Dagur - 15.04.1987, Blaðsíða 6

Dagur - 15.04.1987, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 15. apríl 1987 Skríðjöklar gera plötu lyrir Landsmót UMFÍ Fæstir vita að Samver býr yfir fullkomnum hljóöupptöku- búnaði auk sjónvarpsbúnaðar og þar má taka upp alls kyns útvarpsefni og einnig hljóm- plötur. Dagana 15.-17. apríl mun hljómsveitin Skriðjöklar mæta í upptökuverið og þar verður tekin upp tveggja Jaga plata. Lög og textar eru eftir Bjarna Hafþór Helgason. „Þetta er á vegum Samvers og landsmótsnefndar. Fram- kvæmdastjóri landsmótsnefndar kom til mín og bað mig að semja sérstakt lag fyrir landsmótið, sem ég gerði og samdi síðan ann- að lag til að hafa á hinni hlið plötunnar," sagði Bjarni Hafþór. Eftir upptöku plötunnar verða síðan gerð myndbönd við lögin. Skriðjöklar voru fengnir til þess að spila á Landsmóti UMFÍ sem haldið verður á Húsavík 10.-12. júlí og munu þeir því taka þátt í þessu verkefni. Bjarni Hafþór sagðist búast við fjölmennu og skemmtilegu lands- móti. Samkvæmt könnun á veðurfari eru aðeins 5% líkur á rigningu þessa daga á Húsavík en 95% líkur á því að veðrið verði mjög gott. Hann sagði einnig að þetta væri frumraun Samvers í upp- töku á hljómplötu en ekkert væri því til fyrirstöðu að framhald yrði á því. „Gunnar Smári, hinn landsþekkti upptökumaður, var hérna um daginn og gekk frá búnaði í hljóðstúdíóinu. Við erum nú mjög vel í stakk búnir til að gera hljómplötur,“ sagði Bjarni Hafþór. SS Valgerður Sverrisdóttir: Að fortíð skal hyggja þá framtíð skal byggja Þegar núverandi ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðis- flokks kom til valda í maí 1983 var ekki glæsilegt um að litast. Verðbólga stefndi í 130% miðað við ár. Raunlaun voru lækkandi og afkoma heimilanna fór versn- andi. Atvinnuvegir þjóðarinnar voru að komast í þrot. Stöðvun fiskveiða og -vinnslu var á næsta leiti vegna rekstrarörðugleika og bágrar eignastöðu fyrirtækja í þessum greinum. Vandamál landbúnaðarins höfðu rekið á reiðanum. Ríkis- sjóður var rekinn með miklum halla. Skuldum var safnað í útlöndum sem aldrei fyrr. Hús- næðislánakerfið var í molum vegna hringlandaháttar félags- málaráðherra varðandi löggjöf og fjárskort. Þetta er ljót lýsing en því mið- ur sönn. Þetta var sá vandi sem núverandi ríkisstjórn tók við. Undir forystu hennar og með hjálp hagstæðra ytri skilyrða hef- ur þjóðinni, það er okkur öllum, tekist að snúa blaðinu við á síðastliðnum fjórum árum. Verðbólga er nú um 15% mið- að við ár. Raunlaun fara hækk- andi og hafa aldrei verið hærri. Afkoma heimilanna er batnandi. Atvinnuvegir okkar eru aftur reknir með hagnaði sérstaklega er afkoma í sjávarútvegi betri en um langt árabil. Tekið hefur ver- ið á vandamálum landbúnaðar- ins. Víst er það sársaukafullt meðan á stendur en gefur von um betri tíð þegar frá líður. Erlendar lántökur hafa minnkað mikið og sem hlutfall af þjóðartekjum hafa erlendar skuldir og greiðslubyrði vegna þeirra minnkað. Ný og bætt húsnæðislánalög hafa verið sett, lánshlutfall stórhækkað og fjármögnun tryggð. Af framan- sögðu má ljóst vera að núverandi ríkisstjórn undir forsæti Stein- gríms Hermannssonar hefur tek- ist að leysa mörg þeirra vanda- mála sem hún tók við. Þegar hugað er að framan- sögðu þarf þá nokkur að vera í vafa um hverjum hann vill fela forustu í næstu ríkisstjórn? Eins og ég sagði áðan hefur ríkis- stjórninni tekist að leysa fjöl- mörg erfið vandamál síðastliðin fjögur ár en að stjórna landi er eins og að stýra bifreið, sífellt verður að breyta stefnu og hraða eftir því hvernig vegurinn liggur. Þannig er það líka með hag- stjórnina henni verður aldrei lokið, stöðugt verður að sigla milli skers og báru. Það hefur tekist að minnka verðbólguna en þar með er ekki allur vandi leyst- ur. Verðbólgudraugurinn getur risið upp aftur ef slakað verður á um of. Áfram verður að veita aðhald. Eftir tæplega tvær vikur verður gengið til kosninga. í þessum kosningum verður kosið til Alþingis til næstu fjögurra ára ef guð lofar og menn geta komið sér saman. Á úrslitum kosninganna veltur hverjir fara með stjórn landsins næstu fjögur árin. Valið er ykkur kjósendur góðir. í okk- ar kjördæmi eru níu stjórnmála- flokkar og samtök sem bjóða fram. Það ætti því að vera úr nógu að velja og valið þá væntan- lega