Dagur - 10.04.1987, Blaðsíða 18
18- DAGUR- 10. apríl 1987
Hinn föngulegi hópur úr Tónlistarskólanum sem heldur til Noregs í júní.
Mynd: RPB
Blásarasveit Tón I i starskó I ans fer í
ferð til þriggja Norðurlanda í sumar
Hvað er að gerast:
fþróttir helgarinnar
Á laugardaginn fer fram Akur-
eyrarmót í stórsvigi í flokki 13-14
ára unglinga. Keppnin sem fram
fer í Hlíðarfjalli hefst kl. 10. Kl.
12 hefst keppni í Akureyrarmóti
í svigi í flokki 11-12 ára. Á
sunnudaginn kl. 10 hefst keppni á
aprílmót í stórsvigi í flokkum
10, 11 og 12 ára.
Visa-bikarmót SKÍ í flokki
fullorðinna fer fram í Bláfjöllum
um helgina. Fjarðargangan, fjórði
hluti íslandsgöngunnar fer fram í
Ólafsfirði á laugardaginn.
íslandsmótið í kraftlyftingum
verður haldið í Bæjarbíói í Hafn-
arfirði á laugardaginn og hefst
keppni kl. 10.
Bridgefélag Akureyrar:
Anton meistari
í einmenningi
Anton Haraldsson bar sigur úr
býtum í Einmenningskeppni
Bridgefélags Akureyrar sem
lauk s.I. þriðjudagskvöld.
Lokastaða efstu manna varð þessi:
1. Anton Haraldsson 235 stig.
2. Soffía Guðmundsdóttir 232 stig.
3. Stefán Vilhjálmsson 215 stig.
4. Ævar Ármannsson 212 stig.
5. Bragi V. Bergmann 205 stig.
6. Kristinn Kristinsson 201 stig.
7. Jón Sverrisson 197 stig.
8. Örn Einarsson 196 stig.
9. Pétur Guðjónsson 194 stig.
10. Sigfús Aðalsteinsson 192 stig.
Seinasta keppni Bridgefélags Akur-
eyrar á þessum vetri, hið árlega Hall-
dórsmót BA sem er minningarmót um
Halldór Helgason, hefst síðan þriðju-
daginn 14. apríl og tekur fjögur kvöld.
Spilað verður eftir Board-o-max fyrir-
komulagi. Spilamennskan hefst kl.
19.30 í Félagsborg. BB.
Elsta sveit blásara í Tónlistar-
skólanum á Akureyri - svonefnd
D-sveit ætlar á alþjóðlegt mót
lúðrasveita í Noregi í sumar.
Þetta mót sem er haldið í bænum
Hamar skammt norður af Osló
hefst 19. júní og stendur þrjá
daga. Blásarasveitir frá Tón-
listarskólanum hafa áður farið á
mót af þessu tagi á sama stað, þar
sem þau eru haldin reglubundið.
Það var árin 1978 og 1981, en þá
var sveitin frá Akureyri í öðru
sæti í sínum flokki og hlaut silfur-
verðlaunin. Nú er stefnt að því
að gera betur - gullið er þó enn
erfiðara að hljóta en áður, þar
sem sveitin hefur verið skráð ein-
um flokki hærra en hún keppti í
síðast, þegar hún hlaut silfrið.
Eftir mótið í Hamri leggur D-
sveitin upp í tólf daga ferðalag
um Svíþjóð, Álandseyjar og
Finnland. Par verður m.a. komið
við í vinabæjum Akureyrar -
Vasterás og Lahti - þar sem
heimamenn veita margháttaða
fyrirgreiðslu, en tónleikar verða
haldnir á öllum stöðum þar sem
dvalist verður yfir nótt, allt þar til
snúið verður heim frá Gautaborg
4 júlí. Yngstu blásararnir eru á
ellefta ári en hinir elstu á því
átjánda, og hafa allir stundað nám
við Tónlistarskólann á Akureyri í
nokkur ár. Stjórnandi D-sveitar-
innar er Roar Kvam, en hann var
einnig með sveitinni í fyrri ferð-
um hennar.
Þrjár sveitir nemenda sem
skemmra eru komnir í tónlistar-
námi starfa einnig í Tónlistar-
skólanum. Peir sem hófu nám á
blásturshljóðfæri í haust skipa A-
sveitina, og síðan taka B og C-
sveitirnar við. Þessar sveitir ætla
einnig í ferðalag í vor. Þær fara
suður á Akranes fyrstu dagana í
maí og taka þar þátt í móti
blásarasveita tónlistarskólanna í
landinu, en ferðalög á slík mót
hafa verið árviss viðburður.
