Dagur - 10.04.1987, Blaðsíða 8
8- DAGUR- 10. apríl 1987
- Freyr Bjamason formaður Völsungs í helgarviðtali
* /
A sunnudaginn verður Iþróttafélagið Völsungur 60
ára. Síðan 1978 hefur Freyr Bjarnason verið for-
maður Völsungs, hann gekk í félagið 1947 og hefur
setið í stjórn þess síðan 1951. Frá barnæsku hefur
Freyr verið mikill félagsmálamaður og unnið
sleitulaust að íþróttamálum. í helgarviðtalinu í dag
rifjar hann upp ýmislegt frá uppvaxtarárunum á
Húsavík, spjallar um afmælisbarnið og íþróttamál-
in. Freyr er fæddur á Húsavík, einn af sjö sonum
hjónanna Kristjönu Helgadóttur og Bjarna Ás-
mundssonar, sjómanns og útgerðarmanns.
„Ég er miöjumaðurinn. þrir
bræðurnir eru eldri og þrír yngri.
Ég hef sjálfsagt verið baldinn
strákur, miðað við mína jafn-
aldra var ég alltaf stór og sterkur
og sjálfsagt hef ég verið frekur.
Ég ólst hér upp eins og aðrir
strákar í ákaflega yndislegu
umhverfi því Húsavík var dásam-
legur staður á þessum árum, eins
og hún er raunar enn. Ef eilthvað
gerist er alltaf kallað í löggu eða
hótað með löggu, en við höfðum
bara eina löggu sem við báruni
ótakmarkaða virðingu fyrir, það
var Júlíus Havsteen sem gekk hér
um í einkennisbúningi og setti
svip á bæinn. Menn sem sáu hann
á sínum morgun- og kvöldgöng-
um gleyma honum aldrei.
Hér var frjálst og yndislegt
samfélag, maður var heimagang-
ur í öðru hvoru húsi í bænum og
uppvaxtarárin eru ógleymanleg.
Aður en ég gekk í Völsung þá
stofnuðum við lítið félag í suður-
bænum sem hét Drengjafélagið
Valur, ég var formaður, kannski
vegna þess að ég var stór og
frekur. Við gerðum margt merki-
legt í þessu félagi, m.a. söfnuð-
um við munum í bænum og héld-
um tombólu, ágóðanum var varið
handa bágstöddum Norömönn-
um á stríðsárunum.
Sem betur fór lauk stríðinu en
við þurftum að halda áfram að
vera með tombólur og í stað þess
að senda ágóðann til útlanda,
leituðum við uppi gamla Húsvík-
inga sem áttu bágt og voru ein-
stæðingar og við færðum þeim
þessa peninga fyrir jólin.
Helgastaðir voru nokkurs kon-
ar félagsheimili Vals og margar
góðar konur hjálpuðu okkur, ég
man sérstaklega eftir Katrínu
Sigurðardóttur, Jónínu Helga-
dóttur, Sigríði Helgadóttur og
fleiri konum úr nágrenninu.
Keppnistímabiliö
stóð allt áriö
Það var árviss viðburður að slá
köttinnn úr tunnunni, afi minn
Helgi Flóventsson bjó til sérstak-
an brag við lag sem alltaf var
sungið þegar kötturinn var sleg-
inn úr tunnunni og þessi bragur
hefur varðveist."
- Stunduðuð þið íþróttir í
félaginu?
„Við útbjuggum okkur stökk-
gryfju suður á bakka þar sem
verkstæðishús Jóns Þorgrímsson-
ar stendur núna og við vorum
frægir fyrir að stunda fótbolta í
fjárréttinni sem stóð norðan við
Éosshúsið. Réttin var nánast í
eyði eftir hvert keppnistímabil
sem stóð frá því að göngum lauk
og þar til að göngur hófust, það
er að segja allt árið. Fótbolti var
spilaður nánast á hverjum einasta
degi, möl var í botninum á safn-
hringnum og hann hallaði mátu-
lega svo þarna var hægt að vera
þó það væri rigning.
í lögum Vals var tekið fram að
þegar menn næðu 16 ára aldri
yrðu þeir að ganga úr félaginu,
það voru því mjög þung spor að
mæta á síðasta félagsfundinn. En
fundir voru formlegir með fund-
arstjóra og fundarritara, einhvers
staðar á fundargerðarbók Vals að
vera til, í hana eru skráðir margir
merkilegir hlutir og það væri
mikill fengur að fá bókina hjá
þeim félaga sem hefur hana undir
höndum.
