Dagur - 15.04.1987, Blaðsíða 5

Dagur - 15.04.1987, Blaðsíða 5
„Betra fyrir framleiðendur - að vita hvað ríkið ábyrgist mikla mjólkur- framleiðslu fimm ár fram í tímann“ segir Guðmundur Steindórsson ráðunautur „Það var samið til fimm ára um það mjólkurmagn sem ríkissjóður ábyrgist kaup á eða til ársins 1992. Hingað til hefur aðeins verið samið um fram- leiðslu eins árs í einu og þeir samningar stundum komið of seint en það er mikill munur fyrir mjólkurframleiðendur að hafa þessi mál Ijós fyrir næstu fímm árin,“ sagði Guðmundur Steindórsson, nautgriparækt- arráðunautur hjá Búnaðar- samband'i Eyjafjarðar, þegar hann var spurður um hina Skagafjörður: Metár í giftingum í 2. tölublaði Víðförla, sem Skálholt gefur út, er m.a. frétt um giftingar og þar segir að árið 1986 hafí verið metár í Skagafírði hvað giftingar varðar. Alls gifti séra Hjálmar Jónsson 20 hjón í fyrra, en í prestakalli hans á Sauðárkróki eru 2.600 manns. Síðan segir í fréttinni: „Þessum ungu hjónum tileinkar hann text- ann í Lífsdansinum, sem varð í fjórða sæti í söngvakeppni sjón- varpsstöðva. Textinn byggir laus- lega á ljóði Páls postula um kær- leikann, það er fjallað þar um til- hugalífið, um hinn vaxandi og dýpkandi kærleika sem þróast í ást, vináttu og tryggð - kærleika sem fellur aldrei lír gildi.“ SS nýgerðu samninga Stéttar- sambands bænda og ríkissjóðs um mjólkurframleiðsluna. Þegar Guðmundur var inntur nánar eftir samningunum sagði hann: „Það gerðist í fyrravetur að bændur fengu að vita um full- virðisrétt sinn í mjólk um mán- aðamótin janúar-febrúar en þá var framleiðsluárið hálfnað. í fyrrasumar kom áætlun næsta framleiðsluárs, sem byrjar 1. september, í júlímánuði og það var búið að gera samninginn fyrir 1987-8 þegar þessi síðasti samn- ingur til fimm ára var birtur. Þetta fyrirkomulag auðveldar mönnum að stjórna framleiðsl- unni og þeir vita þá hvernig málin standa næstu árin.“ Ríkissjóður ábyrgist fullt verð fyrir 106 milljónir lítra af mjólk á yfirstandandi framleiðsluári en í hinum nýja fimm ára samningi er gert ráð fyrir að ríkissjóður ábyrgist kaup á 102 milljónum lítra á næsta ári en Framleiðni- sjóður mun ábyrgjast kaup á full- virðisrétti sem nemur 3 milljón- um lítra. Árið 1989 er gert ráð fyrir að heildarframleiðslan á mjólk verði 103 milljónir lítra. Þegar Guðmundur var spurður að því hvert stefndi í mjólkur- framleiðslumálum sagði hann: „Það verður hækkun um eina milljón mjólkurlítra, eða úr 103 í 104 milljónir lítra, á síðari hluta samningstímans. Ríkið lof- ar bændum að þeir fái fullt verð fyrir þetta framleiðslumagn og ef aukning verður á neyslu þá skilst mér að ákvæði samningsins séu á þá leið að ríkið ábyrgist fullt verð fyrir meira magn.“ EHB upp hug sinn varðandi konuefni og reikar enn um laus og liðugur og eignast ekki erfingja á meðan. Karólína er líka óskaplega vinsæl í Mónakó og Andrea er allra yndi. Þær eru ekki margar konurnar nú til dags sem eignast þrjú börn á þremur árum en Karólína þarf heldur ekki að hafa áhyggjur af bieiuskiptum og næturvökum því fóstra sér um allt slíkt. Hún fær því aðeins ánægjuna af börnum sínum svona eins og feðurnir hafa það vanalega en þykir engu að síður standa sig með mikilli prýði í móðurhlutverkinu. í júní 1984 kom Andrea í heiminn og fékk þá engan titil því Stefano er óbreyttur borgari og Rainier útnefndi hann ekki sem hertoga til að komast hjá slúðri. Stefano hefur heldur ekki upp- fyllt þær vonir sem gerðar voru til hans og upp komst að hann var með pappíra upp á að hann gæti aldrei eignast börn og voru þeir útbúnir til að hann slyppi við her- þjónustu á Ítalíu, sem er hans heimaland. Þær sögur gengu að hann ætti ekki Andrea en þegar þeim hjónum fæddist annað barn þögnuðu þær raddir alveg. En eftir stóð að Stefano var einn af þeim ríku ítölum sem höfðu mút- að réttum aðilum til að þurfa ekki í herinn. En honum fyrir- gefst þetta allt þar sem Karólína virðist vera hamingjusöm með hann og alla barnasúpuna. Konur hafa áður haft mikil- vægu hlutverki að gegna í sögu Mónakó. Litlu munaði að ríkið yrði sameinað Frakklandi þegar Louis II, fursti átti ekkert barn og enginn vissi hver átti að erfa ríkið. En málunum var bjargað þegar systir hans eignaðist son sem fékk titilinn fursti og það er Rainier sem nú stjórnar Mónakó. 15. apríl 1987 - DAGUR - 5 Kosni ngaskrifstofu r Framsóknarflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra Aðalskrifstofa Hafnarstræti 90, Akureyri. Opin alla virka daga kl. 9-22. Símar 21180 og 27406. Kosningastjóri: Sigurður Haraldsson. Dalvík: JÓNÍNUBÚÐ. Opin virka daga kl. 20-23 og 14-16 um helgar. Sími 61884. Húsavík: GARÐARI. Opin kl. 17-22 virka dagaog kl. 15-17 um helgar. Sími 41225. Ólafsfirði: ÓLAFSVEGI 2. Sími 62327. Þórshöfn: Sími 81175. Við minnum á að utankjörstaðaatkvæðagreiðslan er hafin. Stuðningsmenn B-listans: Kjósið tímanlega ef þið hafið ekki tök á að kjósa á kjördag. Hafið samband við skrifstofuna ef þið vitið um einhverja stuðningsmenn sem ekki verða heima á kjördag. Hanna B. Jónsdóttir og Dóróthea Bergs sjá um utan- kjörstaðaatkvæðagreiösluna. Sími 27405. Sjálfboðaliðar Stuðningsmenn Framsóknarflokksins eru beðnir um að hafa samband við skrifstofurnar og taka þátt í kosningastarfinu. Frambjóðendur B-listans eru tilbúnir til að koma í heimsóknir og ræða stjórn- málaviðhorfið og baráttumál Framsókn- arflokksins á næsta kjörtímabili. ★ Vinnustaðir ★ Klúbbfundir ★ Starfshópar ★Heimahús ★ Félagasamtök Ef þið hafið áhuga á að ræða við okkur, kynnast skoðunum okkar eða koma ykkar sjónarmiðum á fram- færi, þá hafið samband við kosningaskrifstofuna að Hafnarstræti 90, sími 21180. Frambjóðendur. Irmsóímþífarim

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.