Dagur - 10.04.1987, Blaðsíða 9
vser inqs .or -RUOAa-s
10. apríl 1987 - DAGUR - 9
„Auðvitað hefur maður unnið
að ýmsum félagsmálum og reynt
að láta gott af sér leiða í bænum.
Ég er ekkert óánægður með minn
hlut í þeim efnum, tel að ég hafi,
ásamt mörgum öðrum, komið
ýmsu góðu í gegn og að við höf-
um látið margt gott af okkur
leiða. Ég held að bærinn sýni það
á mörgum sviðum að ýmislegt
gott er búið að gera hér. Sem bet-
ur fer hef ég verið þátttakandi í
því sem hefur gerst, ásamt mörgu
góðu fólki m.a. hef ég setið í
bæjarstjórn síðan 1963. í því
sambandi má geta þess að ég tel
mér það til frægðar að ég sat
bæjarstjórnarfundi með mönnum
eins og Karli heitnum Kristjáns-
syni, Finni Kristjánssyni, Ásgeiri
Kristjánssyni, Jóhanni Her-
mannssyni en þeir Ásgeir og Jó-
hann leiddu mig fyrstu sporin í
bæjarmálunum. Ég hef mörgum
kynnst og haft afskipti af mörgu.
Á sínum tíma var ég mjög
spenntur fyrir byggingu félags-
heimilisins og var 10 ár í bygg-
ingarnefnd þess, fylgdist með frá
því að fyrsta skóflustungan var
tekin og þar til farið var að dansa
í húsinu. Völsungur er eignarað-
ili að húsinu og þess má geta að
fulltrúi Völsungs var kjörinn
fyrsti formaður félagsheimilis-
félagsins, það var Sigurjón
Jóhannesson og hann vann mjög
gott starf í þágu félagsheimilis-
ins.“
- Ef við snúum okkur að
stofnun Völsungs, hvernig er
nafn félagsins tilkomið?
„Fyrsta tillagan um nafn var
Víkingur, síðan komu tvær tillög-
ur um nöfnin Völsungur og Hem-
ingur, bæði þessi nöfn eru sótt í
fornar norrænar sögur. Mig grun-
ar að sýslumannsfrúin, Þórunn
Havsteen hafi haft áhrif á það að
félagið hlaut nafnið Völsungur.
Greidd voru atkvæði um nöfnin á
félagsfundi, Völsungur hlaut
fleiri atkvæði og síðan hefur öll-
um Völsungum þótt vænt um
þetta nafn. Þeir sem stofnuðu
félagið voru strákar sem höfðu fá
tækifæri og bundust samtökum
um að stofna félag 12. apríl 1927.
Stofnfélagar voru 27 á aldrinum
10-14 ára, fyrsta fjármagnið sem
félagið fékk voru nokkrar krónur
frá félagi sem var hætt störfum en
hafði ánafnað eignum sínum til
íþróttafélags ef slíkt félag yrði
stofnað hér í bæ.
Naumur meirihluti fyrir
þátttöku stúlkna
Til að byrja með var eingöngu
æfð knattspyrna en 1933 var sam-
þykkt að leyfa stúlkum að gerast
félagar, þetta var samþykkt á
fundi með naumum meirihluta.
En frá þeim tíma hafa stúlkur
verið með og sett mikinn svip á
félagslífið og -starfið, þær hafa
fært okkur heim marga íslands-
meistaratitla, þann síðasta fyrir
nokkrum dögum, íslandsmeist-
aratitil í blaki.
1930 kepptu strákar á aldrinum
16-18 ára um svokallaðan Vals-
skjöld í öðrum flokki og þeir
unnu, 1933 unnu þeir skjöldinn
aftur en árið eftir kom upp deilu-
mál um hvar keppnin skyldi fara
fram. Búið var að lofa að hún
yrði á Húsavík en ekki var staðið
við það, mínir menn móðguðust
og tóku ekki þátt í keppninni en
ef þeir hefðu unnið hana hefðu
þeir fengið skjöldinn til eignar.“
- Hverjar eru stærstu stundir í
sögu félagsins, að þínu mati?
„Pær hafa verið margar, við
höfum náð athyglisverðum
árangri á mörgum sviðum. Þegar
íþróttasalurinn í barnaskólanum
var tekinn í notkun hafði það í
för með sér gífurlega breytingu á
starfsemi félagsins. Bæjarstjórnin
var svo rausnarleg að veita félag-
inu aðgang að salnum endur-
gjaldslaust og útvega húsvörð.