erfitt, því eins og sagt er þá á sá kvölina sem á völina. En er það nú svo? Eru raunhæfir val- kostir jafn margir og við fyrstu sýn virðist? Það held ég ekki. Lýðræðið er þversögn og í því felast mótsagnir. Það verður þess vegna að umgangast lýðræðið með ábyrgðartilfinningu og aga. Kjósendur verða að skipá sér í fáa flokka um meginatriði. Jafn- vel þó að þeim mislíki einhverjar áherslur í stefnuskrá eða vinnu- brögðum þess flokks sem þeir eiga helst samleið með. Það gengur að lýðræði í þessu landi dauðu ef óánægðir aðilar hafa ekki þolinmæði til að vinna að áhugamálum sínum innan þeirra fjögurra eða fimm flokka sem í raun hafa haslað sér völl hér á landi, en hlaupa í þess stað til og stofna til nýrra framboða. Er hægt að búast við því af þeim mönnum sem enga þolin- Passa- myndir Gott úrval mynda- ramma nonðun mynd LJÓSMYN DASTOFA Sími 96-22807 ■ Pósthólf 464 Glerárgötu 20 602 Akureyri I Páskaferðalög - Nokkrar ábendingar frá Umferðarráði Páskasýning Páskasýning Myndhópsins á Akureyri verður opnuð í húsi Verkmenntaskólans við Þórunn- arstræti (Gamli Iðnskólinn) skírdag 16. apríl kl. 14. e.h. Á sýningunni verða til sýnis 50- 60 myndverk, unnin í olíu, acryl, pastel, vatnsliti og tréskúlptúr. Sýnendur eru: Bryndís Arnar- dóttir, Alice Sigurðsson, Dröfn Friðfinnsdóttir, Guðrún Leon- ardsdóttir (Lóa), Rut Hansen, Iðunn Ágústsdóttir, Aðalsteinn Vestmann, Bernharð Steingríms- son, Gréta Berg, Gunnar Dúi Júlíusson, Laufey Gunnarsdóttir, Hörður Jörundsson og Anna Guðný Sigurgeirsdóttir. Sýningin er sölusýning, hún verður opin daglega alla páskahelgina kl. 14-22 og lýkur á annan dag páska. Ferðu stundtim á hausínn? Hundruð gangandi manna slasast árlega í hálkuslysum. Á mannbroddum, ísklóm eða negldum skóhlífum ertu „svellbaldur/köld". Heimsæktu skósmiðínn! ||UJJFHRDAR Safnahúsið Húsavík: Kári sýnir um páskana Kári Sigurðsson opnar mynd- listarsýningu í Safnahúsinu Húsavík fimmtudaginn 16. apríl kl. 20:00. 17.-20. apríl verður sýningin opin kl. 15:00- 22:00. Á sýningunni eru 25 ný olíu- málverk, auk eldri mynda sem unnar eru með olíukrít og pastel- litum. Þetta er 17. einkasýning Kára en síðasta einkasýning hans í Safnahúsinu á Húsavík var hald- in haustið 1981. IM Nú sem endranær hyggja ugg- laust margir á ferðalög innan- lands um páskana. Því er hyggi- legt að huga að þeim búnaði sem hæfir ferðalögum á þessum árstíma. Mikilvægt er að þeir sem ætla á fjöll eða aka um fjallvegi, séu þess meðvitaðir að nú er allra veðra von og færð getur spillst fljótt. Hlýjan fatnað og teppi er sjálfsagt að hafa meðferðis. Einnig keðjur, skóflu, dráttar- taug og nauðsynlega varahluti. Áður en lagt er af stað í fjalla- ferðir þarf að kanna veðurútlit og færð. Nauðsynlegt er að tíma- setja ferðina og gefa einhverjum upp fyrirhugaða leið og hvenær á að koma til byggða. Slíkt getur komið í veg fyrir áhyggjur skyld- menna, og jafnvel óþarfa leit. Notkun ökuljósa hefur aukist mikið og sannað ágæti sitt. Á blautum og forugum vegum verð- ur bíllinn oft samlitur umhverf- inu og sést illa. Ökuljósin eru því oft það eina sem við sjáum þegar bíll nálgast. Þegar for sest á ljósker dofna Ijósin, og verður því að þurrka af þeim eða þvo reglulega. Stöðuljós má aldrei nota í akstri. Væntanlega verður mikil umferð við skíðastaði landsins. Förum ekki á vanbúnum bílum í skíðalöndin því það veldur erfið- leikum og óþægindum í umferð- inni. Ganga verður þannig frá bílum í bílastæði að þeir trufli ekki eða tefji aðra umferð til og frá skíðasvæðinu. Vélsleða- og fjórhjólamenn sem verða þar sem skíða- og göngufólk er á ferð þurfa að sýna fyllstu tillitssemi, og gleyma ekki að tæki þeirra eru í senn kraft- mikil og hættuleg ef ekki er var- lega farið. Við akstur torfæru- tækja er mikilvægt að nota hjálm, og klæðast skjólgóðum fatnaði. Um leið og Umferðarráð óskar öllum ferðalöngum góðrar ferðar minnir það á að í páskaumferð- inni höfum við tillitssemi við samferðamenn að leiðarljósi. Bílbeltin spennt, ökuljósin kveikt og ökum á jöfnum hraða - það sparar bensín og veldur minni streitu. Vart þarf að minna á að akstur og ölvun á ekki saman. Kæruleysi í þeim efnum getur eyðilagt helgina fyrir fullt og allt - jafnvel framtíð ótalinna aðila.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.