Dagur - 15.04.1987, Blaðsíða 24

Dagur - 15.04.1987, Blaðsíða 24
DAfiUR Akureyri, miðvikudagur 15. aprfl 1987 KA-heimilið Nutid — Sauna — Ljósabekkir — Nuddpottur Opið: Skírdag kl. 10-19 • Föstudaginn langa kl. 14-19 Laugardaginn 18. apríl kl. 10-19 • Páskadag ■ , Annan í páskum kl. 10-19 eru'- Tímapantanir í síma 23482 Norðurland: Veruleg afla- aukning á Akureyri Víða hefur fiskast vel á Norðurlandi þrjá fyrstu mán- uði ársins og má nefna að á Akureyri (þ.m.t. Krossanes) höfðu borist 28.273 tonn að landi, miðað við 14.014 tonn Ný útvarpsstöð á Dalvík: „lnnrás“ - byrjar útsendingar á laugardag Ný útvarpsstöð tekur til starfa á Dalvík á laugardaginn og er stefnt að því að senda út frá kl. 14.00 til miðnættis daglega. Útvarpsstöð þessi ber nafnið „Innrás-útvarp B-listans“ og verður hún starfrækt í rúma viku. Að sögn Snorra Finnlaugssonar útvarpsstjóra verður dagskráin fyrst og fremst byggð upp á Iéttri tónlist og ýmsu öðru léttmeti og ætti útsendingin að heyrast um alla Dalvík og næsta nágrenni. „Við stefnum að því að gera hlut hlustenda sem mestan og markmiðið er að gera dagskrána sem skemmtilegasta,“ sagði Snorri útvarpsstjóri í samtali við Dag. Hann sagði jafnframt að það væru ungir og hressir Dalvík- ingar sem ættu veg og vanda af þessu framtaki. Dagskrárstjóri Innrásar verður Júlíus Garðar Júlíusson en fjár- málastjóri Ásmundur Jónsson. Sem fyrr segir hefjast útsend- ingar á laugardaginn kl. 14.00 og meðal atriða þá má nefna að Bítlavinafélagið margrómaða kemur í heimsokn og slær á létta strengi. Innrás sendir út á stutt- bylgju, FM-104. BB. sömu mánuði í fyrra. Aukning- in er 102%. Siglufjörður kem- ur næstur með 24.911 tonn, 13.849 í fyrra, og nemur aukn- ingin tæpum 80%. Mest er aukningin þó á Þórshöfn eða 1.073%, 11.518 tonn á móti 982. Það er aukin loðnuveiði sem gerir þessar tölur svona sláandi. En lítum á aðra staði norðan- lands. Svigatölur eru fyrir sömu mánuði ’86: Hvammstangi 537 (404), Blönduós 411 (414), Skagaströnd 2.592 (2.976), Sauð- árkrókur 1.616 (1.786), Hofsós 18 (297), Ólafsfjörður 4.044 (3.851), Grímsey 909 (874), Hrísey 1.240 (829), Dalvík 2.626 (4.100), Árskógsströnd 1.387 (1.646), Hjalteyri 6 (18), Greni- vík 649 (502), Húsavík 2.181 (2.288) og Raufarhöfn 17.365 (11.397). Marsmánuður var víða bæri- legur á Norðurlandi, sérstaklega á Akureyri. Þar bárust 7.808 tonn að landi miðað við 1.909 í sama mánuði 1986. Auðvitað munar þar mest um loðnuna sem landað var í Krossanesi, alls 5.193 tonn í mánuðinum. SS Þessa dagana er verið að bora eftir heitu vatni (landi Hleiðargarðs í Saur- bæjarhreppi. Tónleikar Bítlavina á morgun Bítlavinafélagið, hin stórgóða og bráðhressa hljómsveit, sem m.a. hefur lagt það fyrir sig að rifja upp lög The Beatles, auk þess að flytja frumsamin lög, heldur tónleika í íþrótta- skemmunni á Akureyri á skírdag, þ.e. á morgun, fimmtudag 16. apríl. Tón- leikarnir hefjast kl. 15:30. Búast má við geysilegu fjöl- menni á þessum tónleikum og mikilli stemmningu. Skipulagðar hópferðir verða frá Þórshöfn, Kópaskeri, Húsavík, Mývatns- sveit, Ólafsfirði og Dalvík, en öllum nýjum kjósendum í Norðurlandskjördæmi eystra hafa verið sendir boðsmiðar