnið verði að eru deiliskipulag af Oddeyrinni, skipulag nýs iðnaðarhverfis og skipulag íbúðarhverfis á Suð- ur-Brekku. Skipulagsnefnd leggur til að á næsta ári verði hafist handa við „Það var samþykkt á síðasta hafnarstjórnarfundi að fjar- lægja þau mannvirki sem eru við Höepfnersbryggju,“ sagði Guðmundur Sigurbjörnsson hafnarstjóri á Akureyri, er hann var spurður um framtíð bryggjustubbanna og skúranna sem þar eru. Þessi mannvirki hafa lengi ver- ið þyrnir í augum margra sem vilja fjarlægja léleg og úr sér gengin mannvirki í bænum. Fyrir ara framkvæmdaáætlun gerð deiliskipulags fyrir Oddeyr- ina. Lagt er til að áfangaskipting verði með þeim hætti að á næsta ári verði tekinn fyrir syðsti hluti Oddeyrarinnar, á árinu 1989 verði lokið við skipulag íbúðar- hverfis og þá verði jafnframt byrjað að skipuleggja iðnaðar- hverfi á svæðinu. Á árinu 1990 er gert ráð fyrir að lokið verði við þetta verkefni með skipulagi hafnarsvæðis. Freyr Ófeigsson formaður skipulagsnefndar sagðist reikna öðrum eru svona staðir tengdir minningum sem ekki má hrófla við. Nú hefur hafnarstjórn ákveðið að gömlu bryggjurnar og skúrarnir sem þar eru verði tekin burtu. Áætlað er því verki verði lokið fyrir 1. júlí. I bókun hafnar- stjórnar segir, „að þessi mann- virki séu úr sér gengin og hættu- leg.“ Þetta mál fer fyrir bæjarstjórn á næsta fundi hennar. gej- með verulegum breytingum á Oddeyrinni við þetta. Ekkert hefur enn verið ákveð- ið um staðsetningu iðnaðarhverf- isins og að sögn Freys er ekki hægt að le'ggja neitt til í þeim efn- um fyrr en lolkið hefur verið við gerð aðal-skipulags, en það verð- ur líklega á þessu ári. Síðast á kjörtímabilinu er gert ráð fyrir að byrjað verði á skipu- lagi íbúðarhverfis. Að sögn Freys eru miklar líkur á að þetta hverfi verði suður á brekkunum, sunn- an við Verkmenntaskólann. Búist er við að í aðal-skipulagi verði þetta svæði að verulegu leyti lagt undir íbúðarhverfi. Næsta íbúðarhverfi á undan þessu er þó svokallað Gilja- hverfi, sunnan Síðuhverfis. Svæðið er að mestu leyti skipu- lagt og er gert ráð fyrir um 600 íbúðum. Fyrirhugað er að rúm- lega 120 íbúðir verði í fjölbýlis- húsum, um 180 í einbýlishúsum og tæplega 300 í raðhúsum og öðrum sérbýlishúsum. Af öðrum smærri svæðum sem nefndin leggur til að verði skipu- lögð á tímabilinu má nefna Hafn- arstræti sunnan Kaupvangsstræt- is, Laxagötusvæðið, og svokall- aðan „Sjallareit" í Miðbænum. Einnig standa vonir til að á þessu ári verði hægt að úthluta lóðum fyrir íbúðir austan sjúkrahúss. ET Akureyri: Höepfnersbryggja rifin í sumar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.