Dagur - 03.04.1987, Blaðsíða 9
-3;.'apr*M-987.-t$AG'UR -,9
Sunnudagur:
Áhugaverðir tónleikar
í Aku rey rarki rkj u
Guðjón Pedersen hefur sannarlega slegið í gegn hjá Leikfélagi Akureyrar.
Fyrst í Rauðhærða riddaranum og nú sem siðameistarinn í Kabarett.
Leikfélag Akureyrar:
Kabarett á föstudag,
laugardag og sunnudag
Á tónleikum Kammerhljómsveit-
ar Akureyrar, sem fara fram í
Akureyrarkirkju n.k. sunnudag
kl. 17, veröa flutt tónverk sem
notið liafa mikilla vinsælda jafnt
yngri sem eldri hlustenda.
I gullfallegum fiðlukonsert eft-
ir Mozart leikur Guðný Guð-
mundsdóttir, konsertmeistari
Sinfóníuhljómsveitarinnar ein-
leik. Mozart á að hafa sagt „að
hann gæti orðið meistari fiðlunn-
ar ef hann einbeitti sér að því
hljóðfæri", en fiðlan lék í hönd-
um hans, eins og flest annað sem
sá mikli meistari tók sér fyrir
hendur. Mozart var aðeins 19 ára
gamall þegar hann samdi 5 fiðlu-
konserta á einu og sama árinu. Sá
sem verður fluttur á sunnudaginn
er nr. 3 í G-dúr, og er hann sönn
uppspretta af þokkafullum og
glæsilegum laglínum. Flestir tón-
listarunnendur þekkja Finn-
landíu eftir finnska tónskáldið
Jean Sibelius, en einnig er hljóm-
sveitarþátturinn Valse Trist víð-
þekktur, en hann er kafli úr verk-
inu Kuolema, en það verður flutt
á tónleikunum.
Frægð Sibeliusar barst út um
heiminn með hinum stórbrotnu
og tilfinningaríku sinfónísku tón-
verkum í lok síðustu aldar og
byrjun þeirrar 20., og þar með
skipaði hann sér á bekk með
fremstu tónskáldum sögunnar.
Pví miður gefst okkur alltof
sjaldan færi á að heyra tónsmíðar
hans, sem eru flestar samdar fyrir
stórar hljómsveitir, þó hafa bæði
einsöngs- og kórlög hans heyrst
alloft á tónleikum hér.
Pétur og úlfurinn eftir rúss-
neska tónskáldið Sergei Profieff,
hefur náð eyrum milljóna hlust-
enda um allan heim, og er sígilt
tónverk, sem sameinar áhuga-
verða tónlist, kynningu hljóð-
færa og spennandi ævintýrafrá-
sögn.
Enda þótt verkið sé samið fyrir
börn, þá njóta fullorðnir þess eigi
að síður. „Pétur og úlfurinn" var
frumfluttur á barnatónleikum í
Moskvu árið 1936, en það verður
í fyrsta skipti sem hann hljómar á
tónleikum hér á Akureyri næst-
komandi sunnudag.
Söngleikurinn Kabarett verður
sýndur um þessa helgi á föstu-
dags-, laugardags- og sunnu-
dagskvöld. Sérstök athygli skal
vakin á því aö þaö er sýning á
sunnudagskvöldið en miðað
við reynsluna undanfarið ætti
fljótlega að verða uppselt á
föstudag og laugardag.
Kabarett nýtur feikilegra vin-
sælda og þykir sýning Leikfélags
Akureyrar mjög vel heppnuð.
Leikstjórn og uppfærsla Bríetar
Héðinsdóttur er rómuð, svo og
frammistaða leikara og þátttak-
enda allra.
Sérstakar pakkaferðir eru í
gangi fyrir fólk af landsbyggðinni
og í þeirn pakka er leikhúsmiði
auk málsverðar, gistingar eða
flugferðar, allt eftir því hvernig
fólk vill raða í pakkana. Upplýs-
ingar um þessi vildarkjör er hægt
að fá í miðasölunni á Akureyri,
hjá Flugfélagi Norðurlands,
Ferðamiðstöð Austurlands og
Ferðaskrifstofu Vestfjarða. SS
Víðavangs-
hlaup UMSE
Víðavangshlaup UMSE verður
haldið á sunnudaginn, 5. apríl
og hefst kl. 13 að Hrafnagili.
Keppt verður í sex flokkum
karla og kvenna og er þetta
mót jafnframt úrtökumót fyrir
afmælismót UMFÍ, sem verð-
ur á landsmóti ungmenna-
félaganna í sumar, samhliða
víðavangshlaupi UMSE.
Keppendur frá skólum geta þá
keppt bæði fyrir skólann og sitt
félag í einu. Flokkaskipting og
vegalengd sem hlaupin eru í
hverjum flokki er þessi:
Tátur og hnokkar 10 ára og yngri 0,8 km.