Fjáröflun - styrkir
Hér er ekki í lítið ráðist. Ferða-
lagið er dýrt og erfitt hinum ungu
hljóðfæraleikurum. Foreldra-
félag blásarasveitanna hefur stað-
ið fyrir fjáröflun til ferðarinnar
og skipulagt hana, auk þess sem
ráð er fyrir því gert að nokkrir úr
því fari með sveitinni til farar-
stjórnar og aðstoðar við ferða-
langana. Sótt hefur verið um
styrki, og hafa þegar fengist mynd-
arlegar upphæðir frá Akureyrarbæ
og menntamálaráðuneytinu sem
sérstaklega ber að þakka, auk
annarra smærri framlaga sem
ekki eru síður þakkarverð.
En undir stærstum hluta kostn-
aðarins verða þátttakendur að
standa sjálfir, eða afla til þess fjár
með ýmsum hætti. í vetur hafa
þeir ásamt foreldrum sínum tekið
að sér blaðburð, og eru nú bjartir
tímar á því sviði fram að kosn-
ingum, þar sem blásarasveitin sér
um útburð á Akureyri fyrir flesta
þá sem bjóða fram í kjördæminu.
Þá hefur verið kaffisala, jólaglögg
og jólakarlar seldir í göngu-
götunni fyrir jólin, og gripið til
fleiri ráða í peningaleit, og borið
ágætan árangur. Þá er sveitin
ávallt tilbúin að spila við ýmis
tækifæri fyrir þá sem þess óska.
Happdrætti
Nú hefur verið hleypt af stokkun-
um happdrætti. Útgefnir eru fáir
miðar en þá dýrari að sama skapi
þar sem vinningslíkur eru meiri
og stefnt að því að selja hvern
einasta þeirra. Takist það eru
góðar horfur á að safna megi því
sem næst upp í útlagðan ferða-
kostnað, og ættu þátttakendur þá
ekki að þurfa að borga meira en
vasapeninga fyrir sig. Það er því
von foreldrafélagsins að bæjar-
búar taki þessu sérstaka happ-
drætti vel, þegar þeim verða
boðnir miðar, og styrki þar með
blásarasveitina til góðs árangurs
á erlendri grund. Þess má geta að
hverjum miða fylgir ávísun á fisk
frá „Fiskilandi hf.“ í kaupbæti.
I stjórn foreldrafélagsins eru:
Katrín Friðriksdóttir, Þórey
Aðalsteinsdóttir, Bergþóra
Reynisdóttir, Sigríður Þórðar-
dóttir, Magnús Friðriksson, Olaf-
ur Kjartansson og Einar Thor-
lacius, en fjölmargir aðrir for-
eldrar hafa einnig unnið mikið
starf. Vilji einhverjir koma verk-
efnum á framfæri við sveitina til
að taka að sér - útburð eða ann-
að - er best að hafa samband við
einhvern stjórnarmanna.
Leikfélag Akureyrar:
Fólkið kýs kabarett
Söngleikurinn sívinsæli, Kaba-
rett, stendur ykkur til boða
áhorfendur góðir um þessa
helgi. Sýningar verða á föstu-
dags- og laugardagskvöld og
hefjast kl. 20.30 stundvíslega. I
næstu viku verða nokkrar
breytingar á, enda páskarnir í
nánd. Þá mun Leikfélag Akur-
eyrar bjúða ykkur velkomin á
miðvikudags- og fimmtudags-
kvöld svo og á mánudaginn
annan í páskum.
Duttlungar náttúrunnar settu
strik í reikninginn um síðustu
helgi og varð fjöldi manns frá að
snúa vegna ófærðar. Vonandi
gengur þeim betur næst, en nú
streymir landsbyggðarfólkið til
Akureyrar því skiljanlega vill
enginn missa af þessari herlegu
sýningu. Og ekki er það letjandi
að skemmtilegar pakkaferðir eru
á boðstólum fyrir fólk hvaðanæva
af landinu. Leikfélag Akureyrar
er sterkur segull sem dregur list-
unnendur að sér, kletturinn í
ólgusjó menningarlífs í bænum.
SS
Gigt í börnum
Það er ekki vandalaust að koma
upplýsingum um gigtsjúkdóma á
framfæri í stuttu máli. Pistlarþeir
sem hafa birst á síðum Dags
undanfarið eru heldur ekki hugs-
aðir sem tæmandi lýsing heldur
kynning - aðallega fyrir þá sem
lítið eða ekkert vita um gigt. Fyr-
ir þá sem þegar vita nokkuð og
þá sem vilja vita meira hefur hins
vegar vantað upplýsingar um
heimildir.