á tónleikana. Þeir sem hafa boðs- miða munu sitja fyrir því að kom- ast inn, en að öðru leyti verður hleypt inn í húsið meðan rými leyfir. Bítlavinafélagið leikur einnig fyrir dansi á árshátíð Framsókn- arfélags Akureyrar og K.F.N.E. sem verður í kvöld á Hótel KEA. Húsið verður opnað öðrum en matargestum kl. 23:30. HS Borað eftir heitu vatni - í landi Hleiðargarðs í Saurbæjarhreppi - bændur á átta bæjum standa straum af kostnaðinum Þessa dagana er verið að bora eftir heitu vatni í landi Hleið- argarðs í Saurbæjarhreppi. Fyrirtækið ísbor hf. annast borunina en samkvæmt rann- sóknum, sem gerðar voru af Þessir litlu hænuungar voru til sýnis í hönd. í útibúi KEA í Byggðavegi til að minna viðskiptavinina á páskana, sem nú fara Mvnd: ET jarðfræðingum Orkustofnun- ar, er vatnið á þessu svæði 60 eða 65 stiga heitt. Bændur á átta bæjum standa straum af kostnaði við borunina. Að sögn Friðfinns Daníelsson- ar, framkvæmdastjóra, munu bændurnir á Núpufelli, Hrísum, Æsustöðum, Steinhólum, Grænuhlíð, Arnarfelli, Saurbæ og Hleiðargarði skipta milli sín kostnaðinum sem er áætlaður um ein og hálf milljón króna. Þarna er töluvert vatnsmagn í jörðu og mun það bæta hag bændanna verulega að fá aðgang að því. Framkvæmdir hófust á fimmtudag í síðustu viku og reiknað er með að þeim Ijúki fyr- ir hátíðar. Talið er að dýpt bor- holunnar verði 350 til 500 metrar og er efri hluti hennar 85/s tomm- ur en neðri hlutinn 6V5 tomma. Borinn, sem er af gerðinni Inger- soll-Rand, er mjög fullkominn og borar 20 metra á klst. Borinn, sem var keyptur nýr í fyrra, kost- ar tugi milljóna króna og er tal- inn vera af vönduðustu gerð sem framleidd er í heiminum. „Það er nóg að gera hjá okkur og mikið framundan. Borunar- kostnaður hefur lækkað mikið eftir að við fórum af stað með fyrirtækið, aðallega vegna þess að við erum með ný og afkasta- mikil tæki sem minnka allan til- kostnað. Það sjá allir að þegar talað er um að háhitahola kosti 30 til 40 milljónir króna og við getum framkvæmt verkið 15-20% ódýrar en þekkst hefur þá eru miklir hagsmunir í húfi fyrir þann sem stendur straum af kostnaðin- um. Við erum í samkeppni við Jarðboranir hf. sem hétu áður Jarðboranir ríkisins og ég er ekki að ýkja þegar ég segi að starfsemi okkar gerir það mögulegt að lækka borunarkostnað um allt að 50%. Stjórnunarkostnaður er tiltölu- lega lítill hjá fyrirtækinu því ég vinn einn sama verk og sex eða átta manns unnu áður á skrifstofu Jarðborana ríkisins. Það verður reyndar einnig að líta á að ég er að keppa við gamalgróið fyrir- tæki sem er búið að afskrifa öll sín tæki fyrir löngu. Hvað varðar borunina í landi Hleiðargarðs þá finnst mér ánægjulegt að geta boðið bænd- um upp á ódýra og fljótlega fram- kvæmd þar sem verði er stillt í hóf. Við skilum holunni frá okk- ur fóðraðri og frágenginni og þá geta þeir byrjað framkvæmdir við lagnir og annað eftir það. Það hefur aldrei áður verið borað á þessu svæði en lengi hefur verið vitað um heitt vatn á þessum slóðum, t.d. í Varmhaga og Strjúgsá. Þá er vitað að heit laug var í landi Hleiðargarðs fyrr á tímum,“ sagði Friðfinnur að lokum. EHB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.