Dagur - 10.04.1987, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58,
AKUREYRI, SÍMI 24222
ÁSKRIFT KR. 530 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ 50 KR.
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR:
HERMANN SVEINBJÖRNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI: BRAGI V. BERGMANN
BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGILL BRAGASON,
EGGERT TRYGGVASON, GESTUR KRISTINSSON
(Blönduósi vs. 95-4070 hs. 95-4368),
HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR
(Húsavík vs. 41585 hs. 41529),
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, RÚNAR ÞÓR BJÖRNSSON,
STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON
(Sauöárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729)
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRIMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDfS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Opinber manneldis-
og neyslustefna
leiðari________________
Fr ams óknarflokkurinn
lætur sig ekki einvörð-
ungu varða hin svoköll-
uðu „hörðu málefni" eins
og t.d. efnahagsmál og
atvinnumál. Félags- og
fjölskyldumál hafa verið
mjög ofarlega á verkefna-
lista flokksins og mun
Framsóknarflokkurinn
m.a. hafa orðið fyrstur til
að nefna sérstaka fjöl-
skyldupólitík í stefnu-
skrám sínum.
Á kjörtímabilinu hefur
Framsóknarflokkurinn
komið til leiðar miklum
umbótum í félagsmálum.
Nýtt og róttækt húsnæðis-
lánakerfi er komið til
framkvæmda, en það
snertir fjölskylduna með
beinum hætti. Það mun
gera flestum íslendingum
kleift að eignast eigið
húsnæði, án þess að vinnu-
álag verði óhóflegt og fjöl-
skyldulífið verði þar með
lagt í hættu.
Þá má geta merkilegs
ákvæðis í stefnuskrá
Framsóknarflokksins fyrir
komandi kosningar, en
það er að barna- og fjöl-
skyldubætur með þremur
börnum eða fleiri nægi til
að launa foreldri fyrir
heimavinnu, kjósi það að
gæta barna sinna heima.
Komist þetta stefnumál
Framsóknarflokksins til
framkvæmda mun það
valda byltingu fyrir fjöl-
skylduna.
I heilbrigðismálum legg-
ur Framsóknarflokkurinn
áherslu á öflugt og gott
heilbrigðiskerfi, enda er
það ein mikilvægasta
undirstaða velferðar. í
þessum málaflokki mun
Framsóknarflokkurinn
leggja áherslu á sem jafn-
astan aðgang allra að
heilsugæslu, fyrirbyggj-
andi aðgerðir s.s. stuðn-
ing við almennings-
íþróttir, hagkvæmni í
rekstri heilbrigðiskerf-
isins, m.a. í verkaskipt-
ingu ríkis og sveitarfé-
laga, varnir gegn fíkni-
efnanotkun og opinbera
manneldis- og neyslu-
stefnu.
Það er viðhorf fram-
sóknarmanna, að í heil-
brigðismálum hafi of mikil
áhersla verið lögð á með-
ferð sjúkdóma eftir að þeir
eru til komnir, en skipu-
legum fyrirbyggjandi
aðgerðum hafi allt of lítið
verið sinnt. Gera þarf
eftirsóknarvert að ástunda
heilbrigt líferni, bæði
hvað varðar útivist og
íþróttaiðkun og einnig
hvað varðar mataræði og
neysluvenjur. Hægt er að
hafa veruleg áhrif á þessi
atriði með ýmsum hætti.
Velferð þjóðarinnar
felst ekki aðeins í góðri
efnahagslegri afkomu,
heldur einnig í heilbrigði
og hreysti. Þá verður
sjaldan of mikil áhersla
lögð á mikilvægi fjölskyld-
unnar og góða félagslega
og efnahagslega afkomu
hennar. HS
úr hugskotinu.
Buldi við brestur
Pað buldi við brestur á dögun-
um. Pað nötraði og skalf í inn-
viðum stærsta stjórnmálaflokks-
ins í landinu. Innviðir brustu og
byggingin klofnaði. Þjóðin horfði
dolfallin á sjónarspilið sem fjöl-
miðlamennirnir matreiddu ofan
í landslýð. Þarna var svo sann-
arlega tækifærið til að sýna
hvernig framreiða má gómsæta
æsifréttasúpu, kryddaða með
svolítilli illgirni og sykraða með
slatta af tilfinningasemi. Menn
urðu bara að gæta þess að fólk-
inu yrði ekki bara bumbult af
öllu góðgætinu.
Týnda siðferðið
Og hver var nú ástæðan fyrir
öllum þessum hamagangi? Jú
einn af ráðherrunum okkar brá
sér út yfir pollinn á ráðstefnu,
sem ekki er nú í frásögur fær-
andi. Og hann kvað víst aldrei
hafa mátt bregða sér frá, án
þess að allt færi í háaloft. Og
einmitt það gerðist. Einn sam-
ráðherranna uppgötvaði það
nefnilega allt í einu eftir að hafa
lesið grein í blaði, að flokkurinn
var búinn að týna siðferöinu
sínu. Ráðherrann sem staddur
var úti í Köben hafði víst farið
eitthvað gáleysislega með það.
