Dagur - 15.04.1987, Blaðsíða 7
15. apríl 1987 - DAGUR - 7
mæði hafa né aga að þeir geti
stjórnað landinu?
Við íslendingar getum lært af
reynslunni. Það er ekki lögmál að
við þurfum að endurtaka öll
mistök sem gerð hafa verið. Og
hver er reynslan af mörgum
stjórnmálaflokkum? Lítum til
nágranna okkar í Danmörku. Þar
hafa minnihlutastjórnir setið að
völdum svo árum skiptir. Engu
máli verður fram komið.
Atvinnuleysi er gífurlegt og
skuldasöfnun í útlandinu komin
úr böndunum. Eða til Ítalíu þar
sem meðalaldur ríkisstjórna er
nokkrar vikur.
En við þurfum ekki að fara út
fyrir pollinn. Hver er reynsla
okkar af samsteypustjórnum
margra flokka? Hér er ekki rúm
til að rekja það. En ég hygg að
þið lesendur ef þið hugleiðið mál-
ið munið komast að sömu niður-
stöðu og ég að reynslan sé ekki
góð.
Ef kjósendur vilja samstjórnir
margra flokka þar sem ekki er
hægt að koma sér saman um eitt
né annað. Þar sem enginn ber
ábyrgð en vísar hver á annan. Ef
kjósendur vilja að jafnvel verði
ekki hægt að mynda ríkisstjórn
að kosningum loknum. Þá er val-
ið auðvelt það skiptir ekki máli
hvað valið verður.
Ef kjósendur vilja hins vegar
áframhald festu og stöðugleika í
þjóðmálum eins og verið hefur
undanfarin fjögur ár, þá er valið
líka auðvelt. Þá velja kjósendur
Framsóknarflokkinn.
Valgerður Sverrisdóttir.
Sjcwutm
um páskana
Miðvikudagskvöld
15. apríl
Opiö frá kl. 22.00-03.00.
Hljómsveit Ingimars Eydal
leikur fyrir dansi og
hinn frábæri
Ómar Ragnarsson skemmtir.
Skírdagur
Opiö frá kl. 09.00-01.00.
Diskótek.
GBilega páska
Laugardagur 18. apríl
Sólarsalur opinn
frá kl. 09.00-23.30.
Páskadagskvöld
Opnum kl. 24.00-04.00.
Hljómsveit Ingimars Eydal
leikur fyrir dansi.
Annar í páskum
Opið frá kl. 21.00-01.00.
Diskótek.
SjaUúui
Falleg oí ódjr liúsmn
Verð kr. 3.600.-
Verð kr. 2.900.-
Skrifborð - Hillur - Hillur með
skúffum og skápum - Kommóður -
Fataskápar.
Falleg og ódýr húsgögn.
Tilvalin fermingargjöf
Zá í&r—w
m,
Werð kr. 4.300.-
Það borgar
sig að líta inn
Hrísalundi
Kjallara
Akureyri:
Gróður-
setningar-
átak næsta
sumar
„Þetta er heilmikið átak,“
sagði Árni Steinar Jóhanns-
son, garðyrkjustjóri, en sam-
þykkt hefur verið að verja 3
milljónum króna til gróður-
setningar trjáplantna á Akur-
eyri og byggingar nýs gróður-
húss. Stærsti hlutinn fer til
útplöntunar á Nausta- og
Hamraborgasvæðinu. Verkið
verður unnið af unglingum í
unglingavinnu næsta sumar.
Endanlegur samningur hefur
ekki verið gerður við Skógrækt-
arfélag Eyfirðinga, en gera má
ráð fyrir að upphæðin dugi fyrir
80 til 100 þúsund plöntum. Þá
verður byggt 300 fermetra kæli-
og herðingargróðurhús við hús
Gróðrarstöðvarinnar hjá Krók-
eyri. í þessu gróðurhúsi verða
plöntur hertar með kælingu áður
en þær eru gróðursettar, en
kostnaður vegna verksins er 850
þús. kr.
Þá er gert ráð fyrir að verja 420
þús. kr. til gróðursetningar við
bílastæðið á Kaupvangstorgi, 250
þús. kr. vegna svæða við inn-
keyrslur til bæjarins, 280 þús. kr.
vegna Síðugarðs við Vestursíðu
og kr. 200 þús. vegna viðhalds
annarra gróðrarsvæða í bænum.
„Þetta gróðursetningarátak
tengist líka verkefnum fyrir ungl-
ingavinnuna í sumar. Það er
heppilegt að láta unglingana
vinna við gróðursetningu og það
má því segja að með þessu sé ver-
ið að leysa tvö verkefni í einu,“
sagði Árni Steinar að lokum.
EHB