Dagur - 15.04.1987, Blaðsíða 9

Dagur - 15.04.1987, Blaðsíða 9
15. apríl 1987 - DAGUR - 9 Hjálpartæki blaðamannsins - Svar við athugasemd Við vinnslu frétta höfum við blaðamenn ákaflega mikilvæg hjálpartæki sem í daglegu tali nefnast segulbandstæki. Þessi tæki eru tengd við síma og þannig eru fíest fréttaviðtöl tekin upp á band. Þessi vinnubrögð tryggja öryggi. Öryggi heimildarmanns gegn því að ranglega sé eftir hon- um haft og í einstaka tilfellum öryggi blaðamanns ef hann er sakaður um röng og villandi skrif. í Degi síðastliðinn mánudag birtist athugasemd þeirra Gunn- laugs Jóhannssonar forstöðu- manns Tæknideildar Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri og Vignis Sveinssonar skrifstofu- stjóra sömu stofnunar, við frétt sem undirritaður skrifaði í föstu- dagsblað Dags. Fréttin fjallar um Röntgendeild FSA. Hjálpartækið gerir mér kleift að birta hér orðrétt svar Vignis við því þegar ég spurði hvort far- ið yrði út í einhver tækjakaup fyrir deildina á árinu: „Ætli það sé ekki frekar hönnunin sem far- ið verður út í. Það er náttúrlega byrjað á húsnæðinu. Ég veit ekki hvort það verður endilega farið út í tækjakaup að svo stöddu." Þegar ég segi í fréttinni að ólíklegt sé að framkvæmdir hefj- ist á ég greinilega við fram- kvæmdir aðrar en hönnun. í við- tali mínu við Vigni kom ekki fram að hönnun væri langt komin. Tilefni skrifanna voru upp- sagnir röntgentækna við deildina sem stöfuðu af dæmalaust bág- bornu ástandi þeirra tækja sem þar eru. Vegna mjög harðorðra ummæla Gunnlaugs um ástand tækjanna varð það atriði mið- punktur fréttarinnar. Gunnlaugi er heimilt að koma og hlusta á ummæli sín sem ég mátti „virkilega hafa eftir“ eins og hann sagði. Þau voru ekki ýkt í fréttinni og ekki mitt vandamál þó hann sjái eftir þeim núna eða hafi fengið skömm í hattinn. Raunar sagði Gunnlaugur að þó að þetta kæmi eins og skrattinn úr sauðarleggnum og „forsvars- menn fyrir þessu“ hrykkju við þá væri það allt í lagi. Nú virðist hann sjálfur hafa hrokkið einna verst við. Eggert Tryggvason blaðamaður Ungt fólk á stór- dansleik - framsóknarmanna í Varmahlíö Um 700 ungmenni voru saman komin á stórdansleik sem framsóknarmenn í Norður- landi vestra héldu í Miðgarði sl. laugardagskvöld. Allir sem nú kjósa í fyrsta sinn til Alþingis fengu senda boðs- miða og var megnið af dans- leikjagestunum úr þeim hópi. Það var hin Iandsfræga hljóm- sveit Greifarnir frá Húsavík sem lék fyrir dansi og var það mál ungmennanna að þar færi ein albesta hljómsveit landsins. Páll Pétursson, Stefán Guð- mundsson og Elín Líndal voru meðal gesta á dansleiknum og blönduðu geði við unga fólkið, sem gafst einstakt tækifæri til að ræða persónulega við frambjóð- endurna. Að lokum má geta þess til gamans að Páll Pétursson lét þau orð falla um Felix Bergsson söngvara Greifanna að hann liti á þann dreng sem hálfgerðan son sinn þar sem hann væri sonur Bergs Felixsonar skólastjóra fornvinar síns. -þá Leikfélag Blönduóss frumsýnir: „Stormur í glasi“ Næstkomandi laugardag frum- sýnir Leikfélag Blönduóss „Stormur í glasi“ leikrit um máttarstólpa og minnipoka- menn, eftir Örn Inga unnið í samvinnu við Leikfélag Blönduóss. Leikurinn gerist á veitinga- staðnum Húnaríki á einum degi, og það er sko enginn venjulegur dagur. Áhorfendur fá að kynnast starfsfólki staðarins og nokkru af þeim fjölmörgu verkefnum sem ber að höndum á slíkum stöðum úti á landi. Þetta er verk sem er samið af leikstjóranum með aðstoð leikaranna og frumraun leikfélagsins á þessu sviði. Margir munu eflaust þekkja margt af því sem þarna er fengist við eins og t.d. það að skemmtikraftar að sunnan vilja fá það mikið greitt fyrir að koma út á land að skemmta að við liggur að hætta þurfi við allt saman. Þetta leikrit er eins konar vísir að byggðaleik- húsi þar sem tekist er á við þau verkefni fyrst og fremst sem alþekkt eru á