Stelpur og strákar 11-12 ára 2,0 km-
Telpur og piltar 13-14 ára 2,0 km.
Meyjar og sveinar 15-16 ára 2,0 km.
Stúlkur 17-18 ára 3,0 km.
Konur 19 ára og eldri 3,0 km.
Drengir 17-18 ára 6,0 km.
Karlar 19 ára og eldri 6,0 km.
Flokkaskipting afmælismótsins
verður sett inn í þessa skiptingu.
5. bekkingar f 11-12 ára fl., 6. og
7. bekkingar í 13-14 ára og 8.
bekkingar í 15-16 ára flokk.
Hvcr skóli má senda 3 kepp-
endur í hvern flokk og hvert félag
má senda 4 keppendur í hvern
flokk. Breytingar þurfa að koma
fyrir kl. 12.30 sunndaginn 5.
apríl. Á mótsstaðnum er sturtu-
og búningaaðstaða.
Offramleiðslan í samanburði við annað
Ibúar Vestur-Evrópu eru sjálfsagt farnir ad venjast því, að meirihluti
skattpeninganna fari í að safna birgðum óseljanlegra landbúnaðar-
afurða. En hafa þeir gert sér grein fyrir því hve stórkostlegur kostn-
aðurinn er orðinn og birgðirnar?
Lífræn byggingalist:
Það væri vandalaust að fá
nægt smjör í Evrópu til að
gera líkan af Empire State
byggingunni í fullri stærð.
Cheops sigraður: Úr kornbirgðum Evrópu mætti byggja sjö og
hálfan pýramída á borð við þann stærsta í Egyptalandi.
Sigling á heimatilbúnum sjó: Ef óseldar vínbirgðir Evrópu
væru settar saman í einn stað gæti Queen Elizabeth II flotið tignar-
lega á því hafi.
Hvitur tindur: Ef þurrmjólkurbirgðir Evr-
ópu væru notaðar til að gera súlu mikla upp af
grunni Colosseum í Róm, mvndi hæðin verða
____________________13,7 km.______________________________
umfangsmiklar að engu tali tekur
og bróðurparturinn af útgjöldum
Evrópubandalagsins hefur farið
til að kosta þessa söfnun. Á síð-
asta ári voru niðurstöðutölur á
fjárlögum Bandalagsins 34,5
milljarðar dollara og þar af var
24,1 milljarður ætlaður til landbún-
aðarmála. Talið er þó, að sú upp-
hæð reynist verulega hærri, þegar
endanlegir reikningar liggja fyrir.
Nærfellt öll hinna 12 ríkja
Bandalagsins segja, að tafarlaust
verði að gera breytingar á land-
búnaðarstefnunni, en hvert og
eitt þeirra gerir kröfu til, að þær
breytingar verði þannig, að
þokkaleg afkoma bænda hjá
þeim verði tryggð.
Fyrir meira en tveimur árum,
þegar smjörfjallið var að hlaðast
upp, samþykktu ráðherrar
Bandalagsins að eitthvað yrði að
gera. Og þeir ákváðu, að mjólk-
urframleiðsla ríkjanna skyldi
skorin niður þannig, að hún færi
ekki meira en eitt prósent yfir
það, sem hún var 1981. Settur var
framleiðslukvóti á hvert land fyr-
ir sig og bændur, sem framleiddu
umfram sett mörk fengu ekki
nema 25% verðs fyrir þá fram-
leiðslu. Blaðamenn um gervalla
Evrópu hældu ráðherrunum fyrir
áræði og létu þau boð út ganga,
að nú hefði verið tekið þýðing-
armikið skref til að leysa land-
búnaðarvandamál Evrópu.
Árangurinn varð stórkostlegur
fyrsta árið. Rétt eins og hendi
væri veifað minnkaði mjólkur-
framleiðslan um 10 milljónir
tonna eða 9 prósent. En saga
kraftaverkanna varð ekki löng.
Fyrst kom það, að bændur, sem
óttuðust að fara fram úr kvóta
sínum, slátruðu svo mörgum
kúm, að birgðir nautakjöts juk-
ust um 1,3 milljónir tonna. írland
bað um aukinn kvóta og fékk
hann. Heimsmarkaðsverð á
skepnufóðri féll geigvænlega,
þannig að mjólkurframleiðsla
varð hagstæð þrátt fyrir skerðing-
arákvæðin. Loks tóku yfirvöld þá
ákvörðun, að koma á fram-
leiðslujöfnun innan héraða eða
landsvæða, þannig að þótt fram-
leiðsla hjá einu mjólkursamlagi á
svæðinu færi yfir sett mörk, kæmi
ekki til verðskerðingar hjá því, ef
önnur samlög á svæðinu væru að
sama skapi undir mörkum.
Á síðasta ári var framleiðslan
aftur orðin svo mikil, að birgðir
jukust hraðar en nokkru sinni.
