Dagur - 03.04.1987, Blaðsíða 1

Dagur - 03.04.1987, Blaðsíða 1
Mjólkurlaust á Siglufirði - síðan í síðustu viku Hríð og fannfergi hefur truilað samgöngur á Norðurlandi og víða hefur verið erfitt um aðföng undanfarna daga. Þannig hefur t.d. engin mjóik borist til Sigiuijarðar síðan á fimmtudag í síðustu viku. Eftir hádegi í gær fóru vegagerðar- menn frá Sauðárkróki á snjó- plógi áieiðis til Siglufjarðar. Ætluðu þeir í Ketilás til að byrja með og sjá síðan til með framhaldið. í gær og fyrradag var þokka- legt veður á Siglufirði og að sögn lögreglunnar er færð í bænum sæmileg og snjór ekki mikill á þeirra mælikvarða. Vegagerðar- menn brutust yfir Víkurskarð við illan leik í gær til að koma við- gerðarmönnum og varahlutum frá RARIK til Kópaskers, en þar hefur verið rafmagnslaust undan- farna daga. í dag verður leiðin frá Akureyri til Húsavíkur opnuð ef veður leyfir, sömuleiðis vegur- inn til Dalvíkur. Þá verður öll leiðin Akureyri - Reykjavík rudd ef veður helst skaplegt. í dag verður reynt að opna veginn inn Hörgárdal og Öxnadal að Fremri- Kotum í Norðurárdal, en þar endar umdænti Vegagerð- ar ríkisins á Akureyri. Þá verður vegurinn að Hrafnagili ruddur eins og venjulega en Eyjafjarð- arbraut eystri verður ekki rudd fyrr en eftir helgi nema sveitar- félögin greiði helming moksturs- ins, en þcssi leið er ekki rudd nema einu sinni í viku að öllu jöfnu. I gær var fært milli Húsa- víkur og Þórshafnar því snjó festi ekki að neinu ráði á þeirri leið. EHB Víða snjóflóðahætta Talsverður lausasnjór liggur nú í fjöllum og varað hefur verið við snjóflóðahættu í Dalsntynni og Ljósavatns- skarði. Þá er talið að einhver snjóflóðahætta sé í Ólafs- fjarðarmúla, en vegurinn um Múlann verður opnaður í dag ef veður leyfir. Samkvæmt upplýsingum frá Valdimar Steingrímssyni, verk- stjóra hjá Vegagerðinni á Ólafs- firði, er talsverður snjór í Ólafs- fjarðarmúla en þó hefur hann oft verið meiri. Reiknað er með að snjóflóðahætta sé á vissum stöð- um í Múlanum eins og vanalega eftir hríðarveður en ekki sást upp í fjallið fyrr en seinnipart dags í gær. Þá rofaði til en ekki verður farið að moka fyrr en ljóst þykir að veðrið sé gengið yfir. EHB Svo sem Dagur hefur greint frá, fauk þakið af Bókaverslun Þórarins Stefánssonar á Húsavík í óveðrinu sem gekk yfir Norðurland á þriðjudag. Þessi mynd var tekin er lögreglan og björgunarsveitin Garðar unnu við að ná brakinu niður af llÚSÍnu. Mynd: IM Fegurðardrottning Norðurlands verður valin á næstunni. Sú heppna öðlast rétt til að taka þátt í keppninni um Fegurðardrottningu íslands sem lialdin verður í Broadway í maí. Stúlkurnar heita, talið frá vinstri: íris, Helga Björg, Heiða, Sólveig, Þóra, Jórunn, Þorgerður og ÓÍöí. Mynd; f ,3raggalífið varmjög - Ásgeir Bjömsson á Siglufirði í helgarviðtali bls. 12-13

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.