Efni undanfarinna greina sem
og þeirra sem væntanlegar eru er
fyrst og fremst fengið úr ýmsum
skrifum sem birst hafa á vegum
Gigtarfélags íslands, og þá aðal-
lega í tímariti þess. Þar er að
finna mikinn fróðleik um gigt og
full ástæða fyrir þá sem áhuga
hafa á einum gigtsjúkdómi frekar
en öðrum að fletta tímaritinu,
þeir munu örugglega finna eitt-
hvað við sitt hæfi.
Gigt í börnum er sem betur fer
ekki algeng. Sjaldan liggja alvar-
legir sjúkdómar að baki kvartana
barna um verki í líkamanum.
Það er engu að síður staðreynd
að börn geta fengið gigt, sams
konar gigt og fullorðnir, jafnvel
kornabörn. I þessum og næsta
pistli verður reynt að gera þessu
nokkur skil.
Iktsýki (liðagigt) er mun sjald-
gæfari hjá börnum en fullorðn-
um. Hún getur byrjað á öllum
aldri en byrjunareinkenna virðist
aðallega verða vart á tveimur
aldursskeiðum, þ.e. 2-5 ára og 9-
12 ára. Ekki er vitað um orsakir
frekar en hjá fullorðnum og
hegðun sjúkdómsins er einstakl-
ingsbundin jafnt hjá börnum og
fullorðnum.
I byrjun má þó skipta sjúkl-
ingunum í þrjá hópa og spá þann-
ig nokkuð fyrir um þróun sjúk-
dómsins:
A. Þau börn sem fá fyrst ikt-
sýki með háum, sveiflukennd-
um hita. Hjá þeim sjást oft eitla-
bólgur og bólga sest jafnvel í
innri líffæri. Liðbólgur sjást
sjaldnast fyrr en að nokkrum vik-
um liðnum. Þessi einkenni geta
staðið samfleytt í vikur eða mán-
uði og blossað upp aftur eftir
langt hlé. U.þ.b. helmingur þess-
ara barna kemst til fullrar heilsu
á ný en hinn helmingurinn fær
króniskan sjúkdóm sem að vísu
brennur út að lokum en skilur
eftir sig meiri eða minni örkuml.
B. Um 50% barna með iktsýki
fá svipuð einkenni og fullorðnir,
þ.e. fyrstu einkenni eru frá stór-
um liðum s.s. hnjám, úlnliðum,
ökklum og olnbogum en færast
síðan yfir á smærri liði. Þessi
börn veikjast ýmist skyndilega
með áberandi bólgu í mörgum
liðum og oftast með hita, eða þá
að byrjunin er rólegri með morg-
unstirðleika og verkjum í liðum.
Áframhaldið er svo einstaklings-
bundið. Sjúkdómurinn getur
haldist við í mánuði eða ár með
hléum. Sumir ná sér allvel að lok-
um en aðrir sitja uppi með gigt-
ina ævilangt.
C. Helsta einkenni síðasta
hópsins er að gigtin kemur aðeins
fram í einum eða í mesta lagi
fjórum liðum, einkum þeim
stærri. Þessi börn eru langminnst
þjökuð af sínum sjúkdómi. Þau
fá sjaldan hita, eru oftast fleyg og
fær og afleiðingarnar eru sjaldan
alvarlegar. Þó er einn fylgikvilli
þessarar gerðar sem hrjáir hluta
þessa hóps en það er bólga í lit-
himnu augans. Nauðsynlegt er að
hyggja vel að þessu, jafnvel í
nokkur ár eftir að sjúkdómurinn
virðist annars vera genginn yfir.
Ekki skiptir meginmáli að
skipta sjúklingum niður í ofan-
greinda flokka, enda eru skilin
óljós. Mikilvægast er að sjúk-
dómurinn greinist snemma og fái
rétta meðhöndlun, þannig má
bæta framtíðarhorfur barnanna
verulega. Talið er að um 70-80%
þeirra nái sér að lokum án veru-
legrar bæklunar eða skertrar
starfsgetu að því leyti sem hægt
er að tala um bata í króniskum
sjúkdómum.
Meðferðin beinist að því að
skapa börnunum eins eðlilegt líf
og kostur er með því að draga úr
verkjum, reyna að hindra lið-
kreppur og viðhalda styrk líkam-
ans. Til þess er beitt lyfjum og
sjúkraþjálfun. Mikilvægt er að
skilningur og góð samvinna sé
milli allra þeirra sem annast
börnin og láta hag þeirra sig ein-
hverju varða.