Dagur - 03.04.1987, Blaðsíða 6

Dagur - 03.04.1987, Blaðsíða 6
V- awl-W"iW? 8. sýning föstudag 3. apríl kl. 20.30. 9. sýning laugardag 4. apríl kl. 20.30 10. sýning sunnudag 5. apríl kl. 20.30 Tryggið ykkur miða í tíma. MIÐASALA SlMI 96-24073 Lgikfguvg akurgyrar Akureyringar athugið Erum með ódýrasta og besta fiskinn í bænum. Mikið úrval. T.d.: Reyktur rauðmagi, reyktur lax, reykt ýsa, útvatnaðursaltfiskur, siginn fiskur og selspik. Hrogn, lifur og kútmagi. Ýsa, þorskur, karfaflök, gellur nýjar og nætursaltaðar, ýsuhakk, ýsa í raspi, saltaðar kinnar, súr hvalur, frosinn lax og silungur, kæst skata og hnoðmör, saltsíld og mjög góðar kartöflur á kr. 30 kg. Ellilífeyrisþegar og öryrkjar. Við sendum ykkur heim að kostnaðarlausu milli kl. 12.30 og 14.00 og kl. 18.00 og 19.00. Athugið að panta tímanlega. Opnunartími kl. 9.00-12.30 og 14.00-18.00 alla virka daga, laugardaga frá kl. 10.00-12.30. Fiskbúðin, Strandgötu 11 b sími 27211. Lifandi orð „Orð Drottins eru hrein orð, skírt silfur, siöhreinsað gull. “ Sálm. 12,7. Orðum Drottins er líkt hér við hinn hreina og ósvikna málm. Sannleik- ur Guðs orðs hefir reynst tær og óflekkaður, það hafa kynslóðirnar sannreynt. Orð Drottins hreinsa hug jg hjarta, þau eru hinn sanni mælikvarði á hvað er rétt eða rangt. Hið ritaða orð Guðs er óskeikult, því það er innblásið af heilögum Guði. Orð Drottins færa okkur sannleikann hispurslaust Annað hvort er samviska okkar dæmd, eða það gerist að við neit- um að leggja við hlustirnar. í heiminum er spilling og andlegt myrkur. Það er hryggilegt að sjá mengun náttúrunnar, en mengun hugarfarsins er margfalt verri. Bibl ían er okkur gefin til þess að við eignumst hreint hugarfar. Jesús sagði við lærisveina sína: „Þér eruð þegar hreinir vegna orðsins sem ég hef talað til yöar.“ Jóh. 15.3. fyrir hans orð höfðu þeir feng- ið Ijós yfir stöðu sína frammi fyrir Guði og þeir höfðu tileinkað sér fyrir- gefningu Guðs og umhyggju hans. Pétur postuli talar um „að halda hinu hreina hugarfari vakandi". 2. Pét. 3,1-2. Og Páll segir: „Allt sem er satt, allt sem er göfugt, rétt og hreint.. .hugfestið það.“ Fil. 4,8. Hann talar einnig um „endurnýjung hugarfarsins". Róm. 12,2. Hugsun- in er dýrmæt Guðs gjöf og það eru orð hans sem hreinsa, uppbyggja og upplýsa hugann. Hér á landi er mikil bóka- og blaðaútgáfa, auk þess sem mikið er flutt inn af lesefni og myndefni. En ekki er það allt hreint og heil- brigt. En „Orð Drottins eru hrein orð“, þess vegna má færa þjóðinni það sem við vitum er hreint og heil- brigt fyrir anda og sál. Guð orð er hin „heilnæma kenning“. 2. Tím. 4.3. Mættum við sjá nauðsyn þess að nærast af þeirri heilnæmu og andlegu fæðu og láta orð Guðs hafa áhrif á lífsafstöðu okkar. Því að ritað er: „Eigi lifir maðurinn á einu saman brauði, heldur á hverju því orði, sem fram gengur af Guðs rnunni." Matt. 4,4. Nauðungaruppboð á jörðinni Hálsi, Öxnadalshreppi, þingl. eign Þórarins Guðm- undssonar, fer fram í dómsal embættisins, Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri miðvikudaginn 8. apríl 1987, kl. 14.00. Uppboðsbeiðandi er Stofnlánadeild landbúnaðarins. Sýslumaðurinn i Eyjafjarðarsýslu. Nauðungaruppboð á jörðinni Grund II, Hrafnagilshreppi, þingl. eign Þórðar Gunn- arssonar o.fl., fer fram í dómsal embættisins, Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri, miðvikudaginn 8. apríl 1987, kl. 14.30. Uppboðsbeiðendur eru Steingrímur Þormóðsson hdl. og Hall- grímur B. Geirsson hrl. Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu. Hestamenn! ^ Látum ekki aka á okkur T/ í skammdeginu - notum ENDURSKINSMERKI hestamannafElagið léttir Slolnaö 5 nov ItM P O Bo> 14« 602 AkufAyri Frá Heiðrúnu Jónsdóttur og Ingu Rósu Bragadóttur, frétta- riturum Dags á Bifröst: Þann 28. mars síðastliðinn var hald- in hin árlega sönglagakeppni Sam- vinnuskólans, Bifrovision. Að venju var allt í sambandi við keppn- ina mjög leynilegt. Hver keppandi fann sér umboðsmann sem auglýsti keppandann undir hinum ýmsu dul- nefnum, sem dæmi má nefna; Pervert, Rocky og Corrona Smith (sem munu vera ævafornar ritvélar sem Samvinnuskólanemar glamra á þegar þeir eru ekki fyrir framan tölvuskjáinn). Strax 2 vikum fyrir keppni byrjuðu auglýsingarnar að rigna yfir skólann sem var þakinn auglýsingaspjöldum hátt og lágt. Gekk þetta svo langt að umboðsmennirnir voru búnir að árita allan klósettpappír sem til var á staðnum með hinum ýmsu slag- orðum sem verða ekki nefnd hér. (Skolplagningarmenn fá hér með kveðju frá okkur í von um að þeir skemmti sér við lesturinn). Meðlimi hljómsveitarinnar „Skræp- Þrír skræpóttir fuglar. Sigurvegarar „Bifrovision 1987“. Agnes Vala Tómasdóttir, Garðabæ (t.h.) og Hrefna B. Jónsdóttir, Borgarnesi (t.v.). Meðan stigin voru talin tók skip- stjórinn lagið af sinni alkunnu snilld. ótti fuglinn" sem er skólahljómsveit okkar Bifrestinga lögðu sitt af mörkum til að keppnin tækist sem best og þurftu þeir að leggja skóla- bækurnar á hillurnar og eyða öllum sínum frítíma (og vel það) í að æfa lögin og hjálpa söngvurunum að finna rétta tóninn. Er líða tók á keppni magnaðist spennan í loftinu og var andrúms- loftið þrungið forvitni sem skein úr andliti flestra. Strax á laugardags- morguninn byrjuðu gestir að streyma hér að og fjölgaði íbúum hér á setri um nær 100%. Kl. 8.30 um kvöldið söfnuðust umboðsmenn og keppendur saman í setustofu þar sem þeir voru sminkaðir og settir í búninga. Loks byrjaði sjálf keppnin, kynnir var Jóhannes Már Jóhannesson gamall Samvinnu- skólanemi og kynnti hann áhorf- endum fyrirkomulag keppninnar og gaf svo umboðsmönnum orðið en þeir kynntu sjálfir söngvarana. Alls voru 12 lög flutt, flytjendur voru ýmist einir sér eða tveir saman. Sungið var allt frá ramm- íslenskum slögurum og upp í enskt gæðapopp og er þar með talin sænsk alþýðutónlist og amerískt gæða-rokk. Keppnin var jöfn og áttu áhorf- endur erfitt með að gera upp hug sinn og muna elstu menn hér á setri ekki jafnari keppni. En lokaniður- staðan var sú að „ The Two Cobras“ (dulnefni þeirra Hrefnu B. Jóns- dóttur frá Borganesi og Agnesar Tómasdóttur frá Garðabæ) báru sigur úr býtum. Að þessum orðum kveðnum, kveðjum við héðan úr sveitinni og sendum oki.ar allra bestu kveðjur norður um heiðar. Eini keppandinn sem söng ekki á ensku eða íslensku. Þessi kallaði sig Olof Svensson og söng á sænsku.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.