Og verra þó, að heimurinn stynur
undan kornbirgðum. Bandaríkin
vörðu um það bil 26,5 milljörð-
um dollara í styrki til bænda á
fjárlagaárinu, sem lauk 1. okt-
óber. Hefðbundin markaðslönd
fyrir korn frá Evrópu, eins og
Indland og Zimbabwe, voru sjálf
orðin útflytjendur. Evrópu-
bandalagið hefur sent meira en 2
milljónir tonna af korni til svelt-
andi íbúa Eþíópíu, en jatnvel
Afríka öll gæti ekki tekið við öll-
um núverandi og væntanlegum
birgðum Evrópu. Allar tilraunir
til að leita nýrra markaða fyrir
birgðirnar leiða til samkeppni við
Bandaríkin, þrýsta verðinu niður
- og auka útgjöld Evrópuríkj-
anna vegna opinberra fjár-
styrkja.
Nauðasamningar
Rétt eins og Thatcher og stjórn-
arnefnd Evrópubandalagsins
viðurkenna bæði Frakkar og
Vestur-Þjóðverjar nauðsyn
breyttrar landbúnaðarstefnu. En
atkvæði bænda vega þungt í báð-
um ríkjunum. Frakkar vilja
minnka kvóta á mjólkurfram-
leiðslu, sem myndi koma verst
við danska og hollenska kúa-
bændur, en neita aftur á móti að
ræða samdrátt í kornframleiðslu,
sem myndi bitna á velmegandi
hveitiframleiðendum þeirra.
Þjóðverjar hafa lengi hvatt til
grundvallarbreytinga á landbún-
aðarstefnunni. „Við styðjum
það, að dregið verði úr birgða-
söfnun eins hratt og mikið og
nokkur kostur er,“ segir Wolf-
gang von Geldern aðstoðarráð-
herra í vestur-þýska landbúnað-
arráðuneytinu. En von Geldern
og ríkisstjórn hans neita öllum
ráðagerðum um lækkun á korn-
verði, sem kæmi niður á hundr-
uðum þúsunda smábænda í
Bavaríu. Þess var heldur ekki að
vænta, að Helmut Kohl vildi
ræða slíkt, þegar kosningar voru
í nánd og atkvæði íhaldssamra
bænda í Bavaríu gátu ráðið úr-
slitum. Afgerandi aðgerðir til að
bræða smjörfj allið og þurrka upp
víntjarnirnar bíða því betri tíma.
Miðjarðarhafsríki eins og Grikk-
land og Spánn, myndu fegin vilja
sjá þrönga kvóta setta á fram-
leiðslu hveitis og mjólkur, svo
lengi sem þau fá að framleiða
meira af víni og ólífuolíu en hægt
er að selja. Breskur embættis-
maður, langþreyttur á ástandinu,
komst svo að orði í lok nóvem-
ber: „Eina vonin til að eitthvað
fari að gerast, er að Bandalagið
verði hreinlega gjaldþrota. Þá
getur Thatcher neytt félaga sína
til að gera a.m.k. einhverjar
breytingar gegn því að hún greiði
atkvæði með aukinni skatt-
heimtu.14
Vel getur verið að svo fari. Það
er l’ráleitt. að Bandalagið geti
haldið áfram að safna birgðum í
þeim mæli, sem nú er og gert
sér vonir um að halda lífi. Græna
byltingin, sem tvöfaldaði afrakst-
ur landbúnaðarins í Evrópu á átt-
unda áratugnum, hefur líka
breytt heiminum utan Evrópu.
Ef Sovétríkin eru frátalin, þá
hafa allir meiriháttar markaðir
gufað upp. Og áframhald hárra
ríkisstyrkja veldur óhjákvæmi-
lega árekstrum við Bandaríkin.
Þeir íbúar Evrópurikja, sem ekki
stunda landbúnað, hafa sífellt af
því áhyggjur, að við augum blasir
risavaxin, sipulögð sóun fjár-
muna.
Verði ekki breyting á fljótlega,
er eins líklegt að hugmyndin að
baki Evrópubandalagsins
drukkni í súru vínhafi eða kafni
undir þráu smjörfjalli.
(Newsweek i des. 'S6. - Þ.J.)
Skömmu eftir að framanrituð
grein birtist í Newsweek í byrjun
desember ákvað Evrópubanda-
lagið, að mjólkurframleiðsla
skyldi minnkuð um 9,5% á næstu
tveimur árum og fá bændur
greiddar bætur fyrir þá skerð-
ingu, sem þeir verða fyrir. Bæt-
urnar nema 22-35% af fullu
mjólkurverði. Samhliða voru
gerðar ráðstafanir, sem eiga að
hamla gegn offramleiðslu á
nautakjöti. Byggjast þær á því,
að ákveðna tíma ársins er ekki
tekið við nautakjöti nema að því
marki, sem hægt er að selja á
hverjum tíma. Mikil óvissa ríkir
um það, að hve miklu gagni þessi
síðarnefnda ráðstöfun kemur, en
þó er talið, að hún muni hafa ein-
hver áhrif. Þ.J.