Félagið hélt árshátíðir í stofu í
barnaskólanum, þá komu menn
með mjólk eða súkkulaöi og kök-
ur að heiman. Það gat enginn
mætt á þessar árshátíðir nema að
hafa með sér dömu en félagarnir
voru á aldrinum 10-16 ára. A árs-
hátíðunum fluttum viö leikrit og
þar söng kór sem við stofnuðum.
Ég var oftast Ólafur Thors
Einnig héldum við málfundi,
nokkurs konar eldhúsdagsum-
ræður og það var dregið um hver
ætti að vera hvaða stjórnmála-
maður. Ég lenti oftast í því að
vera fulltrúi Sjálfstæðisflokksins,
gjarnan Ólafur Thors og það var
svo sem ekki leiðum að líkjast.
Við færðum umræðurnar yfir á
nhver stærsta stundin var sigurinn í 2. deild á síðasta ári.“
„Það fer ekki á milli mála að eii
ýmislegt sem var að gerast í
bænum, þá var mikil gróska í
verkalýðshreyfingunni og unnið
var aö ýmsum framfaramálum,
t.d. var verið að brjótast í því að
stofna fiskiðjuverið og sú fram-
kvæmd skipti sköpum í öllu
atvinnulífi hér og afkomu
manna.
Hér var búskapur mikið stund-
aður, t.d. voru 2500 fjár á fóðr-
um og í bænum voru 120 kýr. Það
voru mömmurnar sem höfðu
kannski mestan höfuðverkinn af
þessum búskap, að sjá um að
kýrnar væru reknar á beit og sótt-
ar á kvöldin en um þetta voru
stofnuð kúasamfélög. Hvert
heimili átti einhvern túnskika
sem viökomandi ræktaði af litlum
eða engum efnum en með þcirn
hætti varð Húsavík það sem hún
var. Það var talað um að Húsavík
væri falleg og að hér væri vel
gróið en orsökin fyrir því var sá
landbúnaöur sem hér var stund-
aður.
Heimilisfeðurnir scttu fram
sína báta um leið og tíð lagaöist á
vorin og hver einasti karlmaður
var upptekinn við sjóróöra allt
sumarið, því mæddi það á móður
og börnum að hirða um kýrnar
og að heyja handa skepnunum.
Hér var lítið eða ekkert kyn-
slóðabil og mikil gróska í öllu
félagslífi.“
Ég var aldrei
mikill sjómaður
- Mér skilst að þú hafir ekki
verið ánægður að hætta í Val.
„Eins og ég sagði áðan þá voru
þetta þung spor þegar við jafn-
aldrarnir, sem höfðum verið
dálítið dórhinerandi í félaginu,
þurftum að ganga út.
A þessum árum miðaðist starf
Völsungs ckki mikið við þarfir
unglinga innan við 16 ára, en nú
skapar Völsungur krökkum á
þessum aldri verkefni á fjölmörg-
um sviðum. Ég fann oft til þess
sem unglingur hvað við vorum
vanbúnir af ýmsum hlutum, hvað
viö höfðum litla aðstöðu og hvað
félög gcrðu lítið fyrir okkur. Þcss
vegna hét ég sjálfum mér því að
þegar ég kæmist til vits og ára
skyldi ég af alefli reyna að beita
mér fyrir því að unglingar og
börn hér í bænum fengju tækifæri
til að fá útrás fyrir sína orku. Ég
hef rcynt af fremsta megni að
standa við þetta heit mitt.
Ég gekk í Völsung 16 ára gamall
og kunni rnjög vel við mig, þá var
Sigurður P. Björnsson formaður,
hann var mjög mikill eldhugi í
félagsmálum, dreif félagið áfram
og ég hreifst mjög mikið af hon-
um og hans samstarfsmönnum.
Síðan ólst ég upp í þessu félagi
eins og fleiri og fékk öll mín tæki-
færi, þau voru ekki mörg en þau
sem ég fékk voru í gegnum þetta
félag og svona var það með flesta
á mínum aldri.“
- Stundaðir þú íþróttir mikið?
„Eftir því sem tækifæri gáfust
til, bæði frjálsar íþróttir, leikfimi,
knattspyrnu á sumrin og hand-
bolta. En svo þurfti maður að
fara að vinna og þá var enga
vinnu hér að hafa svo ég fór á
vertíðir eins og allmargir jafn-
aldrar mínir. Ég var aldrei rnikill
sjómaður og eftir tíu vertíðir var
ég búinn að fá lcið á þessu, fór að
læra múrverk, tók sveinspróf og
hef síðan unnið viö bygginga-
starfsemi.“
Hef haft afskipti af mörgu
- En þú hefur gert ýmislegt
fleira, að loknum vinnudegi taka
félagsmálin við.