Dagur - 15.04.1987, Blaðsíða 17

Dagur - 15.04.1987, Blaðsíða 17
Umsjón: Krisíján Kristjánsson 15. apríl 1987 - DAGUR - 17 Berglind íþróttamaóur Skagafjarðar Á ársþingi UMSS á dögunum voru kunngerð úrslit í vali íþróttamanns ársins. Að þessu sinni varð Berglind Bjarna- dóttir frjálsíþróttakona úr Tindastóli fyrir valinu. Berg- lind var mjög sigursæl á síðasta ári á mótum bæði innan og utan héraðs og setti m.a. 3 hér- aðsmet, í 50 m hlaupi og lang- stökki innanhúss og þrístökki utanhúss. Sigfús Jónsson frjálsíþrótta- maður UMF Gretti varð í öðru sæti og Heba Guðmundsdóttir sundkona Tindastóli í þriðja. Pessum íþróttamönnum voru veittar viðurkenningar. Þá voru einnig afhentir farandbikarar sem UMF Fram gaf á sínum tíma og eiga að veitast þeim sem náð hafa bestum árangri í frjálsum íþróttum og sundi á árinu. Þá hlutu Heba Guðmundsdóttir sem synti 50 m bringusund á 40,9 sek. og Friðrik Steinsson sem hljóp 100 m á 11,2 sek. Bæði eru þau í Tindastóli. -þá Berglind Bjarnadóttir. Mynd: -þá Bikar- keppni KRA - hefst á morgun Knattspyrnuvertíðin hér norðanlands hefst fyrir alvöru á morgun en þá fer fram fyrsti leikurinn í bikarkeppni Knatt- spyrnuráðs Akureyrar. KA og Reynir frá Árskógsströnd mætast í þessum fyrsta leik sem hefst kl. 16. Á laugardaginn leika Þór og Vaskur í sömu keppni og hefst sá leikur kl. 14. Á mánudaginn kl. 16 leika síðan KA og Vaskur. Allir þessir leikir fara fram á Sanavellinum fræga. Dómara- námskeið Dómaranámskeið í knattspyrnu verður haldið í Lundaskóla og hefst það miðvikudaginn 29. apr- íl kl. 20. Skráning stendur yfir um þessar mundir og hefur hún gengið nokkuð vel. Flestir þeirra sem hafa skráð sig á námskeiðið til þessa eru konur. Um skrán- ingu sjá þeir Páll Magnússon, Rafn Hjaltalín og Sveinn Björnsson. Sigurlið KA á Vormóti BLÍ. Mynd: EHB Vormót BLÍ í blaki: KA-menn og Víkings- stúlkur sigmðu Vormót Blaksambands íslands, Hermannsmótið fór fram í íþróttahöllinni á Akur- eyri á föstudag og laugardag. Mótið var tileinkað Hermanni heitnum Stefánssyni sem með réttu hefur verið talinn forfaðir blaksins hér á landi. Það var fyrir um 50 árum að Hermann hóf að kynna þessa íþrótt í Menntaskólanum á Akureyri. Hann kynntist henni fyrst á Olympíuleikunum í Berlín árið 1936. Á mótinu um helgina var keppt var í karla- og kvenna- flokki og mættu 8 lið til leiks í hvorum flokki. í karlaflokki léku KA-A, KA-B, Víkingur, Fram, Óðinn, UNÞ, Þróttur og Skaut- ar. í kvennaflokki léku KA, Óðinn, Völsungur, Eik, Víking- ur, UNÞ, Þróttur og Fram. Leik- ið var upp á tvær unnar hrinur og varð að sigra hrinuna með tveggja stiga mun. Það voru KA- menn sem sigruðu í karlaflokki en í kvennaflokki stóðu Víkings- stelpurnar uppi sem sigurvegar- ar. í hvorum flokki var leikið í tveimur riðlum og í undanúrslit- um léku saman efsta liðið í A- riðli og liðið sem varð númer 2 í B-riðli annars vegar og liðið sem varð efst í B-riðli og liðið sem varð í 2. sæti í A-riðli hins vegar. Kvennaflokkur: í kvennaflokki léku saman í undanúrslitum KA-A og Víking- ur og Óðinn og Eik. Víkingur sigraði KA í tveimur hrinum 13:11 og 13:11. í hinum leiknum mættust Óðinn og Eik. Eikin hafði betur og sigraði í tveimur hrinum 12:3 og 12:7. Til úrslita léku því Víkingur og Eik og sigr- uðu stelpurnar í Víking í þeim leik í tveimur hrinum, 12:4 og 12:9. Um 3. til 4. sætið léku KA- A og Óðinn og sigruðu KA-stelp- urnar í tveimur hrinum, 12:4 og 13:11. Karlaflokkur: í karlaflokki léku saman f undanúrslitum KA og Óðinn og Fram og Víkingur. KA sigraði Óðin í tveimur hrinum 12:6 og 13:11. í hinum leiknum sigraði Víkingur Fram einnig í tveimur hrinum 12:2 og 12:4. Til úrslita léku KA og Víkingur og sigruðu KA-menn í miklum baráttuleik með tveimur hrinum gegn einni, 8:12, 12:4 og 12:10. Um 3. til 4. sætið léku Óðinn og Fram og sigruðu Óðinsmenn í tveimur hrinum, 12:10 og 12:8. Knatt- spyrnu- punktar Kvennalið Þórs í knatt- spyrnu lék þrjá æfingaleiki fyrir sunnan um helgina. Liðið vann sigur í tveimur leikjanna en tapaði einum. Stelpurnar þóttu leika ágæt- lega og lofar leikur liðsins góðu fyrir sumarið. Á föstudagskvöld lék