Dagur - 10.04.1987, Blaðsíða 1

Dagur - 10.04.1987, Blaðsíða 1
70. árgangur Akureyri, föstudagur 10. apríl 1987 70. tölublaö Siglufjörður: Meiri- hlutinn sprunginn - fulltrúar Alþýðubandalagsins sátu hjá við afgreiðslu „bakaríssamningsins" er hann var samþykktur í gær Á fundi bæjarstjórnar Siglu- ijarðar í gær var meirihluta- samstarfi Alþýðuflokks og Al- þýðubandalags formlega slitið að kröfu þeirra fyrrnefndu. Ástæðan er klofningur sem varð í samstarfinu vegna svo- kallaðs „bakarísmáls“. Yið endanlega afgreiðslu málsins í gær sátu fulltrúar Alþýðu- bandalagsins hjá í atkvæða- greiðslu. Samningur um kaup á „Gamla bakaríinu“ var því samþykktur með 4 atkvæðum Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks gegn 3 atkvæðum Alþýðuflokks. Eins og komið hefur fram sam- þykkti bæjarstjórn Siglufjarðar í október að ganga til samninga við byggingarfélagið Bút hf. um kaup á 8 leiguíbúðum í húsi því sem í daglegu tali nefnist Gamla bakaríið. Kaupverð íbúðanna 23 millj- ónir, sem fjármagnað verður með lántökum, telja Alþýðu- flokksmenn allt of hátt og vilja verja peningunum til annarra framkvæmda sem þegar hafa ver- ið skornar niður í áætlun. Hinir flokkarnir þrír í bæjar- stjórn hafa hins vegar haldið fast við þá skoðun að til að mæta mikilli þörf á leiguhúsnæði sé besta leiðin að kaupa „bakaríið". í fyrradag var haldinn fundur í Alþýðuflokksfélagi Siglufjarðar og þar var samþykkt að ef full- trúar Alþýðubandalagsins greiddu ekki atkvæði gegn endanlegri samþykkt áðurnefnds samnings, þá væri grundvöllur fyrir áframhaldandi meirihluta- samstarfi flokkanna brostinn. Alþýðuflokksmenn sætta sig ekki við það að Alþýðubandalagið myndi í þessu einstaka máli nýj- an meirihluta með Framsóknar- flokki og Sjálfstæðisflokki. í gær héldu svo Alþýðubandalagsmenn fund vegna þessa máls. Þetta er ekki fyrsta málið sem veldur óeiningu í meirihlutasam- starfinu. Ýmis mál hafa komið upp, stór og smá, sem ekki hefur náðst samkomulag um en nú hef- ur samstarfið endanlega steytt á „bakarísmálinu“. Axel Axelsson bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks mun hafa lýst því yfir að samstarf við Alþýðu- bandalag kæmi ekki til greina. Myndun nýs meirihluta gæti því orðið vandaverk og einnig er við- búið að þessi málalok hafi áhrif á stöðu bæjarstjórans á Siglufirði. RMH Sigluf./ET Ungfrú Norðurland í gærkvöldi var Ungfrú Norðurland krýnd í Sjallanum. Átta stúlkur tóku þátt í keppninni en aðeins ein gat farið með sigur af hólmi og var það Þóra Birgisdóttir sem var svo heppin. Einnig var kosin besta Ijósmyndafyrirsætan, þann titil hreppti Sólveig Þorsteinsdóttir og einnig vin- sælasta stúlkan, kosin af stúlkunum sjálfum og það var íris Guðmundsdóttir sem reyndist vin- Sælust. Mynd: Rt*B. Geislunarhætta á Röntgendeild? „Varla forsvaranlegt að vera með sjúklinga í tækjunum“ - segir yfirmaður Tæknideildar FSA. Allir röntgentæknar hafa sagt upp störfum Allir röntgentæknar á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri, sjö, að tölu, hafa sagt störfum sínum lausum frá 1. júlí. Alvarlegt ástand blasir við á öllum deildum vegna uppsagn- anna. Ástæður uppsagnanna eru fyrst og fremst rnikil óánægja með tækjabúnað og aðstöðu deildarinnar en hvort tveg&Ía er að sögn fyrir neðan allar hellur og til skammar. Oánægja með launakjör mun síðan hafa fyllt mælinn með þessum afleiðingum. „Við erum að gefast upp á þessari aðstöðu. Deildin hefur ekki þróast að sama skapi og sjúkrahúsið hefur stækkað. Tækjabúnaður er orðinn ansi gamall svo ekki sé meira sagt. Það er Tæknideildinni að þakka að tækin eru ekki ónýt fyrir löngu,“ sagði Hansína Sigur- geirsdóttir trúnaðarmaður röntg- entækna í samtali við Dag. Hans- ína sagði einnig að í nýgerðum kjarasamningi STAK hefði kröf- um þeirra í engu verið sinnt. „Við viljum að það verði byrj- að á þessari nýju röntgendeild sem alltaf er verið að tala um. Ekki síst er þetta alvarlegt þegar það er athugað að þetta er eina sjúkrahúsið sem sinnir neyðar- þjónustu allt árið,“ sagði Hans- ína. Að sögn Gunnlaugs Jóhanns- sonar yfirmanns Tæknideildar FSA er hámarksendingartími röntgentækja't.ilinn 10 ár en elsta tækið á deildinni, þar sem mynd- uð eru höfuð og útlimir, er 33 ára gamalt! Algengur aldur er 15-19 ár og yngsta tækið er 10 ára þó að hluti þess hafi verið endurnýjað- ur fyrir 5 árum. Að sögn Gunn- laugs eru nokkur ár síðan fram- leiðendur sumra tækjanna til- kynntu að varahlutir væru ófáan- legir. „Framundan er geigvænlegt ástand. Það er varla forsvaran- legt að vera með sjúklinga í þess- um tækjum vegna geislunar- hættu," sagði Gunnlaugur, en vegna þess hve tækin eru óná- kvæm þarf að mynda sjúklinga oftar en góðu hófi gegnir. Geisla- varnir ríkisins hafa gert athuga- semdir við þessa „hrapallegu útgerð" oftar en einu sinni að sögn Gunnlaugs. Gunnlaugur og aðrir sem rætt var við voru þó sammála um að hér væri ekki að sakast við for- ráðamenn FSA heldur væri við „kerfið“ að eiga. Halldór Jónsson framkvæmda- stjóri FSA mun í dag kynna framkvæmdaáætlun ársins í heil- brigðis- og fjármálaráðuneyti. Að sögn Vignis Sveinssonar hefst hönnunarvinna við nýja röntg- endeild á þessu ári en ólíklegt er að framkvæmdir hefjist á árinu. ET

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.