smærri stöðum úti á landi. Nokkuð mikið er sungið í leikritinu og léttleikinn situr í fyrirrúmi, en þó er alltaf grunnt á boðskapnum og kannski nokk- urri ádeilu. Eins og fyrr segir verður frumsýningin á laugardag- inn 18. apríl og hefst hún kl. 21.00 en næstu sýningar verða 21., 23 og 24. apríl. Sýnt er í Fél- agsheimilinu á Blönduósi. G.Kr. Brynjólfur Brynjólfsson, matreiöslumeistari: Kartöfluframleiðendur á villigötum Ég ætla að leggja hér nokkur orð í belg vegna blaðaskrifa um kart- öflur. Kartöflum má skipta í tvo flokka, matarkartöflur og iðnað- arkartöflur, og ætla ég að fjalla um þann seinni. í dag er á mark- aðnum mikið magn af kartöflum sem kallast „premíére". Svo illa gengur að selja þessar kartöflur að verulegum búsifjum veldur fjárhagslega. Ég ætla að reyna að upplýsa menn um ástæður þessa vanda. Iðnaðarkartafla þarf að hafa ákveðna eiginleika. Hún þarf að vera áferðarslétt og hafa fá og grunn „augu“, mikið hitaþol, hvítan lit sem þarf að haldast vel við suðu, einnig þarf hún að þola vel hitageymslu þar sem þess þarf við í eldhúsum mötuneyta og hótela, þar sem afgreiðsla stend- ur yfir í tvær til þrjár stundir í senn. „Premíére“-kartaflan hefur aðeins einn þessara eiginleika, þ.e. áferðina, og þess vegna hafa framleiðendur þessarar tegundar lent í áðurnefndum vanda. „Premíére“-kartöfluna vantar alla aðra eiginleika sem hér hafa verið taldir og eru alveg bráð- nauðsynlegir. En þá vaknar sú spurning hvað sétil ráða? Svarið er, að það þarf að gera það sama hér og gert er í öllum öðrum löndum sem fram- leiða kartöflur; nefnilega að framleiða afbrigði sem hefur áðurtalda eiginleika, alla. „Bintjé“-kartaflan er best til þessarar ræktunar og notkunar fallin. Það er engin tilviljun að annars staðar en á íslandi er helmingur af framleiddum kart- öflum „bintjé“. „Premíére“-kart- öflunnar er lítt eða ekki getið í heimildum í þessum löndum. Þær villigötur sem ég minnist á í fyrirsögn hafa haft mjög skaðleg áhrif á markaðinn og það getur tekið hann langan tíma að rétta úr kútnum. Matreiðslumenn hafa leyst þennan vanda með ýmsu móti, en ekkert getur komið í staðinn fyrir gott hráefni. Ég man þá tíð þegar „bintjé“- kartaflan var framleidd hér í stór- um stíl og flutt til Reykjavíkur í mjög miklu magni. Hvað síðan gerðist og varð þess valdandi að þessi framleiðsla lagðist að mestu af, eru framleiðendur einir fróðir um. Ég vil leyfa mér að hvetja kart- öfluframleiðendur til að breyta úr „premíére" yfir í „bintjé". Þá fyrst mun liðkast um markaðsmál þeirra. Brynjólfur Brynjólfsson, matreiðslumeistari. ife Styrkir til háskóla- llS náms í Frakklandi Frönsk stjórnvöld bjóöa fram nokkra styrki handa íslend- ingum til háskólanáms í Frakklandi áskólaárinu 1987-’88. Um er aö ræöa eftirtaldar námsgreinar: Bókmenntir, húsa- geröarlist, kvikmyndagerö, listasögu, leikhúsfræði, tónlist- arfræði og raunvísindi. Umsóknum, ásamt staöfestum afritum af prófskírteinum og meömælum, skal skila til menntamálráðuneytisins, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 27. apríl nk. Umsóknareyðublöð fást í ráöuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 9. apríl 1987. Hefur maðurinn gleymst? Samvera með hópumræðu í Blómaskálanum Vín við Hrafnagil í kvöld 15. apríl kl. 21 Stutt ávörp flytja: • Sr. Þórhallur Höskuldsson: Kirkjan og efnishyggjan • Pétur Bj. Þorsteinsson æskulýðs- fulltrúi: Unglingar og vímuefni • Auður Eiríksdóttir oddviti: Hvers virði er fjölskyldan? • Sr. Cecil Haraldsson framkvæmda- stjóri: Aldraðir í samfélaginu • Snæbjöm Þórðarson formaður Sjálfs- bjargar Akureyri: Staða fatlaðra Sr. Jón Helgi Þórarinsson á Dalvík flytur hugleiðingu um gildi páskanna á mannlegt líf Unglingar spila og syngja Kaffiveitingar X-J fyrir jafnrétti X-J gegn misrétti Samtök jaf nréttis og félagshyggju

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.