Hann varð auðvitað að víkja.
Og hvað var það svo sem ráð-
herrann hafði til saka unnið? Jú
hann hafði gleymt að telja fram
til skatts eitthvert smáskítti, lík-
lega um það bil hálf verka-
mannalaun, og það að stinga
undan skatti hálfum launum
eins verkamanns er nú ekki stór
synd í landi þar sem skattsvik
eru nánast þjóðaríþrótt. Enda
hefur það tæpast verið þessi
gleymska sem orsakað hefur
afsögn Alberts heldur miklu
frekar sú staðreynd að hún varð
opinber. Menn vissu nefnilega
af þessu í innsta hring, en hafa
trúlega ekki kært sig um það að
alþjóð vissi fyrr en í fyrsta lagi
að kosningum afstöðnum. En
einhver lak í þá snápana hjá
Helgarpóstinum, og fjandinn
varð laus.
Þjóð sem hringsnýst
Það ereinhvers staðarsagt, að
sagan endurtaki sig. Fyrst sem
harmleikur, síðan sem farsi.
Öllum ætti að vera það í fersku
minni þegar Vilmundur heitinn
Gylfason klauf flokk, og efndi
til sérframboðs í nafni nýrrar
stjórnmálahreyfingar, sökum
þess að hann taldi með réttu
eða röngu, að siðferði væri sár-
lega ábótavant í íslenskum
stjórnmálaflokkum, þar með
töldum hans eigin. Framboð
Vilmundar og stuðningsmanna
hans féll þegar frá upphafi í
mjög góðan jarðveg hjá þjóð-
inni, og fyrstu skoðanakannanir
gáfu því allt að fjórtán
þingmenn. Að vísu fékk Banda-
lag jafnaðarmanna ekki nema
fjóra þingmenn kjörna þegar til
kastanna kom. En Vilmundur
átti samúð margra, og vissulega
eru áhrif hans á pólitískt líf
þjóðarinnar mikil og varanleg.
Siðferði í pólitík kemur einn-
ig við sögu í því máli sem nú
hefur leitt til þess að Albert
Guðmundsson er búinn að
kljúfa flokkinn sinn og efna til
sérframboðs. Það má að vissu
leyti segja sem svo, að Alberts-
málið sé mál Vilmundar með
öfugum formerkjum. Vilmund-
ur yfirgefur sinn flokk vegna
þess að hann telur þennan flokk
ekki uppfylla þær siðferðis-
kröfur sem gera verði til stjórn-
málaflokka, en Albert er í raun
þvingaður til að yfirgefa sinn
flokk vegna þcss að hann sjálfur
standist ekki þær siðferðiskröf-
ur sem flokkurinn gerir. Og
samlíkingin endar ekki þarna.
Vilmundur eignaðist samúð
þjóðarinnar sem ekki átti nógu
sterk orð til að lýsa vanþóknun
sinni á hinni pólitísku spillingu.
Og Albert tókst einnig að vekja
samúð þessarar sömu þjóðar,
sem nú á ekki nógu sterk orð til
að lýsa vanþóknun sinni yfir
þeim ofsóknum sem „Vinur litla
mannsins" sætir vegna smáyfir-
sjónar sem honum hefur orðið
á. Menn gleyma því viljandi eða
Reynir
Antonsson
skrifar
óviljandi, og Sjálfstæðisflokkur-
inn hjálpar skiljanlega til, að
þessi sami vinur litla mannsins
hefur verið borinn þungum sök-
um varðandi aðild að einhverju
umsvifamesta fjársvikamáli í
sögu lýðveldisins.
Þessi þjóð sem þannig hring-
snýst í einum allsherjar tilvistar-
farsa, hlýtur að vera einkar
spennandi viðfangsefni fyrir fé-
lagsfræðinga,eða þá mannfræð-
inga sem svo gjarnan beina
sjónum sínum að frumstæðum
samfélögum, Höfuðpersóna þess
þáttar farsans sem nú er leikinn
er einkennilega skopleg blanda
af de Gaulle og Glistrup, en
vekur þó ekki kátínu þjóð-
arinnar heldureins konar hrifn-
ingarkennda aðdáun. Vera má
þó að þessi skoplega andhverfu-
útfærsla Vilmundarmálsins hafi
að því leyti svipaðan endi og
það, að þingmenn þess lista sem
sumir gárungar kalla Skrið-
jöklalistann verði hlutfallslega
jafn fáir miðað við fyrstu spár,
og þingmenn BJ urðu, þ.e.
engir. Þjóöin verður að fara að
ná áttum. Annars er hætt við
því að.við glötum lýðræði því og
frclsi sem við svo mjög gumum
af. En þetta verður þjóðin sjálf
að framkvæma, því það er ekki
alltaf jafn auðvelt að losna við
sterka manninn, og það er að
kalla á hann til hjálpar.