liðið gegn íslandsmeisturum Vals en sá leikur tapaðist 1:4. Mark Þórs skoraði Hildigerður Gunnarsdóttir. Á laugardag sigraði Þór UBK mjög sann- færandi 3:0 og það voru þær Sigurlaug Jónsdóttir 2 og Lára Eymundsdóttir sem skoruöu mörk Þórs. Síðasti leikur liðs- ins í ferðinni, var gegn Fram á sunnudag. Þór sigraði einnig í þeim leik, 3:2 og skoruðu þær Inga Huld Pálsdótir, Friðrika Illugadóttir og Kolbrún Jóns- dóttir mörk Þórs. Karlalið KA hélt suður á Akranes þar sem fram átti að fara þriggja liða æfinga- mót um helgina. Því tókst hins vegar ekki að ljúka vegna veðurs. Auk KA tóku heima- menn ÍA og ÍR þátt í mótinu. Á föstudagskvöld vann ÍA ÍR með einu marki gegn engu. Á laugardag vann KA ÍR einnig 1:0 með rnarki Erlings Krist- jánssonar. Á sunnudag reyndu síðan ÍA og KA að leika en þeim leik varð að hætta eftir 15 inín. vegna illviðris. Þórsarar léku einnig æfinga- leiki um helgina. Á laugardag unnu þeir Magna 3:1 og skor- uðu þeir Guðmundur Valur Sigurðsson 2 og Gísli Bjarna- son mörk Þórs. Á sunnudag unnu Þórsara Reyni frá Árskógsströnd 2:0 og skoruðu þeir Hlynur Birgisson og Sölvi Ingólfsson mörk Þórs. Þá léku B-lið Þórs og KA æfingaleik á laugardag og lauk honum með 4:1 sigri KA. 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 Johannes skorar á Samuel Flugleiðatrímm um helgina - Opið í Hlíðarfjalli alla páskana Hið árlega Flugleiðatrimm á skíðum á vegum Flugleiða og Skíðastaða í Hlíðarfjalli verður haldið nú um páskana. Keppni í Flugleiðatrimminu er skipt í tvo hluta, þ.e. í svig- og göngu- keppni. Keppni í svigi hefst á morgun skírdag og verður keppt í þremur flokkum. Kl. 10 hefst keppni í flokkum 13-15 ára, kl. 12 í flokk- um 10-12 ára og fara þær fram í Strýtu. Kl. 13.30 hefst keppni í flokkum 9 ára og yngri og fer hún fram í Hjallabrekku. Allir sem vilja spreyta sig eru velkomnir í keppnina. Seinni hlutinn fer fram á páskadag en það er skíðaganga þar sem boðið er upp á tvær vegalengdir, 4 og 8 km. Göngu- brautin upp á Stórhæð í Hlíðar- fjalli verður opnuð kl. 10 fyrir þá sem ekki vilja tímatöku. Kl. 14 verður hópstartað og tekinn tími á öllum sem það vilja. Vegleg verðlaun eru í boði á Flugleiðatrimminu og þá verða einnig glæsileg verðlaun dregin út, þannig að allir sem þátt taka í trimminu eiga möguleika á að hreppa þau. Foreldraráð Skíðaráðs Akur- eyrar býður upp á tveggja brauta keppni í svigi fyrir 12 ára og yngri á laugardaginn og hefst sú keppni kl. 14. Á páskadag mun séra Pálmi Matthíasson messa úti á skafli við skíðahótelið ásamt kór Lög- mannshlíðarkirkju og hefst sú athöfn kl. 12. Óvenju góður snjór er í Hlíð- arfjalli miðað við árstíma en skíðasvæðið verður opið yfir alla páskana frá kl. 9.30 til 17.30 ef veður leyfir. Jóhannes Atlason sigraði Arnar „feldskera“ Guðlaugsson rafvirkja á Húsavík í getraunaleiknum um helgina. Jóhannes var enn með sína þrjá leiki rétta en Arnar náði aðeins tveimur leikjum réttum. Það voru Leedsarar, lið Arnars sem gerðu vonir hans um áfram- haldandi þátttöku í Ieiknum að engu. Á sama tíma og Leeds féll út úr ensku bikarkeppninni, féll Arnar úr getraunaleiknum. En Jóhannes í sínum skepnuskap hefur ákveðið að hrekkja annan Leedsara í næstu umferð. Fyrir valinu varð Samúel Jóhannsson húsvörður í íþróttahúsi Glerárskóla. Samúel sagðist ekki hræddur við þessa utandeildardrengi eins og hann orðaði það. En hvort Jóa tekst að vinna á þremur leikjum réttum í næstu umferð, kemur í ljós um helgina. Jóhannes: Samúel: Aston Villa-Everton 2 Leieester-West Ham 1 Liverpool-Nott.Forest 1 Luton-Coventry 1 Man.City-Watford 1 Newcastle-Man.United x Norwich-Sheff.Wed. 1 Q.P.R.-Chelsea 1 Wimbledon-Arsenal x Leeds-Ipswich 1 Reading-Portsmouth 2 Sheff.Utd.-Oldham x Aston Villa-Everton 2 Leicester-West Ham x Liverpool-Nott.Forest x Luton-Coventry 1 Man.City-Watford 1 Newcastle-Man.United x Norwich-Sheff.Wed. 2 Q.P.R.-Chelsea l Wimbledon-Arsenal 1 Leeds-Ipswich 1 Reading-Portsmouth x Sheff.Utd.-Oldham 2 Tipparar munið að skila seðlunum inn fyrir hádegi á fimmtudögum svo enginn verði nú af vinningi. 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.