Segja má að allir krakkar á Húsa-
vik hafi komið inn í þennan sal
og þarna var stanslaust fjör öll
kvöld, salurinn virkaði sem
nokkurs konar félagsmiðstöð.
Krakkarnir sátu í áhorfenda-
svæðinu og fylgdust með æfing-
um en það var ekki hugsað um að
fara í sjoppu og hanga þar. í saln-
um var allslags starfsemi sem hef-
ur margskilað sér að mínu mati.
Ástæðan fyrir því að við feng-
um húsið endurgjaldslaust var sú
að ég rakst á bókun í gamalli
fundargerðarbók hreppsnefndar,
þar sem Ungmennafélagið Ófeig-
ur í Skörðum afhendir hrepps-
nefndinni gamla samkomuhúsið
til eignar og yfirráða. Húsið var
gefið með því skilyrði að ef stofn-
að yrði íþrótta- eða ungmenna-
félag á Húsavík fengi það frí
afnot af húsinu alla tíð. Ég var
kominn í bæjarstjórn og gat beitt
mér fyrir því að þetta var hermt
upp á bæjarstjórnina, hún viður-
kenndi réttmæti bókunarinnar og
stjórn Völsungs fór fram á að
þetta gamla mál yrði látið lönd og
leið en við fengjum frí afnot af
íþróttasalnum í staðinn. Við höf-
um fengið salinn endurgjalds-
laust síðan en nú er búið að segja
samningnum upp, enda er nýtt og
glæsilegt íþróttahús risið.
Það vantar meiri snjó
Það var einnig merkur atburð-
ur þegar Völsungur fékk tún úti á
höfða, en það fékkst fyrir milli-
göngu sr. Friðriks A. Friðriks-
sonar, á þessum árum voru tún
ákaflega mikils virði á Húsavík.
Þar sem þetta tún var stendur nú
Trésmiðjan Fjalar, Húsiðn og
áhaldahús bæjarins en það er
enginn vafi á því að á sínum tíma
var þetta tún einn besti grasvöllur
á landinu.
Síðar var svo gerður malar-
völlurinn, hann var mjög góður
og er góður enn, auðvitað var
mjög vandað til hans og þar unnu
Völsungar mjög mikla sjálf-
boðavinnu.
Næst var grasvöllurinn klárað-
ur og komið upp fyrsta flokks
frjálsíþróttaaðstöðu umhverfis
völlinn. Nú er verið að vinna að
endurbótum á kjallara sundlaug-
arinnar þar sem við höfum bún-
ingsaðstöðu, en þangað koma
fleiri þúsund manns yfir sumarið,
fólk alls staðar af landinu.
1 skíðalöndunum var fyrst sett
upp mjög frumstæð skíðalyfta,
það var dráttarvél og kaðall sem
strengdur var á staura en Völs-
ungar unnu að þessu og síðar var
okkur gefinn mótor sem settur
var upp við lyftuna. Bæjaryfir-
völd sáu að þetta var mikið notað
og að hálfgert ævintýraland var í
fjallinu þegar snjór var og þetta
hefur þróast þannig að nú eru
komnar fjórar lyftur. Auðvitað
vantar meiri snjó en verið hefur
undanfarin ár, það er áhyggju-
efni sem við verðum að finna
lausn á og við höfum fundið
svæði sem við höfum áhuga á sem
framtíðarskíðalandi.
Síðasti stórdraumurinn er
íþróttahúsið sem margir eru bún-
ir að vinna gott verk í kringum.
Ég hef verið í bygginganefnd
þessa húss síðan byrjað var á því
og einnig hef ég verið í íþrótta-
nefnd bæjarins frá því hún var
sett á stofn og er núna formaður
hennar.“
Allt árið tileinkað
afmælinu
- Hverjar eru þínar stærstu
stundir sem formaður Völsungs?
„Þær eru margar og erfitt að
draga eina fram, maður fyllist
stolti, ánægju og gleði þegar
Húsvíkingar skara fram úr hvort
sem um er að ræða handbolta,
blak, skíði, fótbolta eða eitthvað
annað. Samt held ég að það fari
ekki milli mála að einhver
stærsta stundin var sigurinn í
annarri deild á síðasta ári. Það
verður eftirminnilegt að á 60 ára
afmæli félagsins skulum við spila
í fyrstu deild. Við hugsum um
brautryðjendurna því svona lag-
að gerist ekki bara, einn, tveir,
þrír, heldur þurfa margir menn
að vinna mikið starf. Að komast í
hóp tíu bestu knattspyrnuliða á
landinu er að mínu mati stór-
afrek og ég held að margir
Húsvíkingar og Þingeyingar hafi
ekki áttað sig á því hvar við
stöndum í rauninni. Það er
ánægjulegt fyrir mig sem for-
mann félagsins að standa frammi
fyrir því að við erum komnir í
fyrstu deild.“
- Hvernig finnst þér hugur
bæjarbúa til Vöisungs?
„Hann er blendinn en yfirleitt
er hann mjög góður og okkur
hefur alltaf verið rnjög vel tekið
hér og við höfum notið mikils
stuðnings frá bæjarbúum. Meiri-
hlutinn af Húsvíkingum hefur átt
einhver ár í Völsungi og það væri
á móti öllum kenningum ef gaml-
ir Völsungar tækju ekki félaginu
vel. Maður verður mikið var við
hlýhug til félagsins frá brottflutt-
um Húsvíkingum sem rifja upp
gamlar, góðar stundir.“
- Hvernig á að halda upp á
afmæli Völsungs?
„Allt þetta ár verður tileinkað
60 ára afmælinu og við getum
ekki haldið betur upp á afmælið
en með því að: í fyrsta lagi spil-
um við í fyrstu deild, í öðru Iagi
fáum við hér í notkun nýtt og eitt
af glæsilegustu íþróttahúsum
landsins, í þriðja en þó ekki síð-
asta lagi verður mesta íþróttahá-
tíð íslands haldin hér. Ég held að
hvað sem við hefðum viljað gera,
gætum við ekki gert neitt stærra
eða meira. Það er mikil gróska í
knattspyrnudeildinni og í fyrsta
sinn í sögu félagsins höfum við nú
ráðið starfsmann og höfum opna
skrifstofu.“
Aldrei neitt
unglingavandamál
- Hvernig lýst þér á framtíðina?
„Mér líst vel á hana, það er
mikil gróska í öllu íþróttalífi og
hún á enn eftir að vaxa með til-
komu íþróttahallarinnar og þar
verða t.d. haldnir landsleikir í
framtíðinni. Það vantar ekki
áhuga hjá fólki og sem dæmi get
ég nefnt að það rýmkaðist um
tíma í gamla íþróttasalnum um
daginn þegar hópar fluttu sig í
höllina. Sú hugmynd kom upp að
reyna að vera með fimleika fyrir
ungar stúlkur, við ætluðum að
vera með einn tíma í viku og
reiknuðum með að svona 20
stúlkur mundu taka þátt í þessu.
í dag eru um 200 skráðar í þessa
fimleika og tímarnir eru orðnir
átta í viku. Ég er viss um að þátt-
taka í fleiri íþróttagreinum á eftir
að blossa upp hér um leið og
aðstæður skapast.
Ég hef trú á því að við eigum
einna sterkastu og best gerðu
unglinga á íslandi. Rökin fyrir
því eru þau að' t.d. höfum við
mjög gott mataræði á Húsavík,
hér í kringum okkur er eitt besta
landbúnaðarhérað á íslandi og
við höfum ferskan og góðan fisk
úr sjónum. Þannig að unglingarn-
ir hafa verið vandir á að borða
íslenskan, hollan mat og líkam-
legt atgervi þeirra er mjög gott. í
öðru lagi höfum við verið svo
heppin að { skólum bæjarins hafa
verið mjög jákvæðir og góðir
íþróttakennarar sem byggt hafa
upp húsvíska unglinga, alveg frá
því þeir komu fyrst í barnaskóla,
með tilliti til íþrótta. Þetta er
staðreynd og ég held að þetta sé
grunnurinn að því hvað okkur
hefur gengið ótrúlega vel á mörg-
um sviðum.
Hér hafa verið mjög reglusöm
heimili og við höfum aldrei verið
með neitt sem kallað er unglinga-
vandamál.
Ég hef sett traust mitt á
húsvíska unglinga og aldrei orðið
fyrir vonbrigðum, m.a. hef ég
farið með unglinga til útlanda og
þar hef ég lifað eina af þessum
stóru stundum þegar húsvískir
unglingar tóku við gullverðlaun-
um í blaki á Álaborgarleikunum
eftir að hafa keppt við 16 þjóðir.
Ég er ekki viss um að annað
blaklið á íslandi, fyrr eða síðar,
hafi staðið sig eins vel en þetta er
dæmi um það að við eigum vel
uppbyggða, sterka og góða ungl-
inga.“ IM